Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Inngangur
að lögfræði
3.350 kr.
Vefverslun á að
virka alls staðar
Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er
Fáðu frekari upplýsingar á borgun.is/vefgreidslur eða í síma 560 1600
Meira en helmingur Íslendinga notar netið með farsímum
og spjaldtölvum. Er þín vefverslun tilbúin?
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Undirbúningur að þessu er skammt
á veg kominn og á algjöru frumstigi.
Eftir er að ræða við landeigendur, op-
inberar stofnanir og fleiri. Þetta er
meðal þeirra leiða sem taldar eru
skila árangri en áhrifa af færslu
Markarfljóts myndi ekki gæta strax.
Það eru engar skyndilausnir til í
þessu,“ segir Þórhildur Elín Elínar-
dóttir, upplýsingafulltrúi Siglinga-
stofnunar, en Danska straumfræði-
stofnunin (DHI) hefur m.a. lagt til
færslu á farvegi Markarfljóts til aust-
urs um 2,5 km til að draga úr sand-
burði í Landeyjahöfn.
Upplýst er um þessa niðurstöðu
stofnunarinnar í síðustu fundargerð
bæjarráðs Vestmannaeyja þegar
greint var þar frá fundi samráðshóps
um samgöngur sem fram fór í síðustu
viku hjá Siglingastofnun. Á þeim
fundi voru kynntar niðurstöður rann-
sókna DHI á Landeyjahöfn. Skoðuðu
dönsku sérfræðingarnir strandbreyt-
ingar, stöðugleika strandar, skoðun á
öldufari, sandburði og straummæl-
ingum. Þá skoðuðu Danirnir hvort
væri hægt að bæta höfnina með leng-
ingu varnargarða. Niðurstaða þeirra
var sú að lenging bætti ekki hafnar-
aðstöðuna heldur þvert á móti,
straumur og ölduhæð myndu aukast
og gera innsiglinguna enn erfiðari.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, sat fund samráðshóps-
ins og gerði bæjarráði grein fyrir
stöðu mála sl. þriðjudag. Varðandi
hugmyndir um færslu Markarfljóts
segir Elliði það
hafa gefist vel síð-
ast. „Með því að
færa ósa fljótsins
austar losnum við
við þennan fram-
burð. Það er ekki
verið að brjóta
nytjaland heldur
færa fljótið á
sendnu svæði. En
við leggjum mikla áherslu á að vinna
þetta í góðu samráði við landeigendur
og nágranna okkar uppi á landi, sem
hafa alltaf reynst okkur mjög vel,“
segir Elliði.
Á samráðsfundinum voru einnig
kynntar niðurstöður prófana í sigl-
ingahermi í Danmörku. Þar voru fjór-
ar mismunandi tegundir skipa próf-
aðar í ímyndaðri Landeyjahöfn.
Minnsta skipið kom alltaf best út í
herminum en Herjólfur langverst.
„Við vissum að Herjólfur væri
slæmur en hann er jafnvel enn verri
til siglinga en menn vonuðu,“ segir
Elliði, sem bindur vonir við að fyrir
páska verði hægt að bjóða út hönnun
á nýrri ferju til siglinga milli Eyja og
Landeyjahafnar. Þarfagreining sé
vel á veg komin og ef taka eigi nýtt
skip í notkun 2015 verði smíðin að
fara af stað sem fyrst. Eyjamenn geri
einnig þá kröfu að nýtt skip verði með
kojum svo að það geti einnig siglt til
Þorlákshafnar ef Landeyjahöfn
lokast vegna óveðurs eða náttúru-
hamfara.
Elliði segir það hins vegar hafa
komið sér á óvart að Landeyjahöfn
yrði verri með lengingu varnargarða.
Nú sé ljóst að gera verði meiri kröfur
til skipsins og dýpkunaraðferða,
höfninni verði ekki breytt svo gjörla.
Markarfljótið fært til?
Frumathugun hjá Siglingastofnun hvort færa eigi farveg
Markarfljóts enn austar Eyjamenn taka vel í hugmyndina
Loftmyndir ehf.
Hólmahjáleiga
Hólmar
Guðnastaðir
Efri Rot
Seljalandssel
Fit
Sauðhúsa-
mýri
Vesturholt
Fornusandar
Nýibær
Landeyjahöfn Eldri farvegur
Hugmynd að
nýjum farvegi
Núverandi
farvegur
Hugmynd að farvegi Markarfljóts
Bakkaflugvöllur L
an
de
yj
ah
af
na
rv
eg
ur
Elliði Vignisson
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Þingsályktunartillaga Einars K.
Guðfinnssonar, þingmanns Sjálf-
stæðisflokks, um aukin áhrif Íslands
á mótun og ákvörðunartöku á vett-
vangi Evrópusamstarfs hefur verið
samþykkt á Al-
þingi mótat-
kvæðalaust.
Ber hún það
með sér að unnið
verði að því að
nýta sér þau
tækifæri sem fel-
ast í EES-samn-
ingnum um að
hafa áhrif á lög-
gjöf Evrópusam-
bandsins. „Því
hefur verið haldið fram að við stönd-
um áhrifalaus þegar kemur að lögum
og reglusetningum sambandsins.
Þetta er hins vegar til marks um að
við getum haft áhrif,“ segir Einar.
Tillagan á rætur sínar að rekja til
ársins 2007 þegar þverpólitísk sátt
náðist í Evrópunefnd um að auka
vægi Íslands innan Evrópusamsam-
bandsins. „Því miður minnkaði áhugi
á þessari leið eftir að ákveðið var að
sækja um Evrópusambandsaðild.
Þessi samþykkt veldur að mínu mati
ákveðnum þáttaskilum vegna þess
að utanríkisráðherra og fleiri hafa
talað niður gildi EES-samningsins.
En hér er verið að leggja til aðferð
sem undirstrikar mikilvægi hans og
sýnir að við getum haft veruleg áhrif
á Evrópusamstarfið á grundvelli
samningsins,“ segir Einar.
Vannýtt tækifæri
Tillagan var samþykkt óbreytt frá
því sem hún var árið 2007. Í henni
felst meðal annars að lagðir verði til
auknir fjármunir. Eiga þeir m.a. að
stuðla að frekara pólitísku samstarfi
í gegnum nefndir ESB og virkni
hagsmunasamtaka. Einar segir að
Íslendingar hafi tekið þátt í sam-
starfi af ýmsum toga en tækifæri til
að hafa áhrif á löggjöf sambandsins
hafi engu að síður verið „stórlega
vannýtt“ til þessa.
„Þessir fjármunir eru einungis
brotabrot af þeim fjármunum sem
þegar hafa farið í umsóknarferli að
ESB,“ segir Einar.
Evrópusamstarf
Íslands aukið
Skapar þáttaskil að mati þingmanns
Einar K.
Guðfinnsson
Evrópuþingið Innan veggja Evr-
ópuþingsins eru nefndarfundir sem
fulltrúar Íslands geta sótt.