Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 Á PARKETI OG FLÍSU M 20-30% AFSLÁTTUR TILBOÐSDAGAR Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur Sími 595 0570 ▪ www.parki.is Iðnaðarvélar fyrir fagmenn Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Sjálfdekkjandi hjálmur Styrkleiki: 9-10 Din Verð kr. 16.900.- Telwin Telmig 180 turbo 1 fasa MIG/MAG Þráðsuðuvél Einföld og sterkbyggð, jarðkapall og Mig byssa fylgir. Verð kr. 125.000.- Gold G3 er koparhúðaður gegn- heill alhliða (SG2)G3 MIG/ MAG suðuvír fyrir suðu í lág og óblönduðu stáli með togþol allt að 550N/ mm 2 15 kg rúlla 0,8 – 1,0 – 1,2 kr. 6.900.- 5 kg rúlla kr. 3.900.- 1 kg rúlla kr. 1.200.- Hvað er betra en góð heilsa? Hvernig getur hver og einn varðveitt hana? Ein- faldlega með því að fara vel með sjálfan sig! Hver og einn verð- ur að bera ábyrgð á sjálfum sér, sínu lífi. Heilbrigt líferni, hollt mataræði og góð lík- amsþjálfun gefur ein- staklingnum meiri möguleika á að skynja hvað honum sé fyrir bestu. Þrír samtarfsaðilar byggðir upp af Hjartaheill, Hjartavernd og Heila- heill [HHH] eru þessa dagana að vekja athygli almennings á hvernig einstaklingurinn getur sem best varðveitt heilsu sína. Heilræði þessi er hægt að finna á heimasíðu þeirra og á þeim samkomum sem þeir standa fyrir hverju sinni. Nú fer t.d. að aþjóðlegur hjartadagur kvenna að nálgast og þá er verið að tala um Go Red-átakið. Rauði kjóllinn er tákn þessa átaks og það væri vel þó svo að konur geti ekki mætt á Go Red- samkomur sem HHH stendur fyrir að þær klæddust rauðu, hvar sem þær eru staddar. Þetta átak á líka við karla og ekkert því til fyrirstöðu að þeir sýni samstöðu með konum með því að skarta rauðu. En það er ekki einungis verið að tala um hjarta- og æðasjúkdóma, heldur líka slag- sjúkdóma, þ.e.a.s. heilablóðfall. Rannsóknir hafa leitt í ljós að bein tengsl geti verið á milli hjarta- og æðasjúkdóma og slags. Hjartagallar geta orsakað heilablóðfall og geta haft alvarleg áhrif, jafnvel valdið dauða. Heilaheill hefur vakið athygli á þessu og gefið út sérstakan bækling í þessu skyni, um gáttatif er veldur slagi. Slíkir hjartagallar er leiða til slags eru því miður nokkuð algengir. Því er nauðsynlegt að hver og einn einstaklingur vakti sinn líkama og fylgist með forvarnarstarfi HHH. Go Red – klæðist rauðu Eftir Þóri Steingrímsson Þórir Steingrímsson »Hjartagallar geta or- sakað heilablóðfall og geta haft alvarleg áhrif, jafnvel valdið dauða. Höfundur er formaður Heilaheilla. Í haust fjallaði ég um skortsölur fast- eigna og nauðung- arsölur fasteigna í Flórída á síðum þessa blaðs, ég sagði frá úr- ræðum sem eru í boði fyrir eigendur og frá þeirri ákvörðun sem bankarnir tóku að skortsala væri hag- kvæmari en nauðung- arsala. Ég hef tekið saman sölu- tölur frá félagi fasteignasala á Orlando-svæðinu sem sýna að það var strax árið 2007 sem fór að bera á fjölgun eigna í nauðung- arsölu eða 1,933 eignir, það ár voru einungis 613 eignir seldar í skortsölu. Nauðungarsölur ná toppnum árið 2010 með 34.785 nauðungarsölum á móti 21.749 skortsölum. Á þessum tímapunkti komust bankarnir loksins að því að það er hagkvæmara fyrir þá að leyfa eigendum að selja í skortsölu frekar en að neyða þá í nauðung- arsölu og þurfa sjálfir að taka yfir eignina, sjá um hana og selja með miklum lögfræðikostnaði, við- haldskostnaði og sölukostnaði. Síðan hefur hlutfallið stöðugt breyst til hins betra sem dæmi um síðasta ár þá voru seldar 23.690 nauðungarsölueignir á móti 27.225 skortsölueignum á svæðinu. Það er reiknað með að eignum í erf- iðleikum muni fækka á mark- aðnum á þessu ári, þar sem verð eigna er á uppleið og þar af leið- andi færri eignir sem standa ekki undir lánunum. En þar sem það tekur um tvö ár frá því að eiganda er stefnt vegna væntanlegra nauð- ungarsölu þar til salan fer fram má búast við að við sjáum áfram nauðungarsölu- og skortsöluhús í boði. Til fróðleiks hef ég sett sölutöl- ur árin 2007 til 2012 í súlurit sem fylgir hér með og sýnir fjöldann af nauðungarsölum, skortsölum og venjulegum sölum. Takið eftir hversu vel súluritið sýnir hvernig markaðurinn er að hressast og hvernig venjulegar sölur eru að verða stærri og stærri hluti af markaðnum. Þegar banki heimilar húseig- anda í vandræðum að selja eignina sína í skortsölu þá er bankinn um leið að losa húseigandann við þá hneisu að það sjáist „nauðung- arsala“ á greiðsluskýrslunni hans. Nauðungarsala situr á greiðslu- skýrslu til eilífðar en skortsala hverfur eftir tvö ár. Í flestum til- fellum gefur bankinn eftirstöðvar lánsins eftir (skort- inn) við sölu eign- arinnar og þar af leiðandi getur hinn ólánsami húseigandi byrjað strax að byggja upp lífið sitt og fjölskyldu sinnar á ný. Aftur á móti ef um nauðungarsölu er að ræða fær bankinn dóm á húseigandann sem fyrnist á 20 ár- um ef hann er ekki greiddur upp. Þegar ég tala um nauðungarsölu þá er ég að tala um eignir í eigu bankanna sem búið er að selja á tröppum dómshússins, í daglegu tali hér er þær kallaðar REO eða Real Estate Owned. Skortsölu- eignir eru eignir þar sem eigand- inn getur ekki greitt af lánum og skuldar meira en hægt er að selja þær fyrir á almennum markaði, bankinn heimilar sölu eignarinnar og oftast fyrirgefur bankinn eft- irstöðvarnar eða semur við eig- andann um greiðslu hluta þeirra. Allar sölutölur eru fengnar úr fjöl- listunarkerfi fasteignasala í Mið- Flórída (MidFloridaMLS). Áhrifin af réttri ákvörðun Eftir Pétur Má Sigurðsson Pétur Már Sigurðsson » Greinin lýsir afleið- ingum þess að leyfa skortsölu fasteigna í USA á fasteignamark- aðinn í Mið-Flórída og breytingum sem urðu við þá ákvörðun. Höfundur er fasteignamiðlari í Mið- Flórída og eigandi The Viking Team, Realty. Íslensk heimasiða www.Flo- ridahus.is Seldar eignir í Orlandó miðað við tegund sölu 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Nauðungarsala Skortsala Venjuleg sala - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.