Morgunblaðið - 18.04.2013, Page 50

Morgunblaðið - 18.04.2013, Page 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég féll strax fyrir þessu verki, enda dregur það upp bæði skemmtilega og fræðandi mynd af lífshlaupi kvenna. Verkið veitir kærkomið tækifæri fyrir konur jafnt sem karla til að fræðast um kvenlíkamann,“ segir Charlotte Bøving sem leik- stýrir Kvenna- fræðaranum sem frumsýndur verður í Kass- anum í Þjóðleik- húsinu í kvöld kl. 19.30. Um er að ræða leikgerð Kamillu Wargo Brekling á fræðslubókinni Kvind kend din krop sem fyrst kom út í Danmörku árið 1975 og hefur verið endurútgefin fjórum sinnum síðan. Bókin vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir hispurslausa um- fjöllun sína um konur, líkama þeirra, tilfinningar, frjósemi og kynlíf. Leikritið var frumsýnt hjá danska leikhúsinu Mungo Park síðla árs 2010 og er óhætt að segja að sýn- ingin hafi slegið í gegn þar í landi enda fékk hún einróma lof í dönsku pressunni og hlaut hin virtu leiklist- arverðlaun Dana, Reumert- verðlaunin, vorið 2011. Spurð hvort hún kunni skýringu á vinsældum verksins segir Charlotte augljóst að það vanti fleiri leiksýningar sem fjalli um konur og gefi þeim tæki- færi á að spegla sig í umfjöllunarefn- inu. Pólitík að gera konuna sýnilega Aðspurð segist Charlotte fyrst hafa lesið Kvinde kend din krop þeg- ar hún var innan við tvítugt. „Mamma gaf bæði mér og systur minni eintak af bókinni. Ég las hana af miklum áhuga, en systur minni fannst hún alltof bersögul, enda er- um við konur auðvitað eins misjafn- ar og við erum margar,“ segir Char- lotte og bendir á að í bókinni sé fjallað um jafn ólíka hluti og kynlíf og fullnægingu, meðgöngu og fæð- ingu, breytingaskeiðið, hlutverk kvenna og lýtaaðgerðir. „Bókin hef- ur reglulega verið endurútgefin með breytingum sem kallast á við breytt þjóðfélag. Það er mjög athyglisvert að skoða þær breytingar sem orðið hafa á samfélaginu á sl. fjórum ára- tugum. Þegar bókin kom fyrst út stóð barátta rauðsokkahreyfing- arinnar sem hæst og konur tóku sig til og brenndu brjóstahaldara sína í mótmælaskyni við staðalímyndir kvenna. Þannig má segja að bókin hafi verið ákveðið vopn í baráttunni fyrir því að efla sjálfsvitund og sjálfsvirðingu kvenna. Í nýjustu end- urútgáfunni af bókinni er fjallað um lýtaaðgerðir á borð við brjósta- stækkanir, en með því að fylla brjóst kvenna af silíkoni er í raun með skurðaðgerð verið að sauma brjósta- haldarann fastan inn í sjálfan líkam- ann. Þá er ekki lengur hægt að brenna brjóstahaldarann nema brenna sjálfa sig í leiðinni.“ Aðeins tveir leikarar, þau Marí- anna Clara Lúthersdóttir og Jóhann G. Jóhannsson, fara með öll hlut- verkin í Kvennafræðaranum sem eru fjölmörg „Við notumst við uppi- stand til að miðla efninu og leik- ararnir stökkva inn og út úr hlut- verkum sínum, sem eru mörg hver ansi krefjandi,“ segir Charlotte og nefnir sem dæmi að Jóhann leiki bæði leg og fæðingu. Spurð hvort sýningin sé pólitísk í eðli sínu bendir Charlotte á að það felist óneitanlega viss pólitík í því að gera sýningu um kvenlíkamann og gera konuna sýni- lega. „Konur í hópi áhorfenda munu vafalaust kannast við flest umfjöll- unarefnin og karlmenn fá þarna gull- ið tækifæri til þess að fræðast um kvenlíkamann. Því þar sem karlar eru ekki með leg og geta ekki fætt börn þá eru ákveðnir þættir í lífs- hlaupi kvenna sem karlar geta ekki upplifað nema í gegnum konuna.“ Ljósmynd/Eddi Hispurslaus Maríanna Clara Lúthersdóttir og Jóhann G. Jóhannsson bregða sér í fjölmörg og mjög svo ólík hlutverk í sýningunni. „Ég féll strax fyrir þessu verki“  Þjóðleikhúsið frumsýnir Kvennafræðarann í kvöld  Bráðfyndin og fjörug leiksýning um allt sem konur og karlar vilja vita um kvenlíkamann  Vantar fleiri sýningar sem konur geta speglað sig í Charlotte Bøving Danski leikhópurinn Locus Theatre Company dvelur um þess- ar mundir í vinnustofudvöl á veg- um Leikfélags Akureyrar. Sam- kvæmt upplýsingum frá LA býður hópurinn bæjarbúum að eyða degi með sér og kanna efni fyrir nýja uppsetningu hópsins sem nefnist Seemingly Someone. Í sýningunni er ætlunin að kanna þau hólf sem við sem manneskjur erum sett í innan fjölskyldunnar og hvernig við tökumst á við slíka hólfun. Listrænir stjórnendur sýning- arinnar eru írski leikstjórinn Car- oline McSweeney, danski sviðs- listamaðurinn Lisbeth Sonne Anderson og írski kvikmyndagerð- armaðurinn og ljósmyndarinn Stephen Hutton. Vinnustofan fer fram í Sam- komuhúsinu sunnudaginn 21. apríl milli kl. 10-16 og ef veður leyfir að einhverju leyti utan dyra. Fólki á öllum aldri er velkomið að taka þátt sér að kostnaðarlausu, en áhugasamir eru beðnir að skrá þátttöku sína með því að senda tölvupóst á netfangið midasala- @leikfelag.is. Ljósmynd/Stephen Hutton Kraftur Úr sýningu danska leikhópsins Locus Theatre Company. Vilja listasamstarf við Akureyringa Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.