Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013
Smáauglýsingar
Garðar
Trjáklippingar
trjáfellingar og grisjun sumar-
húsalóða. Hellulagnir og almenn
garðvinna. Tilboð eða tímavinna.
Jónas F. Harðarson,
garðyrkjumaður, sími 6978588.
Gisting
Gisting Akureyri
Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm
einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að-
staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að
hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri
orlofshús við Akureyri og öll með
heitum potti.
orlofshus.is Leó 897 5300
Húsgögn
HÓTELHÚSGÖGN
www.nyvaki.is
Atvinnuhúsnæði
Til leigu nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Rvk. Securitas-
öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð
samnýting. Uppl. í síma 896 9629.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bílaþjónusta
Húsviðhald
Sími 555-1947 Gsm 894-0217
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Byssur
Tactical.is - Skotveiðivörur - Ný
sending. Byssuólar, heyrnarhlífar,
vindmælar, plastbox o.m.fl. Erum
einnig með skotfæri í riffla í ýmsum
caliberum. Tactical.is, verslunar-
miðstöðinni Glæsibæ, sími 517 8878.
✝ Pálína Að-alsteinsdóttir
var fædd 25. ágúst
1925 í Reykjavík.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
4. febrúar sl.
Eiginmaður
Pálínu var Val-
berg Gíslason, f. í
Hafnarfirði 14.
júní 1918, d. 8.
júní 2012.
Foreldrar Pálínu voru Að-
alsteinn Guðmundsson, f. í
Reykjavík 8. ágúst 1903, d. 13.
júní 1994, og Vilborg Jóns-
dóttir, f. á Bíldudal 24. febr-
úar 1908, d. 27. nóvember
1997.
Pálína bjó alla sína ævi í
Reykjavík. Systkini Pálínu
eru: Halldóra, f. 16. júní 1927,
eiginmaður Magnús Þor-
björnsson prent-
ari, f. 17. febr.
1924, d. 12. ágúst
1996. Agnes, f. 16.
mars 1935, eig-
inmaður Brynj-
ólfur Sandholt, fv.
yfirdýralæknir, f.
18. september
1929. Guðmundur,
f. 30. mars 1942,
eiginkona Stein-
unn Aðalsteins-
dóttir, f. 9. maí 1941. Börn
Valbergs, eiginmanns Pálínu,
frá fyrra hjónabandi eru Pét-
ur, f. 1942, flugstjóri í Lúx-
emborg, eiginkona Bjargey
Eyjólfsdóttir, og Sigrún, f.
1948, leikstjóri og leið-
sögumaður í Reykjavík, eig-
inmaður Gísli Már Gíslason.
Útför Pálínu hefur farið
fram í kyrrþey.
Palla, eins og hún var alltaf
kölluð, var fædd við Lindargöt-
una í Reykjavík árið 1925. Fað-
ir hennar Aðalsteinn Guð-
mundsson var einnig fæddur í
þessu sama húsi í Skuggahverf-
inu. Palla var frumburður for-
eldra sinna, móðir hennar að-
eins 17 ára gömul. Önnur dóttir
fæddist 2 árum síðar, eða 16.
júní 1927, og var skírð Halldóra
eftir móðurömmu sinni, en Pál-
ína var skírð eftir föðurömmu
sinni Pálínu Magnúsdóttur.
Systurnar ólust upp í Skugga-
hverfinu í húsi föðurfjölskyld-
unnar. Í húsinu ólust upp á
sama tíma sex börn afa þeirra
Guðmundar Matthíassonar og
seinni konu hans Sigurrósar
Þorsteinsdóttur.
Árið 1935 fæddist þriðja
dóttirin sem skírð var Agnes.
Um 1937 fluttu foreldrar systr-
anna með þær vestur á Hofs-
vallagötu 15 sem var eftir það
framtíðarheimili fjölskyldunnar.
Árið 1942 fæddist síðan sonur í
fjölskylduna sem skírður var
Guðmundur. Fjölskyldan hóf nú
nýtt skeið á nýju heimili sem
ekki var nú alltof rúmt fyrir sex
manna fjölskyldu en litla íbúðin
í Verkamannabústöðunum var
aðeins 49 fermetrar.
Árið 1941 hóf Palla vinnu hjá
Morgunblaðinu og starfaði þar
samfellt til ársins 1981. Hún
var gjaldkeri til margra ára og
var nafn hennar á mánaðar-
kvittunum blaðsins eins og
vörumerki þess, eins og margir
sögðu í gríni við hana. Er fjöl-
skyldan rifjar upp minningar
frá ungdómsárum systkinanna
á Hofsvallagötunni er oft talað
um þegar Palla systir var að
segja frá sínum líflega og er-
ilsama vinnustað, Mogganum.
Sérstaklega er okkur minnis-
stætt er hún lýsti atburðum á
Austurvelli 30. mars árið 1949
er óeirðirnar miklu urðu þar
vegna inngöngu Íslands í Nató
en starfsfólk bókhaldsdeildar-
innar sá atburðina út um
gluggana er sneru að Austur-
velli. Árið 1955 giftist Palla
honum Valla sínum en Valli lést
í júní á sl. ári tæplega 94 ára
gamall. Valberg Gíslason var
fæddur í Hafnarfirði árið 1918
þar sem hann ólst upp í stórum
systkinahópi. Hann fór mjög
ungur að vinna hin ýmsu störf
og snemma gerðist hann mat-
sveinn á íslenska kaupskipaflot-
anum. Er hann hafði verið til
sjós í nokkur ár samfellt breytti
hann um vettvang og fór að
starfa við matreiðslu, bæði á
hótelum og í mötuneytum fyr-
irtækja. Hann skrapp þó til sjós
öðru hvoru enda var oft leitað
til hans að leysa af brytana eða
matsveinana hjá bæði Jöklum
hf. og Eimskipafélaginu, en
hann þótti mjög fær og góður
matsveinn. Er Pálína var rúm-
lega sjötug var komið að kafla-
skiptum í lífi þeirra Pöllu og
Valla. Hún greindist þá með
Alzheimersjúkdóminn sem svo
ágerðist með aldri hennar og
gerði þeim ókleift að reka heim-
ili sitt eins og áður. Við systkini
Pöllu erum Valla óskaplega
þakklát fyrir nærgætni hans og
umönnun gagnvart systur okk-
ar allan þennan tíma sem þau
voru saman á Hrafnistu í Hafn-
arfirði. Einnig viljum við systk-
inin þakka starfsfólki Hrafnistu
á 4b í Hafnarfirði, þar sem
Palla dvaldi síðustu árin, fyrir
einstaka umönnun og hlýlegt
viðmót við okkur ættingjana.
Þegar komið er að leiðarlokum
er okkur sem eftir lifum efst í
huga þakklæti til Pöllu sem
ætíð hafði velferð okkar í for-
gangi. Guð blessi minningu
elskulegrar systur minnar.
Guðmundur Aðalsteinsson.
Nú hefur hún Palla systir
mín kvatt eftir löng og ströng
veikindi. Minningarnar hrann-
ast upp og tár falla. Við andlát
þess sem manni er kær stöðv-
ast tíminn um stund og end-
urminningarnar birtast hver af
annarri úr leikþáttum lífsins.
Palla hafði næma kímnigáfu og
frásagnargáfu og var einkar vel
máli farin. En umfram allt var
hún hlý, kærleiksrík og gefandi.
Allra þessara kosta fengum við
samferðafólk hennar að njóta í
ríkum mæli og þeirra söknum
við sárt nú þegar hún er öll.
Þegar árin færðust yfir þótti
mér oft afar erfitt að horfa upp
á veikindi Pöllu og því er það
ákveðinn léttir að hún sé laus
undan þeim. Það gerir missinn
léttbærari að hún sé komin til
Valla síns og þau hafi sameinast
á ný. Við leiðarlok er mér efst í
huga óendanlegt þakklæti fyrir
góðar og glaðar stundir. Þær
stundir heyra nú sögunni til og
aðeins minningarnar eftir. Þeim
fylgir vissulega söknuður og
kannski ekki langt í tárin, en
það er líka stutt í brosið, því
það var ætíð glatt og hlýtt og
bjart í kringum Pöllu. Vil ég
færa þakklæti öllu því frábæra
fólki, sem hefur annast systir
mína í veikindum hennar á und-
anförnum árum og öllum þeim
sem standa með okkur og senda
hlýja strauma og kveðjur á
þessum erfiðu tímum.
Framundan er framtíðin með
öllu því sem hún kann að færa
okkur, gleði og sorgum, en eitt
er víst, Palla verður með okkur,
hvert sem við förum og hvað
sem við gerum. Dauðinn er
okkur áminning um lífið,
áminning um að ekkert er gefið
og allt getur horfið. Minning-
arnar eru eftirlifendum vega-
nesti inn í framtíðina. Elsku
Palla mín, ég er viss um að þér
líður betur núna og ætla ég
með virðingu og þakklæti að
kveðja þig, blessuð sé minning
þín.
Gott er ein með guði að vaka,
gráta hljótt og minnast þín,
þegar annar ylur dvín, –
seiða liðið líf til baka,
og láta huggast, systir mín!
Þögul bæn í brjósti falin
biður guð að hlusta á sig.
Komdu sæl, – nú sé ég þig!
Við skulum halda heim í dalinn
hjartans systir, – leiddu mig!
Ennþá blærinn ástarþýði
andar sálu þinni frá,
ennþá heyri’ ég hjartað slá;
– enn mig styrkja í innra stríði
augu djúp og göfug brá.
(Jóhannes úr Kötlum)
Halldóra.
Það var gæfuspor í lífi föður
okkar Péturs þegar hann bauð
ungri konu upp í dans á Hótel
Borg árið 1954. Danssporin á
Borginni mörkuðu upphaf að
samveru ævina á enda. Hún
vann þá á skrifstofu Morgun-
blaðsins og gerði það reyndar í
samfleytt 40 ár, lengst af sem
gjaldkeri. Um hver mánaðamót
í marga áratugi bankaði blað-
burðarfólk upp á hjá áskrifend-
um um kvöldmatarleytið og
rukkaði fyrir blaðið og blá
kvittunin bar nostursamlega
undirskrift Pálínu Aðalsteins-
dóttur.
Okkar elskulega Palla sem
verið hefur hluti af lífi fjöl-
skyldunnar í nærfellt sex ára-
tugi hefur nú kvatt.
Þegar þau pabbi létu pússa
sig saman árið 1956 pöntuðu
þau sér borð á Naustinu. Eins
og yfir öllum borðum á þessum
fornfræga veitingastað hékk út-
skorin fjöl með bátsheiti. Á
hana var letrað Farsæll. Þetta
litu þau á sem leiðarljós og
ákveðið teikn og oft héldu þau
upp á brúðkaupsafmælið á
Naustinu og alltaf við þetta
sama borð. Þau áttu langt líf
saman og voru alla tíð ákaflega
samrýnd og samhent hjón.
Um miðja síðustu öld voru
börn fráskilinna eða einstæðra
foreldra næsta fátítt fyrirbæri
og pabbahelgar ekki orðnar
hluti af íslenskum veruleika. En
þá bankaði maður bara upp á
og fór í heimsókn þegar svo bar
undir. Við vorum svo heppin að
fyrsta heimili þeirra pabba og
Pöllu var beint á móti Mela-
skólanum og stutt að fara í
mjólk og kökur og það gerði
maður óspart. Okkur var líka
alltaf fagnað.
Palla var sérstaklega barn-
góð og án þess að hún ræddi
það nokkuð hafa það eflaust
verið henni stór vonbrigði að
eignast ekki börn sjálf. Hún
átti hins vegar verðmætan fjár-
sjóð þar sem voru börn systk-
ina hennar og síðar börnin okk-
ar Péturs bróður og þeirra
börn. Þar eignaðist hún sín
ömmu- og langömmubörn. Með
öllum þessum skara fylgdist
hún vel, allir afmælisdagar voru
á sínum stað og alltaf kom
glaðningur og kort með ham-
ingjuóskum. Í marga áratugi
þóttist pabbi ekki þurfa að
muna nokkurn skapaðan hlut,
því Palla hefði þetta allt á
hreinu.
Pabbi var lengi framan af
matsveinn á millilandaskipum
og oft gat Palla farið með í eft-
irminnilegar siglingar, en um
miðjan sjöunda áratuginn ákvað
hann að hætta sjómennsku og
koma í land og var það Pöllu
mikið gleðiefni. Þau voru vin-
mörg og dugleg að halda boð og
heimsækja vini og voru í miklu
sambandi við fjölskyldur sínar.
Eftir að þau hættu að vinna leið
ekki sá dagur að þau færu ekki
í heimsókn til „gamla fólksins“ í
fjölskyldunni eins og þau orð-
uðu það á einhverju dvalar-
heimilanna í bænum.
Palla las mikið, var ættfróð
og ræðin og kunni vel skil á
mönnum og málefnum. Meðan
ég og fjölskylda mín bjó árum
saman erlendis fannst Pöllu það
ómögulegt að við fylgdumst
ekki með því sem gerðist á Ís-
landi og sendi okkur Morgun-
blaðið daglega allan þann tíma.
Ævikvöldinu eyddu þau
pabbi á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún hvarf síðustu tíu árin hægt
og rólega inn í lokaðan heim
Alzheimers, en pabbi sat hjá
henni hvern dag og rabbaði við
hana og hélt í höndina á henni.
Þegar hann lést í júní sl. var
nokkuð ljóst að hún léti hann
ekki bíða lengi eftir sér.
Fjölskylda mín þakkar Pöllu
alla hlýju og elskulegheit í okk-
ar garð á langri samleið.
Sigrún Valbergsdóttir.
Ég minnist hennar Pöllu
frænku minnar með miklum
hlýhug. Palla frænka var alltaf í
miklu uppáhaldi hjá mér og frá
því ég man fyrst eftir mér voru
Palla og Valli stór hluti tilver-
unnar. Það liðu sjaldan margir
dagar sem þær systur, mamma
og Palla, töluðu ekki saman í
síma eða hittust. Á meðan við
fjölskyldan bjuggum í Safamýr-
inni og Palla og Valli í næsta
nágrenni var gaman að geta
skottast og kíkt á eldhúsglugg-
ann hjá þeim og athugað hvort
ekki væri eitthvað gott að fá í
gogginn. Það brást aldrei að
alltaf var vel tekið á móti mér
og öllu sem ég þurfti að segja
frá eða gera var sýndur mikill
áhugi.
Palla frænka hafði mikinn
áhuga á handavinnu, þó að ekki
vildi hún gera mikið úr eigin
hæfileikum. Oft sátum við
frænkurnar saman og prjónuð-
um eða saumuðum, en kannski
spjölluðum við allra mest. Einn-
ig var það alveg fastur liður að
fá að koma fyrir jólin og föndra,
þá var Palla frænka búin að
safna saman skemmtilegu
föndri úr dönsku blöðunum og
síðan var klippt og límt og búin
til kramarhús, músastigar og
margt fleira. Stundum vorum
við að bræða kertaafganga og
steypa ný kerti, allt þetta var
mikið ævintýri fyrir litla
frænku.
Oft fórum við frænkur saman
í sund og stundum var farið í
Vesturbæjarlaugina og þá kom-
ið við hjá ömmu og afa á Hofsó.
Alltaf fórum við gangandi eða í
strætó og mikið var spjallað því
að þarna voru æskuslóðir Pöllu
og Vesturbærinn henni alltaf
kær.
Þær voru líka ófáir bílferð-
irnar í nágrenni Reykjavíkur
sem þau Palla og Valli buðu
mér í og oft voru heimsóttir
einhverjir vinir þeirra í leiðinni,
því að þau hjónin voru einstak-
lega ræktarleg við vini og ætt-
ingja, en bara það að fá að fara
með í ferðirnar var einstaklega
skemmtilegt.
Þegar ég eltist fylgdist Palla
frænka vel með öllu sem ég tók
mér fyrir hendur, og það sama
má segja um hin systkinabörn
hennar sem öll voru í miklu
uppáhaldi.
Síðustu æviárin voru Pöllu
frænku erfið en það var ynd-
islegt að sjá kærleikann og ást-
ina sem alltaf geislaði á milli
þeirra hjóna, og nú er Palla
komin til Valla síns, sem kvaddi
þessa jarðvist í júní sl.
Palla var traustvekjandi
kona og heilsteypt að allri gerð
og nú að leiðarlokum vil ég
þakka henni samfylgdina.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Unnur Sandholt.
Pálína
Aðalsteinsdóttir
✝ GuðlaugBjarnadóttir
Bernard fæddist
24. september
1925. Hún lést 1.
febrúar 2013 í Del-
tona, Flórída.
Guðlaug var
dóttir hjónanna
Matthíasar Jóhann-
essonar og Stefaníu
Sigríðar Magn-
úsdóttur úr Hafn-
arfirði.
Guðlaug var gift Harry E.
Bernard og eiga þau soninn
Georg Bjarna
Bernard. Börn hans
eru 1) Mataya Joy
Conroy, gift Ryan
Conroy og börn
þeirra eru Fionn og
Tait. 2) Daytoni
Autumn Hisel-
Bernard. 3) Chan-
tal Ruth Hise-
Bernard.
Útför Guðlaugar
fór fram hinn 7.
febrúar í Baldauff Family Fune-
ral Home & Crematory, Orange
City, Flórída, Bandaríkjunum.
Ástkær fjölskylda og vinir.
Það er með þunga sorg í hjarta
sem ég tilkynni andlát móður
minnar, eiginkonu Harrys E.
Bernards (látinn 2006), Guðlaug-
ar Bjarnadóttur Bernard. Hún
hélt til ríkis andans mikla (Guðs
guða) hinn 1. febrúar 2013. Hún
tókst á við þessa erfiðu tíma af
hugrekki og með þeirri vissu að
trúin komi frá hjartanu en hélt
jafnframt fast við lífsspeki sína
byggða á kurteisi, tillitssemi og
virðingu fyrir öðrum. Skrifa
mætti langt mál um þessa fallegu
og yndislegu konu en þið eigið
hvert og eitt eigin minningar um
þau áhrif sem hún hafði á líf ykk-
ar. Hún var fögur og yndisleg
kona sem mun dvelja okkur í
minni um aldur og eilífð. Við njót-
um blessunar hvert og eitt að
hafa þekkt hana og kynnst lífinu
með henni – hennar verður sárt
saknað – hún er móðir mín af
Guðs náð og ég er ævinlega
þakklátur fyrir að hafa notið ást-
úðar hennar, nærgætinnar leið-
sagnar og óbilandi trausts henn-
ar á mér.
Ég mælist til að í stað blóma
og annars virðingarvotts gerið
þið óvænt góðverk, borgið vega-
tollinn fyrir bílinn á eftir ykkur,
vinnið sjálfboðastarf fyrir þá sem
minna mega sín, greiðið reikning
á veitingastað fyrir fjölskyldu
með börn, eitthvað í þessa veru.
Ykkur er einnig velkomið að láta
af hendi framlag í nafni hennar
til björgunarsjóðs sjómanna í
Hafnarfirði. Að lokum vil ég
þakka ykkur hverju og einu fyrir
ást, vinskap og samneyti sem þið
sýnduð henni þau 87 ár sem hún
átti.
Megi minningar ykkar um
hana vera ykkur leiðarljós og
megi hún vera verndarengill okk-
ar allra. Guð blessi ykkur og inni-
legar þakkir. Með ástar- og frið-
arkveðju, ástríkur sonur hennar
Georg Bjarni
og stórfjölskylda.
Guðlaug
Bjarnadóttir
Bernard