Morgunblaðið - 18.04.2013, Page 29

Morgunblaðið - 18.04.2013, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 „Vörumerkið Reykjavík“ er yf- irskrift greinar eftir Friðrik Eysteinsson sem Morgunblaðið birti 3. apríl síðastlið- inn. Í greininni bendir Friðrik á ranga hug- takanotkun hjá mark- aðsstjóra ferðamála hjá Höfuðborgarstofu í erindi hans í Hörpunni og hjá sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á ráðstefnu um heildarúttekt á ferðaþjónustunni sem fór fram í síðasta mánuði. Friðrik gerir alvarlegar at- hugasemdir við þær útskýringar sem fram komu í erindunum á hug- tökum á borð við vörumerki, her- ferð, mörkun og ímynd þar sem hann bendir á mikilvægi þess að nota hugtökin rétt og rugla þeim ekki saman líkt og gert hafi verið í umfjöllun um „vörumerkið“ Reykja- vík. Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar athugasemdir Friðriks skal bent á fyrrnefnda grein. „Ó borg mín borg …“ Ekki þarf að fjölyrða um það að Reykvíkingum þykir vænt um borg- ina sína og allir vilja þeir veg hennar sem mestan. Þess vegna ber að fagna því að Friðrik stígi fram á ritvöllinn. Vel rökstudd gagnrýni markar brautina fram á við og beinir um- ræðunni í þann farveg sem líklegastur er til að málefni nái fram- gangi. Þess vegna er nauð- synlegt að hugtökin séu skýr og þeim ekki ruglað saman líkt og Friðrik bendir á í grein sinni. Því telur Friðrik nauðsynlegt að leið- rétta þann misskilning sem hafi hreiðrað um sig innan Höfuðborg- arstofu og menningar- og ferða- málasviðs Reykjavíkurborgar þegar kemur að hugtakanotkun. Það er ekki rétt nálgun hjá sviðs- stjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar að líta á at- hugasemdir Friðriks, sem hann sendi áðurnefndum sviðsstjóra í tölvupósti, sem „misskilning, rugling eða þaðan af verra“. Slík afgreiðsla er ekki vænleg til árangurs vilji menn í alvöru eiga uppbyggilegar samræður um hina mikilvægu þætti fræðigreinar Friðriks og þeirra tóla sem verkfærakista hennar býður upp á þegar vekja á athygli á vörum eða þjónustu, borgum og löndum. Mikilvægi fagmannsins Hvað þýðir það að vera fagmaður og hvað þýðir það þegar þrengt er að fagmennskunni? Fagmaðurinn hagar sér í samræmi við að- ferðafræði og siðferði sinnar greinar og veltir fyrir sér eigin gildum og viðhorfum. Fagmaðurinn gefur lof- orð um að nýta þekkingu sína til að hjálpa öðrum og tryggir jafnframt að hann hafi nægilegt þrek til að fylgja reglum hlutaðeigandi greinar. Ástundun annarra vinnubragða, þar sem þessi gildi eru ekki höfð að leiðarljósi, er til þess fallin að þrengja að fagmennskunni og um leið grafa undan þeim árangri sem uppbyggilegar samræður geta kom- ið til leiðar. Þess vegna er mikilvægt að gefa því gaum þegar menn á borð við Friðrik stíga fram og koma með þarfar ábendingar. Friðrik bendir réttilega á að ekki sé hægt að byggja upp vörumerki, einungis sé hægt að búa það til. Einnig má velta því upp hvort nafn á borg geti talist vörumerki og hvort skilgreiningar fyrir ferli mörkunar eigi við um borgir og lönd. Hvort skynheild eða samþætting „merk- isins“ geti yfirhöfuð náðst, að upp- lifun „viðskiptavina“ borgarinnar geti orðið samskonar, hvenær og hvar sem þeir mæta „merkinu“. Hvaða skoðun svo sem fólk hefur á skilgreiningum borga út frá mark- aðslegu sjónarhorni þá er þess vart að vænta að fagmaðurinn láti hjá líða að bregðast við þeim staðhæf- ingum sem settar eru fram í sam- ræmi við sína aðferðafræði og sið- ferði greinar sinnar. Þrengt að fagmennskunni: „Vörumerkið“ Reykjavík Eftir Guðjón Heiðar Pálsson »Ekki þarf að fjölyrða um það að Reykvík- ingum þykir vænt um borgina sína og allir vilja þeir veg hennar sem mestan. Þess vegna ber að fagna því að Friðrik stígi fram á ritvöllinn. Guðjón Heiðar Pálsson Höfundur er landsstjóri alþjóðlega almannatengslafyrirtækisins Cohn & Wolfe á Íslandi. Heilbrigðiskerfi Ís- lendinga hefur löngum getað státað af aðdáunarverðri þjónustu, sem veitt er af úrvalsstarfsfólki, sem oftar en ekki hef- ur sótt mikilvæga menntun sína út fyrir landsteinana. Efna- hagshrunið, sem hér varð árið 2008, olli því að skera þurfti niður í rekstri heilbrigðiskerfisins. Í stað forgangsröðunar og stefnumótunar var flötum niðurskurði beitt víðast hvar í heilbrigðiskerfinu. Nú er svo komið að heilsugæslan á í vök að verjast, ekki hefur verið samið við sérfræðilækna í tvö ár og flaggskip heilbrigðiskerfisins, Landspítali - háskólasjúkrahús, komið að bjarg- brúninni, eins og Sigurður Guð- mundsson, fyrrverandi landlæknir, orðaði í grein sinni í Læknablaðinu á dögunum. Það má sjálfsagt segja um heil- brigðiskerfið að þar sé um botn- lausa hít að ræða. Sem betur fer eru þróaðar nýjar aðferðir og lyf við ýmsum sjúkdómum, en sú þró- unarvinna er dýr. Sá kostnaður lendir oft á herðum skattgreiðanda í þeim löndum þar sem heilbrigð- isþjónusta er kostuð að mestu leyti af hinu opinbera. Þess vegna verður að móta stefnu í heilbrigðismálum. Það verður að forgangsraða og það verður að taka ákvarðanir – bæði vinsælar en oftar óvinsælar. Það verður aldrei hægt að gera allt fyr- ir alla, þegar peningarnir eru af skornum skammti. Í þeirri stöðu erum við Íslendingar og þess vegna verða stjórnmál að snúast um forgangs- röðun og stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru spurningar sem m.a. snúast um byggingu nýs háskóla- sjúkrahúss og þýðingu þess fyrir landsmenn. Þessar spurningar snú- ast einnig um upp- byggingu heilsugæsl- unnar og samninga við heilbrigðisstéttir. Svo má einnig spyrja sig hvort eðlilegt sé að greitt sé fyrir kynskiptaaðgerðir, en barna- fjölskyldur beri meginkostnað af tannlæknaþjónustu barna sinna? Hér er ekki verið að leggja dóm á einstaka atriði; einungis að benda á að þessi mál þarf að ræða og þing- menn þess alþingis sem kjörið verður á vordögum verða að taka afstöðu í þeim málaflokki sem út- gjaldafrekastur er á fjárlögum. Heilbrigðismál skipta fólkið í land- inu mun meira máli en margur ger- ir sér grein fyrir. Mikilvægt er að búa svo um hnútana í framtíðinni að við náum að viðhalda þeim gæð- um sem hingað til hafa einkennt þjónustuna. Með áframhaldandi stefnu er ég hrædd um að það tak- ist ekki. Stefnumótun og forgangs- röðun í heilbrigðismálum á Íslandi í dag er dauðans alvara. Heilbrigðismál – mjúku málin? Eftir Kristínu Heimisdóttur Kristín Heimisdóttir » Stefnumótun og for- gangsröðun í heil- brigðismálum á Íslandi í dag er dauðans alvara. Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands. Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.