Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í fyrsta skipti var tré í skógum landsins nýlega mælt hærra en 25 metrar. Samkvæmt mælingunni er myndarlegt sitkagreni í lundi við Kirkjubæjarklaustur hæsta tré landsins og mældist nákvæmlega 25,20 metrar. Fleiri tré sömu teg- undar og einnig Alaska-aspir nálg- ast þetta met, en þangað til annað kemur í ljós er methafinn rótfastur í brekkunum fyrir ofan byggðina á Klaustri. Skjólgóðar brekkur Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt rík- isins, segir að þessu marki hafi ver- ið náð heldur fyrr en hann hafði reiknað með hjá sitkagreni, bjóst frekar við að ösp yrði á undan. „Þetta þarf þó ekki að koma á óvart og skjólgóðar brekkur eins og eru á Kirkjubæjarklaustri eru kjörstaðir fyrir trjágróður,“ segir Þröstur. „Þarna eru góð rakaskil- yrði og trjám líður betur í svona landi heldur en á flatlendi og vaxa þar af leiðandi betur. Sambærilegir lundir eru víðar á Suðausturlandi, eins og í Lamb- haga í Skaftafelli og á Reynivöllum í Suðursveit. Á Suðausturlandi eru sumur tiltölulega löng og mikil úr- koma; nokkuð sem sitkagrenið elskar. Víða annars staðar á land- inu má finna brekkur með um og yfir 20 metra háu sitkagreni. Í Ár- túnsbrekkunni í Reykjavík eru hæstu trén til dæmis komin vel yfir 20 metra, en þar eins og víða ann- ars staðar vantar nýjar mælingar.“ Aðspurður segir Þröstur að þeir sem starfi í skógunum hafi lengi vitað að sitkagrenið yrði risatréð í skógum landsins. Hann segir að síðustu ár hafi aspir bæði í Múla- koti og á Hallormsstað bankað á þennan 25 metra vegg, en engin þeirra hafi enn náð að rjúfa hann svo vitað sé. „Aspir og reyndar lerki líka eru hraðvaxta í æsku og þessar teg- undir eru fljótar að ná sæmilegri hæð,“ segir Þröstur. „Lerkið er síðan fyrst til að hægja á vexti og aspirnar haga sér svipað. Þær eru fyrstar til að ná 20 metrunum og eru þá oft um 60 ára gamlar. Við þann aldur vaxa þær hægar heldur en jafn gamalt sitkagreni. Þessar hafrænu tegundir, sem við höfum fengið frá Alaska, einkum sitka- greni og Alaska-ösp, eru ágætlega aðlagaðar þeim svölu sumrum og mildu vetrum sem í boði eru á Ís- landi.“ Enn í fullum vexti Skógurinn á Kirkjubæjarklaustri er í einkaeigu en hefur verið í umsjá Skógræktar ríkisins síðan 1964. Heimafólk á Klaustri gróð- ursetti 60 þúsund birkiplöntur í brekkurnar fyrir ofan byggðina upp úr 1940 og voru sitkagrenitré gróðursett í skjóli birkisins árið 1949. Fjölmörg tré í skóginum eru yfir 20 metrar á hæð og eru nokkur þeirra rúmlega 24 metra há. Sver- asta tréð í skóginum er með um 65 sentimetra þvermál í brjósthæð. Klafi sem notaður var til mælinga nýlega er 60 sentimetrar og náði ekki um trjástofninn. Það tré er um 23,7 m á hæð og má áætla að bolurinn gæti náð þremur rúm- metrum viðar. Er þetta tré því með rúmmálsmestu trjám landsins, segir á heimasíðu Skógræktar rík- isins. Trén á Klaustri eru enn í fullum vexti og gætu miðað við núverandi vaxtarhraða náð 30 metra hæð á næstu 10-15 árum. Sitkagreni get- ur orðið 50-60 metra hátt í upp- runalegum heimkynnum sínum í Alaska og getur orðið nokkur hundruð ára. Rótfastur methafi í skógi á Klaustri  Tré mælt yfir 25 metra hátt í fyrsta skipti  Sitkagreni á eftir að verða risinn í skógum landsins  Aspir í Múlakoti og á Hallormsstað farnar að nálgast 25 metrana  Alaska-tegundir vel aðlagaðar Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Nákvæmar mælingar Einar Bjarnason, umsjónamaður skógarins, mældi bæði hæstu toppa á sitkagreninu á Klaustri og sverasta tréð í lundinum. Hæsta tré landsins Sitkagreni á Kirkjubæjarklaustri 25,2 m Hallgrímskirkja 74,5 m 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Vel hefur verið fylgst með trján- um í skóginum á Kirkjubæjar- klaustri síðustu ár og þau mæld reglulega. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, mældi methafann í síðustu viku ásamt heimamönnum. Hann segir að nokkur tré nálgist 25 metrana og tré sem hafi verið líklegur methafi hafi misst toppinn fyrir tveimur ár- um. Fleiri dæmi séu um slíkt, enda skapist oft vandamál þeg- ar tré eru orðin svona há. Lund- urinn á Klaustri sé þó einstak- lega gróskumikill og mikill viður í sverustu trjánum. „Við vitum ekki af hærra tré á landinu og þessi mæling var ná- kvæm og gerð með fullkomnum leysitækjum og þríhyrnings- mælum. Það gengur ekki að mæla svona tré með málbandi eða tommustokk. Þaðan af síð- ur að príla upp, henda sér niður úr toppnum og mæla fallhrað- ann,“ segir Hreinn. Nákvæm mæling GRÓSKUMIKILL LUNDUR Eiginnöfnin Kraki, Járngrímur, Mi- nerva, Úlfey, Ófelía, Hanney og Bobba eiga það sameiginlegt að hafa hlotið blessun mannanafna- nefndar sem birt hefur sjö úrskurði vegna erinda sem nefndinni bárust. Hafa nöfnin verið færð á manna- nafnaskrá. Í úrskurðum nefndarinnar segir að karlkynsnöfnin Kraki og Járn- grímur taki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfylli ákvæði laga um mannanöfn. Sömu sögu er að segja um kven- kynsnöfnin Minvervu, Úlfeyju, Ófe- líu, Hanneyju og Bobbu. Engu nafni var hafnað að þessu sinni. Bobba og Kraki samþykkt Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég hef engin áform um það. Ég hef ítrekað að áform mín séu að halda starfsáætlun. Síðan verðum við að sjá til hvernig það gengur,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, aðspurð hvort fram hafi komið óskir um aukadaga á Al- þingi til að tími og ráðrúm gefist til að afgreiða þingfrumvörp. Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með formönnum þingflokk- anna og forsætisnefnd um framhald- ið á Alþingi. Síðdegis í gær hafi eng- ar frekari viðræður verið boðaðar fyrir helgi en auðvitað ræði fólk sam- an um framhaldið. En Morgunblaðið hafði heimildir fyrir því úr stjórnarliðinu fyrr í vik- unni að hugmyndir væru um að óska eftir aukaþingdegi nk. föstudag. Spurð hvort ekki sé ljóst að ein- hver frumvörp verði að bíða, í ljósi þess nauma starfstíma sem er eftir, segist Ásta Ragnheiður ekki vilja tjá sig um það. Hitt sé ljóst að þetta séu „mörg mál“. Yfirleitt tala menn saman „Það er auðvitað spurning hversu mörg mál er hægt að afgreiða á svo stuttum tíma. Ég held að það sjái það allir sem vilja. Ef menn komast að samkomulagi um að ljúka þessum málum yrði það ágætt. Yfirleitt tala menn saman þegar farið er að líða að lokum þings og reyna að komast að samkomulagi um þinglokin.“ Mörg stór mál bíða afgreiðslu þingsins nú þegar níu starfsdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun Al- þingis. Fjórir þingfundir eru fyrir- hugaðir 6. til 9. mars og fimm þing- fundir 11. til 15. mars. Eru þá eldhúsdagur 13. mars og þingfrest- unardagur 15. mars meðtaldir. Stjórnarskrárfrumvarpið og kvótafrumvarpið eru meðal frum- varpa sem bíða afgreiðslu en að auki má nefna nýtt frumvarp um al- mannatryggingar sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir fela í sér nýja hugsun í almanna- tryggingum. Stefnir ríkisstjórnin á að afgreiða það á þessu þingi. Óafgreidd frumvörp á Alþingi Útbýtingardagur Frumvarp Staða máls í þinginu þingskjals í þinginu 1 Stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala. 1. umræða 25. feb. 2013 2 Stjórn fiskveiða (heildarlög). Stundum nefnt kvótafrumvarp. Bíður þess að fara úr nefnd í 2. umræðu 31. jan. 2013 3 Stjórnarskipunarlög (heildarlög). 2. umræða 16. nóv. 2012 4 Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu (heildarlög). 2. umræða 5. okt. 2012 5 Útlendingar (heildarlög, EES-reglur). 1. umræða 24. jan. 2013 6 Fjölmiðlar (eignarhald, ábyrgðarmenn o.fl., EES-reglur). 1. umræða 30. nóv. 2012 Ríkisstjórnin að falla á tíma með nokkur lykilfrumvörp DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Vor/sumar 2013 Ný sending frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.