Morgunblaðið - 18.04.2013, Síða 16

Morgunblaðið - 18.04.2013, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 sama tíma um aðra helgi. Sjá nánar á ratmanicure.wordpress.com.    Samþykkt var á fjölmennum aðalfundi Einingar-Iðju í Hofi á þriðjudagskvöldið, að láta skrifa sögu verkalýðsfélaga á félags- svæðinu frá upphafi.    Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, hældi félagsmönnum á fundinum. „Það er alveg með ólík- indum hvað þið félagsmenn góðir hafið verið duglegir í félagsstarfinu og gert vinnu okkar í stjórninni og starfsmanna ánægjulega. Það er al- veg ljóst að félagið endurspeglar þann mikla auð sem liggur í fé- lagsmönnum, fjölmargir hafa komið til starfa í hinum ýmsum ráðum og nefndum hjá félaginu. Einn ungur félagsmaður sagði við mig um dag- inn að hann hefði aldrei trúað því að óreyndu að félagið væri svona öflugt og væri að gera svo mikið fyrir félagsmennina. Þessi ein- staklingur var nýkominn í samn- inganefnd félagsins og hafði ekki áður verið virkur í félagsstarfi,“ sagði Björn.    Björn nefndi könnun sem Capa- cent Gallup framkvæmdi fyrir fé- lagið og AFL starfsgreinafélag. „Við fengum aftur staðfest í könnun Capacent Gallup, sem gerð var fyrr í vetur, að fólk sé sátt með félagið. Við bættum við okkur frá fyrra ári um 3% hvað ánægju með félagið varðar. Um 95% eru ánægðir með þjónustuna og er það líka aukning frá fyrra ári. Starfsfólk félagsins þakkar fyrir sig og vonar að það geti enn bætt sig.“    Mjög margt er á döfinni næstu daga í menningarlífinu norðan heiða eins og venjulega. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á Kirkjulistaviku sem framundan er í Akureyrarkirkju, frá 21. til 28. apr- íl. Á þriðja hundrað manns koma fram að margvíslegum viðburðum í kirkjunni og Hofi. Aðgangur er ókeypis að öllum viðburðum nema lokatónleikum Kórs Akureyr- arkirkju og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Sjá nánar á www.a- kirkja.is.    Blússveit Þollýjar treður upp á Græna hattinum í kvöld en á morg- un verður „súpergrúppan“ MEIK með tónleika þar. Hana skipa Magni Ásgeirsson, Jóhann Hjör- leifsson, Eiður Arnarson, Einar Þór Jóhannsson, Jón Elvar Haf- steinsson og Þráinn Árni Baldvins- son. Sveitin leikur músík KISS.    Langi Seli og Skuggarnir verða svo á hattinum á laugardagskvöldið.    Hjalti Jónsson tenór og Eyrún Unnarsdóttir mezzósópran flytja ís- lensk og erlend sönglög í bland við þekktar aríur í Hofi í kvöld ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara. Hjalti og Daníel eru kunnir á Akur- eyri en Eyrún er nýflutt heim frá Vínarborg þar sem hún lærði söng.    Rúnar Eff var að senda frá sér plötu og blæs til útgáfutónleika ásamt fríðu föruneyti í Hofi á laug- ardagskvöldið. Sérstakir gestir á tónleikunum verða Jógvan Hansen, Vignir Snær Vigfússon og Pontus Stenkvist.    Síðast, en ekki síst eru það ár- legir vortónleikar Karlakórs Akur- eyrar – Geysis í Hofi á sunnudag- inn. Einblínt verður á tímabilið frá 1930 til 1950 og lofað mjög fjöl- breyttri söngdagskrá. Einsöngv- arar kórsins ku fá sérstaklega að njóta sín að þessu sinni, skv. til- kynningu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson List Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Bjarney Anna Jóhannesdóttir í Hlöðunni þar sem sýning Bjarneyjar verður. Menningarsprengja og duglegur verkalýður Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Endurnýjað húsnæði Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanrík- isráðuneytisins, og Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður í gær. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Dynkur heyrðist úr Vaðlaheiðinni síðdegis í gær, svo mikill að ein- hverjum datt jarðskjálfti í hug en öðrum að byrjað væri að sprengja fyrir Vaðlaheiðargöngum.    Starfsmenn ÍAV voru þar á ferð, ekki þó að sprengja gat fyrir bílaumferð heldur að laga svæðið við fyrirhugaðan gangamunna. Al- vöru sprengingar hefjast síðar.    Mikið endurnýjað húsnæði stofnana innanríkisráðuneytisins að Hafnarstræti 107 á Akureyri var formlega opnað í gær eftir mikla vinnu við breytingar. Þar eru til húsa Sýslumaðurinn á Akureyri, Héraðsdómur Norðurlands eystra og nú síðast skrifstofa Þjóðskrár Íslands á Akureyri.    Húsið hefur verið endurnýjað í hólf og gólf að frátalinni þeirri hæð hússins sem hýsir dómstólinn en sá hluti hafði áður verið endurnýjaður. Hjá sýslumanni starfa um 20 manns, sex hjá Héraðsdómi og 15 hjá Þjóðskrá. Starfsemi hennar hef- ur aukist töluvert í höfuðstað Norð- urlands undanfarið.    Bjarney Anna Jóhannesdóttir opnar listsýningu í Hlöðunni í Litla- Garði á laugardaginn. Bjarney, sem er tvítug og með asperger heil- kenni, sýnir tólf verk sem hvert og eitt tengist lagi sem hún hefur sam- ið og koma út á geisladiski. Að auki er fjöldi málverka á sýningunni.    Bjarney segist hafa samið tón- list í 4-5 ár og leikur á öll hljóð- færin sjálf. Er að mestu sjálflærð á þau. „Ég er ekkert ógeðslega góð á neitt hljóðfæri en allt í lagi á öll,“ sagði hún í gær. Bjarney leikur á eitt og annað: „trommur, ukulele, gítar, pikka á píanó, eitthvað á bassa, munnhörpu, stáltrommu, klukkuspil – og svo syng ég.“    Anna Gunndís Guðmundsdóttir, leikkona og frænka Bjarneyjar, undirbýr sýninguna með henni. „Við höfum unnið að þessu lengi; fengum styrk fyrir einu og hálfu ári frá Evrópu unga fólksins, sem er menntaáætlun ESB og þetta er fyrsta sýning Bjarneyjar og fyrsta platan,“ segir Anna Gunndís.    Sýningin verður opin á laugar- dag og sunnudag frá 14 til 18 og á Opið: má-fö. 12:30-18 | Dalvegi 16a | Rauðu múrsteinshúsunum | Kóp. 201 | nora.is Afsláttur aðeins í nokkra daga Sumartilhlökkun 20% afsláttur af öllum vörum Kammerkórinn Ópus 12 heldur vortónleika í Laugarneskirkju laugardaginn 20. apríl og hefjast þeir kl. 16:00. Kammerkórinn Ópus 12 er skip- aður 12 söngvurum, sex konum og sex körlum. Karlarnir eru allir nema tveir úr Oddfellowstúkunni nr. 11, Þorgeiri, og konurnar eru allar eiginkonur bræðra í stúk- unni. Kórinn hefur jafnan haldið tónleika tvisvar á ári undanfarin sex ár, aðventutónleika og vor- tónleika. Auk þess hefur kórinn sungið á tónleikum með öðrum kórum, við guðsþjónustur, í sam- kvæmum og við ýmis önnur tæki- færi. Efnisskráin er fjölbreytt en á meðal höfunda eru Gunnar Þórð- arson, Þorkell Sigurbjörnsson, Tryggvi M. Baldvinsson og Tómas R. Einarsson. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Signý Sæmundsdóttir, óperu- söngkona. Ópus 12 með vortónleika Nýsköp- unarþing verð- ur haldið í dag á Grand hóteli í Reykjavík og stendur frá klukkan 8:30 til 10:30. Þar verð- ur meðal annars farið yfir nið- urstöður nor- rænnar rann- sóknar, sem bendir til þess að íslenskt reglugerðarumhverfi virðist vera hagstætt, frum- kvöðlamenningin góð og geta frumkvöðla til að reka fyrirtæki sömuleiðis. Á þinginu flytur meðal annars Glenda Napier, umsjónaraðili rannsóknarinnar, erindi. Þá mun Hilmar Veigar Pétursson, for- stjóri CCP, m.a. flytja erindi um það hvernig það er að vera stjórnandi í hraðvaxtarfyrirtæki. Nýsköpunarþing haldið í dag Hilmar Veigar Pétursson STUTT Samtökin Regnbogabörn standa fyr- ir fyrirlestraröð í Háskólabíói dag- ana 22., 23. og 24. apríl Fram kemur í tilkynningu, að þar verði teknir upp 40 fyrirlestrar um hinar ýmsu forvarnir og fræðslu- málefni. Aðgangur verður ókeypis en panta verður miða á vefnum midi.is. Fyrirlestraröð á veg- um Regnbogabarna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.