Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 ✝ María GuðrúnSteingríms- dóttir fæddist í Miklagarði í Saurbæ í Dalasýslu 6. júní 1927. Hún andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi, mánud. 4. feb. sl. Foreldrar henn- ar voru Stein- grímur Sam- úelsson, bóndi í Miklagarði og síðar á Heinabergi á Skarðs- strönd, f. 24. maí 1886 á Kleif- um í Gilsfirði, d. 30. ág. 1974, og kona hans Steinunn J. Guð- mundsdóttir, f. 18. jan. 1897 á Felli í Kollafirði í Strandasýslu, d. 7. des. 1993. María var í miðju síns systkinahóps, öll f. í Mikla- garði, en elstur var Bogi, f. 18. júní 1922, d. 12. júlí 1963, Krist- inn, f. 4. ág. 1923, d. 28. nóv. 1992, Guðrún, f. 5. okt. 1925, Brandís, f. 24. apr. 1929, Sigríð- ur Magga, f. 12. des. 1931, og Guðmundur, f. 12. júní 1934, d. 18. júní 1966. Fósturbræður hennar þeir Lárus Magnússon, f. 6. okt. 1921, d. 9. mars 2012, og Bogi Thorarensen, f. 12. feb. 1933. Vorið 1936 flutti Stein- grímur faðir hennar með fjölsk. sína úr Miklagarði að Heina- 1946 með Helga Magnússyni, loftskeytamanni í Rvk. Sveinn Sævar er vélvirki og bílamálari, kv. Guðrúnu Sveinsdóttur og eru börn þeirra María Guðrún, f. 7. feb. 1971, og Samúel, f. 26. nóv. 1972. Áður átti Sveinn Sævar soninn Guðmund Hjalta, f. 19. apr. 1967, með Jóhönnu Guðmundsdóttur. Börn Maríu og Ólafs Stefáns eru Sigurður, kerfis- og við- skiptafr., f. 27. mars 1958, kv. Guðrúnu Ingólfsdóttur lækna- ritara, og eiga þau dótturina Stefaníu, f. 19. okt. 1998, stjúp- börn Sigurðar eru börn Guð- rúnar, Hörður Már Hafsteins- son og Inga Rós Hafsteinsdóttir. Áður átti Sigurður soninn Steingrím, f. 5. ág. 1987, með Ingibjörgu Agnarsdóttur og stjúpdótturina Lilju Hlín Ingi- bjargardóttur. Steingrímur f. 29. mars 1962, d. 27. jan. 1969, og Vilborg, kennari, f. 5. mars 1965, gift Einari Þór Jónssyni, iðnrekstrarfr. Börn þeirra eru Ólafur, f. 30. sept. 1990, Lilja María, f. 22. jan. 1994, og Anna Kristín, f. 30. sept. 1998. María starfaði um árabil í viðlögum við mæðraskoðun og ungbarna- eftirlit í Kópavogi. Vorið 1969 hóf hún störf á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Rvk. Var hún fyrir á næturvöktum þar samfellt í rúma þrjá áratugi. Útför Maríu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, föstu- daginn 15. feb. 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. bergi á Skarðs- strönd, en það er flutningsjörð. Þar naut sín betur framtakssemi hans og búhyggindi, en hann var ann- álaður bóndi á sinni tíð. Steinunn húsfreyja móðir hennar var menn- ingarkona og á Heinabergi var far- skóli Skarðsstrandar haldinn og þar hlaut María sína grunn- menntun, en amma hennar, Kristín Tómasdóttir, hafði kennt henni að lesa og var henni afar kær. Árið 1944 hóf hún nám við Húsmæðraskólann á Staðarfelli á Fellsströnd og brautskráðist þaðan 1945. Hún settist í Ljósmæðraskóla Íslands 1955 og lauk brottfararprófi 1956. María giftist Ólafi Stefáni Sigurðssyni lögfræðingi, f. 23. mars 1932 í Rvk., 14. sept. 1957. Foreldrar hans voru Sigurður Þórðarson skipstjóri og kona hans Vilborg Ólafsdóttir. María og Ólafur bjuggu í Rvk. þar til 1965 er þau futtu að Hraun- braut 31 í Kóp. og áttu þar heimili æ síðan. María eignaðist Svein Sævar Helgason 18. des. Elsku amma Mæja. Við kveðj- um þig í dag með miklum söknuði og trega, en minningarnar eru miklar og góðar. Þú varst svo hlý og góð kona, glæsileg, skemmti- leg og alltaf stutt í hláturinn hjá þér. Ég minnist þess sérstaklega að sitja ein með þér á Hraun- brautinni og tala um gömlu dag- ana. Það þótti mér og þér sérlega gott og höfðum einnig gaman af. Þú varst dugnaðarforkur, eldaðir yndislega góðan mat, og matar- boðin á Hraunbrautinni voru líka svo skemmtileg. Mikið hlegið og góðar sögur sagðar og þar af átti afi Óli margar. Við fórum mikið út í garðinn ykkar á sumrin og þið afi höfðuð yndi af því að gera hann fínan og rækta bæði græn- meti og alls konar fagrar plöntur. Ég á nokkrar lopapeysur, sokka og vettlinga sem þú prjónaðir og gafst mér, algjör listaverk þar sem svo er vandað til verka að ég hef verið mikið spurð hver hafi prjónað svona vel og fallega. Ég svara stolt að það hafi hún amma Mæja gert. Þú hugsaðir alltaf svo vel um alla í fjölskyldunni og hélst okkur svo mikið saman. Við höldum minningu þinni uppi elsku amma Mæja og verð- um dugleg að hittast; borða sam- an, segja sögur og hlæja. Það verður mikið hugsað til þín og allra góðu stundanna með þér. Elska þig og þykir svo ofsalega vænt um þig. Þín María Guðrún Sveinsdóttir og fjölskylda. Hún amma mín María var ein- stök kona, kjarnakona í mínum huga og systra minna og ég full- yrði allra sem kynntust henni á lífsleiðinni. Hún var í senn hin blíða og hjálpsama amma og minn besti trúnaðarvinur, sem alltaf var hægt að leita til. Í erf- iðum veikindum mínum þegar ég var lítill strákur var hún mín stoð og stytta og var hjá mér dögum saman á Landspítalanum. Henn- ar ráð tók ég fram yfir öll önnur, jafnvel læknanna sem voru þó hver öðrum betri, ef á milli bar. Ég minnist hennar sem ætt- móðurinnar á Hraunbrautinni sem hélt boð fyrir alla stórfjöl- skylduna um jól og páska, síðast um jólin 2011, en þá voru að koma fram fyrstu merkjanlegu ein- kenni sjúkdómsins sem dró hana til dauða. Þá minnist ég með gleði ferða með ömmu og afa vestur í Búðardal, þar sem afi var sýslu- maður, og dvalar þar í sýslu- mannshúsinu á Búðarbraut, en þangað fór ég fyrst með þeim á öðru árinu, að mér er tjáð. Þetta voru gleðidagar og gleymast ekki. Afi og amma fóru með mig víða um sveitina, minnist ég ferð- ar að Tjaldanesi, þar sem Krist- inn bróðir ömmu hafði búið og að Ásgarði til frændfólks ömmu. Amma og afi bjuggu í fallegu húsi á Hraunbraut í Kópavogi. Beint úr stofugluggunum blasir við Snæfellsjökull í sinni tign, ef skyggni er. Standi maður framan við útidyrnar sést Esjan á hægri hönd og síðan Fossvogurinn og Skerjafjörðurinn dálítið til vinstri og yfir trónir Öskjuhlíðin og Perlan. Ofan við húsið höfðu þau gert fallegan garð. Á vorin og sumrin var amma gjarnan þar að þrífa og snyrta. Þannig stendur hún mér fyrir hugskotssjónum, alltaf eitthvað að vinna úti eða inni. Samt hafði hún alltaf tíma fyrir okkur í fjölskyldunni og tók það fram yfir annað. Nú þegar leiðir skilur er mér efst í huga þakklæti fyrir það ein- staka happ að hafa átt þig að í tuttugu og tvö ár. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku amma mín. Ég mun bera minningu þína í brjósti mínu alla tíð og vona að ég muni ráð þín og ráðleggingar allt lífið. Þinn Ólafur. Hún amma mín var sannkölluð kjarnakona. Þrátt fyrir erfið veikindi undanfarna mánuði neit- aði hún að gefast upp, ætlaði að ná fyrri styrk og láta sér batna. En þegar hún greindist með MND, ólæknandi hreyfitauga- hrörnunarsjúkdóm, í nóvember sl. var eins og slokknaði örlítið á eldmóðinum. Það er svo sárt og ótímabært finnst mér að skrifa um móðurömmu mína og ég sakna hennar svo ólýsanlega mikið. Hún er ein af þeim mann- eskjum sem ég lít hvað mest upp til og hef alltaf verið svo náin og þykir svo óendanlega vænt um. Hún amma mín hét María Guðrún Steingrímsdóttir, alltaf kölluð Maja. Amma var lítil og grönn, róleg og blíð, dugleg og kröftug kona. Þó að hún væri komin á níræðisaldur var hún mun unglegri í útliti og anda. Ásamt því að vera amman sem prjónaði og bakaði þá var hún líka svo góður vinur sem alltaf var hægt að leita til. Hún var allt- af jákvæð, ástrík og gefandi. Hún fylgdist vel með börnunum sín- um, barnabörnum og barna- barnabörnum og elskaði að fá okkur öll í heimsókn. Hún var alltaf að elda góðan mat. Matar- boðin hjá ömmu og afa á Hraun- brautinni voru engu lík, alltaf svo glatt á hjalla en stundum tekist á í pólitík. Amma var mjög pólitísk og lá ekki á skoðunum sínum. Hún og afi voru ekki alltaf sam- mála um pólitík og deildu um menn og málefni. En samt alltaf svo mikil ást og virðing sem ein- kenndi þau. Amma fæddist 6. júní árið 1927 að Miklagarði í Saurbæ í Dala- sýslu. Þar bjó hún fyrstu níu ár ævi sinnar en fluttist þá út á Skarðsströnd að Heinabergi. Hún kemur úr stórri fjölskyldu, þau voru sjö systkinin og tveir fósturbræður. Æskuheimili ömmu var mikið menningarheim- ili. Föðuramma ömmu minnar hét Kristín Tómasdóttir, og er ég skírð í höfuðið á henni, tók að sér drenginn Aðalstein Kristmunds- son sem varð skáldið Steinn Steinarr en hann ólst upp í Mikla- garði hjá ömmu og foreldrum ömmu minnar. Amma og afi bjuggu í stóru húsi með stóran og mikinn garð sem þau sinntu nánast á hverjum degi. Þar ræktuðu þau kartöflur og allskonar grænmeti. Á haustin var alltaf mikið að gera hjá ömmu og afa. Við fórum í berjamó, tínd- um ber og amma sultaði, gerði saft og grauta úr berjunum. Við fórum á grasafjall og tíndum grös og ég var ung að árum þegar mér skildist að grasamjólk væri mjög holl. Hún tók alltaf slátur og bauð okkur öllum til veislu. Fyrir jólin gerði amma heimagerðar rauð- beður og rauðkál sem er alveg ómissandi með jólamatnum. Á jóladag var alltaf jólaboð hjá ömmu og afa þar sem stórfjöl- skyldan hittist. Ég hef alltaf verið mikið hjá ömmu og afa og það var alltaf jafn gefandi og gaman. Það er ekki hægt að hugsa sér betri fé- lagsskap. Ég vona að ég geti til- einkað mér einhverja af kostum ömmu í lífinu, ég ætla svo sann- arlega að halda minningu hennar á lofti. Ég bið algóðan Guð að um- vefja ömmu mína með ást og kærleika. Þín elskandi Anna Kristín. Ef ég ætti að lýsa ömmu minni með einu orði þá kemur fyrst upp í hugann orðið fullkomin. En ef við göngum út frá því að enginn er fullkominn þá koma orðin heiðarleg, ósérhlífin, dugleg og svo mætti lengi telja. Amma var fríð kona sem eftir var tekið. Hún var með brúnt hár og blá augu, lítil og grönn. Amma var blíð og góð, hláturmild og úrræðagóð. Það sem mér fannst eitt það besta í fari hennar var að hún skammaðist aldrei heldur út- skýrði og leiðbeindi í staðinn. Það voru aldrei læti í kringum hana ömmu, samt stoppaði hún ekki, henni féll aldrei verk úr hendi. Hún var svo full af krafti og dugnaði. Hún sýndi það og sann- aði margoft að það var ekkert sem hún gat ekki gert! Sem dæmi um það þá klifraði hún upp í stóra og mikla ösp, sem er fyrir framan Hraunbrautina, til að snyrta og grisja greinar sumarið 2011. Hún var þá komin á níræðisaldur, geri aðrir betur. Mikil skvísa var hún amma líka og var alltaf í flottum fötum og vissi alltaf hvað var í tísku hverju sinni. Það var alltaf svo sérstaklega gott að leita til ömmu því hún gaf sér góðan tíma, hlust- aði og gaf góð ráð. Ég hef alltaf verið mjög náin ömmu minni og gjarnan leitað til hennar þegar ég hef þurft á góðum ráðum að halda sem og góðum félagsskap. Það verður erfitt að lifa án svona mik- ilvægrar manneskju (elsku ömmu) sem hefur verið stór hluti af lífi mínu. En eins og amma sagði alltaf, þá verður hver að vera sterkur, halda áfram og berjast! Orð fá ekki lýst hvað ég á eftir að sakna heimsins bestu ömmu og allar okkar minningar mun ég geyma í dýrmætasta staðnum í hjarta mér. Þín elsk- andi, Lilja María. Elsku amma, ég get ekki lýst því í orðum hvað það er erfitt að koma því á blað hvernig mér líður núna þegar þú ert farin frá mér og okkur. Ef ég ætti bara eina ósk þá væri hún sú að þú værir hérna í fullu fjöri, heilsuhraust með okkur öllum. Amma Maja sem ég þekki. Falleg, tignarleg, góðhjörtuð, hlý, umhyggjusöm og stolt af börnum sínum, barna- börnum og barnabarnabörnum. Alltaf þegar ég kom í heim- sókn til ömmu og afa þá fann ég hlýjuna og góðmennskuna sem tók á móti mér. Amma hefur allt- af fylgst með mér og hefur verið stolt af öllu sem ég geri. Það hef- ur drifið mig áfram í því sem ég leita eftir og í því sem ég set mér markmið, því ég veit að amma fylgist með og situr heima með stolt bros á vör. Ég fann alltaf fyrir mikilli umhyggju þegar ég kom í heimsókn eða þegar við sáumst. Hún passaði uppá mig, vildi ekki að ég væri of grönn, of kalt og vildi að ég væri að leita eftir því rétta í lífinu. Ég elska ömmu mína svo mikið og þykir óendanlega vænt um hana og þessi missir nístir hjartað. Ég veit að ástin og minningin um ömmu lifir ávallt og endalaust í hjarta mér en ég verð lengi að jafna mig á því að geta ekki spjallað við ömmu eða fengið knús eða ráðleggingar frá henni. Nálægð ömmu var dýrmæt. Ég náði ekki að kveðja ömmu mína og kemst ekki í jarðarförina því ég er nýflutt til útlanda og það er nokkuð sem mér finnst mjög erfitt að sætta mig við. Ég sá ömmu um jólin og sá hvað hún þjáðist og ég veit að það er betra fyrir hana að vera hjá Guði en hér og líða svona illa. Það var okkar kveðjustund. Við áttum gott spjall þrátt fyrir hennar erfið- leika og ég sagði henni að mér þætti vænt um hana og ég elskaði hana. Ég man ennþá hvernig hún leit á mig og með tárin í augunum sagðist hún elska mig líka. Því gleymi ég aldrei. Ég vona að henni líði vel núna með Steina syni sínum og öllu fólkinu sínu sem á undan er farið. Ég fæ að sjá hana þegar það er komið að mér og þá fáum við að halda áfram okkar sögu saman. Ég elska þig amma mín, ávallt og endalaust, og geymi þig í hjartanu þangað til næst. Þín Lilja Ingibjargardóttir. Hröð er förin örskömm dvöl á áningarstað. Verum því hljóð, hver snerting er kveðja í hinsta sinni. (Birgir Sigurðsson) María systir okkar er horfin sjónum okkar. Á Heinabergi við innanverðan Breiðafjörð ólst hún upp í stórum systkinahópi. Þar var gott að vera með stóran barnahóp í umhverfi sem bauð upp á fegurð og frelsi. Vorkvöldin á Heinabergi voru okkur ógleym- anleg þegar hillti undir eyjar og sker út um allan fjörð, æðarfugl- inn úaði við ströndina og silfur- mávurinn settist að í bjarginu fyrir ofan bæinn, hann hafði hátt en hann kom með vorið. Athafna- þráin fékk svo sannarlega að njóta sín á svona stað. Uppátæk- in voru margvísleg. Við vorum börn þess tíma, fundum upp leik- ina sjálf og skemmtum okkur konunglega. María systir okkar hafði sérstaklega létta lund og var mikill gleðigjafi hvar sem hún fór. Þegar við systkinin hittumst seinna á fjölskyldufundum voru gjarna rifjaðir upp gamlir tímar við mikil hlátrasköll sem heyra mátti milli húsa. María var mikil fjölskyldu- manneskja og veitandi öllum sem að garði bar. Heimili þeirra Ólafs eiginmanns hennar bar þess ljósast merki hvað þrifnað, rausn og allan myndarskap snerti. Börn hennar fjögur nutu ómældrar ástar og umhyggju hennar. María lærði ljósmóðurfræði sem hún starfaði þó aldrei við sem kom sér þó vel síðar á lífsleiðinni en hún vann lengst af á elliheim- ilinu Grund við hjúkrun aldraðra. Hún var samviskusöm og ábyrgðarfull í því sem öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar Steingrímur sjö ára gamall sonur hennar veiktist af ólæknandi sjúkdómi hjúkraði hún honum heima til síðasta dags. Þvílíkur styrkur sem hún sýndi í gegnum það ferli. Sama styrk sýndi hún síðar í sínum eig- in veikindum. Hún stóð ekki ein þar sem hún naut hjálpar og um- hyggju síns trausta og góða eig- inmanns. Hann drýgði virkilega hetjudáð að annast konu sína til hinstu stundar og fer ekki mörg- um orðum um. Að leiðarlokum þökkum við Maríu samfylgdina og allt sem hún var okkur og sendum Ólafi, börnum þeirra, fjölskyldum og ættingjum öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að geyma ykkur öll. Guðrún, Brandís og Magga frá Heinabergi. Við andlát Maríu Guðrúnar Steingrímsdóttur mágkonu og svilkonu streyma fram ótal góðar og fallegar minningar, sem við þökkum nú. Hún var samferða okkur í meira en hálfa öld og að henni er mikill sjónarsviptir. Hún var fædd og alin upp í Dalasýslu, dóttir sæmdarhjónanna Stein- unnar J. Guðmundsdóttur og Steingríms Samúelssonar, sem bjuggu síðast búi sínu á Heina- bergi á Skarðsströnd. Systkina- hópurinn var stór, mannvænleg- ur og samheldinn. María var í húsmæðraskólanum á Staðar- felli, Fellsströnd, og seinna fór hún í Ljósmæðraskóla Íslands og lauk prófi þaðan haustið 1956. Þau Ólafur giftust ári síðar og stofnuðu heimili í Rvík, en byggðu hús í Kópavogi að Hraun- braut 31 þar sem heimili þeirra hefur verið frá árinu 1965. Hún var mikil húsmóðir og voru þau Ólafur góð heim að sækja. Þar voru alltaf góðar og hressilegar samræður um ýmis málefni líð- andi stundar. María var mjög hög í höndum við handavinnu og raunar allt sem hún snerti á. Þau ræktuðu fallegan garð umhverfis húsið og voru mjög samtaka í því. Eftir að börnin komust á legg vann hún við umönnun á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í mörg ár. Í eðli hennar var sterk- ur þáttur umhyggju og þess nutu bæði ungir og aldnir alla tíð. Hún var alla tíð mikill dugnaðarfork- ur, var kát og hrókur alls fagn- aðar þar sem hún naut sín, en undir niðri var hún alvörumann- eskja og féll illa allt óréttlæti. Hún annaðist heimili sitt og fjöl- skyldu afar vel og nutu barna- börnin einnig umhyggju hennar og raunar allt hennar skyldulið. María naut góðrar heilsu að mestu en síðustu mánuðir voru henni erfiðir, en þar naut hún stuðnings og hjálpar Ólafs og fjölskyldu þeirra. Síðustu dagana var hún á Landspítalanum í Fossvogi. Við það var hún sátt og sá út um glugga heimili sitt í Kópavogi. Á kveðjustund viljum við þakka allt sem við nutum í samfylgdinni með Maríu. Við vottum Ólafi bróður og mági, börnum þeirra, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar og biðjum Guð um að styðja þau og styrkja í missi þeirra. Brynhildur Ósk Sigurð- ardóttir og Sigurður Helgi Guðmundsson. Látin er kær mágkona mín, merkiskonan María Steingríms- dóttir ljósmóðir, ættuð úr Dölum vestur. María var dóttir sæmd- arhjónanna Steinunnar Guð- mundsdóttur og Steingríms Sam- úelssonar í Miklagarði í Saurbæ og síðar á Heinabergi á Skarðs- strönd. Undirritaður kynntist Maríu fyrir ríflega fimmtíu árum þegar þau giftust, Ólafur Stefán, bróðir minn, og hún. Þau bjuggu fyrstu árin niðri á Grettisgötu en við Auður Eir áttum þá heima ekki allfjarri og var samgangur tölu- verður milli okkar og þeirra, eins og nærri má geta. Svo vildi til að báðar fjölskyldurnar fluttust um miðjan sjöunda áratug fyrri aldar í Kópavog, hvor um sig í hálf- byggt hús, eins og þá var alsiða, enda var þá ekki bankalán að fá. Húsin standa skammt hvort frá öðru; hús okkar Auðar efst í Kastalagerði á fornum sjávar- hömrum sem risu langt upp á þurrt land sem og Kársnesið allt úr sæ eftir að ísaldarfarginu létti af fyrir um tíuþúsund árum eða svo; þeirra hús, Ólafs Stefáns og Maríu, á sömu hömrum, nokkru norðan við okkar og við Hraun- braut. Ekki leið á löngu áður en ljóst varð hvílíkur fengur var að þess- ari Dalakonu í fjölskylduna. Strax vakti athygli mína, áhuga- manns um mál, hvílík gullaldarís- lenska kom af vörum hennar í hvert skipti sem hún sagði eitt- hvað. Hef ég lært margt af henni alla tíð, bæði orð og orðtök sem líklega eru aðeins brúkuð í Dala- sýslu en ómissandi hverjum Ís- lendingi, er mér nær að halda. Ekki var þó María framhleypin og talaði aðeins þegar tilefni var til, enda voru ekki læti eða fyr- irgangur í þessari konu. En hún var alltaf glaðvær og gamansöm og sagði oft sögur úr sveitinni þegar hún komst á skrið. Ekki get ég sagt að mér hafi verið óljúft að hlusta þá og leggja á minnið hvernig hún orðaði hverja setningu og fá hana til að segja meira. Allt sem hún sagði var fyr- irhafnarlaust og án hikorða eins og kölluð eru. Þannig varð mér alltaf opinberun að hlusta á hana og ekki síður þegar hún tók sig til í frásögninni og brá upp rómi (eins og hún kallaði það) eftir ýmsum sveitungum, sem eitthvað sérkennilegt höfðu sagt á stund- María Guðrún Steingrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.