Morgunblaðið - 18.04.2013, Síða 18
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Hart hefur verið tekist á um heil-
brigðismálin á kjörtímabilinu enda
ein af grunnstoðum velferðarkerfis-
ins og langstærsti einstaki útgjalda-
liðurinn á fjárlögum. Á að byggja nýj-
an og hátæknivæddan Landspítala?
Hvernig á að efla heilsugæsluna á
landsbyggðinni og bregðast við vanda
fámennra staða þar sem langt er í öfl-
ug sjúkrahús?
Og hvað um þjónustu fyrir aldraða,
er rétt að leggja meiri áherslu á
heimahjúkrun? Hvernig á að draga
úr lyfjakostnaði en tryggja um leið að
allir fái þau lyf sem þeir þurfa?
Niðurskurðarhnífnum hefur verið
óspart beitt, skjólstæðingar greiða sí-
fellt meira sjálfir af kostnaðinum.
Sjúkrahúsbyggingar grotna niður,
mygla herjar á Landspítalanum,
tækjum er haldið saman með plástr-
um og mikill urgur hefur verið hjá
starfsmönnum vegna kaups, lélegs
aðbúnaðar og vinnuálags. Útgjöld
spítalans hafa verið minnkuð um lið-
lega 20% síðustu árin, mikilvæg, dýr
tæki eru löngu komin á grafarbakk-
ann vegna aldurs. Sumir starfsmenn
hafa hætt og fengið vinnu í Noregi,
læknar sem ætluðu heim frá útlönd-
um hafa hætt við.
Álag og launakjör
Og hart var deilt á Guðbjart Hann-
esson heilbrigðisráðherra þegar hann
hækkaði laun forstjóra Landspítal-
ans, Björns Zoëga, í fyrra. Hjúkrun-
arfræðingar sögðust ekki eiga síður
skilið umbun, sama sögðu sumir
læknar og loks sjúkraliðarnir. Ráð-
herra dró þessa umdeildu launa-
hækkun til baka og baðst afsökunar.
En ungir læknar segjast vinna svo
mikið að óverjandi sé og krefjast um-
bóta.
Deilurnar halda áfram. Fullyrt er
að álag á starfsfólk sé farið að bitna á
sjúklingum en yfirmenn Landsspítal-
ans hafna því, segja engar tölur eða
rannsóknir styðja þá staðhæfingu.
Nýlega sagði Sigurður Guðmunds-
son, fyrrverandi landlæknir, að að-
haldið hefði verið svo harkalegt síð-
ustu árin að spítalinn væri að þrotum
kominn. Hann velti fyrir sér hvort
stjórnvöld hefðu misnotað langlund-
argeð starfsmanna, gengið á lagið og
hert stöðugt niðurskurðinn vegna
þess að ekki var gerð uppreisn. En á
sama tíma hafi verið veittir milljarðar
króna í að bjarga illa reknum fjár-
málastofnunum, ákveðið að grafa
jarðgöng og milljarður farið í um-
ræðu um stjórnarskrá. Raða þurfi
málum í forgang, öflug heilbrigðis-
þjónusta eigi að vera ofar en Byr og
SpKef.
„Spítalinn er yfirfullur. Legu-
plássum á lyflækningadeildum hefur
fækkað um 16% frá 2008 og bráðainn-
lögnum fjölgað um 24% frá 2009. Af-
leiðingin er meðal annars sú að fólk
liggur reglulega á göngum. Það er
einfaldlega þjóðarskömm.
Álag er mikið og var óvenjumikið í
byrjun árs. Saman fóru faraldrar
Tækjaskortur og álag á starfsfólk
Kaup og kjör á heilbrigðisstofnunum hafa verið efst á baugi en líka deilur um hátæknisjúkrahús
Flest framboð og flokkar vilja fresta byggingu nýja spítalans eða endurskoða áætlanirnar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ósáttar Hjúkrunarfræðingar mótmæltu í fyrra lélegum kjörum og afhentu
velferðarráðherra undirskriftalista og launaseðla sína.
Stiklað á stefnumálum flokkanna
Vill m.a. að sameiginlegt sjúkratrygg-
ingakerfi tryggi öllum íbúum jafnan
aðgang að heilbrigðiskerfinu.
Einnig að forvarnir vegna andlegra og
líkamlegra kvilla séu öflugar.Vitund al-
mennings um „heilsu, gott mataræði
og hreyfingu sé aukin“ og efld.
Björt framtíð XA
Vill heilbrigðisþjónustu sem tryggi sem
jafnast aðgengi óháð búsetu, öflug
heilsugæsla sé fyrsti viðkomustaður.
Sérþjónusta í heilsugæslu og
teymisvinna séu efld. Lögð er áhersla
á að bæta þurfi kjör heilbrigðisstarfs-
manna og draga þannig úr brotthvarfi
innan stéttarinnar. Endurskoða þurfi
áform um nýbyggingu Landspítalans
[hátæknisjúkrahús].
Framsóknarflokkurinn XB
Vilja stöðva strax byggingu há-
tæknisjúkrahúss við Hringbraut og
athugameð byggingu nýs spítala á
Vífilsstöðum.
Einnig vill flokkurinn bjóða læknum
að reka heilsugæslustöðvar, efla
þjónustuna á landsbyggðinni og
heilsutengda ferðþjónustu. Hann vill
meiri áherslu á forvarnir og taka upp
„lýsisgjafir í grunnskólum“.
Hægri grænir XG
Vill að allir landsmenn njóti góðrar heil-
brigðisþjónustu, óháð búsetu. Skipulag
hennar sé á forsendumneytenda.
Einstaklingar hafi áhrif í samræmi
við stefnu um „notendastýrða,
persónulega aðstoð“. Starfsfólkið
í heilbrigðisgeiranum sé hin
raunverulegu verðmæti hans. Kostir
fjölbreyttra rekstrarforma nýttir til að
ná árangri og hagkvæmni.
Sjálfstæðisflokkurinn XD
Vill tryggja örugga heilbrigðisþjónustu
um allt land og innleiða þjónustustýr-
ingu í áföngum.
Hann vill endurskoða áform um
nýbyggingu hátæknisjúkrahús en efla
starfsemi Landspítalans. Lands-
menn eigi að geta notið þjónustu í
heimabyggð.
Flokkur heimilanna XI
Flokkurinn vill styrkja heilbrigðis-
þjónustuna og efla fyrirbyggjandi
heilsugæslu. Sálfræðiþjónusta sé
hluti af heilbrigðiskerfinu, það muni
skila sér í sparnaði á öðrum sviðum
kerfisins og í félagsþjónustu.
Hann segir að öruggt aðgengi að
fæðingarþjónustu sé grundvallar-
mannréttindi.
Regnboginn XJ
Vill m.a. setja heimahjúkrun og aðstoð
við aldraða í forgang.Öllum skuli
tryggður réttur, óháð efnahag, til við-
eigandi, aðgengilegrar og fullnægjandi
heilbrigðisþjónustu ogmóta þurfi
framtíðarstefnu í málaflokknum.
Byggingu hátæknisjúkrahúss verði
slegið á frest, bæta verði kjör og
aðbúnað starfsfólks Landspítalans
og á öðrum, opinberum sjúkrastofn-
unum.
Lýðræðisvaktin XL
Vill koma á þjónustustýringu í
heilbrigðiskerfinu og tryggja þannig
eðlilegt flæði milli þjónustustiga.
Byggt verði á þjónustu stóru sjúkra-
húsanna í Reykjavík og áAkureyri en
þar sem samgöngur séu erfiðar og
fjarlægðir miklar verði að bjóða upp á
nauðsynlega grunnþjónustu áminni
stofnunum.
Jafna skuli greiðsluþátttöku fólks
og innleiða hámark á slíkri þátttöku
„vegna heilbrigðisþjónustu, tannlækn-
inga, lyfja og hjálpartækja“.
Samfylkingin XS
Flokkurinn vill hefja nýja uppbygg-
ingu heilbrigðiskerfisins, hann
leggur áherslu á aukið sjálfstæði
og fjölbreytni í rekstri stofnana
og valddreifingu en leggst gegn
einkavæðingu. Snúið verði frá
miðstýringu af hálfu ráðuneytisins og
forstjóraveldi á spítölunum.
Tækja- og búnaðarkaup verði sett í
forgang.
Dögun XT
Vill fjármagna heilbrigðiskerfiðmeð
skattfé, starfrækja það á opinberum
grunni og beinn kostnaður sjúklinga
sé í lágmarki. Kerfið eigi að þjóna
öllum, einkarekstur í ágóðaskyni eigi
ekki heima „í kjarna velferðarþjónust-
unnar“.
Tryggja beri rétt sjúklinga, forvarnir,
öfluga grunnheilsugæslu og öflugar
rannsóknir í heilbrigðismálum.
Vinstri Græn XV
Flokkurinn er með stefnu til bráða-
birgða í málaflokknum.Helstamálið
er að áherslum í fíkniefnamálum
verði breytt þannig að hætt verði að
meðhöndla fíkla sem glæpamenn en
litið á þá sem sjúklinga.
Einnig vill hann bæta aðgengi að
endurhæfingu og bjóða aðstandend-
um sjúklinga fræðslu og ráðgjöf.
Píratar XP
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013
Vélhefill WoodSter pt 85
Verð 69.900 m.vsk.
Slípivél Scheppach bts 800
Verð 39.500 m.vsk.
Laugavegi 29 sími 552 4320
www.brynja.is - brynja@brynja.is
LYKILVERSLUN VIÐ
LAUGAVEGINN
TRÉSMÍÐAVÉLARNAR
FÁST Í BRYNJU