Morgunblaðið - 18.04.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013
Nú eru aðeins 10 dagar til þing-kosninga.
Hinn mikli fjöldi framboða gerirkosningabaráttuna ómarkvissa
og umræðuþættir ljósvakamiðla fá lé-
legra áhorf fyrir vikið.
Hvað er þá líklegast til að hreyfavið kjósendum við slíkar að-
stæður?
Fræðimennhafa iðu-
lega vitnað í vís-
indalegar kannanir sínar sem sýni að
um þriðjungur kjósenda ákveði ekki
fyrr en í kjörklefanum, hvernig þeir
ráðstafi atkvæði sínu.
Vafalaust er þessi vísindalega nið-urstaða réttilega lesin út úr
svörum aðspurðra.
En hvernig stendur þá á því að úr-slit á kjördag fara jafnan svo
nærri niðurstöðum síðustu kannana
fyrir kosningar?
Hefur kjósandinn tekið ákvörðun ísinni undirvitund mörgum dög-
um fyrr, þótt hann trúi því að það geri
hann ekki fyrr en í kjörklefanum?
Þykir fínt að segjast taka svo mik-ilvæga ákvörðun ekki fyrr en í
kjörklefanum, þar sem ekki er dvalið
nema fáeinar sekúndur?
Og hvað er það við kjörklefannsem loks lýkur upp skilning-
arvitunum?
Og sé kenningin rétt mun húnstandast núna þegar kjörseðill-
inn slagar upp í hálfan metra?
Hvað segja spekingarnir um það?
Kjörklefakenningin
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 17.4., kl. 18.00
Reykjavík 1 slydda
Bolungarvík -1 alskýjað
Akureyri 1 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 4 skýjað
Vestmannaeyjar 4 skýjað
Nuuk -2 skýjað
Þórshöfn 4 skúrir
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 11 léttskýjað
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 6 léttskýjað
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 13 skýjað
Glasgow 11 skýjað
London 17 léttskýjað
París 23 heiðskírt
Amsterdam 20 heiðskírt
Hamborg 17 skýjað
Berlín 20 skýjað
Vín 20 skýjað
Moskva 16 heiðskírt
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 20 heiðskírt
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 20 léttskýjað
Aþena 17 heiðskírt
Winnipeg -2 snjókoma
Montreal 8 léttskýjað
New York 15 heiðskírt
Chicago 7 alskýjað
Orlando 25 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:44 21:11
ÍSAFJÖRÐUR 5:39 21:26
SIGLUFJÖRÐUR 5:21 21:09
DJÚPIVOGUR 5:11 20:43
Flestir Íslendingar ættu að þekkja
svörtu eimreiðina sem stendur við
Miðbakkann í Reykjavík. Hún vek-
ur athygli ungra sem aldinna og
má yfirleitt sjá börn að leik í eim-
reiðinni á sumrin. Eimreiðinni,
sem nefnist Minør, er að jafnaði
komið fyrir á hafnarbakkanum í
kringum sumardaginn fyrsta ár
hvert. Þar fær hún að standa fram
að fyrsta vetrardegi en hún er í
vörslu Faxaflóahafna yfir veturinn.
Hundrað ára saga
Í ár eru hundrað ár síðan eim-
reiðin lagði upp í sína fyrstu ferð
hér á landi, en það var þann 17.
apríl 1913. Hún var keypt hingað
til lands vegna hafnargerðar og
var járnbraut lögð frá Öskjuhlíð að
Reykjavíkurhöfn, og síðar einnig
frá Skólavörðuholtinu. Þessir stað-
ir voru nýttir til grjóttöku fyrir
gerð hafnarinnar.
Seinna um sumarið barst liðs-
auki, eimreiðin Pionér. Eftir braut-
inni óku lestirnar og drógu á eftir
sér vagna fulla af grjóti, en það
var bæði notað til landfyllingar og
í varnargarða hafnarinnar. Pionér
er nú geymd á Árbæjarsafninu.
Báðar voru lestarnar fram-
leiddar í Þýskalandi árið 1892.
Þær eru 4,9 metrar á lengd, þrír
metrar á hæð og vega 13 og 15
tonn fullhlaðnar.
Að jafnaði unnu 100 til 140
manns við hafnargerðina þau fjög-
ur ár sem hún stóð yfir og var
vinnan því veruleg lyftistöng fyrir
atvinnulíf Reykjvíkinga á þessum
tíma.
Spellvirki við lestarteinana
Lestarnar hafa ávallt vakið at-
hygli bæjarbúa, bæði nú og áður. Í
tímaritinu Sögu frá árinu 1973 er
lýsing á ýmsum tilraunum manna
við lestarteinana. Oft voru lagðir
smáhlutir á borð við dósir og pen-
inga og höfðu bæjarbúar gaman af
því að sjá þá fletjast út þegar lest-
in ók yfir hlutina. Oftar en ekki
voru líka lagðar keðjur á teinana
og þeyttust þær þá í burtu. Eitt
sinn varð óhapp þegar lestin Pió-
ner ók eftir teinunum. Þá höfðu
einhverjir bundið keðjur við tein-
ana. Lestin lenti á teinunum, fór af
sporinu og valt. Ökumenn hennar
sluppu þó ómeiddir.
larahalla@mbl.is
Ljósmynd/Árbæjarsafn
Haldið af stað Minør tekin í notkun þann 17. apríl 1913 í Reykjavík.
Eimreiðin við höfn-
ina á sér langa sögu
Hundrað ár frá fyrstu ferð hennar
Notuð við hafnargerð í Reykjavík
Ferminga gjafirnar fást í
Álafoss
ÁLAFOSS
Álafossvegur 23, Mosfellsbær
Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00
Laugard. 09:00 - 16:00
www.alafoss.is