Morgunblaðið - 18.04.2013, Side 48

Morgunblaðið - 18.04.2013, Side 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 Jón Ingvar Jónsson hefur loksinsstigið fram og fullvissar les- endur Vísnahornsins um að hann sé ekki hættur að yrkja: Um það hef ég illan grun að ég leirskáld teljist, samt ég yrkja meira mun svo Morgunblaðið seljist. Öllu verri tíðindi berast frá Pétri Stefánssyni, sem segist ætla að leggja sitt lóð á vogarskál- arnar: Öll mín leirstef enginn metur, – enda fá sem þykja góð. Svo að Mogginn seljist betur sem ég ekki fleiri ljóð. Jón Arnljótsson leggur orð í belg og er auðmjúkur: Hvar sem ljóð mín líta má, ljós er þeirra staða; þar mun enginn samband sjá við sölu Morgunblaða. Umsjónarmaður hefur áhyggjur af þróuninni og vill halda í alla hagyrðingana! Hagyrðinga vil ég virkja sem vísurnar í Hornið skissa; en vilji fleiri ekki yrkja atvinnuna ég mun missa! Hólmfríði Bjartmarsdóttur, Fíu á Sandi, varð að orði er hún heyrði vísurnar: „Þetta gengur ekki. Við missum tvo Pétra úr Leirflokknum plús eitt starf tapast. Ef hann Pétur flýr oss frá er fylgið hrapandi. Pétur ætti að yrkja smá atvinnuskapandi.“ En þegar vísan var komin á blað hringdi bjargvætturinn Ingólfur Ómar Ármannsson og kastaði fram sléttubandavísu: Veitir hylli, arðbær er, andans fagur gróður. Beitir snilli hóflaust hér höldur braga fróður. Ármann Þorgrímsson kastar fram á Boðnarmiði: Mörgum þykir mikið böl makt á höndum fárra, engra kosta eigum völ, ekkert býðst hér skárra. Ingólfur Ómar prjónar við það: Staðan hérna hefur veikst, hrakar kjörum manna, skattar hækka, skerðing eykst og skuldir heimilanna. Þá Kristján Björn Snorrason: Nýir tímar, nýir menn nýtum það, minn kæri. Næstu stjórn við notum senn nú er tækifæri. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af andans gróðri, Morgun- blaðinu og hagyrðingum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þú sjáir í gegnum tiltæki fólks, skaltu fara þér hægt í að afhjúpa það, ef eng- in hætta er á ferðum. Láttu mistök þér að kenningu verða og hugsaðu næsta leik vel. 20. apríl - 20. maí  Naut Notaðu daginn endilega til þess að sinna rannsóknum, hugur þinn er djúpur og rannsakandi þessa dagana. Gefðu betri gaum að heilsufari þínu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það liggur vel fyrir þér að fást við yfirvöld og stofnanir í dag. Vinátta vina skipt- ir þig máli þannig að þú ættir að hafa í huga að vinir þurfa ekki alltaf að vera sammála. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þín kann að bíða einstakt tækifæri í dag og ríður á miklu að þú þekkir þinn vitj- unartíma. Segðu það sem þér býr í brjósti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert góður í að hlusta á aðra og vera öxlin sem þeir geta grátið við. Samræður við maka og vini reyna á þolrifin. Hikaðu ekki við að koma hugmyndum þínum á framfæri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þér finnist hlutirnir aldrei ganga nógu hratt fyrir sig verður þú að venja þig af eilífum aðfinnslum við samstarfsmenn þína. Samstarf byggist á tillitssemi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er hætt við því að hugmynd þín um breytingar á heimilinu reynist kostnaðarsöm. Láttu það þó ekki ná tökum á þér því þú ert maður til að leysa vandann. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það kallar á heilmikið skipulag þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess. Sá sem biður þig ráða sækist eftir við- urkenningu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert afslappaður og í góðu jafn- vægi og ættir því að vera í stakk búinn til að sýna hvað í þér býr. Sýndu varkárni í peninga- málum og ekki eyða um efni fram. 22. des. - 19. janúar Steingeit Steingeitin er með langan lista af atburðum sem þurfa að eiga sér stað áður en henni tekst að koma risastórri áætlun í fram- kvæmd. Gefðu þér tíma til þess að fara í gegnum hlutina í ró og næði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert glaður að tilkynna vissan atburð, jafnvel þótt aðrir séu ekki jafn glaðir að hlusta á. Hugsaðu þinn gang og leyfðu tímanum að vinna með þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að ganga frá nokkrum laus- um endum varðandi heimili þitt og dval- arstað. Þú býrð yfir ýmsum hæfileikum sem nýtast þér þegar á reynir. Víkverji hrökk við þegar hann leitút um gluggann síðdegis í gær og sá að kyngdi niður snjó. Fyrst voru snjókornin stór og svifu hægt til jarðar, en svo var eins og þau skryppu saman og þyngdust og færu að falla hraðar og brátt var komin snjóföl yfir gula sinuna í Hádegis- móum. Víkverji minntist með trega hlýrra janúardaga þegar hitinn var í kringum átta gráður á meðan Evr- ópa skalf í kulda og trekki og velti fyrir sér hvort höfð hefðu verið enda- skipti á árstíðunum. x x x Víkverji veit hins vegar að á Íslandier allra veðra von og að gald- urinn við þrotlausum veðrabrigðum er að láta sér hvergi bregða, sama hvað á dynur. x x x Hluti af því er að gera sér greinfyrir því að hitasveiflan milli vetrar og sumars getur verið óveru- leg, í það minnsta miðað við það sem gerist í grannríkjunum þar sem hæg- lega getur munað 40 til 50 gráðum á selsíuskvarða á kaldasta vetrardegi og hlýjasta sumardegi. Hér er mun- urinn kannski frekar fólginn í muni myrkurs og birtu, skammdegi og langdegi. x x x Víkverji veit að á Íslandi má búastvið frosti í júní og sólríkir maí- dagar geta verið hrollkaldir. Hann veit líka að um miðjan vetur getur orðið svo hlýtt að laukar láta blekkj- ast og gægjast upp úr mold. x x x Snjókomunni í gær má kannskilíkja við dauðahryglur þessa snjólétta vetrar, sem hér á suðvest- urhorninu hefur varla staðið undir nafni, þótt annars staðar á landinu hafi hann reyndar ekki verið neitt grín og sums staðar séu menn lang- þreyttir eftir linnulaust fannfergi síð- an í september. Sumum finnst slíkur veðramunur jafnvel réttlæta mis- vægi atkvæða í kosningum. x x x Kannski kemur mest á óvart aðsnjókoman í gær skuli hafa kom- ið Víkverja á óvart. víkverji@mbl.is Víkverji Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn, og trúir í hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum verður þú hólpinn. (Rómverjabréfið 10:9) Í klípu „EKKI FARA ÚR BÆNUM. EF MÁLNINGIN Á VEGGNUM ÞÍNUM PASSAR VIÐ ÞÁ SEM VIÐ FUNDUM Á LÍKINU Á GANGSTÉTT- INNI FYRIR UTAN, GÆTUM VIÐ HUGSAN- LEGA VILJAÐ YFIRHEYRA ÞIG.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ÆTTIR AÐ FARA VARLEGA Í ÞRUMUVEÐRI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá stjörnur í hvert sinn sem þið kyssist. EKKERT TIL AÐ BORÐA Í ÞESSU HÚSI NEMA HUNDAKEX. EN ÁSTANDIÐ GÆTI LÍKLEGA VERIÐ VERRA, TIL DÆMIS EF ... VIÐ ÆTTUM ENGA MJÓLK! FARIÐ FRÁ, MENN! ÞETTA ER NEYÐARTIL- FELLI! AF HVERJU HELDUR HANN AÐ HANN GETI RUÐST FRAM FYRIR OKKUR Í HVERJUM EINASTA MATARTÍMA?! HANN ER SKIPSTJÓRI. Skotbómulyftarar mest seldi skotbómulyftarinn 2012 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Lyftigeta 2.5 til 12 tonn Fáanlegir með • Vinnukörfum • Skekkingju á bómu • Bómu með lengd allt að 18 metrum • Roto útfærsla með bómu allt að 25 metrum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.