Morgunblaðið - 18.04.2013, Síða 26
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
G
ert er ráð fyrir því að
tekjur Verkefnasjóðs
sjávarútvegsins (VS)
verði 440 milljónir á
þessu ári. Árið 2010
voru tekjurnar 799 milljónir, sam-
kvæmt upplýsingum úr atvinnuveg-
aráðuneytinu.
Verkefnasjóður sjávarútvegsins
(VS) var stofnaður 2003. Fé úr hon-
um skal varið til rannsókna og ný-
sköpunar á sviði sjávarútvegs og til
eftirlits með fiskveiðum. Sjóðurinn
starfar í tveimur deildum, almennri
deild og deild um sjávarrannsóknir á
samkeppnissviði.
Tekjur sjóðsins byggjast á svo-
nefndum VS-afla. Skipstjóri getur
ákveðið að hluti afla reiknist ekki til
aflamarks skips og landað honum
sem VS-afla. Heimildin takmarkast
við 0,5% af uppsjávarafla og 5% af
öðrum sjávarafla. VS-aflinn er seld-
ur á uppboðsmarkaði og renna 80%
andvirðisins til VS en það sem eftir
er til útgerðar og áhafnar skipsins.
Reglum breytt um landanir
Helsta skýringin á minnkandi
tekjum VS er minna verðmæti land-
aðs VS-afla. Upphaflega var allt
fiskveiðiárið undir þegar kom að
löndun VS-afla. Því gátu menn gert
út á VS-afla í lok fiskveiðiárs þótt
þeir hefðu lítið upp úr því. Árið 2011
var lögum breytt og heimild til að
landa VS-afla, öðrum en uppsjáv-
arafla, deilt niður á fjögur þriggja
mánaða tímabil. Landa mátti 1,25%
af aflamarki sem VS-afla á hverju
tímabili. Ekki var hægt að færa
ónýttar heimildir á milli tímabila.
Samanburður á tölum um land-
anir á þorski sem VS-afla sýnir að
fiskveiðiárið 2008-2009 var landað
3.257 tonnum sem VS-afla. Fisk-
veiðiárið 2009-2010 var VS-afli í
þorski 2.851 tonn, en fiskveiðiárið
2011-2012 einungis 1.378 tonn. Frá
1. september 2012 er búið að landa
rúmlega 834 tonnum af þorski sem
VS-afla á þessu fiskveiðiári.
Meira hefur verið landað af ýsu
upp á síðkastið sem VS-afla en áður.
Það mun bæta eitthvað upp tekju-
tapið af minni löndun á VS-þorski. Í
lok febrúar s.l. hafði verið landað 565
tonnum af ýsu sem VS-afla sam-
anborið við 158 tonn á sama tímabili
fyrra fiskveiðiárs.
Einnig hefur bráðabirgðaákvæði
sem sett var í lög um stjórn fiskveiða
í desember 2011 haft áhrif til lækk-
unar tekna VS. Þar var ákveðið að
hluti af þeim peningum sem renna
áttu til rannsóknasjóðsins færi tíma-
bundið í ríkissjóð.
Í reglum um Verkefnasjóð sjáv-
arútvegsins og úthlutanir úr honum
segir m.a. að fé úr almennri deild
skuli „einungis úthluta til verkefna
sem falla undir verkefnasvið og eru
á vegum Hafrannsóknastofnunar-
innar, fiskveiðieftirlits Fiskistofu og
Matvælastofnunar, Veiðimálastofn-
unar, Matís ohf. sem og Rann-
sóknasjóðs um aukið verðmæti sjáv-
arfangs (AVS-rannsóknasjóðs).“
Ráðherra ákveður í byrjun hvers
árs hve miklu skuli verja úr sjóðnum
til deildar Verkefnasjóðs sjáv-
arútvegsins um sjávarrannsóknir á
samkeppnissviði. Tekjusamdrátt-
urinn kemur fyrst og fremst niður á
samkeppnistyrkjunum. Í fyrra voru
veittir slíkir styrkir upp á samtals
150 milljónir en á þessu ári eru ein-
ungis 20 milljónir handbærar í sam-
keppnisstyrki.
Frá árinu 2008 og til ársins í fyrra
voru veittar samtals rúmlega 523
milljónir króna til sjávarrannsókna á
samkeppnissviði á verðlagi hvers
árs. Styrkir úr samkeppnisdeild VS
geta að hámarki verið 50% af áætl-
uðum heildarkostnaði verkefna.
Verkefnasjóðurinn
fær minni tekjur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Löndun Skipstjóri getur ákveðið að landa 1,25% af aflamarki sem VS-afla á
þriggja mánaða tímabili. Aflinn fer á markað og 80% renna til rannsókna.
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisstjórninkom aðild-arferlinu „í
var“, eins og það
var kallað, til að
koma í veg fyrir að
umsóknin yrði aft-
urkölluð á þessu
kjörtímabili og til að forðast
að kosningarnar snerust um
Evrópusambandsaðild. Þetta
var herbragð aðildarsinna og
átti að forða Samfylking-
arflokkunum frá fylgistapi
enda gæti ekki farið nema illa
að leggja höfuðáherslu á mál
sem meginþorri almennings er
mótfallinn.
Svo kom í ljós að frambjóð-
endurnir gátu ekki stillt sig.
Þeir fundu sig knúna til að
tönnlast á málinu eina og hafa
gert það hvar sem þeir koma
og hvenær sem þeir stinga nið-
ur penna. Í stað þess að reyna
að sýna kjósendum fram á að
samfylkingarmenn, hvar í
flokki sem þeir standa, hafi
annað og meira fram að færa
en að selja Ísland inn í Evr-
ópusambandið, hafa þeir ekki
talað um annað. Evrópusam-
bandsaðild er eina lausnin og
ef farið verður að ráðum sam-
fylkingarmanna getur Ísland
innan skamms gengið í sam-
bandið, rétt eins og haldið var
fram fyrir fjórum árum.
Árni Páll Árnason, núver-
andi formaður Samfylking-
arinnar, sagði fyrir fjórum ár-
um að samningur gæti legið
fyrir ári síðar, eða
„snemma sumars
2010“. Nú, fjórum
árum síðar, er
hann jafn sann-
færður um að
hægt verði að
ljúka viðræðum á
jafn skömmum tíma, eða fyrir
árslok 2014, og telur það einu
leiðina fyrir Ísland.
Og hann hefur líka svarað
því hvað gerist að hans áliti ef
Ísland gengur ekki í Evrópu-
sambandið og hann segist hafa
algjörlega útfært plan um það.
„Það er plan um lakari lífs-
kjör, minni velferð og meiri
sjálfsþurftarbúskap,“ segir
formaðurinn.
Þetta er því miður það álit
sem frambjóðendur Samfylk-
ingarinnar, hvar í flokki sem
þeir standa, hafa á landi og
þjóð. Þeir telja ómögulegt að
Ísland geti staðið sjálfstætt og
að hér sé hægt að halda uppi
góðum lífskjörum án þess að
fela embættismönnum í
Brussel stjórn landsins.
En hvernig skyldi þá standa
á því að Ísland lyfti sér á lið-
inni öld sjálft upp í fremstu
röð þjóða og er þar enn þrátt
fyrir efnahagsáföll? Þá voru
að vísu engir frambjóðendur
Samfylkingar fullir vanmátt-
arkenndar að þvælast fyrir
framfaramálum með alls kyns
sérvisku, en ætla þeir að skýra
meintar breyttar forsendur
með því einu?
Hvers vegna eru
frambjóðendur sam-
fylkingarframboð-
anna svo fullir van-
máttarkenndar?}
Á Ísland enga von?
Flestum öðrumen forystu-
mönnum rík-
isstjórnarflokk-
anna er orðið ljóst
að áróðurinn sem
keyrður hefur ver-
ið áfram undir
slagorðinu „landið er að rísa“
er ekkert annað en einmitt
það; áróður. Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra og
Steingrímur J. Sigfússon,
staðgengill forsætisráðherra,
hafa lengi látið áróðursmenn
sína rita greinar og ræður um
að birt hafi til í efnahags-
málum. Minni spámenn á
vinstri vængnum hafa fylgt í
kjölfarið og dreift sama
áróðrinum.
Í gær kynnti greiningar-
deild Arion banka sjónarmið
sín um horfur í efnahags-
málum og var sú umfjöllun
öllu raunhæfari en það sem
vinstri flokkarnir hafa borið á
borð fyrir landsmenn. Í spá
greiningardeildarinnar kemur
fram að verði ekki breytingar
á stefnunni í efna-
hagsmálum sé út-
lit fyrir enn hæg-
ari vöxt en verið
hafi. Bent er á að
höftin séu mikið
vandamál og að
verulega skorti á
fjárfestingar í atvinnulífinu til
að knýja hagvöxtinn áfram.
Í umfjölluninni kemur einn-
ig fram að verði skipt um gír í
efnahagsmálum megi auka
hagvöxt hratt og mikið.
Þetta er hvorki ný uppgötv-
un né óvænt tíðindi en vandi
íslensks almennings hefur ver-
ið að ríkisstjórnarflokkarnir
og fylgiflokkar þeirra hafa
engan skilning haft á því að at-
vinnulífið verði að fá að dafna
eigi hagkerfið að geta vaxið og
lífskjör fólks batnað. Þeir telja
að sérviska og sundurlyndi
muni í framtíðinni brauðfæða
landsmenn og áhyggjum veld-
ur að enginn frambjóðandi
þessara flokka hefur stigið
fram og talað með öðrum hætti
en fyrrnefndir forystumenn.
Alger samstaða er
meðal frambjóðenda
vinstri flokkanna
um skaðlegu
efnahagsstefnuna}
Minni spámennirnir og hin tvö
Þ
að er enginn gleðibragur yfir kosn-
ingabaráttu Sjálfstæðisflokks,
Samfylkingar og Vinstri grænna
enda eru þetta klofnir flokkar.
Ekki kemur það á óvart þegar
vinstriflokkar eins og þeir tveir síðastnefndu
eiga í hlut. Vinstrimenn hafa alltaf átt í basli
með að koma sér saman um hlutina og hægri-
menn hafa getað hallað sér makindalega aftur
og látið vinstrimenn um að tortíma eigin flokk-
um.
Nýlega steig formaður Vinstri grænna fram
og sagði hættu á að flokkurinn þurrkaðist út af
þingi. Þessum árangri hafa vinstri grænir náð
einir og óstuddir, enda verstu óvinir sjálfra sín.
Samfylkingin hefur svo misst fylgi til flokks
sem var sérstaklega stofnaður til að þingmenn
sem óttuðust um þingsæti sín héldu vinnunni.
Samfylkingin hefur síðan enn aukið á fylgisleysið með ein-
hverri vitleysislegustu kosningabaráttu seinni tíma þar
sem eingöngu er lögð áhersla á mál sem þjóðin hefur lítinn
sem engan áhuga á. Það þarf djúpsálarfræðing til að skilja
hvað Samfylkingunni gengur til með því að hrekja kjós-
endur svo markvisst og meðvitað frá sér.
Staða Sjálfstæðisflokksins er svo sérkapítuli. Flokk-
urinn ætti að hafa öll tromp á hendi eftir valdatíð einnar
óvinsælustu ríkisstjórnar seinni tíma. Innan Sjálfstæð-
isflokks skyldi maður ætla að menn væru samhentir og
glaðbeittir og gengju fagnandi til kosningabaráttu. Í stað-
inn logar flokkurinn í innanflokksátökum. Nýleg skoð-
anakönnun sýndi almælt tíðindi, sem sagt þau
að varaformaður flokksins, Hanna Birna
Kristjánsdóttir, nýtur umtalsvert meiri hylli
kjósenda en formaðurinn, Bjarni Benedikts-
son. Formaðurinn gat ekkert annað gert í
framhaldinu en að snúa sjónvarpsþætti upp í
tilbrigði við grátklökkan Opruh Winfrey þátt
sem kallaði á samúð þeirra sem á horfðu. Um
leið kom formaðurinn því vandlega til skila að
stuðningsmenn Hönnu Birnu væru varasöm
hjörð sem ynni gegn sér. Í framhaldinu var
þeirri hugmynd svo plantað að Hanna Birna
Kristjánsdóttir væri klækjapólitíkus. Ekki
verða þessar aðferðir til að sætta fylkingar
innan flokksins því varla munu stuðningsmenn
Hönnu Birnu taka því þegjandi að vegið sé að
henni á þennan hátt. Hún er stjórnmálamaður
sem nýtur mikils og umtalsverðs trausts, langt
út fyrir raðir flokksins. Nú er með ýmsum ráðum reynt að
skaða ímynd hennar. Ekki er geðfellt að horfa upp á þá at-
lögu.
Hvað gerist næst? Kjósendur hljóta að fylgjast spenntir
með sápuóperunni í Sjálfstæðisflokknum sem er orðin
mun áhugaverðari en sjálf kosningamálin. Og sápuóperan
heldur áfram: Lifa Vinstri grænir kosningarnar af? Nær
Samfylkingin 10 prósenta fylgi? Kemur Bjarni Benedikts-
son Sjálfstæðisflokknum upp í 30 prósenta fylgi og bjarg-
ar þannig pólitísku lífi sínu? Þessu og mörgu fleiru verður
svarað í æsispennandi lokaþætti laugardaginn 27. apríl í
opinni dagskrá. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Pólitísk sápuópera
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Hafrannsóknastofnun hefur og
þegið hæstu styrkina úr al-
mennri deild Verkefnasjóðs
sjávarútvegsins. Stjórnvöld
tóku þá ákvörðun að halda úti
hafrannsóknum, þrátt fyrir
þrengingar í þjóðarbúskapnum.
Almenna deildin mun hafa
545 milljónir til úthlutunar nú.
Gert er ráð fyrir að stofnunin fái
451 milljónar styrk í ár og 15
milljónir til að ráða sum-
arstarfsmenn. Þá fari 8,7 millj-
ónir til síldarrannsókna í
Breiðafirði og 35 milljónir til
Matís.
Hafrannsóknir
ALMENN DEILD VS STYRKIR
RANNSÓKNIR STOFNANA
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson.