Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 18
VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð um allt land, menn eru almennt áhugasamir um að varðveita þessa sögu og fræða nemendur, ferðamenn og allan almenning um stórmerkilega sögu slökkviliða á Íslandi og hvernig þau tengjast þróun þjóðfélagsins með einum eða öðrum hætti í meira en 100 ár,“ segir Sigurður Lárus Sigurðs- son, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðins, en hann er forsprakki samtakanna ÁSSÍ, sem stendur fyrir Áhugamenn um varð- veislu á munum og sögu slökkviliða á Íslandi. Samtökin ætla að sjá um og reka slökkviliðssafnasetur í samráði við Byggðasafn Reykjanesbæjar og fleiri aðila. Til stendur að vígja safna- setrið 13. apríl nk. í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá stofnun Brunavarna Suðurnesja, eins samstarfsaðilans. Sigurður segist einnig hafa fengið góðan stuðning frá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, Reykjanesbæ, Þjóðminja- safninu og fleirum. Allir eigi þessir aðilar miklar þakkir skildar. Geymdir við slæmar aðstæður Hugmyndin kviknaði í ferð Sig- urðar um landið, þar sem hann hafði verið beðinn um að finna og mynda ameríska slökkvibíla vegna bókar sem danskur bókaútgefandi er að gefa út um slíka bíla á Norðurlöndum frá árunum 1940-1980. Eyddi Sig- urður einu og hálfu ári í þetta verk- efni og Ísland er með einar 45 myndir í bókinni. Á ferð sinni segist hann hafa komist að því að víða um land væri gamall búnaður slökkviliða geymdur við slæmar aðstæður. „Mér fannst nöturlegt að sjá í hvers konar ástandi bílarnir voru og oft og tíðum voru þeir geymdir utan- dyra. Ég fór þá að velta fyrir mér hvort ekki ætti að varðveita og sýna þennan búnað, þetta er saga sem spannar yfir 100 ár og hefur verið æði kaflaskipt,“ segir Sigurður sem fór fljótlega að hafa orð á hugmyndinni við ýmsa aðila. Fékk hann Ingvar Georgsson hjá Brunavörnum Suð- urnesja í lið með sér og saman fóru þeir á fund Árna Sigfússonar, bæjar- stjóra í Reykjanesbæ, eftir að hafa fengið augastað á húsnæði við byggðasafnið í bænum. Viðtökurnar voru góðar og einnig kynntu þeir hugmyndina fyrir Jóni Viðari Matt- híassyni, slökkviliðsstjóra SHS, og Birgi Finnssyni, aðstoðarslökkvi- liðsstjóra SHS, og Jóni Guðlaugssyni og Sigurði Skarphéðinssyni hjá Brunavörnum Suðurnesja. Allir sýndu þeir þessu mikinn stuðning og hvatningu. „Mörgum fannst þetta of stór biti til að byrja á en eftir við- ræður fram og til baka ákváðum við að fara af stað með stuðningi okkar samstarfsaðila,“ segir Sigurður en þeir Ingvar hafa einnig farið og kynnt sér sambærileg söfn annnars staðar á Norðurlöndum og á Bret- landseyjum. Byggðasafn Reykjanes- bæjar leggur til 650 fermetra hús- næði og verður safnstjórinn þar tengiliður við önnur söfn á Íslandi með möguleika á öflun fleiri gripa. Þannig koma tveir bílar frá Þjóð- minjasafninu, sem hafa verið í geymslu, Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins leggur til bíla og þá eru Brunavarnir Suðurnesja að gera upp gamlan bíl sem til stendur að sýna á safnasetrinu. Einnig hafa komið góð viðbrögð frá slökkviliðum víða um land. „Slökkvibílar hafa víða verið varðveittir og sýndir, eins og á sam- gönguminjasöfnunum á Ystafelli í Þingeyjarsveit og í Stóragerði í Skagafirði. Einnig er slökkvibíll á Byggðasafninu í Skógum og allt er þetta hið besta mál. Við ætlum ein- göngu að einbeita okkur að búnaði og sögu slökkviliðanna frá fyrsta degi, höfum heldur ekki endalaust hús- pláss og fyllum það fljótt.“ Saga slökkviliðanna í rúm 100 ár  Slökkviliðsmenn vígja safnasetur á Byggðasafni Reykjanesbæjar í vor  Vilja varðveita sögu slökkviliðanna á Íslandi og sýna eldri búnað  Hugmyndin kviknaði í ljósmyndaferð um landið Morgunblaðið/Golli Safnasetur Sigurður Lárus Sigurðsson slökkviliðsmaður er forvígismaður verkefnsins. Hér er hann við tvo gamla Ford-bíla á slökkvistöðinni í Hafnarfirði sem fara á safnasetrið við Byggðasafn Reykjanesbæjar í vor. Slökkvibílar Gamall slökkvibíll á Hornafirði sem Sigurður kom auga á. Heimamenn hafa tekið vel í að gera bílinn upp og senda hann á safnið. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Aðildarfélög ASÍ hófu í vikunni átak gegn verðhækkunum undir yf- irskriftinni – Vertu á verði. Al- menningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar, seg- ir í frétt frá ASÍ. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar. Á heimasíðu átaksins www.ver- tuaverdi.is geta allir sent inn ábendingar um verðhækkanir á fljótlegan og einfaldan hátt. „Þann- ig getum við sameiginlega skapað mikilvægt aðhald, meðvitund og umræðu um verðlagsmál. Það er hagsmunamál okkar allra að vera á verði og láta vita,“ segir í fréttinni frá ASÍ. Við endurskoðun kjarasamninga nú í janúar lögðu fulltrúar launa- fólks mikla áherslu á að samstaða yrði meðal fyrirtækja og opinberra aðila um að sýna aðhald í verð- hækkunum svo nýtilkomnar launa- hækkanir skili sér í auknum kaup- mætti launafólks. Hefja átak gegn verðhækkunum Félagsfræðingafélag Íslands og Miðstöð margbreytileika- og kynja- rannsókna standa fyrir málþingi föstudaginn 28. febrúar að Grand Hótel í Reykjavík kl. 8. Heiti mál- þingsins er: Unga fólkið og klám- menningin: kynfrelsi eða kyn- fjötrar? Fyrirlesarar verða Þorbjörn Broddason, prófessor í fé- lagsfræði, dr. Gyða Margrét Pét- ursdóttir, aðjunkt í kynjafræði, og Bára Jóhannesdóttir félagsfræð- ingur. Pallborðsumræður verða að loknum fyrirlestrum. Fundarstjóri verður Stefán Hrafn Jónsson, for- maður Félagsfræðingafélags Ís- lands. Skráning fer fram á heima- síðu Félagsfræðingafélagsins: www.felagsfraedingar.is. Rætt um unga fólkið og klámmenningu Siðfræðistofnun efnir til málstofu í samvinnu við læknadeild HÍ um líf- færaflutninga og ætlað samþykki. Hún verður haldin í Lögbergi föstu- daginn 1. mars milli kl. 12.00 og 13.30. Málstofan er sú fyrsta í röð málstofa undir yfirskriftinni Sið- fræði og samfélag: álitaefni í heil- brigðisþjónustu. Erindi flytja Run- ólfur Pálsson læknir, Salvör Nordal, forstöðumaður Sið- fræðistofnunar, og Héðinn Árna- son, MA. Málstofa um líffæraflutninga STUTT Sigurður Lárus sendi í vetur bréf til allra slökkviliðsstjóra á landinu með ósk um liðsinni við verkefnið. Viðtökur hafa verið góðar og er safnasetrið þegar komið með nokkra slökkviliðs- bíla til sýnis og ýmsa aðra gripi, s.s. reykköfunartæki og hlífðar- búninga. Einnig fyrstu klippurn- ar sem komu til landsins til að geta bjargað fólki úr bílflökum. „Meginmarkmiðið með safna- setrinu er að gefa gestum góða mynd af þróun slökkviliða á Ís- landi og halda um leið til haga eldri búnaði og þeirri sögu sem starf slökkviliðsmanna hefur að geyma. Okkur slökkviliðsmönn- um finnst þetta stórmerkileg saga og við viljum endilega sýna hana,“ segir Sigurður Lárus. Merkileg saga sýnd SLÖKKVILIÐSSAFNIÐ ÓDÝRU BÍLALEIGUBÍLARNIR VORU AÐ KOMA! Vertu fyrstur, fáðu þann besta! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Eigum allskonar bíla, langar þig í einn? Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Ertu með kaupanda? Skjalafrágangur frá 14.990 kr. Löggildir bílasalar tryggja öryggi beggja aðila Fylgstu með okkur á facebook Sölulaun frá 39.900 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.