Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 REDKEN ONLY SALON SALONVEHHÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI s. 568 7305 • salonveh.is Nýju vor- og sumarlínurnar komnar frá Haute Coiffure Francaise ÞÚ FÆRÐ PERSÓNULEGA OG FAGLEGA RÁÐGJÖF HJÁ OKKUR þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi Lifandi tónlist um helgar Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur Á föstudags- og laugardagskvöldum töfrar hinn frábæri klassíski gítarleikari Símon H. Ívarsson fram fallegar perlur tónlistarsögunnar. Njóttu þess að borða góðan mat og hlíða á töfrandi tóna í hlýlegu umhverfi. Hjá okkur er notalegt í skammdeginu. Hvað vakir eiginlega fyrir fólki sem falið er það veigamikla hlut- verk að ákvarða um örlög fólks, þegar kemur að því að það þarf á bæði lítilli og mikilli umönnun að halda, á þann veg að stefna nefndarinnar virðist gjörsamlega út í hött og stjórnast af einhverju öðru en mannkærleika eða samúð með eldri borgurum sem þurfa á aðstoð að halda. Að ég tali nú ekki um aðstandendur, sem oft á tíðum eru settir í gjörsamlega von- lausa stöðu. Þau dæmi sem ég hefi fengið að heyra um eru svo skelfileg að mað- ur á erfitt með að trúa því, sem þar er á seyði eða raunar frekar á ferð- inni. Það virðist raunar vera orðið þannig að þegar fólk þarf og leitar eftir því að komast á hjúkr- unarheimili er sá ferill svo hrikaleg- ur að engu tali tekur. Staflar af alls konar skýrslum eru sendir inn ásamt beiðnum og álitsgjöfum. Frumskógurinn virðist vera óend- anlegur. Fólk bíður jafnvel svo árum skipt- ir í sárri neyð. Öldr- uðum og fársjúkum einstaklingum er troð- ið upp á ættingja þó svo að engin aðstaða sé til að annast um við- komandi. Ef minnsta smuga er að aðstand- endur geti komið að málum er vistunarmati umsvifalaust hafnað. Það er ljótt til þess að vita að sú stefna sem virðist vera í þessum málum úr hendi þessarar svokölluðu vist- unarmatsnefndar í umboði núsitj- andi kærleiksríkrar norrænnar vel- ferðarstjórnar skuli vera með þeim endemum sem ég hefi orðið vitni að og er engu fólki sæmandi. Því mið- ur virðist svo að vald þessarar nefndar hafi svipt þá einstaklinga sem hana sitja allri venjulegri sam- úð og kærleiksríkri umgengni við þá sem til hennar leita og þurfa á hennar hjálp að halda. Vald hennar virðist ótrúlega mikið. Stefnan virð- ist vera í stórum dráttum þannig að enginn komist inn á hjúkrunarheim- ili, sem hefur fótavist og getur hreyft sig sjálfur. Næsta skrefið verður eflaust það að ekki verði tek- ið við fólki nema í láréttri stöðu. Svo skulum við líka hafa það í huga að það virðast ekki gilda endilega sömu reglur fyrir Jón og séra Jón og oft á tíðum óskiljanlegt hvernig fólki er raðað á forgangslista. Sú stefna sem hefur verið tekin upp af núverandi velferðarstjórn varðandi dvalarrými og hjúkr- unarrými virðist vera að koma illi- lega í bakið á okkur öllum. Ég skora á alla hlutaðeigandi að endur- skoða þá stefnu sem nú er ríkjandi og taka upp breytt og kærleiksrík- ari vinnubrögð heldur en nú eru viðhöfð. Er svokölluð vistunarmats- nefnd orðin að ríki í ríkinu? Eftir Helga K. Hjálmsson Helgi K. Hjálmsson » Svo skulum við líka hafa það í huga að það virðast ekki gilda endilega sömu reglur fyrir Jón og séra Jón og oft á tíðum óskiljanlegt hvernig fólki er raðað á forgangslista. Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrverandi formaður LEB. Góan er framundan en hún er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar samkvæmt gömlu íslensku tímatali. Góan tekur við af þorr- anum og hefst á sunnu- degi á bilinu 18.-24. febrúar og stendur þar til einmánuður tekur við. Þorrinn og góan þóttu erfiðastir vetr- armánaða þar sem oft var farið að ganga á matarbirgðirnar. Á fyrri tím- um var stundum talað um „að þreyja þorrann og góuna“ í merkingunni að lifa af þeim birgðum sem hafði verið safnað fyrir veturinn. Líkja má lífeyrismálum við búskap fyrri alda. Nútímafólk leggur fyrir á starfsævinni og byggir upp eft- irlaunasjóð og lífeyrisréttindi til að lifa af þegar vinnu lýkur og eft- irlaunaárin taka við. Stærsti hluti eft- irlauna landsmanna er ellilífeyrir líf- eyrissjóða sem er oftast greiddur frá 67 ára aldri til æviloka. Nýlega hafa birst greinar og auglýsingar í dagblöðum þar sem líf- eyrissjóðirnir eru gagn- rýndir fyrir að nota ekki eignir sínar í annað en að greiða lífeyri. Þar er því haldið fram að nota mætti eignir sjóð- anna m.a. til að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða og sjúka. Ætla verður að þessi skoðun sé byggð á misskilningi eða þekkingarleysi á lögum og til- gangi lífeyrissjóða. Það er vissulega rétt að lífeyr- issjóðir eiga miklar eignir eða digra sjóði eins og það er orðað. Hins vegar virðist það hafa gleymst að lífeyr- issjóðirnir hafa skyldum að gegna og á bak við eignirnar eru skuldbind- ingar. Hlutverk lífeyrissjóða er að greiða eftirlaun til æviloka þegar starfsævi lýkur, greiða örorkulífeyri ef einstaklingar verða óvinnufærir vegna örorku og styðja maka og börn við fráfall sjóðfélaga. Sjóðfélagar greiða iðgjöld til sjóð- anna, sem samanstanda af framlagi launþega og mótframlagi launagreið- enda. Fyrir iðgjöldin eignast þeir réttindi en lífeyrissjóðirnir leggja fjármunina til hliðar til að greiða sjóð- félögum eða aðstandendum þeirra líf- eyri síðar. Sjóðirnir hafa ekki heimild til að ráðstafa iðgjöldunum í neitt annað. Bændur og búalið fyrri tíma hefðu ekki lifað af þorrann og góuna ef þeir hefðu nýtt sumarhýruna í annað en að birgja sig fyrir veturinn. Sömu gildi eiga við um lífeyrissparnað. Sem betur fer liggur það fyrir flestum okkar að eldast og fara á eftirlaun einhvern tíma í framtíðinni. Þá verð- ur gott að eiga rétt á eftirlaunum sem endast ævina alla og gildir þá einu hvort við lifum lengi eða stutt. Að þreyja góuna Eftir Gunnar Baldvinsson » Það hlýtur að stafa af misskilningi eða þekkingarleysi að telja að lífeyrissjóðir geti ráðstafað fjármunum sjóðfélaga í annað en að greiða lífeyri Gunnar Baldvinsson Höfundur er formaður Landssamtaka lífeyrissjóða og fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.