Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. „Ég bara skil þetta ekki“ 2. Sagði Leno frá íslenska rokinu 3. Strákar voru líka í „ástandinu“ 4. Draugaskip rekur í átt til Íslands »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Dagblaðið Boston Globe mælti í byrjun viku með sýningu leikhópsins Vesturports og breska leikhússins Lyric Hammersmith á Hamskiptunum sem sýnd er á aðalsviði Paramount Center í Boston til 3. mars. Dagblaðið fjallaði ítarlega um sýninguna 21. febrúar sl. en verkið var einnig sýnt á norrænu menningarhátíðinni Nordic Cool í Washington 20.-22. febrúar og hlaut uppsetningin m.a. jákvæða um- fjöllun í Washington Post. Ljósmynd/Eddi Boston Globe mælir með Hamskiptunum  Fyrsta Desibel- kvöld skemmtistað- arins Dillon verður haldið í kvöld og hefst kl. 22. Fram koma tónlistarmenn- irnir AMFJ og Jóhann Eiríksson. Desibel- kvöld verða fram- vegis haldin síðasta fimmtudag hvers mánaðar á Dillon, helguð listamönnum sem sérhæfa sig í noise, drone, industrial, crust, har- dcore punk eða dark ambient tónlist. AMFJ og Jóhann á Desibel-kvöldi Dillon  Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin 29. og 30. mars á Ísafirði og hafa fyrstu tónlistarmenn hennar verið kynntir til leiks. Þeir eru Borko, hljómsveitin Duro, Futuregrapher, Jónas Sigurðsson, Langi Seli og Skuggarnir, Oyama, Prinspóló og Ylja. Fyrstu listamenn Aldrei fór ég suður Á föstudag Vestlæg átt, 8-15 m/s. Rigning og síðar skúrir eða él, en úrkomulítið austantil. Kólnandi veður. Á laugardag SV 5-10 m/s og víða bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðaustlæg átt og þurrt að kalla. Gengur í SA 8-15 m/s með rigningu eða slyddu um vestan- vert landið síðdegis en lengst af þurrt A-til í kvöld. Hiti 0 til 5 stig. VEÐUR Aníta Hinriksdóttir og Kol- beinn Höður Gunnarsson eru aðeins 17 og 18 ára göm- ul en þau eru samt fulltrúar Íslands á Evrópumeist- aramóti fullorðinna í frjáls- íþróttum í Gautaborg. Bæði keppa þau á morgun og Þrá- inn Hafsteinsson frjáls- íþróttaþjálfari kveðst von- ast eftir því að þeim takist báðum að hlaupa nálægt sínum bestu tímum. »2 Kornungir fulltrú- ar Íslands á EM Margrét Lára Viðarsdóttir hefur ekki látið þrálát meiðsli um árabil hindra sig í að leika stórt hlutverk með landsliði Íslands og vera í atvinnu- mennsku í fótbolta. Nú er hún að jafna sig eftir mikla að- gerð sem gerð var á henni í vetur. „Það var rosalegur léttir fyrir mig að leggj- ast á þetta blessaða skurðarborð og fá það svar að ég væri ekki bara eitthvað klikkuð,“ segir Margrét Lára. »1 Rosalegur léttir að leggjast á skurðarborð Arnar Grétarsson er ánægður með fyrstu vikurnar í starfi yf- irmanns knattspyrnumála hjá Club Brugge í Belgíu. Hann segir að umhverfið sé allt öðruvísi en hjá AEK í Aþenu þar sem hann gegndi áður sama hlutverki í tvö ár. „Það er nóg að gera hjá mér í þessu starfi en ég kvarta ekkert yfir því,“ segir Arnar. »4 Allt annað umhverfi í Brugge en Aþenu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Námskeið samkvæmt Coerver- æfingaáætluninni í knattspyrnu verða haldin í Hafnarfirði og á Ak- ureyri í lok mars og verður þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á slík námskeið hérlendis, en æfingaáætl- unin hefur verið kynnt víða um heim síðan 1984. Ísfirðingurinn Heiðar Torleifsson er stjórnandi og yfirþjálfari Coerver- æfingaáætlunarinnar á Íslandi. Hann og Brad Douglass, fræðslustjóri Co- erver-fyrirtækisins í Hollandi, kynntu efnið á þjálfaranámskeiði Knattspyrnusambands Íslands í liðn- um mánuði, og halda samstarfinu áfram á næstunni auk þess sem þeir fá aðstoð hjá fleiri þjálfurum. „Það mættu 62 þjálfarar á KSÍ-námskeiðið og þeir voru gríðarlega ánægðir,“ segir Heiðar. Heiðar hefur tæplega tveggja ára- tuga reynslu sem barna- og unglinga- þjálfari í knattspyrnu. Hann hefur meðal annars verið yfirþjálfari yngri flokka hjá KR og Þrótti Reykjavík en býr nú á Dalvík og er yfirþjálfari á Tröllaskaga (á Dalvík, Siglufirði og í Ólafsfirði). Hann segist alla tíð hafa verið aðdáandi Coerver-kerfisins og hafi legið yfir efninu þegar það hafi verið fyrst gefið út og eins þegar hann hafi byrjað að þjálfa. Eitt leiddi af öðru „Fyrir um ári fór ég að huga að þessu kerfi á ný, fór á námskeið hjá Coerver í Hollandi, eitt leiddi af öðru og úr varð að ákveðið var að ég í sam- starfi við Coerver-fyrirtækið færi af stað með kynningar á áætluninni hér- lendis.“ Hugmyndafræði Coerver-kerfisins byggist á því að hægt sé að kenna mikilvægustu þættina í knattspyrn- unni og þjálfa þá í öllum aldurshópum og ekki síst hjá börnum og ungling- um. „Við teljum þetta vera bestu æf- ingaáætlunina sem völ er á,“ segir Heiðar og bendir á að margir af virt- ustu knattspyrnuþjálfurum heims gefi áætluninni sín bestu meðmæli. Heiðar segir að því miður sé upp- bygging æfinga oft tilviljanakennd en Coerver-áætlunin sé skipulögð út í æsar með áherslu á knatt- stjórnun, móttöku sendinga, keppni eins á móti einum í vörn og sókn, hraða, sóknarlok og spil og æfingar í fámennum hópum. „Við æfum þessi atriði á hverri einustu æfingu,“ segir hann og bendir sérstaklega á að allir geti lært að auka hraða og stjórna honum. „Hraði er ekki bara að hlaupa hratt heldur að taka ákvörðunina, viðbragðið, spretturinn og fleira, en flestir sprettirnir í leiknum eru um fimm metra langir.“ Æfingaáætlun fyrir alla  Leggja áherslu á að allir geti aukið færnina Kennsla Heiðar Torleifsson býr að tæplega 20 ára reynslu sem barna- og unglingaþjálfari í knattspyrnu. Hollendingurinn Wiel Coerver, sem leiddi Feyenoord til sigurs í Evrópukeppninni 1974, kynnti Coerver- áætlunina 1984 (http://coerver.is/). Mörg knatt- spyrnusambönd hafa mælt með henni og þekkt félög nota hana. Heiðar bendir til dæmis á félög eins og Man- chester United, Liverpool, Arsenal, Newcastle, Stoke, Reading, PSV, AC Milan og Real Madrid. „Aðstoð- arþjálfari Real Madrid var á námskeiði hjá Coerver þremur mánuðum á undan mér og síðan hefur áætl- unin verið notuð hjá aðalliði Real Madrid,“ segir Heiðar. „Fyrsta námskeiðið okkar verður í Risanum í Hafnarfirði 23.-25. mars og svo í Boganum á Ak- ureyri 26.-28. mars en hugmyndin er síðan að kynna áætlunina sem víðast á landinu,“ segir Heiðar. Fyrsta námskeiðið í Hafnarfirði COERVER-ÆFINGAÁÆTLUNIN NOTUÐ VÍÐA UM HEIM Ljósmynd/Haukur Snorrason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.