Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 ✝ Ósk Jóns-dóttir fædd- ist á Þingeyri við Dýrafjörð 26. febrúar 1920. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundur Jó- hannsson, f. 13.6. 1883, d. 28.4. 1954, og Guðrún Gísladóttir, f. 18.10. 1883, d. 3.1. 1946, Lækjartungu í Dýra- firði. Systkini Óskar voru tólf, og Helgi Snjólfsson. Ósk ólst upp í Lækjartungu á Þingeyri við Dýrafjörð. Hún fluttist svo til Reykjavíkur og eftir að þau Helgi stofnuðu heimili vann hún ýmis verka- kvennastörf, m.a. í sælgæt- isgerðum Freyju og Nóa. Síð- ustu rúm 30 ár starfsævi sinnar vann hún á lager Nóa-Síríus. Þau hjónin bjuggu á Hofteign- um í mörg ár uns þau reistu sér hús á Álfhólsvegi 105 í Kópa- vogi árið 1964. Þar bjuggu þau þar til Helgi lést árið 1972. Eft- ir það bjó hún þar ein allt til ársins 2009 er Ósk fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Óskar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 15. febr- úar 2013, kl. 13. ein hálfsystir, Guð- munda, samfeðra, al- systkin hennar eru Gíslína Sigrún, Jó- hanna Þorbjörg, Jó- hann Helgi, Björn, Gísli, Sigríður, Guð- mundur, Jóhannes Helgi, Elísabet Stein- unn, Ásta og Krist- ján. Ósk giftist 17. júní 1950 Helga Helga- syni sjómanni, f. 23.7. 1917, d. 25.12. 1972. Þeim varð ekki barna auðið. Foreldrar Helga voru hjónin Guðrún Helgadóttir Þú stjarna mín við skýja skaut á skærum himinboga, svo hrein á þinni bláu braut þú brunar fram með loga, og þegar allt er orðið hljótt og alheims kyrð og friður, þá horfir þú um heiða nótt af himni þínum niður. Og nú er miðrar nætur stund og nú er geimur hljóður, því lífið festi blíðan blund, sem barn við skautið móður, og unir þar við eilíft ljós í ástarsælum draumum, uns eygló sendir roðarós frá rauðum austurstraumum. En þú ert eina unun mín, er einn ég hljóður vaki; hve sárt mun verða’að sakna þín að svörtu fjallabaki; en þótt þú bíðir nú í nótt á næturhimni köldum þú verður hulin helst til fljótt af holum vesturöldum. (Þorsteinn Erlingsson) Elsku Ósk mín. Þú varst stjarnan í mínu lífi, vaktir yfir velferð minni og drengjanna minna. Það fyrsta sem þú spurðir alltaf um þegar ég kom til þín og strákarnir mínir voru ekki með í för var: „Hvernig hafa strákarnir mínir það.“ Vissulega voru þeir strákarnir þínir, þeir hefðu ekki getað átt betri, umhyggjusamari og ástkærari frænku. Þín er sárt saknað. En það er huggun í söknuði okkar, sem er mikill, að nú ertu aftur komin til hennar mömmu minnar og ömmu okkar, hennar Ástu systur þinnar. Það eru ekki nema tæplega fjórir mánuðir síð- an hún kvaddi þetta líf. Þú sakn- aðir hennar sárt, enda bjugguð þið undir sama þaki í rúmlega 40 ár, fyrst á Álfhólsvegi 105 og síð- ast á Hrafnistu í Hafnarfirði. Tryggar hvor annarri og ykkar fjölskyldum. Takk fyrir allt elsku Ósk og englar guðs varðveiti þig. Ást þín og umhyggja mun lifa áfram í hjörtum okkar. Þín Guðrún og strákarnir mín- ir/þínir, Daníel Guðmundur, Sindri Snær og Birkir Mar. Margs er að minnast þegar kveðjustund rennur upp, sér- staklega þegar leiðir hafa legið saman um langan veg. Ósk frænka var eins og önnur móðir okkar systkina, enda bjuggum við á sama stað í áratugi í húsi forelda okkar á Álfhólsvegi 105 í Kópavogi, Ósk og Helgi á efri hæðinni og mamma og pabbi eða Ásta og Daníel á neðri hæð. Mamma og Ósk voru samrýndar systur, stutt varð á milli þeirra en mamma dó í október sl. Þær höfðu þá búið saman á Hrafnistu síðan 2009, þegar Ósk fluttist þangað af Álfhólsveginum. Það var skrítin tilfinning þegar frænka var farin úr húsinu, en við Anna Jóna kona mín höfðum þá búið á neðri hæðinni sl. 15 ár ásamt börnum okkar og áfram var frænka eins og móðir mín en við bættist að börnunum okkar var hún eins og amma. Ósk hafði mikið yndi af börnum og hafði hún ótrúlegt langlundargeð og lék sér oft og iðulega með börn- unum, sem fannst frænka vera sem jafningi. Alltaf voru til bæk- ur og spennandi leikföng og ekki skemmdi að fá af og til nammi, jú Ósk frænka vann nú í Sælgæt- isgerð Nóa. Það var gefandi að búa með Ósk frænku á Álfhóls- veginum. Hún var svo dugleg í garðinum að ég hálfskammaðist mín, en þá bjargaði kona mín orðstír okkar, og unnu þær löngum saman við garðvinnuna enda smekkmanneskjur báðar tvær. Erfitt fannst mér oft á vet- urna einkum seinustu árin þegar Ósk var komin eldsnemma út að moka snjóinn, ég var hræddur um að nágrönnum okkar þætti þetta þrælkun á aldraðri frænku minni komin vel á níunda áratug- inn, en staðreyndin var sú að hún bað mig að leyfa sér að moka snjóinn því hún hefði svo gott af útiverunni, en auðvitað mætti ég líka moka smá. Mikil kaflaskipti verða með fráfalli Óskar. Þau voru 13 systkinin sem komu úr litlu koti, Lækjatungu, á Þing- eyri við Dýrafjörð. Ósk er seinust þeirra til að kveðja þennan heim og er því þessum kafla lokið. Eitt áttu systkinin sameiginlegt en það var söngurinn, og bætti Ósk þar við munnhörpuspili. Það var mikið gaman þegar þær komu saman systurnar sem bjuggu í Reykjavík, þær Ósk, mamma og Sigga, og mágkonurnar Beta hans Jóa og Þura hans Gísla og sungu raddað nýjustu og sígildu dægurlögin og Ósk spilaði undir á munnhörpuna. Brot af þessum söng er til á segulbandi. Það var líka svo að það síðasta sem for- sjónin tók frá frænku minni var að geta leikið á munnhörpuna, og lék hún fyrir starfsfólk og sam- býlisfólk sitt nokkrum vikum fyr- ir andlátið. En nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka frænku minni fyrir langa og ljúfa samfylgd. Þorbjörn Daníelsson. Hún elsku Ósk mín er látin. Þegar ég hugsa um hana Ósk frænku eins og hún var alltaf kölluð koma svo ótal margar minningar fram. Við systkinin vorum svo heppin að Ósk frænka bjó fyrir ofan ömmu og afa á Álf- hólsveginum. Þegar við komum í heimsókn eða til að gista hjá ömmu og afa var alltaf farið upp til Óskar frænku. Hún átti dót og Andrésblöð og fullt af munnhörp- um sem mátti skoða og leika með endalaust. Ósk var sú sem hafði tíma til að spila við okkur löngu vitleysu og hafði gaman af. Við vorum eins og blóm í eggi hjá ömmu og Ósk því saman voru þær gott teymi. Amma bakaði og eldaði svo góðan mat og Ósk hélt uppi fjörinu. Ósk var alltaf brosandi og kát, með skemmtilegan húm- or. Hún var ótrúlega dugleg kona og aldrei iðjulaus. Amma og Ósk frænka voru mjög nánar og við nutum góðs af. Ósk frænka var jafnmikil amma okkar og Ásta og Magga þó svo að hún hefði ekki fætt foreldra okkar í þennan heim. Ósk elskaði börn og átti mjög auðvelt með að laða þau að sér. Ég man eftir skemmtilegum veiðiferðum með Ósk og afa, bún- ingaleikjum uppi hjá Ósk þar sem við klæddumst fötum af henni og settum upp ótal leikrit. Seinna þegar ég heimsótti ömmu og Ósk á Hrafnistu var það alltaf Ósk sem lék við krakkana mína á meðan við amma spjölluðum. Ósk hafði bara svo gaman af því. Ég á ótal margar myndir frá Ósk frænku af okkur systkinun- um og svo mínum krökkum því hún var mjög iðin að taka myndir og gefa okkur. Ég á eftir að sakna Óskar frænku mikið, rétt eins og ömmu. Það var skrýtið að Ósk fænka var bara ein eftir á lífi af ömmunum og hún var hálf- vængbrotin eftir að amma Ásta dó. Ég hlakka til að sjá þær aftur saman því í huga mér eru þær eins og púsl sem passa saman og ættu ekki að vera aðskildar. Ég hlakka til upprisunnar því alltof margir hafa fallið frá sem mér þykir vænt um og söknuðurinn í hjartanu er mikill. Ég er þakklát fyrir tímann sem ég átti með Ósk frænku og ömmu og hefði engu viljað breyta. Ég elskaði þær báðar og sakna þeirra sárt. Anna Margrét Vestmann Þorbjarnardóttir. Ósk Jónsdóttir er látin. Þessi eldhressa og skemmtilega frænka sem okkur þótti öllum svo vænt um spilar ekki lengur á munnhörpuna dansandi af kæti. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum hana en minningarn- ar eru okkur dýrmætar, minn- ingarnar um barngóðu og gáska- fullu frænkuna sem alltaf gaf okkur svo mikla gleði og hlýju með návist sinni. Elsku Ósk, hafðu þökk fyrir allt. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Gylfi Jóhannesson. Ósk frænka, eða Ógga eins og ég kallaði hana þegar ég var barn, var engri lík. Glöð, bros- mild, kát, hnyttin, barngóð, skemmtileg, stríðin, hlý og ynd- isleg. Ef það er hægt að segja um einhverja persónu að hún sé ung í anda, þá á það hugtak klárlega við um hana elsku Ósk. Óteljandi minningar koma upp í hugann nú á þessum tímamót- um þegar við kveðjum yndislega ömmusystur, sem var miklu meira en ömmusystir eða frænka, þá frekar þriðja amman. Oft vorum við varla komin inn úr dyrunum á neðri hæðinni hjá ömmu og afa þegar við spurðum hvort við mættum fara upp til Óggu. Ósk var alltaf tilbúin til að leika, spila og sprella með okkur. Hún átti mest af dóti fyrir okkur, og ekki bara dóti heldur gerðist hún áskrifandi að Andrésblöðun- um þegar þau komu út á ís- lensku, allt fyrir okkur krakkana. Ósk sá okkur fyrir páskaeggj- um á meðan hún vann í Nóa og ýmiskonar góðgæti yfir árið. Ósk fylgdist vel með okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Hún spilaði af mikilli snilld fyrir okkur á munnhörpu og oft sátum við og hlustuðum á plötur af plötuspil- aranum, þá sérstaklega Palla- plötuna eða Algjör sveppur og önnur ævintýri. Ósk frænka var draumur allra barna, besti leik- félagi og umönnunaraðili, allt í senn. Ég elskaði hana fyrir allt sem hún var mér sem barn og sem fullorðin og ekki síst fyrir það sem hún var syni mínum. Aldrei nokkurn tímann hefði Ósk afsakað sig með því að vera orðin of gömul eða þreytt fyrir það að dúllast með börnin, þó svo að hún hefði sannarlega haft til- efni til þess. Ósk frænka elskaði börn og var elskuð af börnum. Hvíldin var kærkomin fyrir elsku Ósk, en hennar er sárt saknað, eða eins og sonur minn sjö ára sagði þegar hann heyrði af andláti hennar: „En hún elsk- aði mig svo mikið.“ Mættu minningarnar um elsku Ósk okkar verða okkur hin- um til blessunar og sem fyrir- mynd að framkomu okkar við öll börn. Elskuð að eilífu. „Hver sem tekur við þessu barni í mínu nafni tekur við mér og hver sem tekur við mér tekur við þeim er sendi mig.“ Lk. 9:48. Helga Magnea Þorbjarnardóttir. Elsku Ósk, nú er komið að kveðjustund. Þú varst alltaf uppáhaldsfrænka okkar og ekk- ert var skemmtilegra en að heim- sækja þig. Við systkinin sátum saman í æsku og töldum niður dagana þangað til við máttum fara í heimsókn til Óggu. „Ekki á morgun, ekki hinn, ekki hinn heldur hinn.“ Þulan styttist með hverjum deginum þangað til loksins rann upp heimsóknar- dagurinn. Slík var eftirvæntingin að heimsækja þig elsku Ósk. Hjá þér voru lesin Andrésblöð sem þú varst áskrifandi að fyrir okk- ur krakkana, leikið og borðað óhóflegt magn af nammi. Allt léstu eftir okkur, spilaðir og tókst þátt í leikjum og föndri. Heimili þitt á Álfhólsveginum var staður gleði og kærleika, sann- kallað ævintýraland í okkar huga. Allar þessar yndislegu minn- ingar hellast yfir nú á kveðju- stund. Hamingjustundirnar sem þú gafst okkur, hlýja þín, gæska og ást munu lifa með minningu þinni og vera okkur leiðarljós í lífinu. Við söknum þín sárt elsku frænka. Arnar og Jóhanna. Ósk föðursystir mín hefur kvatt, síðust systkina úr hópnum stóra er ólst upp á grasbýlinu Lækjartungu við Þingeyri. Efnin voru smá og ung þurftu systkinin að vinna fyrir sér. Sama gilti um nágrannafjölskyldurnar, barn- margar líka. Allt bjargaðist. Börnin komust vel til manns. Efnaleysi skarðaði hvorki lífs- gleði né dugnað. Ég man Ósk fyrst sem unga stúlku heima í Lækjartungu, þar sem hún ásamt Ástu, yngri syst- ur sinni, hélt heimili með afa sem þá var orðinn ekkill. Þar þurfti ekki gestalæti. Ósk kunni lag á því að hressa við feimna stráka. Áður en varði höfðum við gleymt okkur í háværum leikjum. Rúm- lega tveggja áratuga aldursmun- ur varð að engu og sólrík stundin leið fljótt. Oftar en ekki endaði hún á því að við fundum súkku- laði í borðskúffunni hans afa. Leikgleði sinni hélt Ósk fram á efstu ár. Hún varð systkinabörn- um sínum og börnum þeirra eft- irminnileg fyrir hana. Aldurs- munurinn hvarf á augabragði í ærslum og leik. Súkkulaði, já. Við systkinin áttuðum okkur nokkrum árum seinna á því hver hlunnindi það voru að eiga föðursystur sem ynni í sælgætisverksmiðju í Reykjavík, en í þeim iðnaði starf- aði Ósk um langt skeið. Páskaegg bárust frá frænku, skreytt gulum ungum. Þau voru okkur slík ný- lunda að við tímdum varla að brjóta þau til átu. Og ungarnir eru líklega til enn. Mér fannst mikil upphefð í því að spássera með þeim systrum, Ástu og Ósk, út á Pláss á Þing- eyri. Ásta hafði þá klætt sig uppá – flott dama, en ég er ekki viss um að Ósk hafi vandað sig jafn- mikið. Búðarmennirnir slógu Ástu gullhamra en heyri ég ekki hressileg tilsvör systur hennar í líflegum samtölum við þá sömu? Mér er sagt að Steinn í Bakaríinu hafi möglunarlítið lotið skipunum hennar, þegar hún var þar í vist, og Steinn hafði til hátíðarbrigða „puntað sig“ eftir stríðan dag. Var Ósk þá þó innan við tvítugt. Já, frænka fékkst við margt á sínum yngri árum; fiskvinnu, húshjálp, kaupavinnu og eitt starfsheitið var fanggæsla, það fallega heiti. Ósk var í hópi síð- ustu fanggæslanna fyrir vestan. Fyrir aldarfjórðungi skaut hún yfir mig skjólshúsi er ég vann tímabundið í ráðuneyti landbúnaðar. Eftir þras og þvarg daganna var það hvíld að eiga skjól hjá frænku. Hún hafði skarpar skoðanir á pólitík og fylgdist vel með henni. Við þurft- um þó ekki langan tíma til þess að afgreiða stjórnmál hvers dags. Huga mínum dreifðu hins vegar einleikirnir mörgu sem hún setti gjarnan á svið þar sem við sátum í stofunni við misáhugavert sjón- varpið. Ósk var nefnilega fædd leikkona. Og þarna spruttu upp atvik og sögur að vestan þar sem hún túlkaði tvær þrjár persónur í einu og brá sér í gervi þeirra. Þetta er eitt besta leikhús sem ég hef komið í: Einn leikari og einn áhorfandi. Ósk missti mann sinn, Helga Helgason, snemma á æviskeiði og þeim varð ekki barna auðið. Hins vegar eignaðist Ósk ein- læga vináttu systkinabarna sinna og fjölskyldna þeirra, sem metin er að verðleikum. Hún varð sum- um þeirra önnur móðir. Við systkinin þökkum Ósk velgjörðir og vináttu. Blessuð sé minning hennar. Bjarni Guðmundsson. Elsku Ósk mín, þessi frábæra vinkona, einstaki persónuleiki og gleðigjafi, er horfin á braut. Frá því ég man eftir mér hefur hún verið til staðar, umhyggjusöm og geislandi af kátínu. Hún var gift Helga föðurbróður mínum sem féll frá árið 1972, þá rúmlega fimmtugur. Þau hjónin voru ynd- islegar og gefandi manneskjur bæði tvö og áttu vel skap saman. Þeim varð því miður ekki barna auðið, sem var synd, því barn- betra fólk er vart hægt að hugsa sér. En samvistir þeirra við börn urðu samt miklar því nóg var af systkinabörnum í kringum þau. Heimili Óskar og Helga stóð okk- ur börnunum í lífi þeirra ávallt opið enda sóttum við í að heim- sækja þau því hjá þeim fengum við það sem dýrmætast er hverju barni, ástúð og óskipta athygli. Eftir að Helgi féll frá sagði Ósk eitt sinn við mig „héðan í frá verð ég Ósk Jónsdóttir ein“. Ég mald- aði í móinn og taldi að hún gæti nú átt eftir að kynnast öðrum manni, „nei“, sagði hún þá „Helgi var minn maður“ og við það stóð hún. Ósk hélt lífi sínu áfram ein og sjálf og hélt áfram að elska okkur börnin sín. Hún tók okkur opnum örmum á Álfhólsveginum þar sem hún og Helgi höfðu byggt sér hús í félagi við Ástu systur Óskar og Daníel eigin- mann hennar. Ósk hafði afskap- lega gaman af því að leika sér við börn á öllum aldri og hitti ekki svo smábarn að hún fengi það ekki til að hlæja og skríkja. Hún hafði einstakt skopskyn og fékk mann til að veltast um af hlátri þegar hún var að segja frá mönn- um og málefnum, alltaf var þetta gert á góðlátlegan máta eins og góðum grínara sæmir. Svo var það líka, eins og sagt er, ekki ein- göngu hvað hún sagði heldur hvernig hún sagði það. Og ekki var nú leiðinlegt að spila við hana Ósk því alltaf hafði hún hnyttin tilsvör á reiðum höndum þannig að maður lak næstum undir borð í hlátursköstunum. Tónlist var henni líka í blóð borin og var munnharpan hennar hljóðfæri til æviloka því þrátt fyrir að ýmis önnur færni væri horfin frá henni undir það síðasta gat hún enn spilað á munnhörpuna sína og sungið með okkur lagstúfa. Mikið á ég eftir að sakna hennar elsku Óskar minnar en hennar vitjun- artími er kominn og ég hugga mig við minningarnar góðu. Mig langar að kveðja Ósk með ljóði sem Sigurður faðir minn orti og gaf henni til minningar um bróð- ur sinn og sé fyrir mér Helga eig- inmann hennar breiða faðminn móti elskunni sinni. Blessuð sé minning hennar. Í hjarta, heyri ég ástaróð er fylgir minni ævislóð tilfinninga hrærir streng minningin um góðan dreng. Seinna þegar héðan ég fer sennilega á móti mér breiðir þú blíða faðminn þinn leiðir mig svo í himinn inn. (Sig. Ó. Helgason.) Guðrún Sigurðardóttir. Nú hefur hún Ósk mín lokið lífsgöngu sinni og í huga mínum situr eftir minningin um yndis- lega manneskju. Ég kynntist henni þegar hún hóf samband við Helga bróður Sigurðar eigin- manns míns og strax tókst með okkur afar góður vinskapur. Ósk varð mín besta vinkona svo aldrei bar þar skugga á. Hún var ein- stök manneskja, dugnaðarforkur og áreiðanleg í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún vann fjölbreytt störf á lífsleiðinni og var lengst af við lagerstörf í Nóa Siríusi þar sem hún var vinsæl og vel liðin og naut umhyggju sam- ferðamanna sinna. Einn af falleg- ustu eiginleikum Óskar var gjaf- mildi hennar og gladdi hún marga svo lítið bar á. Þegar Ósk og Helgi ákváðu að byggja sér hús við Álfhólsveginn, skáhallt á móti heimili okkar Sigurðar, gladdi það okkur hjónin mjög og Ósk Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.