Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Hinn 22. desember í fyrra vorusamþykkt lög um breytingu á lögum um vörugjöld og tolla sem höfðu annars vegar þann tilgang að stýra neyslu almennings og hins vegar að hækka álögur á almenning. Lögin voru þar að auki afar flókin þannig að þetta var í alla staði drauma- lagasetning vinstri stjórnar.    En það er meðþennan draum vinstri stjórnarinnar eins og hina að hann varð martröð ann- arra. Til að mynda er þegar komið í ljós að lögin gengu alls ekki upp.    Við því var varað íumræðum um málið í desember að lögin hefðu verið illa undirbúin, en þeim var samt þrýst í gegnum þingið eins og ýmsu öðru. Og nú hef- ur Katrín Júlíusdóttir fjár- málaráðherra lagt fram nýtt frum- varp um breytingar á lögum um vörugjöld og tolla til að lappa upp á fyrri lagasetningu.    Sérstaka athygli vekur að þráttfyrir fyrra klúður hefur fjármálaráðherra ekki séð ástæðu til að undirbúa þessa breytingu vel eða gefa þinginu tíma til að ræða hana.    Katrín gat í það minnsta ekkisvarað einföldum spurningum um frumvarpið, svo sem þeirri ein- földu spurningu Birgis Ármanns- sonar hvort verið væri að hækka gjöld á einstakar vörur og lækka á aðrar.    Katrín sýndi þó í „svari“ sínu viðspurningunni að hún er þokka- lega læs á texta sem aðrir skrifa, en betur hefði farið á því ef sá texti hefði snúið að efni spurningarinnar. Katrín Júlíusdóttir Fúskað við löggjöf STAKSTEINAR Birgir Ármannsson Veður víða um heim 27.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 5 súld Kirkjubæjarkl. 6 léttskýjað Vestmannaeyjar 5 skýjað Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 5 heiðskírt Lúxemborg 0 skýjað Brussel 1 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 10 heiðskírt London 6 léttskýjað París 2 þoka Amsterdam 2 heiðskírt Hamborg 6 heiðskírt Berlín 2 skýjað Vín 3 alskýjað Moskva 0 skýjað Algarve 12 léttskýjað Madríd 6 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -5 skýjað Montreal 1 snjókoma New York 5 alskýjað Chicago 0 snjókoma Orlando 18 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:38 18:44 ÍSAFJÖRÐUR 8:48 18:43 SIGLUFJÖRÐUR 8:32 18:26 DJÚPIVOGUR 8:09 18:11 Ekkert kjöt reyndist vera í nauta- böku frá Gæðakokkum í Borgarnesi sem sögð var innihalda 30% nauta- hakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar. Þá voru lambahakksbollur fram- leiddar af sama fyrirtæki fyrir mat- vöruverslunina Kost sagðar inni- halda lamba- og nautakjöt en innihéldu eingöngu lambakjöt. Þetta kom fram í rannsókn Mat- vælastofnunar á kjötinnihaldi 16 ís- lenskra matvara. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að stofnunin og heil- brigðiseftirlit sveitarfélaga muni fylgja eftir málum vegna vanmerk- inga sem í ljós komu við skoðun um- búða hlutaðeigandi vörutegunda. Rétt er að taka fram að í sumum til- vikum var aðeins um minniháttar at- hugasemdir að ræða. Magnús Nielsson, eigandi Gæða- kokka, viðurkenndi mistök vegna lambahakksbollanna en segist ekki átti sig á kjötleysinu í bökunum. „Ég stend bara hér og klóra mér í hausn- um því þetta á ekki að geta komið fyrir að það fari út á markaðinn vara sem inniheldur ekki það sem er í uppskriftinni,“ sagði Magnús í sam- tali í gær. Hann segist sjálfur bera ábyrgð á rangri innihaldslýsingu í lamba- hakksbollum. „Aftur á móti er annað varðandi lambahakksbollurnar. Það er bara handvömm hjá mér,“ segir Magnús. guna@mbl.is Ekkert kjöt reyndist í nautaböku Kjötlaus Nautahakk átti að vera helmingur af þyngd vörunnar.  Engin vara uppfyllti kröfur um merkingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.