Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Mikill vöxtur hefur verið ísvokallaðri ævintýra-ferðamennsku hér álandi. Ferðamenn sem
hingað koma, hvort sem er að sumri
eða vetri, geta valið úr úrvali göngu-
ferða á jökla og fjöll, jeppaferðir um
hálendið, köfunarferðir og svo fram-
vegis. Íslendingar sækja einnig í
auknum mæli í fjallgöngur að vetr-
arlagi með alls kyns ferðahópum.
Slíkar ferðir eru alls ekki
hættulausar eins og dæmin sanna,
það nýjasta frá því á mánudag þegar
jeppi frá fyrirtækinu Extreme Ice-
land festist í á við Landmannalaugar
og bjarga þurfti fimm manns.
Hingað til hafa engar reglur gilt
um hvaða kröfur ferðaþjónustufyr-
irtæki í slíkum ferðum þurfa að upp-
fylla og lítið sem ekkert eftirlit er
með starfsemi fyrirtækja sem þær
bjóða. Með öðrum orðum: Til að aka
fólki gegn gjaldi þarf meirapróf en
ætli einhver að fara með fólkið upp á
hátinda eða ofan í hella eru engar op-
inberar kröfur gerðar um reynslu
eða réttindi.
Á þessu verður brátt breyting
því Ferðamálastofa hyggst innan
skamms tíma birta leiðbeinandi regl-
ur um öryggismál fyrir ferðaþjón-
ustufyrirtæki.
Upphaflega var stefnt að setn-
ingu reglugerðar – og þar með bind-
andi reglum – samhliða breytingu á
lögum um skipan ferðamála sem nú
liggur fyrir Alþingi en slíka reglu-
gerð er hins vegar ekki hægt að
setja fyrr en búið er að breyta lög-
unum. Gert var ráð fyrir að það yrði
gert í vetur því frumvarp til nýrra
laga var lagt fyrir 20. september
2012. Frumvarpið var tekið til 1. um-
ræðu á þingi og afgreitt til atvinnu-
veganefndar þar sem það er enn og
verður vart afgreitt fyrir þinglok.
„Við vonumst til að fyrirtæki til-
einki sér þessar leiðbeinandi reglur
og vonandi verða þær grundvöllur að
reglugerð síðar,“ segir Helena Þur-
íður Karlsdóttir, lögfræðingur
Ferðamálastofu. Reglurnar muni
taka til skipulagðra ferða en eðli
málsins samkvæmt séu stífari reglur
fyrir ferðir í óbyggðum og um vara-
samar slóðir. Tekið sé á ýmsum teg-
undum ferða en Helena vill ekki
ræða reglurnar í smáatriðum fyrr en
þær hafa verið birtar. Hún segir að
öryggismál séu yfirleitt í lagi og
Ferðamálastofa hafi ekki fengið
ábendingar um að öryggismál ein-
hverra tiltekinna fyrirtækja séu í
ólestri.
Fyrirmynd á Nýja-Sjálandi
Hvað jöklaleiðsögn varðar er
miðað við reglur sem nýstofnað Fé-
lag fjallaleiðsögumanna á Íslandi
hefur mótað.
Atli Pálsson, sem situr í und-
irbúningshópi fyrir félagið, segir
fyrirmyndin sé kerfi sem búið var til
á Nýja-Sjálandi en þar í landi gilda
slíkar reglur fyrir flestar ef ekki all-
ar tegundir ævintýraferðamennsku.
Félagið mun einnig hafa reglur frá
öðrum löndum til hliðsjónar. Margir
þeir sem fást við leiðsögn hafa verið
til fjalla í mörg ár án þess að hafa
sótt mikið af námskeiðum. Atli segir
að kunnátta þeirra verði metin og
þeir þurfi væntanlega ekki að byrja
frá grunni en þeir geti ekki
fengið aðild að félaginu fyrr
en þeir hafa lokið viðeigandi
námskeiðum. „Það að vera
vanur á fjöllum er ekki
það sama og vera leið-
sögumaður. Þegar maður
fer einn ber maður bara
ábyrgð á sjálfum sér. Að vera
leiðsögumaður og bera ábyrgð
á hópi fólks sem hefur borgað
fyrir ferðina og treystir á þig
er allt annað mál.“
Á fjöllum dugar ekki
alltaf að vera vanur
Morgunblaðið/RAX
Hættur Íslendingar og erlendir ferðamenn geta valið úr úrvali ævintýra-
ferða og m.a. farið í ísklifur. Það er betra ef leiðsögumaðurinn kann sitt fag.
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeir gera þaðekki enda-sleppt við
Austurvöll. Þeir
kveinka sér þar
undan tímaskorti
sem þýði að ekki sé
ráðrúm fyrir almenna kosninga-
baráttu. Því verði að bregðast
lýðræðislegri skyldu um að
tryggja hana. En lokasprettinn í
tímahraki nota þeir til að slá því
föstu að Ríkisútvarpið verði
framvegis eina stofnun landsins
sem lög staðhæfi að starfi „í
þjóðarþágu“. Augljóst er af
þessu, að margir þingmanna
telja að það eigi ekki við um
þingið!
Auðvitað má benda á að alvar-
leg ofanígjöf og áminning felist í
því, að Alþingi telji sig nauð-
beygt til að taka fram í fyrir-
sögn laga, að Ríkisútvarpið eitt
ríkisfyrirtækja skuli teljast
starfa í þjóðarþágu. En halle-
lújahrópin í þingsalnum, þegar
lágreistir læddust hver af öðr-
um í pontuna til að kyssa á vönd-
inn, bentu ekki endilega til þess.
Fréttastofa „RÚV“ leynir því
hvergi að hún telur sig eingöngu
starfa í þágu Samfylkingarinnar
og lætur aðeins mylsnur falla til
VG á meðan það er lipurt í taumi
og töltir áfram svikataktinn.
Þótt Samfylkingin sé vissu-
lega að mælast með um 10 pró-
senta kjörfylgi telst hún svo
sannarlega til þjóðarinnar.
Breytir engu um þá niðurstöðu
að hún sjái ekkert íslenskt
hjálpræði í heimi og horfi, án
hlífðagleraugna, á blindandi sól-
arljósið frá ESB.
En sú yfirskrift lagafrum-
varpsins um Ríkisútvarpið, að
þar fari eina opinbera fyrir-
tækið sem starfi í þjóðarþágu
réttlætist ekki með því að gera
Samfylkinguna að upphafi og
endi tilverunnar. Nú hefur
„fréttastofan“ fengið til sín
hvern stjórnmálafræðinginn af
öðrum til að útskýra að allir þeir
flokkar sem ekki fallist á eina
mál Samfylkingar hafi þar með
einangrað sig í íslenskum
stjórnmálum! Einangrun frá
Samfylkingunni þýði einangrun
úr íslenskum stjórnmálum.
Eini flokkurinn sem á því von
samkvæmt þessum gervivís-
indum er litla samfylkingin
þeirra Guðmundar og Mar-
shalls. Þeir hafa ekki önnur póli-
tísk markmið í lífinu en að vera
sæmilega pumpað varadekk,
annaðhvort í skotti eða skrúfað
fast undir afturhluta móður-
skútunnar. Þótt drullan muni
sjálfsagt ganga mjög yfir þá á
votum vegum er það þeirra
drulla og „þeirra vegferð“. Við-
urkenndir fræðingar fréttastof-
unnar gætu bent á að drullan
einangri þá við Samfylkinguna
en ekki frá henni. Einangrun
felst aðeins í því að fallast ekki á
ESB-kröfur einsmálsflokksins.
Þess vegna er fréttastofan fjarri
því að vera einangruð.
Á næstsíðasta landsfundi
Sjálfstæðisflokks-
ins vildu menn sýna
umburðarlyndi. Því
var ákveðið í „sátta-
skyni“ að taka ríkt
tillit til sjónarmiða
örfárra fulltrúa,
sem töluðu í umboði 7 prósenta
fylgis Sjálfstæðisflokksins. Vilji
um lok aðlögunarbröltsins að
ESB var orðaður með loðnari
hætti en frambærilegt var. En
freka en fámenna klíkan mat
það svo að þessi viðleitni sýndi
eingöngu veikan vilja og því
mætti ganga á lagið. Helstu
talsmenn sjö prósentanna (sem
er fámennari hópur en sá sem
mælist andvígur ESB meðal
stuðningsmanna Samfylkingar)
fögnuðu þessari vinsamlegu
undanlátssemi sem sínum sigri.
En þeir gerðu ekkert með það
sem í „sættinni“ fólst. Þeir börð-
ust gegn því að „gert yrði hlé“.
Þeir sátu enn sem handlangarar
ESB í að knýja á um breytt
lagaumhverfi meðan á upp-
lognum samningaviðræðum
stóð. Allt lagaumhverfi landsins
skyldi hafa verið lagað að ESB á
sama tíma og logið væri að þjóð-
inni að viðræður á jafnræðis-
grundvelli færu fram.
En þrátt fyrir að kröfuhóp-
urinn hefði aldrei gert neitt með
sáttina sem gerð var gegn sjón-
armiðum 93% stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokksins vildu sumir
halda áfram á þeirri braut.
Engu breytti, þótt aðalkröfu-
gerðarmaðurinn hefði hlaupið í
áróðursþátt „RÚV“ strax eftir
ræðu formanns flokksins, haft
hana í flimtingum sem fram-
sóknareftiröpun og framgöngu
sem minnti á Jón Gnarr!
En nú voru landsfundar-
fulltrúar komnir með upp í kok,
þótt þeir sem best áttu að fylgj-
ast með skynjuðu fátt. Þeir tóku
ekki annan púls á fundinum en á
sínum eigin úlnlið. Landsfund-
arfulltrúar sýndu ótvírætt að
þeir höfðu skömm á áframhald-
andi aumingjadómi.
En það hlýtur að vera fróð-
legt fyrir yfirlýsta andstæðinga
ESB-aðildar að heyra mat
fréttaskýrenda „RÚV“ og
stjórnmálafræðinga þeirra í
framhaldinu. Þeir gáfu allir til
kynna að í „sáttinni“ sem var
hafnað hefði falist heimild til
forystu Sjálfstæðisflokksins til
að fara í kringum vilja flokksins
síns og að sveigja inn á svika-
brautina Steingríms, eftir því
sem henta kynni eftir kosn-
ingar. Þannig töluðu samfylk-
ingaroflátungar líka.
Þeir sérvitringar í kringum
Samfylkingu, sem telja að allir
íslenskir flokkar utan hennar
sjálfrar og botnlangans út úr
henni, einangrist ef þeir elti
ekki úr sér gengna bábilju henn-
ar, virðast þannig hafa talið
„sáttina við 7%“ vera glufu sem
glenna mætti upp til góðra
svika. Það var því eins gott að
flokkurinn afgreiddi öll slík und-
irmál út í hafsauga.
Sá sem samþykkir
ekki leikstíl Barns-
ley einangrast í
enska boltanum}
Flokkur í steinull
H
vað sem vinstrimenn segja þá er
Sjálfstæðisflokkurinn nauð-
synlegt afl í þjóðfélaginu, enda
ætti vart annað að vera hægt
en að kinka vinsamlega kolli til
flokks sem boðar skattalækkanir, talar fyrir
frjálsri samkeppni, varar við of miklum rík-
isafskiptum og vill gefa einstaklingnum rými
til athafna. Allt eru þetta góð og göfug mark-
mið sem ættu að eiga sér sem flesta talsmenn.
Eftir nýjustu ályktun sjálfstæðismanna í
Evrópumálum reynir samt nokkuð á vinsemd
manns í garð Sjálfstæðisflokksins, jafnmikil
og sterk og hún hefur nú verið. Og ósköp
finnst manni nú leiðinlegt að þurfa að vera
ósáttur við ágætan flokk. En nú er vík milli
vina. Vonandi er það einungis tímabundið
ástand.
Það er furðulegt að sjá flokk eins og Sjálfstæðisflokk-
inn – sem ætti samkvæmt öllum lögmálum að vera fram-
sýnn í utanríkismálum og tala máli samvinnu – taka upp
harðlínustefnu í samskiptum við aðrar þjóðir og álykta
um að slíta beri viðræðum við Evrópusambandið. Af
hverju ekki að leyfa ferlinu að hafa sinn gang þegar ljóst
er að þjóðin mun eiga lokaorðið um inngöngu í Evrópu-
sambandið? Það eru ekki merkileg viðbrögð að setja
undir sig hausinn og neita að ræða við umheiminn.
Ályktun flokksins um að loka beri Evrópustofu hljóm-
ar síðan eins og flokkurinn vilji með öllum ráðum þagga
niður í stuðningsmönnum Evrópusambandsins. Það fer
beinlínis hrollur um mann vegna þeirrar
ályktunar. Hvað kom eiginlega yfir lands-
fundarmenn?
Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur og
samkvæmt því ættu að vera í húsi hans marg-
ar vistarverur. Nú virðist sem þar hafi heilli
álmu verið lokað.
Það er sjálfsagt að menn takist á um Evr-
ópumál þótt ekkert bendi til að þau brenni á
kjósendum. Stór flokkur eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn á hins vegar ekki að álykta um
lokun upplýsingaskrifstofu vegna þess að
flokksmenn eru ósammála þeim upplýsingum
sem þaðan koma. Slík ályktun um bann við
upplýsingastreymi getur illa samræmst þeim
kristnu gildum sem þessi borgaralegi flokkur
hefur í hávegum. Nema þá flokkurinn líti á
Evrópustofu sem upplýsingamiðlun sjálfs
kölska.
Eitt er að vera á móti aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu. Annað er að ætla sér að hindra umræðu um
Evrópusambandið og loka skrifstofum til að þagga niður
í þeim sem vilja kynna starfsemi og málefni sambands-
ins.
Öllum verða á mistök og stundum gefa menn sam-
þykki sitt í fljótræði. Það getur gerst á landsfundum
stjórnmálaflokka, jafnvel oftar en einu sinni á sama
landsfundi. Vonandi var þessi ályktun Sjálfstæðisflokks-
ins um lokun Evrópustofu samþykkt í hugsunarleysi.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Afleikur á landsfundi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Jónas Guðmundsson, verkefn-
isstjóri hjá Landsbjörg, segist
hafa áhyggjur af því að fólk sem
fari á fjöll að vetrarlagi noti svo-
kallaða hálkubrodda í staðinn
fyrir mannbrodda. Hálkubrodd-
arnir dugi ekki í fjalllendi. Mann-
brodda sé hægt að festa tryggi-
lega við skó en hálkubroddar
geti runnið af skóm auk þess
sem þeir gefi mun lakara grip. Þá
þurfi fólk sem þarf að fara um
ísilagðar brekkur að vera með
ísöxi til að það geti stöðvað sig.
Jónas telur einnig að skoða
þurfi hvort ekki sé hægt að gefa
út staðbundnar veðurspár, s.s.
fyrir Esju, Landmannalaug-
ar og aðra vinsæla ferða-
mannastaði. Einnig að
útvarpa veðurspá á
ensku einu sinni á dag.
Þeir sem fari um landið
séu ekki alltaf í far-
símasambandi en
geti gengið með
lítil og öflug út-
vörp.
Hálkubrodd-
ar duga ekki
ENSK VEÐURSPÁ