Morgunblaðið - 18.04.2013, Side 10

Morgunblaðið - 18.04.2013, Side 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fyrsta myndavélin sem égeignaðist var gömulFTB-Canon myndavélsem foreldrar mínir gáfu mér þegar ég var enn í menntó. Þá fór ég að fikta og var með að- gang að myrkrakompu hjá pabba vinkonu minnar, þar sem ég varði miklum tíma,“ segir Gréta Guð- jónsdóttir sem fór strax eftir stúd- entspróf út til Hollands í nám í ljósmyndun í listaháskólanum A.K.I. „Ég valdi Holland vegna þess að norsk pönkaravinkona mín var líka á leið þangað. Ég hafði sjálf verið pönkari í Noregi um tíma, bjó þar með hústökufólki og gerði margt skemmtilegt.“ Vantaði næringu frá náttúru Gréta var mikið í sveit sem barn og fyrir vikið hefur hún allt- af haft mikla þörf fyrir að vera úti í náttúrunni. „Ég fann að mig vantaði þessa næringu úti í Hol- landi og notaði því síðasta árið á námslánum til að næla mér í kennsluréttindi og ég var fyrsti ljósmyndarinn á landinu til fá slík réttindi. Ég fór í æfingakennslu á listasviði í Fjölbraut í Breiðholti og síðan þá hef ég verið að kenna ljósmyndun þar,“ segir Gréta og bætir við að brúðarmyndatökur haldist vel í hendur með kennslu- starfinu. „Þegar það er sumarfrí í skólanum er brjálað að gera hjá mér í brúðarmyndatökum, þegar skólinn er í jólafríi er nóg að gera í barna- og fjölskyldumyndatökum og í páskafríinu sinni ég fermingarmyndatökum.“ Í brúðarmyndatökum lætur Gréta íslenska náttúru gjarnan njóta sín og einnig vill hún hafa myndirnar óvenjulegar. „Ég hef til dæmis tekið mynd af brúðhjónum við pulsuvagninn þar sem þau fengu sér eina með öllu, en þau bjuggu í útlöndum og vildu hafa íslenskan hversdagslegan raunveruleika í brúðarmyndunum.“ Vann karlana í skotkeppni Grétu hafði lengi langað til að fara í Leiðsögumannaskólann og hún dreif í því fyrir nokkrum ár- um. „Mig langaði líka til að við- halda þeim tungumálum sem ég hef lært, hollensku, þýsku, norsku og sænsku. Einu skiptin sem ég hafði tækifæri til að nota þau voru þegar ég rakst á útlendinga uppi á hálendi og fjöllum, svo það lá beint við að koma sér upp leið- sögumannaréttindum. En fyrst ákvað ég að næla mér í skot- veiðileyfi, af því það snýst líka um útivist. Ég hafði uppgötvað í sólarlandaferð með börnunum mínum að ég var mjög hittin með byssur. Ég var eina konan sem tók þar þátt í skotkeppni og ég vann, bæði með riffil og skamm- byssu. Ítölsku karlarnir voru nú ekkert mjög ánægðir með að tapa fyrir kvenmanni,“ segir Gréta og hlær. „Ég veit ekkert betra en vakna í kolniðamyrkri um vetur og halda til fjalla með byssu og leita uppi rjúpur, labba allan dag- inn og koma svo heim með feng- inn,“ segir Gréta og bætir við að hún fari aldrei á veiðar án þess að vera með myndavélina með sér í bakpokanum. „Það væri gaman að Gaman að kynnast ólíkum heimum Henni finnst gaman að ögra sjálfri sér og sækir óhikað inn á karlasvið. Hún fékk sér skotveiðileyfi og tók meirapróf sem hún nýtir í vinnunni. Hún getur ekki unnið níu til fimm vinnu en finnst best að vera með mörg járn í eldinum. Gréta Guðjónsdóttir starfar sem ljósmyndari, kennari og leiðsögumaður. Skytta Gréta veit fátt skemmtilegra en að fara á skytterí og njóta útiveru. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 Á wix.com getur þú gert þína eigin vefsíðu þér að kostnaðarlausu. Ef þú átt mikið af fallegri handavinnu í skápunum þínum sem þig langar til að selja, ert í tilraunastarfsemi í mat- argerð, ert vísindalega þenkjandi og berð saman rannsóknir, hefur þörf fyrir að koma menningarlegri þekk- ingu þinni á framfæri, ert skósali, götusópari eða hvað sem er þá færð þú tækifæri á Wix til að koma þínum hugsunum eða verkefnum á fram- færi. Á síðunni eru skref fyrir skref leiðbeiningar um hvernig vefsíðu- gerðin fer fram og þar eru líka útlits- snið sem skipta hundruðum. Að- standendur Wix bjóða notendum sínum þjónustuaðstoð allan sólar- hringinn. Nú er um að gera að leyfa hugmyndunum að fara á flug, hripa niður punkta um áhugamáli eða vinnu, setjast fyrir framan tölvuna og leika sér. Vefsíðan www.wix.com Gerðu þína eigin vefsíðu Myndin Last Shop Standing verður sýnd í kvöld klukkan 20 í Bíó Paradís og verður hún aðeins sýnd einu sinni. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Graham Jones og fer í saumana á því hvers vegna plötubúðum í Bret- landi hefur fækkað um nærri tvö þús- und á skömmum tíma. Spurningunni um hvort plötubúðir muni heyra sög- unni til er velt upp. Að myndinni lokinni verður gleði á staðnum þar sem plötusnúðar munu halda uppi fjörinu. Lucky Records verður með brot af því besta úr búð- inni til sölu fyrir og eftir sýningu til að svala vínylþorsta uppveðraðra vín- ylfíkla. Miðaverð er 1.500 krónur. Endilega... farðu í bíó og keyptu plötu Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fjarðarkaup Gildir 18.-20. apríl verð nú áður mælie. verð Svínakótelettur, kjötborð ............ 1.298 1.698 1.298 kr. kg Nauta Tbone, kjötborð................ 2.798 3.498 27.98 kr. kg Hamborgarar m/brauði, 4x80 g .. 620 720 620 kr. pk. SS sænskar kjötbollur, 750 g...... 1.037 1.249 1.037 kr. pk. KF íslenskt heiðarlamb............... 1.398 1.598 1.398 kr. kg Fjallalambs kubbasteik .............. 498 666 498 kr. kg KF lambalærissneiðar villikr. ....... 1.898 2.198 1.898 kr. kg Hagkaup Gildir 18.-21. apríl verð nú áður mælie. verð Holta BBQ vængir, 800 g............ 418 697 418 kr. pk. Holta buffalóvængir, 800 g ......... 418 697 418 kr. pk. Holta úrb. skinnl. bringur ............ 2.249 2.998 2.249 kr. kg Íslandsnaut hamborg., 2x120g... 449 599 449 kr. pk. Íslandslamb lambaprime ............ 2.924 3.898 2.924 kr. kg SS grískar grísahnakksneiðar ...... 2.024 2.698 2.024 kr. kg Maísbrauð ................................ 299 449 299 kr. stk. Helgartilboðin bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.