Morgunblaðið - 18.04.2013, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013
Ég hef trú á því að á
átta árum geti Íslend-
ingar byggt samfélag
sem verði með þeim
best settu í Evrópu.
Samfélag sem getur
veitt ungu fólki áhuga-
verð og krefjandi
störf, þar sem atvinnu-
leysi er í lágmarki og
kaupmáttur ráðstöf-
unartekna með þeim
hæsta í Evrópu. Mig
langar að nefna fimm atriði sem ég
tel að skipti máli í þessu samhengi:
Tengslin við Evrópu
og norðurskautsmál
Ég hef lengi verið þeirrar skoð-
unar að við getum ekki búið við ís-
lensku krónuna sem okkar gjald-
miðil til framtíðar. Ef horft er á
hvernig íslenska krónan hefur
styrkst og veikst til skiptist á 12 ár-
um er ljóst að slíkar sveiflur eru al-
gerlega óviðunandi. Því er brýnt að
finna framtíðarlausn. Sumir vilja
taka einhliða upp annan gjaldmiðil.
Aðrir vilja láta reyna á aðild-
arsamning við Evrópusambandið og
í kjölfarið taka upp evru. Flest
bendir til að hvorugur þessara
kosta sé raunhæfur við núverandi
aðstæður. Er þá enginn annar kost-
ur en að vera áfram með íslensku
krónuna? Við höfum nú þegar ágæt-
an viðskiptasamning við Evrópu-
sambandið. Margt
bendir til að það séu
fleiri ókostir en kostir
við fulla aðild. Eru aðr-
ar leiðir til? Nú er
mikið rætt um norð-
urskautsmál og enginn
vafi er á að sú þróun
sem þar er líkleg á að
geta skapað okkur ný
og spennandi tækifæri.
Væri hugsanlegt að við
gætum farið í víðtæk-
ara samstarf við hluta
af þeim þjóðum sem
aðild eiga að Norð-
urskautsráðinu? Væri hugsanlegt
að við gætum myndað nýtt efna-
hagsbandalag með Noregi, Fær-
eyingum, Grænlendingum og Kan-
ada? Viðskiptabandalag sem hefði
ýmsar hliðstæður við Evrópusam-
bandið, en að frátalinni þeirri miklu
miðstýringu sem þar ríkir. Við-
skiptabandalag þar sem minni ríkj-
um innan þess væri heimilt að nota
gjaldmiðil þeirra stærri?
Lagning sæstrengs til Evrópu
Lagning sæstrengs til Evrópu
hefur lengi verið til umræðu á Ís-
landi. Að mínu mati er lagning sæ-
strengs góð leið til að bæta lífskjör
á Íslandi. Með sæstreng fengjum
við mun meiri þjóðhagslegan arð af
orkulindunum heldur en við höfum
fengið til þessa af stóriðju. Við gæt-
um skipulagt og tímasett nýjar
virkjanir þannig að um stöðugar ár-
legar framkvæmdir yrði að ræða til
langs tíma. Framkvæmdirnar hefðu
þannig góð áhrif á efnahagslífið.
Skynsamlegt væri að gefa íslensk-
um lífeyrissjóðum kost á að koma
að slíkri uppbyggingu, t.d. með
sameiginlegu félagi sem ætti 70%
hlutafjár í sæstrengnum og fengi að
kaupa 30% hlutafjár í Landsvirkjun.
Lagning sæstrengs er stærsta verk-
efnið til að bæta lífskjörin í landinu
frá því að við færðum landhelgina
út í 50 og síðar 200 mílur.
Sátt um sjávarútveginn
og aukin verðmætasköpun
Í meira en tvo áratugi hafa staðið
yfir deilur um með hvaða hætti eigi
að standa að stjórn fiskveiða og
hvað sé eðlilegt að sjávarútvegurinn
greiði í afnotagjald fyrir nýtingu á
auðlindinni. Enginn vafi er á að
upptaka aflamarkskerfis í fisk-
veiðum skipti sköpum fyrir mögu-
leika greinarinnar til hagræðingar í
rekstri. Ekkert kerfi er gallalaust
og endalaust má deila um réttlæti
upphaflegrar úthlutunar. Stað-
reyndin er hins vegar sú að stór
hluti allra veiðiheimilda í dag hefur
þegar skipt um hendur. Nú skiptir
máli að ná sátt um sjávarútveginn.
Stjórnmálamenn verða að samein-
ast um skipulag sem hámarkar
verðmæti sjávaraflans og skilar um
leið eðlilegri leigu til eiganda auð-
lindarinnar. Ein leið sem sameinar
þetta hvort tveggja væri að byggja í
aðalatriðum á núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi en kalla veiði-
heimildirnar inn í áföngum á 40 ár-
um. Innkallaðar veiðiheimildir yrðu
síðan boðnar upp á sama grundvelli.
Andvirði seldra heimilda væri þá í
raun það veiðigjald sem sjávar-
útvegurinn greiddi fyrir viðkomandi
fiskveiðiár. Auðlindagjaldið mundi
þannig ákvarðaðast á markaðs-
legum forsendum á hverjum tíma.
Eflaust finnst sumum 40 ár langur
tími en hafa ber í huga að þetta
svarar í reynd til þess að starfandi
fyrirtæki haldi kvótanum óskertum
í 20 ár. Þetta verður að teljast lág-
markstími með tilliti til þeirra miklu
fjárfestinga sem liggja að baki í
greininni. Sjávarútvegurinn hefur
mikla möguleika til að skila enn
frekari verðmætum fyrir þjóðarbúið
en til þess þarf að efla rannsóknar-
og þróunarstarfsemi sem næst ekki
nema að sköpuð verði sátt um þessa
atvinnugrein.
Rekstur fjárfestingarsjóða
Til þess að leggja grunn að aukn-
um þjóðhagslegum verðmætum og
nýjum störfum er nauðsynlegt að
halda uppi öflugri fjárfesting-
arstarfsemi í landinu. Langstærstur
hluti alls sparnaðar í íslensku sam-
félagi liggur hjá lífeyrissjóðakerfinu
og því nauðsynlegt að þeir komi
myndarlega að fjárfestingum í ís-
lensku atvinnulífi. Í árslok 2009
stofnuðu lífeyrissjóðirnir meðal
annars sameiginlegan vettvang í
þessu skyni, Framtakssjóð Íslands,
sem hafði það hlutverk að koma að
endurreisn íslenskra fyrirtækja eft-
ir hrunið. Á tveimur árum fjárfesti
FSÍ í átta fyrirtækjum fyrir um 30
milljarða króna og er talið að hagn-
aður af starfsemi sjóðsins til þessa
sé af svipaðri stærðargráðu. Sem
dæmi um þjóðhagslegt mikilvægi
þess að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í
atvinnulífinu má nefna að frá því að
þeir komu fjárhagslega að end-
urskipulagningu Icelandair 2010
hefur störfum hjá félaginu um nær
800 ársverk.
Efling náms í tækni-
og raungreinum
Á næstu árum og áratugum verð-
um við að nýta hugvitið til að skapa
aukna hagsæld í landinu. Efla þarf
nýsköpun á öllum sviðum og þar
gegnir háskólasamfélagið lykilhlut-
verki. Mörg af okkar öflugustu fyr-
irtækjum eiga rætur í háskóla-
samfélaginu. Það mun vanta fjölda
tæknimenntaðra einstaklinga á
næstu árum til að Ísland verði bet-
ur samkeppnishæft í alþjóðlegu
samhengi. Við eigum að vera
óhrædd við eins og Finnar að beina
nemendum í þá átt sem samfélagið
þarf á að halda. Það er nauðsynlegt
að gert verði sérstakt átak á allra
næstu árum til að fjölga ein-
staklingum sem fara í raungreina-
og tækninám. Það er forsenda þess
að við getum skapað þau lífskjör
sem við viljum stefna að á næstu
átta árum.
Eftir Finnboga
Jónsson » Lagning sæstrengs
er stærsta verkefnið
til að bæta lífskjörin í
landinu frá því að við
færðum landhelgina út í
50 og síðar 200 mílur.
Finnbogi
Jónsson
Höfundur er eðlisverkfræðingur
og rekstrarhagfræðingur.
Ísland getur verið með ein bestu
lífskjör í Evrópu árið 2021
Á öllum aldri Það var gríðarmikil spenna á leik Vals og Stjörnunnar í úrslitakeppni
kvenna í handknattleik í gærkvöldi þótt ekki megi lesa það úr andlitum áhorfendanna.
Ómar
Nýlega var afhjúpuð ótrúleg
svikamylla gagnvart íbúum á
Reykjanesi. Ekki er hægt annað
en opinbera hana. Málavextir
eru þessir:
Haustið 2011 var boðað til
fundar í Eldey á Ásbrú. Þangað
var stefnt öllum bæjarstjórum á
Reykjanesi, fulltrúum atvinnu-
lífs, skóla, þróunarfélaga o.s.frv.
Allstór hópur mætti. Fundarboð-
endur komu fimm talsins í nafni
Evrópusambandsins. Og boð-
skapurinn var ekkert smáræði:
Ákveðið var að bjóða Reykjanesi rúmlega
einn milljarð ÍKR í svokallaða IPA-styrki.
Vegna hins bága atvinnuástands á Reykjanesi
hefði verið ákveðið að fé þetta rynni til Suð-
urnesja. Viðstaddir tóku þessu kostaboði af
stillingu en fögnuði þó. Eftir miklar og góðar
skýringar á ferlinu varð niðurstaðan sú að
skipaðir yrðu tveir vinnuhópar til að vinna
hvor sína tillöguna. Hvorki meira né minna en
fimm sérfræðingar, launaðir, voru fengnir til
að vinna með hópunum. Allt á kostnað Evr-
ópusambandsins.
Best og fyrst!
Skipaðir voru tveir hópar sem tóku þegar
til starfa og unnu sleitulaust næsta árið með
dyggri aðstoð ráðgjafanna og góðri hvatningu.
Eftir nokkurra mánaða starf var tilkynnt um
„smá“ breytingu: Peningarnir ættu ekki allir
að fara til Suðurnesja heldur yrði þeim jafnað
milli landsvæða: „En þið hafið svo gott for-
skot og eruð með svo flottar hugmyndir að þið
skulið ekki hafa áhyggjur,“ voru huggunarorð
forkólfsins við undrun heimamanna. Og enn
urðu breytingar: Eftir um átta mánaða vinnu
var tilkynnt – án skýringa eins og í fyrra
skiptið – að peningarnir væru í raun sam-
keppnissjóður þar sem bestu hugmyndir
myndu fá mest. Og aftur vorum við hug-
hreyst: „Engar áhyggjur. Þið erum með flott-
ustu verkefnin og mesta forskotið.“ „Enda
með sérfræðinga frá Evrópusambandinu til að
gera umsóknir ykkar.“
Milljarður verður að engu
Svo var tillögunum skilað, færðar í réttan
búning og hinir reyndu ráðgjafar lofuðu verk-
ið, enda unnu þeir það með okkur á vikulöng-
um undirbúningsfundum. Nú væri bara að
bíða því allt yrði þetta að fara í
gegnum flókið ferli. Tillögur
heimamanna voru tvær: Önnur um
auðlindagarð og hin um rann-
sóknar- og kennslumiðstöð. Báðar
miðuðu að því að efla menntun,
rannsóknir, nýsköpun og atvinnulíf
en umfram allt samstarf fyrirtækja
og stofnana á svæðinu. Ráðgjaf-
arnir launuðu hrósuðu hugmyndum
heimamanna í hásterkt og töldu
nef sitt reynda segja að þarna
færu hugmyndir sem rynnu í gegn.
Algjör samstaða ríkti meðal allra
sem að komu. Ætla má að samtals
hafi um 50 manns komið með ýmsum gætti að
tillögunum og verulegum tíma varið í úr-
vinnslu. Væntingar voru miklar enda sérfræð-
ingarnir ósparir á að veifa þeim. Um einu og
hálfu ári síðar komu svo niðurstöðurnar. Millj-
arðurinn ríflegi sem átti að koma til Reykja-
ness reyndist vera 0 krónur. Já, þetta er ekki
ritvilla. Ekki ein króna kemur hingað því önn-
ur verkefni „voru talin betri“.
Hvers vegna sögðu þau ósatt?
Einhvern veginn svona er ferlið. Ég fullyrði
að þetta sé með einkennilegri uppákomum.
Ekki amast ég við þeim verkefnum sem styrk-
inn hljóta og samfagna þeim sem hlutu (veit
lítið um þau). Ég hins vegar fordæmi þá sem
að ferlinu stóðu. Þeir beinlínis lugu að sam-
félaginu hér suður frá. Aldrei stóð til að fjár-
munir þessir rynnu allir til Suðurnesja. Heið-
arlegt fólk hefði sagt frá því strax í byrjun.
Sumir af þessum góðu ráðgjöfum reyndust
svo líka vera á launum í öðrum byggðarlögum.
Ugglaust hafa þau flutt sömu ræðuna þar –
lofað gulli og grænum skógum. Hafi þau
skömm fyrir óheiðarleg og óvönduð vinnu-
brögð þar sem heilt landsvæði er hreinlega
platað. Þetta eru svik af verstu gerð
Eftir Hjálmar Árnason
» Þau veifuðu 1,5 milljörðum
framan í samfélagið á
Reykjanesi, byggðu upp miklar
væntingar en drógu svo allt til
baka og sviku öll hin fögru fyr-
irheit.
Hjálmar
Árnason
Höfundur er framkvæmdastjóri Keilis.
Svik við Reykjanes