Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Kunnur ítalskur ljósmyndari fræga fólksins, Willy Rizzo, lést í París á mánudaginn var, 84 ára að aldri. Hann kom víða við á löngum og litrík- um ferli og myndaði fyrir útbreidd tímarit fólk á borð við Marilyn Monroe, Winston Churchill, Salvador Dalí, Brigitte Bardot, Maríu Callas og Marlene Dietrich. Hergé, höf- undur Tinnabókanna, byggði persónu ljósmyndara tímaritsins Múla og Pét- urs, í sögunni Vandræði ungfrú Vailu Veinólínó, á Rizzo. Í flestum útgáfum sögunnar nefnist ljósmyndarinn Wal- ter Rizotto en Loftur Guðmundsson blaðamaður, sem þýddi bækurnar um Tinna snilldarvel, nefndi persónuna Flassmus. Rizzo var víðfrægur fyrir skrán- ingu sína á lífi fræga fólksins á Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöld en ljós- myndaði einnig alvarlegri viðfangs- efni, svo sem stríðsglæparéttarhöldin í Nürnberg. Hann kvæntist kvik- myndastjörnunni Elsu Martinelli og fékk sköpunarkraftur hans víðar út- rás en í ljósmynduninni; hann hann- aði meðal annars húsgagnalínu í anda verka Mies van der Rohe og Le Corbusier. Kvikmyndaunnendur minnast Rizzo úr kvikmyndinni Hoffa, þar sem hann lék mafíuforingja. Aðalleik- arinn, Jack Nicholson, hvatti leik- stjórann Danny de Vito til að ráða Rizzo vin sinn í hlutverkið. „Ég ferðaðist sem stjarna til Holly- wood, flaug á fyrsta farrými, var ekið um í limósínu og fékk hjólhýsi með nafnið mitt á dyrunum. Það var stór- skemmtilegt,“ var haft eftir Rizzo. AFP Stjörnuljósmyndari Willy Rizzo við opnun einnar sýningar sinnar. Flassmus Rizzo var fyrirmynd Hergé að ljósmyndaranum. Fyrirmynd ljósmyndara í Tinnabók deyr í París Fiskar á þurru landi nefnist kvik- mynd í tveimur hlutum sem tökur eru hafnar á í myndveri Sagafilm. Myndin verður sýnd á RÚV um páskana. Sögusvið myndarinnar er gistiheimili í litlu þorpi úti á landi og er handritið byggt á leikriti eft- ir Árna Ibsen, að því er fram kem- ur í tilkynningu en handritshöf- undar eru Óskar Jónasson og Sjón. Óskar leikstýrir jafnframt mynd- inni. Leikmynd í líki gistiheimilis hefur verið byggð í myndveri Sagafilm og liggur þar mikil vinna að baki. Tökur á myndinni eru í styttra lagi, aðeins átta dagar. Leikarar í myndinni eru fjórir, þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Sara Margrét Nordahl og Davíð Guðbrandsson. Fiskar á þurru landi er framleidd af Sagafilm sem framleitt hefur margar farsælar sjónvarpsþátt- araðir, m.a. Vakta-þættina (Næt- urvaktin, Dagvaktin og Fanga- vaktin), Pressu, Rétt, Ástríði og Svarta engla og einnig kvikmyndir á borð við Bjarnfreðarson og Köld slóð. Kvikmynd tekin á átta dögum Morgunblaðið/Kristinn Handritshöfundar Óskar Jónasson og Sjón eru höfundar handrits Fiska á þurru landi og Óskar leikstýrir einnig myndinni sem sýnd verður á RÚV. Morgunblaðið/Ernir Víkingarokksveitin Skálmöld legg- ur af stað í dag í tíu daga tónleika- ferð um Ísland, eða víking öllu heldur, og verða fyrstu tónleikarn- ir haldnir í kvöld í félagsheimilinu í Hnífsdal kl. 21. Tónleikaferðin ber yfirskriftina Myrkur, kuldi, ís og snjór 2013. Af öðrum tónleikastöð- um má nefna Litla-Hraun en Skálmöld leikur þar 7. mars. Einnig verður leikið í Hvíta húsinu á Sel- fossi, Mælifelli á Sauðárkróki, Val- höll á Eskifirði og Höllinni í Vest- mannaeyjum. Morgunblaðið/Eggert Víkingar Liðsmenn Skálmaldar fara víða um land og leika víkingarokk. Myrkur, kuldi, ís og snjór Skálmaldar Hverfisgötu 52 • 101 Reykjavík • Sími 561 0075 • sjadu@sjadu.is Horni Hverfisgötu og Vatnsstígs Bara flott gleraugu 100/100 R.Ebert 100/100 Entertainment Weekly DENZEL WASHINGTON Frá Óskarsverðlauna- leikstjóranum sem færði okkur Forrest Gump og Cast Away – Robert Zemeckis 2 ÓSKARSTILNEFNINGAR 3 óskarstilnefningar “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan SÝND Í 3D(48 ramma) -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is FLIGHT Sýndkl.6-9 ZERO DARK TIRTY Sýndkl.9 VESALINGARNIR Sýndkl.6-9 THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar “Magnþrungin og eftirminnileg” T.V. - Bíóvefurinn H.S.S -MBL Frábær spennumynd byggð á leitinni af Osama Bin Laden. 5 óskarstilnefningar m.a. Besta leikkona í aukahlutverki 12 12 12 16 ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS DANIEL DAY-LEWIS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS -EMPIRE THIS IS 40 KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 DIE HARD 5 KL. 8 - 10 16 HVELLUR KL. 5.40 L NITRO CIRCUS 3D KL. 8 L THIS IS 40 KL. 5 - 8 - 10 12 DIE HARD 5 KL. 8 - 10.20 16 DIE HARD LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 LAST STAND KL. 10.45 16 HÁKARLABEITA 2 KL. 3.30 L THE HOBBIT 3D KL. 4.30 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.20 10 “MÖGNUÐ MYND Í ALLA STAÐI” -V.J.V., SVARTHÖFÐI “FRÁBÆR!” - H.S.S., MBL 9/10 “SKYLDUÁHORF!” - T.V., BÍÓVEFURINN.IS BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM AÐEINS EIN SÝNING! FÁIR MIÐAR EFTIR! MIÐASALA Á MIÐI.IS Yippie-Ki-Yay! JAGTEN (THE HUNT) KL. 6 - 8 - 10.30 12 THIS IS 40 KL. 9 12 DIE HARD 5 KL. 10.30 16 KON-TIKI KL. 5.30 - 8 12 LINCOLN KL. 9 14 VESALINGARNIR KL. 5.50 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.