Morgunblaðið - 18.04.2013, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013
✝ Sigrún Tóm-asdóttir fædd-
ist að Bolafæti (nú
Bjargi) í Hruna-
mannahreppi 4.
febrúar 1924. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Fossheimum á Sel-
fossi 8. apríl 2013.
Foreldrar Sig-
rúnar voru þau
Tómas Júlíus Þórð-
arson, bóndi og söðlasmiður, f.
21. júlí 1876 í Gröf í Hruna-
mannahreppi, d. 23. mars 1960
og kona hans Þóra Loftsdóttir
húsfreyja, f. 10. júlí 1885 í
Steinsholti í Gnúpverjahreppi,
d. 6. júlí 1970. Sigrún var yngst
fjögurra systkina en þau voru
Sveinn, f. 8. október 1913, d.
2011, Sigurður Loftur, f. 16.
september 1915, d. 2002 og
Þóra, f. 10. september 1917, d.
2005.
Eiginmaður Sigrúnar var
Magnús Sigurðsson, f. í Mikla-
holtshelli í Hraungerðishreppi
5. ágúst 1914, d. 18. maí 1985.
Sigrún og Magnús gengu í
hjónaband 1960. Sonur þeirra er
Sigurður Tómas Magnússon,
hæstaréttarlögmaður og pró-
mikill jarðhiti og auk hefðbund-
ins búskapar með kýr og kindur
var stunduð þar kartöflu- og
gulrótarækt. Margt var oft í
heimili á Grafarbakka en auk
fjölskyldunnar og vinnufólks
dvaldi þar um árabil ung ekkja,
Halla Guðmundsdóttir, með þrjú
ung börn sín. Magnús fluttist að
Grafarbakka 1963 og sneru þau
Sigrún sér þá eingöngu að yl-
rækt og ræktuðu einkum hvít-
kál, gulrófur, gulrætur, blómkál
og spergilkál. Þau Magnús ferð-
uðust mikið um landið og sér-
staklega í óbyggðum. Eftir and-
lát Magnúsar 1985 stundaði
Sigrún garðyrkjuna um skeið
með syni sínum en síðan í félagi
við Ragnhildi Þórarinsdóttur
undir nafninu SR-grænmeti og
gekk Ragnhildur henni nánast í
dóttur stað. Garðyrkjustörfin
voru líf og yndi Sigrúnar alla tíð
og vann hún við garðyrkjuna
eins og kraftar leyfðu fram yfir
áttrætt. Sigrún tók virkan þátt í
starfsemi Kvenfélags Hruna-
mannahrepps og síðar félagslífi
eldri borgara í hreppnum. Þá
ferðaðist hún mikið með eldri
borgurum í Árnessýslu og hafði
mikla ánægju af þeim fé-
lagsskap. Á 87. aldursári flutti
Sigrún á hjúkrunarheimilið
Fossheima á Selfossi þar sem
hún dvaldi síðan við frábært at-
læti og umönnun.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Hrunakirkju í dag, 18. apríl
2013, kl. 14.
fessor við lagadeild
Háskólans í Reykja-
vík, f. 15. júní 1960.
Eiginkona hans er
Huld Konráðs-
dóttir, BA í
frönsku, lýðheilsu-
fræðingur og flug-
freyja, f. 5. ágúst
1963. Börn þeirra
eru: a) Sigrún Hlín,
f. 20. mars 1988,
BA í íslensku og
nemandi við Listaháskóla Ís-
lands, sambýlismaður hennar er
Friðgeir Einarsson sviðs-
listamaður, þau eiga saman son
f. 27. mars 2013, b) Margrét Sif,
f. 3. febrúar 1994, versl-
unarskólanemi, unnusti hennar
er Þórir Guðjónsson há-
skólanemi, c) Magnús Konráð, f.
22. júní 1998̧ grunnskólanemi.
Sigrún ólst upp með for-
eldrum sínum í Bolafæti í
Hrunamannahreppi en flutti
með fjölskyldunni að Graf-
arbakka 2 í sömu sveit þegar
hún var 11 ára gömul. Sigrún
gekk í barnaskólann á Flúðum
en að loknu fjögurra ára skyldu-
námi vann hún við bú foreldra
sinna og stundaði síðar búrekst-
ur með þeim. Á Grafarbakka er
Besta amma í heimi. Þessi orð
fékk Sigrún Tómasdóttir amma
mín oft að heyra enda voru þetta
orð að sönnu. Amma var ein-
staklega hjartahlý og blíð og það
smitaði út frá sér. Ég get ekki
varist tregafullu brosi þegar ég
rifja upp allar þær yndislegu
stundir sem ég átti með henni
ömmu minni.
Ekkert var skemmtilegra en
að koma í sveitasæluna til ömmu
um helgar. Undantekningarlaust
tók hún á móti okkur systkinun-
um með opnum faðmi og nokkr-
um volgum flatkökum. Ég man
ekki eftir að hafa komið svöng
heim úr sveitinni enda passaði
amma vel upp á það.
Amma var hógværðin upp-
máluð, sérstaklega þegar hún
bar kræsingar á borð en þá
gerði hún yfirleitt þann fyrir-
vara að allt væri seigt og þurrt,
sem það var að sjálfsögðu ekki.
Hún setti sjálfa sig sjaldan í
fyrsta sæti og leyfði barnabörn-
unum þremur alltaf að láta ljós
sitt skína. Amma var þolinmóð
og skipti aldrei skapi þótt ég
hafi líklega oft átt skammir
skildar.
Vinkonur mínar fengu oft að
fljóta með í sveitaferðir á sumr-
in. Við spiluðum oftar en ekki
fótbolta í garðinum fyrir framan
ömmuhús en að leik loknum bar
amma fram lambalæri með ný-
uppteknu grænmeti og búðing á
eftir.
Góðar minningar um ömmu
mun ég varðveita í brjósti mér
svo lengi sem ég lifi.
Margrét Sif Sigurðardóttir.
Amma mín og nafna, Sigrún
Tómasdóttir, hafði til að bera
alla þá kosti sem geta prýtt eina
ömmu, og fleiri til. Hún hafði
hlýja og þægilega nærveru, og
hafði einstakt lag á því að hrósa
fólki og láta því líða vel, hún var
sérlega – og mér liggur við að
segja úr hófi fram – veitul á mat
og drykk, og hún gat spunnið
upp langar sögur fyrir okkur
barnabörnin, gjarnan um krakka
sem lentu í svaðilförum í sveit-
inni og jafnvel af yfirnáttúruleg-
um fyrirbærum ef sá gállinn var
á henni – og var þá stundum á
henni að skilja að sagan öll yrði
ekki sögð í svo óhörðnuð eyru
sem okkar systkinanna.
Amma sagði okkur líka frá
því þegar hún var stelpa og vildi
helst alltaf vera í buxum, úti á
hestbaki eða í einhverju ati. Hún
hafði líka mest gaman af úti-
verkum, og ég var svo heppin að
fá að vinna með henni niðri í
görðum þegar ég vann um
stutta hríð undir stjórn Ragn-
hildar Þórarinsdóttur, stórvin-
konu ömmu og velgjörðarkonu.
Það var ómetanlegt fyrir okk-
ur systkinin, borgarbörnin, að
eiga athvarf hjá ömmu í sveit-
inni, að kynnast öðrum stað,
tíma og hugsunarhætti. Slíkt
lærist manni með aldrinum að
meta og minningarnar um
ömmu og úr sveitinni eru með
dýrmætustu æskuminningunum,
sem verður miðlað áfram til
komandi kynslóða.
Í síðustu heimsókn minni til
ömmu Sigrúnar, tveimur dögum
áður en hún dó, var ég svo lán-
söm að fá að kynna hana fyrir
nýfæddum syni okkar Friðgeirs.
Amma ljómaði af gleði og þakk-
læti og kallaði drenginn öllum
þeim fegurstu nöfnum sem
henni duttu í hug. „Hann er
glæsimenni, hreint guðdómleg-
ur“, varð henni að orði. Það er
ljúfsárt að verða vitni að kyn-
slóðaskiptum með svo afgerandi
hætti. Amma var kát og æðru-
laus og innilega þakklát fyrir
allt sem fyrir hana var gert allt
þar til yfir lauk. Á kveðjustundu
er mér sömuleiðis efst í huga
þakklæti fyrir að fá að njóta
nærveru og gjafmildi ömmu á
Grafarbakka.
Sigrún Hlín Sigurðardóttir.
Nú þegar sólin hækkar á lofti
og vorið er á næsta leiti, hefur
ástkær föðursystir okkar, Sig-
rún Tómasdóttir, kvatt þetta
jarðlíf. Sigrún var yngst í hópi
fjögurra systkina sem nú eru öll
látin. Þau voru börn Tómasar
Þórðarsonar, söðlasmiðs og
bónda á Grafarbakka í Hruna-
mannahreppi og konu hans Þóru
Loftsdóttur.
Þakklæti og söknuður er okk-
ur systrum efst í huga þegar við
minnumst Siggu frænku okkar
eins og hún var oftast kölluð.
Sigga stundaði garðyrkju á jörð-
inni Grafarbakka 2 ásamt manni
sínum, Magnúsi Sigurðssyni.
Útiverkin áttu vel við hana og
vorin voru hennar tími, þegar
allt fór í gang í garðyrkjunni. Á
þeim vettvangi nutu hjónin sín
vel, natni þeirra og árvekni skil-
aði þeim ávallt hámarks upp-
skeru. Bilið milli plantnanna var
nákvæmlega eins og það átti að
vera, sama hvar horft var á
garðinn, alltaf mynduðust línur
og munstur svo unun var á að
horfa. Mikið var að vonum spáð í
veðrið og tíðrafarið þar sem af-
koman var undir dyntum náttúr-
unnar komin, en alltaf skilaði
uppskeran sér í hús og þá voru
miklar annir. Eftir lát Magnúsar
hélt Sigga áfram að rækta jörð-
ina af mikilli elju og dugnaði á
meðan heilsa og kraftar leyfðu.
Á Grafarbakka var ætíð gest-
kvæmt. Sigga kunni þá list að
láta öllum líða vel enda var gest-
risni henni í blóð borin. Þá voru
dýrindis kræsingar fram bornar
að ógleymdum heimabökuðu
flatkökunum. Sigga var víðlesin
og hafði ákveðnar skoðanir á
málefnum. Hún hafði mikinn
áhuga á skólamálum og minntist
oft með hlýju skólaáranna sinna
í barnaskólanum á Flúðum.
Sigga varðveitti fagurlega skrif-
aðar og myndskreyttar stíla-
bækur sínar frá þessum tíma.
Eftir lát afa kom í hennar hlut
að taka að sér starf söðlasmiðs-
ins. Hún saumaði hnakktöskur,
beisli og gerði við reiðtygi. Allt
lék í höndum hennar. Það voru
forréttindi fyrir okkur systur að
búa í nálægð við Siggu frænku.
Við minnumst þess þegar hún
kenndi okkur vísur, gátur og
sögur. Oft var glatt á hjalla og
gripið í spil. Hún hafði alltaf
svör á reiðum höndum, stundum
var litið í kaffibolla og rýnt í
framtíðina. Mjög kært var með
henni og foreldrum okkar. Sigga
og móðir okkar áttu góðar sam-
verustundir, fóru saman í ferða-
lög og studdu hvor aðra. Einka-
sonur Siggu og Magnúsar er
Sigurður Tómas. Við systur höf-
um notið þess að eiga hann að
sem góðan frænda og vin.
Mæðginin Sigga og Sigurður
Tómas voru alltaf einstaklega
samrýmd og náin. Hún naut
samverustunda með fjölskyldu
sinni og var stolt af myndarlegu
barnabörnunum sínum. Það var
gleðilegt að rétt áður en hún
kvaddi eignaðist sonardóttir
hennar Sigrún Hlín son, sem
hún náði að sjá.
Við kveðjum einstaka frænku
og vinkonu og biðjum Guð að
blessa minningu hennar og gefa
Sigurði Tómasi, Huld og börn-
um þeirra styrk.
Anna, Þóra og Sjöfn.
Stutt kveðjuorð vigta lítið
gagnvart þeirri hlýju og um-
hyggju sem ég hef notið síðustu
tæplega 40 ár af hálfu Sigrúnar
Tómasdóttur sem verður jarð-
sungin í Hrunakirkju í dag. Þeg-
ar vinskapur tókst með einka-
syni hennar, Sigurði Tómasi
Magnússyni, í gegnum skólavist
á Laugarvatni, urðu heimsóknir
á Grafarbakka tíðar, oft í hóp
með öðrum. Fjöldinn eða tilefnið
skipti engu, alltaf voru veislu-
föng á borði og uppbúið rúm til
reiðu. Þó hjartahlýja verði tæp-
ast skýrð með vísun í kynslóðir
þá minnti þel Sigrúnar mig
strax á heimilishald ömmu minn-
ar í nálægri sveit. Enn þann dag
í dag undrar mig umhyggjusem-
in sem sýnd var, mitt í amstri
dagsins. Alltaf biðu verk, úti
sem inni, vegna þess að konur í
sveit, þá sem nú, vinna langan
vinnudag. Öllu sinnti Sigrún og
lagði þó stundum ýmislegt til
málanna á sinn kankvísa hátt.
Það duldist engum að hún fylgd-
ist vel með þó málefni sveit-
arinnar væru hjarta hennar
næst.
Sigrún rak garðyrkjubúskap
að Grafarbakka í Hrunamanna-
hreppi, fyrst með manni sínum
Magnúsi Sigurðssyni, og síðar
ein eftir lát hans en þó í nánu
samstarfi við son sinn og hjálp-
sama nágrana. Ekki varð annað
séð en að hún væri sátt við þetta
hlutskipti og tengslin við sveit-
ina og fólkið þar voru sterk.
Hún var órjúfanlegur hluti af
því samfélagi sem þar var og er.
Það var henni og syni hennar
þungbært að ekki skyldu standa
til boða þau úrræði að hún gæti
dvalið þar allt til loka. Alltaf var
hún þó hjá góðu fólki en mestu
skipti fjölskyldan og barnabörn-
in fengu að kynnast ömmu sem
nestar þau út í lífið. Samhengi
hlutanna varð síðan léttbærara
þegar fyrsta langömmubarnið
leit dagsins ljós fyrir skömmu
og Sigrún amma náði að vefja
það örmum í fyrsta og eina sinn.
Við sem eftir stöndum þökkum
það sem aldrei verður fullþakk-
að.
Sigurður Már Jónsson.
Nú hefur elsku Sigga mín
fengið að kveðja. Ég veit að hún
hefur tekið því fagnandi og orðið
hvíldinni fegin. Sömuleiðis ætt-
um við, sem eftir stöndum, að
vera þakklát fyrir að erfiðu
sjúkdómsstríði sé lokið. Fyrst
og fremst er í huga okkar mikill
söknuður og tregi, þegar hugsað
er til þess að við eigum ekki eft-
ir að sjá Siggu framar. Hún hef-
ur svo lengi verið hluti af fjöl-
skyldu okkar, vinátta hennar og
stuðningur við okkur öll, hefur
verið ómetanlegur. Sigga hafði
sérlega ljúfa lund, hógvært við-
mót og góða nærveru, og þenn-
an óborganlega húmor, sem
gladdi okkur svo oft. Alls þessa
söknum við og minningarnar eru
einmitt um þetta og ótal margt
fleira, sem er dýrmætur sjóður
sem við öll getum ornað okkur
við.
Kynni okkar hófust í Kven-
félagi Hrunamannahrepps,
Sigga spáði í bolla og við kell-
urnar hlógum mikið. Nánari
kynni okkar hófust eftir að
Pálmar fór að þjónusta garð-
yrkjubændur og fann hann fljótt
hvaða mann hún hafði að geyma,
og kunni vel að meta hvað hún
var þakklát, skemmtileg og
elskuleg kona. Eftir að Sigga
varð ekkja fórum við, ég og
krakkarnir, að hjálpa henni í
garðyrkjunni og svo varð það úr
að samvinna okkar varð að sam-
eiginlegum rekstri. Alla tíð síðan
hefur samstarf okkar verið líf-
legt og skemmtilegt. Sigga sagði
sögur frá gömlum dögum, böll-
um og ferðalögum, þannig að við
sem hlustuðum lifðum okkur inn
í sögurnar eins og við hefðum
verið með henni. Dagarnir liðu
fljótt í garðinum hjá okkur með
kátum krökkum. Margt lærði ég
af Siggu um meðferð og ræktun
plantna af hennar löngu og nota-
drjúgu reynslu. Margt var eðl-
islægt, eins og hve lunkin hún
var að lesa í veðrið, „… hann
gæti komið með skúr, eigum við
ekki að bera á,“ „mikið er vætan
góð, ekki síðri en sólin,“ „þetta
er algert kraftaverk með plönt-
urnar eins og vorið var kalt“.
Sigga var ræktunarmann-
eskja af Guðs náð, að fylgjast
með sprettu og hlúa að plöntum
var hennar yndi. Þegar aldurinn
færðist yfir fór ég að taka meira
yfir ræktunina, en hún aðstoðaði
mig eins og heilsa og kraftar
leyfðu. Margir komu til hennar,
ungir sem aldnir, og sóttu í fé-
lagsskap hennar og gestrisni
sem var engu lík. Sigga var um-
vafin vinum og kunningjum, en
mest var sú gæfa hennar hvað
hennar elskulegi sonur Sigurður
Tómas og fjölskylda hans voru
henni náin. Hef ég fyrir satt að
starfsfólk Fossheima sakni
þeirra allra, því framkoma
þeirra öll við aldraða langömmu,
ömmu, móður og tengdamóður
var einstök.
Minning Siggu lifir í hugum
okkar, svo mikið er víst. Við
þökkum Siggu fyrir allt og allt,
megi hún vera góðum Guði falin.
Samúðarkveðjur sendum við
Sigurði Tómasi og fjölskyldu.
Með þökk og virðingu
Ragnhildur, Pálmar og
fjölskylda.
Sigrún
Tómasdóttir
!"
#$%
"
&
' & "
(
)*
%
*
+
&
% & $%
&&
)
* &
#$%
%
*
%
,
"
- &
%
* +"
.
$
/
%
, ( &
0
! "
# $"%&' +% &
!"
(
)&*
1
*
, * &
% & && $%
2
!"
(
)(* /
%
%
% & "
3
!(
+
,- 45
3& & 6
7*8 "'
9",
!* 9", $
4*
*
,
45
% $ * 45
$%
"'%
*
%% 9
4*
$
! . "
) - : (
;
%
&
0
! 2
! "
-&/ 0" &"
3 "
% )
"
& "
&& , )
.
" 0
! )" "
/
% & " )
)
, <=
$
<, ,% '
%
$%
. & , /
% 7
, /
) 333;
," : %8!
+"
' ;
&&
>
00
,'"
121 +
$* , & ", ) '
&&
<
* * , $
,- * ** ( $%
<* %
& %
45
3& & 6
7*8 "'
9",
!* 9", $
? ,
* 8
;;
, & ,
%
, & , %
) 0;3
3. !
) 1 3( -%
@ @@ @@@ (
A
; .
?
200 , BBB % 4 5/ )'
C'
, .'
* D
*"
& *
='
*
*
6 # !(
+ ?
!* /
%
!* E *"
&
&&
%
7 / .
* (& '
*
, *
0
8" )
%
F
$G H *I
& - & .! &
8
# !(
+ )*"
,
%
;& /
%
%
&
/, *
* *
Félagsstarf eldri borgara
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
BJÖRG KOFOED-HANSEN,
Sléttuvegi 19,
áður Dyngjuvegi 2,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 13. apríl, verður
jarðsungin föstudaginn 19. apríl kl. 15.00.
Útförin fer fram frá Áskirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Astrid Kofoed-Hansen, Einar Þorbjörnsson,
Hólmfríður Kofoed-Hansen, Þorsteinn Ingólfsson,
Constantin Lyberopoulos,
Sophie Kofoed-Hansen, Þorsteinn Tómasson,
Björg Kofoed-Hansen, Þórður Jónsson,
Agnar Kofoed-Hansen, Baldína Hilda Ólafsdóttir,
barnabörn og aðrir afkomendur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
GÍSLA KRISTINS SIGURKARLSSONAR.
Arnheiður Ingólfsdóttir,
Ingólfur Gíslason,
Kristín Gísladóttir, Roland Hamilton,
Flóki Ingólfsson.