Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Niðurstaða fjármagnsliða í ársreikn-
ingi RARIK var neikvæð um rúman
1,28 milljarð króna á síðasta ári en
það er svipað tap og árið 2011 þegar
að niðurstaðan var neikvæð um rúm-
lega 1,23 milljarða króna.
„Það er bæði gengið og vísitalan.
Þetta eru í rauninni bara áhrif á
lánapakkann,“ segir Tryggvi Þór
Haraldsson, forstjóri RARIK,
spurður um ástæður þessarar nei-
kvæðu niðurstöðu. Rekstrartekjur
félagsins hækkuðu þó um 6% frá
árinu 2011 og námu samtals rúmum
11,4 milljörðum króna. „Bæði vorum
við með hækkun á gjaldskrá og síðan
erum við með einskiptistekjur,“ seg-
ir Tryggvi Þór.
Hann bætir við að tengigjöld, sem
voru m.a. hjá nokkrum stórum við-
skiptavinum, komi inn sem tekjur en
kostnaður vegna þess fari út í fjár-
festingu, því komi hann ekki fram
undir rekstrargjöldum. „Við erum
með þarna um það bil 300 milljónir í
tekjur sem taka kostnað með sér en
það fellur undir fjárfestingu,“ segir
Tryggvi Þór.
Ráða við að greiða arð
Í ársreikningi félagsins kemur
fram að stjórn þess hafi samþykkt að
greiddur verði út allt að 310 milljón
króna arður á þessu ári. Aðspurður
hvort RARIK muni eiga erfitt með
að greiða fyrrnefndan arð til ríkis-
sjóðs segir Tryggvi Þór að félagið
eigi í sjálfu sér ekkert erfitt með það.
„Það eru auðvitað okkar kúnnar
sem greiða það og við getum sagt að
það séu þrjár leiðir til að taka pen-
inga út úr fyrirtækinu, það er ann-
aðhvort með því að taka lán, minnka
einhverjar fjárfestingar eða hækka
gjaldskrá,“ segir Tryggvi Þór og
bætir við: „Við erum í þeirri stöðu að
vera búnir að fullnýta okkur tekju-
heimildir í þéttbýli út á landi en við
höfum ekki nýtt okkur heimildirnar í
sveitunum, þannig að ef við tækjum
hækkun vegna þess þá myndi það
bitna á sveitunum.“
Hann bendir á að félagið ráði við
að greiða út arðinn en arðgreiðslan
dragi hinsvegar óneitanlega úr
þeirri framkvæmdagetu sem RA-
RIK hefði annars haft.
Arðgreiðslur gætu
bitnað á dreifbýli
RARIK ætlar að greiða út allt að 310 milljóna arð á árinu
Niðurstaða fjármagnsliða var neikvæð um 1,28 milljarða
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bitnar á sveitunum Arðgreiðslur RARIK til ríkissjóðs á þessu ári gætu
bitnað á sveitum landsins í formi gjaldskrárhækkana, að sögn Tryggva.
Fiskeldismenn leggja áherslu á kyn-
slóðaskipt eldi í sjókvíum og hæfi-
legar fjarlægðir á milli stöðva til að
draga úr sjúkdómahættu. Meg-
instefna Landssambands fiskeld-
isstöðva var kynnt í gær.
Í stefnunni er lögð áhersla á að
vinna í samræmi við sjálfbæra þró-
un. Fram kemur að hún byggist á
þremur meginstoðum, hagrænum,
félagslegum og umhverfislegum.
Taka þurfi tillit til þeirra allra til að
koma á farsælum rekstri. Kyn-
slóðaskipt eldi, þar sem eldisstaður
er hvíldur í lok hverrar eldislotu er
talinn lykill að eldi sem uppfyllir
þessi skilyrði.
Staðir til sjókvíaeldis eru tak-
mörkuð auðlind og hefur borið á
kapphlaupi fyrirtækja um leyfin og
stundum hafa fleiri en einn fengið
leyfi í sama firðinum. Í stefnuskjal-
inu kemur fram að þá skuli fyr-
irtækin hafa samráð um útsetningu
seiða, slátrun eldisfisks og hvíld
svæða, þannig að einungis verði einn
árgangur í eldi á hverju svæði. Sá
sem hafi í hyggju að stofna til fisk-
eldis þar sem annar er fyrir skuli
gera áætlanir sínar með tilliti til
þess sem fyrir er.
„Þetta er okkar stefna og teljum
við fyrirkomulagið nauðsynlegt til að
hægt sé að stunda ábyrgt eldi. Það
er síðan stjórnvalda að skipuleggja
svæðin og hafa þetta í huga við út-
hlutun leyfa,“ segir Jón Kjartan
Jónsson, formaður Landssambands
fiskeldisstöðva.
Hann segir að LS hafi unnið með
stjórnvöldum að þróun regluverks
fyrir fiskeldið og þar sé komið inn á
fjarlægðarmörk og margt fleira. Jón
Kjartan telur mikilvægt að stjórn-
völd haldi þessari vinnu áfram og
beiti stofnunum sínum til að koma á
góðu skipulagi í greininni.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókvíar Þorskur er alinn í sjókvíum í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi.
Eldi í sjókvíum
verði kynslóðaskipt
Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s
Gönguskór
Ketilbjöllur
22.890 kr.
8.390 kr.
3 nætur
á Mývatni 46.370 kr.