Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 1
Þessi fjölskylda var meðal þeirra sem nutu veð- urblíðunnar á Austurvelli í gær. Víða um borg- ina mátti sjá börn að leik og iðuðu göngustígar af lífi þar sem gangandi vegfarendur, hlauparar og hjólreiðamenn nutu dagsins. Þó að sólar hafi ekki notið nema í litlum mæli var nokkuð hlýtt og mega Íslendingar búast við heldur hlýrra veðri næstu daga en hefur verið undanfarnar vikur og fara bændur því vonandi að sjá til sólar. Nutu veðurblíðunnar á frídegi Morgunblaðið/Eggert Íslendingar virðast loksins sjá til sólar eftir langan vetur F Ö S T U D A G U R 1 0. M A Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  108. tölublað  101. árgangur  GLÆSILEIKI OG GAMLAR HEFÐIR DAD ROCKS! Á SÉR DYGGAN HÓP AÐDÁENDA 24 SÍÐNA AUKABLAÐ UM HEIMILI OG HÖNNUN PABBAROKK 38 Morgunblaðið/RAX Skjótt skipast veður Á Íslandi er allra veðra von og því gefa veðurstöðvar mikil- vægar upplýsingar um stöðu mála.  Samhliða tækniframförum hefur orðið breyting á miðlun veðurupp- lýsinga hér á landi. Þegar mest var voru 40 mannaðar veðurstöðvar hér á landi sem sendu Veðurstof- unni veðurskeyti á þriggja tíma fresti, en nú eru þær aðeins 21. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að net mannaðra stöðva sé orðið of gisið og nýjasta tækni standi mannsaug- anu ekki alltaf framar, hvað veður- athuganir varðar. Hann segir persónulegar upplýs- ingar frá veðurathugunarfólki mik- ils virði en þær gefi upplýsingar varðandi fleiri þætti en sjálfvirku stöðvarnar. Þær gefa í flestum til- fellum aðeins upp vindstyrk, hita og raka. »16 Telur að net mann- aðra veðurstöðva sé orðið of gisið Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Um 1.500 nauðungar- 0sölumál eru hjá sýslumanni. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is 1.580 nauðungarsölumál eru nú til meðferðar hjá sýslumanninum í Reykjavík. Er þar um að ræða bæði atvinnuhúsnæði, íbúðarhús- næði og lóðir. Á bak við hvert mál fyrir sig geta verið ein eða fleiri nauðungarsölubeiðnir en á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs voru lagðar fram 534 slíkar beiðnir. Til samanburðar voru 2.450 beiðnir skráðar allt árið 2012. Nauðung- arsöluferlið getur tekið um eitt og hálft ár í heildina. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum í Reykjavík bíða 611 mál fyrstu fyrirtöku. Nokkur tími líður á milli þess að nauðung- arsölubeiðni berst og þangað til fyrsta fyrirtaka hennar er, en nýjar nauðungarsölubeiðnir sem berast í dag fara ekki í fyrstu fyrirtöku fyrr en í haust að undangenginni til- kynningu til gerðarþola og auglýs- ingu í Lögbirtingablaðinu. Þá eru 414 mál í byrjun uppboðs. Gerðarbeiðendur geta frestað því í eitt ár frá fyrstu fyrirtöku að upp- boð byrji. Eðli málsins samkvæmt er því misjafnt hversu langur tími líður frá fyrstu fyrirtöku og þar til uppboð hefst og getur það verið allt frá nokkrum vikum og upp í eitt ár. Framhald uppboðs þarf að fara fram innan fjögurra vikna frá byrj- un þess en 75 mál eru nú í þeirri stöðu hjá sýslumanni. Ef um er að ræða íbúðarhúsnæði sem gerðar- þoli hefur til eigin nota er honum heimilt að leigja eignina í allt að eitt ár gegn hæfilegri leigu sem sýslumaður ákveður. Þá eru 480 mál í greiðsluaðlögun. Þar eru inni- falin mál þar sem gerðarþoli er í greiðsluskjóli á meðan verið er að leita greiðsluaðlögunar. Einnig eru í þessari tölu mál þar sem samn- ingur um greiðsluaðlögun er kom- inn á. Ör fjölgun uppboðsbeiðna  Rúmlega 1.500 nauðungarsölumál til meðferðar hjá sýslumanninum í Reykjavík  Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra segir að niður- staða Héraðs- dóms Austur- lands, þar sem lögbanni á rútu- ferðir var hafn- að, gefi ekki til- efni til endur- skoðunar á þeim samningum sem Vegagerðin hafi gert við sveitarfélög um fólksflutn- inga. Ögmundur segir að það séu fremur dómstólar sem þurfi að end- urskoða afstöðu sína. »22 Dómstólar endur- skoði afstöðu sína Ögmundur Jónasson  Umhverfis- ráðuneytinu hef- ur borist kvörtun frá Al, álvinnslu vegna ákvörð- unar þess að framlengja tíma- bundna undan- þágu álvinnslu- fyrirtækisins Kratusar frá því að sækja um starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Als segir dæmalaust að Kratus hafi fengið leyfi til að starfa á grund- velli starfsleyfis Als. Að sögn Svan- dísar Svavarsdóttur umhverfis- ráðherra er hún með málið til skoðunar. »4 Kvarta vegna und- anþágu Kratusar Svandís Svavarsdóttir Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ítrekað beitt sér fyrir því að lög um húsmæðraorlof verði afnum- in. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir þau ganga gegn jafnréttis- og jafnræðissjón- armiðum. „Eins og samfélagið er orðið í dag eru margir aðrir hópar sem sveitarfélagið ætti frekar að styrkja með ýmsum hætti en orlofs- dvöl húsmæðra,“ segir Aldís. „Enda getur það ekki verið hlutverk sveit- arfélaga að sjá til þess að fólk komist í hóteldvalir.“ Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Guð- rún Ágústa Guðmundsdóttir, telur að stjórnvöld eigi að bera kostnaðinn af orlofinu, þar sem þau hafi ekki treyst sér til að breyta lögunum, en forsvarsmenn bæjarins hafa lengi gagnrýnt lögin. »12 Orlofið tímaskekkja?  Stjórnvöld eigi að bera kostnaðinnNokkuð stöðug jarðskjálftahrina hefur verið við Reykjaneshrygg, síðustu tvo sólarhringa. Flestir skjálftarnir eiga upptök sín við Fuglaskerin, 30 km suðvestan við Reykjanestá. Fjórir öflugustu skjálftarnir hafa verið um og yfir fjórir að stærð. Sá fyrsti var um 11- leytið í gærmorgun, tæplega hálf- átta í gærkvöldi mældist einn 4,5 að stærð. Jarðskjálftarnir fundust víða á suðvesturhorninu, m.a. á Reykja- nesi, Akranesi, í uppsveitum Borg- arfjarðar, nánar tiltekið í Húsafelli, á höfuðborgarsvæðinu og á Hellu. Skjálftarnir eru í rénun að sögn jarðfræðings en búast má við að þeir haldi eitthvað áfram. Jarð- skjálftahrinur eru algengar á Reykjaneshrygg. Skjálftar fundust frá Borgarfirði til Hellu Kort/Veðurstofa Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.