Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 ✝ Paul Svein-björn Johnson fæddist í Grand Forks í Norður- Dakóta í Banda- ríkjunum hinn 20. nóvember 1921. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Grund hinn 8. febr- úar 2013. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Jónsson Johnson, f. 10.7. 1883, d. 19.3. 1946, og Esther Henri- etta Johnson, f. 16.8. 1893, d. 19.5. 1964. Paul eignaðist eina systur, Barböru, sem lést á barnsaldri. Paul eignaðist tvö börn með fyrri konu sinni Margaret Glenn: 1) Kathleen Esther, f. 1955, gift Lynn Men- love; 2) Knut Sveinbjörn, f. 1957, börn hans og Lourdes eru Nathaniel og Patrick. Paul kvæntist eftirlifandi konu sinni, Áslaugu Ragnhildi, f. Holm Jónsson, síðar Johnson, ólst upp í Norður-Dakóta og hófst þar til vegs, varð bæði dómsmála- ráðherra og hæstaréttardómari í því ríki og síðar prófessor í lögum við háskólann í Urbana- Champaign í Illinois. Paul ólst upp í Urbana-Champaign og lauk lagaprófi frá University of Illinois. Áður hafði hann gegnt herþjónustu í bandaríska hern- um í heimsstyrjöldinni síðari. Hann var liðsforingi í ridd- araliði 28. herdeildar fót- gönguliðsins, en það var síðasta riddaraliðssveit bandaríska hersins. Á stríðsárunum tók hann þátt í orrustum í Ardenna- fjöllum, Rínarhéruðum og ann- ars staðar í Mið-Evrópu. Að loknu lagaprófi fékk hann rétt- indi til málflutnings við hæsta- rétt Illinois og stundaði lög- fræðistörf í Chicago á eigin lögfræðistofu. Hann varð vara- ræðismaður Íslands í Chicago 1954, ræðismaður 1970 og að- alræðismaður 1985, en þeim störfum í þágu Íslands lauk hann aldurs vegna á tíunda ára- tug síðustu aldar. Útförin fer fram í Neskirkju í dag, 15. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Johnson, 9. maí 1964. Foreldrar hennar voru Þórdís Todda Jónsdóttir, f. 20.8. 1907, d. 17.4. 1986, og Hans N.P. Holm, f. 3.9. 1901, d. 17.2. 1968. Börn Pauls og Ás- laugar eru: 1) Birg- ir Þór, f. 7.11. 1960, giftur Santok Odedra Johnson. Þau eiga einn son, Aneel Nik- lolai. 2) Pétur Snæbjörn, f. 24.6. 1965. 3) Sonja Ragnhildur, f. 10.10. 1968, gift Marc Johnson, f. 5.9. 1967. Þau eiga tvö börn: Sóleyju Melkorku og Kristján Marc. Faðir Pauls, Sveinbjörn Jóns- son, fæddist á Hólum í Hjaltadal 10. júlí 1883 en flutti til Banda- ríkjanna fimm ára gamall með móður sinni, Guðbjörgu Jóns- dóttur, sem var bústýra á Hól- um, og stjúpföður. Sveinbjörn Elsku pabbi okkar og afi. Þó að þú lifðir til 91 árs aldurs þá fórstu frá okkur allt of snemma. Héðan í frá munum við ætíð sakna þín. Ég vil þakka þér fyrir góðar minningar i gegnum tíðina, og sérstaklega fyrir þær stundir sem við vorum bara tveir, faðir og sonur, að veiða og ferðalagið til Englands þegar ég var 13 ára gamall. Einnig mun ég seint gleyma hversu góður sögumaður þú varst. Við skemmtum okkur svo oft við matarborðið þegar þú varst að rifja upp fyrir okkur gamlar minningar og fyndnar sögur úr fortíðinni. Við Santok og sonur okkar Aneel munum sakna þín sárt og heimsóknir okkar til Íslands verða tómlegri án þín. Saknaðarkveðjur, Birgir Þór, Santok og Aneel Johnson. Því miður fékk ég þá frétt langt í burtu, í Chicago, að elsku pabbi minn hefði fallið frá, 91 árs og ungur í hjarta, föstudags- kvöldið 8. febrúar. Aldrei er mað- ur tilbúinn að kveðja sínu nán- ustu, sama um hvaða aldur er að ræða. Ég er viss um að faðir hans, Sveinbjörn Jónsson, sem fór frá Íslandi sem barn til Bandaríkjanna, hefði orðið afar stoltur hefði hann vitað að sonur hans eyddi sínum síðustu og ein- hverjum ljúfustu árum í heima- landinu. Hann var ótrúlega hraustur, hnyttinn og skýr allt undir það síðasta. Hann var gáfumenni og fullur jákvæðni, kímnigáfu og draumóra allt fram á síðasta dag. Ég er viss um að hann lifði svona lengi út af því. Hann var vinmargur og fannst fátt skemmtilegra en að hitta vini til að spjalla yfir kaffibolla. Í ell- inni naut hann einskis betur en að vera með fjölskyldu og vinum. Í hvert sinn sem við töluðum saman á skype sagði hann alltaf: „Það sem er mest áríðandi fyrir mig er að vita hvenær við hitt- umst næst.“ Börnin mín gráta út í eitt, og við foreldrarnir sömuleiðis. Það fyllir mig stolti að hugsa til þess hve hann dýrkaði barna- börnin sín og hældi þeim á hvert reipi og talaði um hversu frábær þau væru. Hann og sonur minn Kristján tengdust sérstökum vinabönd- um. Þeir ræddu oft í alvörugefnum tón um byssur, herþjónustu pabba og stangveiðar. Við mamma njósnuðum stundum um samtölin þeirra handan horns og það gladdi okkur að vita hversu verðmætar og gjöfular þessar samverustundir voru, ekki ein- göngu fyrir þá tvo heldur líka fyrir okkur tvær. Við munum ætíð sakna hans fyndnu, kærleiksríku, hnyttnu og einstöku hátta. Við erum þakklát fyrir samveruárin sem okkur hlotnuðust. Við elskum þig pabbi og afi okkar „marvelous“. Sá eini sem ég hef nokkru sinni heyrt nota orðið „marvelous“. Hvíldu í friði pabbi og afi okkar. Sonja Ragnhildur og börn. Tengdapabbi minn, Paul John- son, bjó yfir mörgum litríkum sögum úr seinni heimsstyrjöld- inni, úr heimi stjórnmálanna og af fjölda furðufugla og fyrir- menna sem urðu á vegi hans gegnum árin. Hann var skýr í kollinum og vitnaði oft í sígild ljóð og skáld- sögur sem hann las á uppvaxt- arárunum. Hvaðeina sem varð á vegi hans minnti hann á hluta úr bók sem hann greip umsvifalaust úr bókahillu í bókasafni sínu og las fyrir alla. Paul gekk ætíð með stóra drauma og vilji hans til að tengja saman ólíkt fólk að sameiginlegu markmiði – sér í lagi gagnvart því að markaðssetja möguleika Íslands – virtist án takmarkana. Paul var sigurvegari sem sigr- aði alkóhólisma sinn fyrir ríflega tíu árum. Bæði hann og við hin græddum vel á þeim sigri. Síðan þá hefur það að hitta og spjalla við Paul verið ein helsta ástæðan fyrir því hvað ég hlakka mikið til að heimsækja Ísland hvert ár. Ég gleymi því aldrei hversu hlýlega og hressilega hann tók á móti mér heim til sín í Reykjavík sérhvert sumar, né löngum sam- ræðum okkar um stjórnmál og heimsmálin, né óhvikulum áhuga hans á lífi okkar í Bandaríkjun- um, né hversu kær hann var barnabörnunum Sóleyju Mel- korku og Kristjáni Marc, né hvernig hann hvatti þau áfram, né að hann kenndi syni mínum að stunda fiskveiðar og útreiðar, né heldur honum sem ástríkum og umhyggjusömum föður sem við Sonja gátum alltaf leitað til. Við munum ætíð sakna hans. Í ást og sorg. Marc Courtney Johnson. Meira: mbl.is/minningar Þar sem við vorum í stuttu fríi á Tenerife fengum við þær sorg- arfréttir að Paul, mágur minn, hefði dottið og slasað sig og tveim dögum seinna var hann lát- inn. Ég sit úti á svölum með kertaljós og minnist hans. Þegar Paul kom inn í líf okkar var ég aðeins 11 ára. Ég man að mér þótti hann gamaldags því hann bað pabba svo formlega um hönd systur minnar, gerði grein fyrir sér og lofaði að annast hana og sjá vel fyrir henni. Paul var mikill séntilmaður, virtur lög- fræðingur og seinna aðalræðis- maður Íslands í Chicago og stóðu þau hjónin þá vaktina fyrir Ís- lands hönd í mörg ár. Paul var sérlega fágaður maður og vel máli farinn. Hann var mjög vel lesinn og fróður um margt og alltaf reiðubúinn að aðstoða vini og fjölskyldu, ef á þurfti að halda. Við Bjarni kynntumst honum betur eftir að þau hjónin fluttu til Íslands og á milli okkar þróaðist vinátta og gagnkvæm væntum- þykja. Ég heimsótti hann oft síð- ustu mánuði. Hann sagði mér frá æsku sinni, foreldrum og árunum í seinni heimsstyrjöldinni þegar hann var í síðustu riddarasveit Bandaríkjahers. Hann var haf- sjór af fróðleik og skemmtilega kaldhæðinn þegar hann vitnaði i frægar bókmenntir og ljóð. Ég hafði alltaf hugsað mér að taka upp frásagnir hans en því miður varð ekkert úr því. Með Paul er farið eitt af prúð- mennum síðustu aldar. Fágaður, kurteis og sérstaklega vel máli farinn á enska tungu; maður sem man tímana tvenna og naut þess að deila þeim með þeim sem vildu hlusta. Eitt sinn var hann að segja mér frá því þegar hann kom fyrst hingað til Íslands 1930 með pabba sínum Sveinbirni, þá 9 ára gamall. Í þeirri ferð var honum eftirminnileg opnun Hót- el Borgar. Fyrir nokkrum árum höfðum við síðan tækifæri til að fara með honum á Hótel Borg þegar það var opnað aftur eftir breytingar. Þar var vel tekið á móti honum og birtist við hann viðtal í tímariti hér á landi sem tekið var við það tilefni. Síðustu árin hefur aldurinn færst yfir og þróttur aðeins farið þverrandi. Nú hefur Paul fengið friðinn og getur litið til okkar sem eftir lifa hvorum megin við Atlantshafið sem er. Ég sé hann í anda brosa til okkar og segja að nú líði sér vel með foreldrum sín- um og vinum sem fóru á undan honum. Og ég er viss um að skila- boð hans séu: „Dont worry about me!“ Blessuð sé minning hans. Emma. Við starfslok hefjast nýir tímar. Er hámarksaldri er náð er manni gert að yfirgefa vinnustað sinn með allt sitt hafurtask og rýma fyrir næstu kynslóð. Auð- vitað tíðkast að koma í heimsókn til að halda í tengsl og gömul kynni sem stundum hafa staðið í áratugi. En eðlilega er leitað á ný mið og ný og óvænt kynni takast á næstu árum. Frá því er dyr lok- uðust að baki mér hægt og rólega í lok formlegrar starfsævi hafa aðrar lokist upp og mér boðist að hreiðra um mig. Eftirlætisstaður minn er Þjóðarbókhlaðan og þar hef ég stundum setið drjúgt og sinnt mínu innan um bækur og skjöl. Þar er gjarnan hópur manna í svipuðum sporum, í þeim erindagerðum að stunda fræðimennsku eða sökkva sér niður í hin aðskiljanlegustu áhugamál sín. Í hléum hittast menn í kaffistofunni og skegg- ræða fræði sín og annað við sam- tímamenn sína á þessum uppörv- andi stað, í miðju bókahjarta þjóðarinnar og ekki sakar að vita af þjóðargersemum gullaldar, handritunum, vandlega læstum niður í rammefldu byrgi í kjall- ara hússins. Á gullöld slíkra samræðna í kaffistofunni í Þjóðarbókhlöðu fyrir nokkrum árum kynntist ég Paul Sveinbirni Johnson og tók- ust með okkur góð kynni. Þau tókust með því að hann kom að máli við mig og kvaðst hafa heyrt um áhuga minn á siglingum í Norðurhöfum, „sjóleiðina norður til Kína“. Paul var stórhuga mað- ur og kynnti fyrir mér hugmynd- ir sínar um verslunarviðskipti á norðlægum slóðum þar sem Ís- land gæti vegna legu sinnar orðið miðstöð til gagns fyrir land og lýð. Benti hann á Keflavíkurflug- völl og ónýtta möguleika. Það var uppörvandi að spjalla við Paul með sína víðu sýn á heiminn sem fjölbreytileg reynsla á langri ævi hafði þanið út og hækkað. Paul vinur minn sá yfir allan heiminn og vildi að ráðamenn aðhefðust þar sem færi gæfust í framfara- átt. Paul var Vestur-Íslendingur af íslensk-norskum foreldrum og ég hálfgildings Vestur-Íslending- ur, báðir fæddir í Norður-Amer- íku, og kannaðist ég fyrir bragðið við margt sem bar á góma í frá- sögnum Pauls úr heimi Íslend- inga vestan hafs, menn og mál- efni og sögu. Frásagnargleði Pauls var rík. Hafði hann á vörum hnyttna sögu í tengslum við umræðuefn- ið. Hann hafði unun af að rifja upp skringileg atvik og tilsvör úr sarpi langrar ævi. Þótt Paul hafi átt heima flesta sína níu áratugi í Bandaríkjunum og flust hingað fyrst á efri árum hefur Ísland löngum átt hug hans frá því er hann kom fyrst til Ís- lands á 9. árinu, í fylgd með föður sínum sem boðið var á Alþing- ishátíðina 1930. Frá þeirri ferð sagði hann okkur félögum sínum í akademíunni á kaffistofu Þjóð- arbókhlöðunnar. Hann var ríkur þáttur tímabils sem þar stóð um stund og mun verða minnst með hlýhug. Fátæklegum orðum um góðan vin og mikilhæfan öðling sem ég kynntist alltof seint lýk ég með því að vísa lesendum á stórfróð- legt viðtal sem Árni Helgason átti við Paul árið 2001. https://afkim- ar.hi.is/04_kennsla/vefverk- efni_nemenda/ofridur_arni- birt.html Við Jóhanna konan mínum vottum Áslaugu og fjölskyldu samúð í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Pauls Johnson. Þór Jakobsson. Fyrir 125 árum flutti Guð- björg Jónsdóttir, bústýra á Hól- um í Hjaltadal vestur um haf með fimm ára gamlan son sinn. Í dag er sonarsonur hennar, Paul Sveinbjörn Johnson, til grafar borinn á Íslandi eftir langa veg- ferð þessarar fjölskyldu. Sonur bústýrunnar á Hólum, Sveinbjörn Jónsson, varð dóms- málaráðherra Norður-Dakóta og síðar dómari við Hæstarétt rík- isins. Hann lauk starfsferli sínum sem prófessor í lögum við há- skóla í Illinois. Sonur Sveinbjörns og sonar- sonur Guðbjargar, fylgdi í fót- spor föður síns, lauk lagaprófi og starfaði í áratugi sem lögfræð- ingur í Chicago. En tilfinningin fyrir Íslandi fylgdi þessu fólki alla tíð. Paul Sveinbjörn varð vararæðismaður Íslands í Chi- cago, síðar ræðismaður og loks aðalræðismaður og sinnti áratug- um saman margvíslegum störf- um fyrir íslenzka lýðveldið. Og svo kom að því á efri árum að Paul sneri aftur til gamla landsins, sem amma hans hafði flutt frá og faðir hans átti óljósar minningar um og gerðist íslenzk- ur ríkisborgari. Það eru sjálfsagt ekki mörg dæmi en einhver um að afkomendur þeirra, sem fluttu héðan undir lok 19. aldar snúi heim. Við töluðum saman um al- þjóðamál og pólitík við og við í fjóra áratugi. Paul var víðsýnn maður og fróður og hafði haft kynni af fólki af margvíslegum toga. Einn þeirra var Adlai Ste- venson, sem var forsetafram- bjóðandi demókrata gegn Ei- senhower í forsetakosningunum 1952 og 1956 og gat sér síðar orð, sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Heimaríki þeirra beggja var Ill- inois. Hann mat Stevenson mikils og hið sama átti við um Obama, sem líka kom frá Illinois. Síðustu misserin varð honum tíðrætt um Obama og var umhugað um vel- gengni hans, sem segir töluverða sögu um stjórnmálaskoðanir hans sjálfs. Hann var á margan hátt gagn- rýninn á umsvif og aðgerðir Bandaríkjamanna á alþjóðavett- vangi eins og margir landar hans vestan hafs, sem hafa náð að skoða þau mál út frá stærra sjón- arhorni en þröngum hagsmunum Bandaríkjanna einna. Sjálfur tók Paul þátt í bardögum í heims- styrjöldinni síðari og hafði gam- an af að segja frá því að hann hefði verið meðlimur síðustu riddaraliðssveitar bandaríska hersins. Hann mat Vigdísi Finnboga- dóttur mikils og gerði sér betri grein fyrir því en ég á þeim tíma hvað forsetatíð hennar hafði mikla þýðingu fyrir Ísland á al- þjóðavettvangi. Seinni kona Pauls er Áslaug Hólm, íslenzk en með sterkar rætur í Danmörku. Viðhorf þeirra beggja var því alþjóðlegt og samtöl við þau hafa alla tið stuðlað að því að víkka sjóndeild- arhring þeirra, sem hafa verið uppteknir af okkar litlu veröld hér á Íslandi. Við Bista sendum Áslaugu og börnum þeirra og barnabörnum og börnum Pauls af fyrra hjóna- bandi, sem við höfum kynnzt okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Við minnumst Pauls Svein- björns með virðingu og þakklæti. Styrmir Gunnarsson. Paul Sveinbjörn Johnson HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi minn, ég vona að þér líði vel. Takk fyrir að vera góður pabbi. Bless. Þinn Pétur Snæbjörn Johnson. Elsku afi okkar, við söknum þín svo sárt. Heim- sóknir okkar til Íslands verða aldrei eins. Sóley Melkorka Johnson og Kristján Marc Johnson. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GÚSTAF LÁRUSSON húsasmíðameistari, Jöldugróf 8, Reykjavík, lést þriðjudaginn 12. febrúar á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin fer fram í Bústaðakirkju 21. febrúar kl. 13.00. Þórhildur Magnúsdóttir, Ásta Gústafsdóttir, Eyjólfur Magnússon, Hildur Gústafsdóttir, Björn Eysteinsson, Hulda Smith, Othar Smith, Auður Gústafsdóttir, Margrét Gústafsdóttir, Guðrún Gústafsdóttir, Þorsteinn Hansson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra SIGRÍÐUR HJARTARDÓTTIR COLLINGTON, Sirrý, lést að kvöldi 7. febrúar. Bálför hefur farið fram í Bandaríkjunum og verða jarðneskar leifar hennar fluttar heim. Minningar- og kveðjustund á Íslandi verður auglýst síðar. Wayne Collington, Gabríela Bóel, Oliver Thor, Freyja Ena, Hjörtur Kristjánsson, Anna Margrét Einarsdóttir, Ingibjörg F. Ottesen, Garðar Valur Jónsson, Bóel Hjartardóttir, Hjálmar Þorsteinsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GRÓA EGILSDÓTTIR, Höfða, Akranesi, lést mánudaginn 11. febrúar. Hún verður kvödd hinstu kveðju í Akranes- kirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti Höfða njóta þess. Um leið og við þökkum sýnda samúð og vinarhug færum við starfsfólki Höfða þakkir fyrir einlæga og hlýja umönnun. Hrafnhildur Hannibalsdóttir, Kristján Már Hannibalsson, Ingunn Ríkharðsdóttir, Hafþór Már Hannibalsson, Björk Svava Ingólfsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.