Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Sýningum lýkur í vor! Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vatnsstaða dregur úr orku  Alcoa og Landsvirkjun funda í dag  Ekki verið lægra í Blöndulóni síðan 1999 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Landsvirkjun hefur óskað eftir því við Alcoa Fjarðaál að fyrirtækið dragi tímabundið úr orkunotkun sinni í ljósi lágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum Landsvirkjunar á Norður- og Austur- landi, en hún er með því lægsta sem sést hefur. Hefur Landsvirkjun af þessum sökum dregið úr raforku- vinnslu í Blöndustöð og Fljótsdals- stöð eins og kostur er en þess í stað aukið vinnslu í aflstöðvum á vatna- sviði Tungnaár og Þjórsár. Flutnings- kerfi Landsnets takmarkar hins veg- ar verulega svigrúmið til raforku- flutnings á milli landshluta. Slík takmörkun kemur illa niður á rekstri raforkukerfisins við núverandi að- stæður. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir að fundað verði með fulltrúum Landsvirkjunar í dag. „Staðan er þannig núna að Lands- virkjun hefur sent okkur bréf þar sem okkur er gerð grein fyrir því að vatns- staðan sé léleg eins og er og óskað eft- ir því að við drögum úr orkunotkun- inni. Við eigum eftir að hitta Landsvirkj- un og fara yfir málið og mynda þá betri sýn á það og ákveða hvað við ger- um í framhaldinu.“ Aldrei verið lægri í Hálslóni Í fréttatilkynningu frá Landsvirkj- un kemur fram að vatnshæð Blöndu- lóns sé nú 467,94 metrar yfir sjávar- máli. Er það lægsta staða Blöndulóns síðan árið 1999 þegar lónið fór lægst í 466,19 m y.s. Vatnshæð Hálslóns er nú í 576,23 m y.s. og hefur vatnshæðin aldrei verið lægri. Þá er vatnshæðin í Þórisvatni nú í 565,85 m y.s. en líkt og með Blöndulón þarf að leita allt til árs- ins 1999 til að finna lægri stöðu en þá fór vatnshæðin niður í 562,54 m y.s. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hverfandi Hálslón hefur aldrei staðið lægra en það gerir núna. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks eru sagðar ganga vel. Þeir Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, funduðu í gær í Biskupstungum og mun sá fundur hafa verið árangurs- ríkur. Hófst fundurinn um hádegisbilið og stóð fram á kvöld. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir að ekki hafi fleiri komið að viðræðunum í gær en flokksformennirnir og aðstoðarmenn þeirra. Á meðal þess sem hafi verið rætt á fundinum í gær hafi ver- ið efnahagsmál ásamt heilbrigðis- og menntamálum. Gert er ráð fyrir að Sigmundur Davíð muni ræða bráð- lega við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, um stöðu mála. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, segir að staðan í viðræðunum sé góð og að þeim miði vel áfram. Svanhildur segir að séð sé fram á að það muni þurfa nokkra daga í viðbót áður en niðurstaða viðræðnanna verður ljós. Fundað í Biskupstungum  Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag  Hafa gengið vel  Heilbrigðis- og menntamál voru rædd í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigmundur og Bjarni Stjórnarmyndunarviðræður ganga vel og munu þær halda áfram í dag. Maðurinn sem fannst látinn á heimili sínu á Eg- ilsstöðum aðfara- nótt síðastliðins þriðjudags lést vegna þess að honum blæddi út. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins var lík mannsins með mörg stungusár. Í samtali við mbl.is í gær sagðist Jóna Wilhelmsson Jensen, yfirlög- regluþjónn á Eskifirði, ekki geta staðfest neitt um áverka á líkinu, en staðfesti þó að manninum hefði blætt út. Þá sagði hann ekki vera hægt að svara nánar um hvernig maðurinn lést þar sem meinafræðingur sem rannsakaði lík mannsins sé ekki bú- inn að ljúka úrvinnslu gagna. Maðurinn sem handtekinn var vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. maí næstkom- andi hefur ekki játað að hafa átt að- ild að andlátinu. Búið er að taka eina formlega skýrslu af honum, en að sögn Jónasar á lögreglan eftir að ræða betur við hann. Var með fjölda stungusára  Hefur ekki játað Stöðugur straumur fólks lá í Ráðhús Reykjavíkur í gær til þess að gefa kaffihúsinu GÆS bolla sem nota á í kaffihúsinu þegar það verður opnað í Tjarnarbíói í júní. Að kaffihúsinu standa nemendur í starfstengdu diplóma- námi fyrir fólk með þroskahömlun í Háskóla Íslands og vilja þeir með þessu leggja sitt af mörkum til að auka fjölbreytni í atvinnutækifærum fatl- aðs fólks. Gísli Björnsson var afskaplega glaður og þakklátur þegar Anna María Hjartardóttir lagði sitt af mörkum með grænum bollum og undirskálum. Fólk flykktist í Ráðhúsið til að gefa bolla Morgunblaðið/Eggert Níu vegfarendur slösuðust í jafn- mörgum umferðarslysum á höfuð- borgarsvæðinu í síðustu viku. At- hygli vekur að af þeim er um fjögur reiðhjólaslys að ræða, tvö bifhjóla- slys og eitt tengist fjórhjóli að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Í flestum tilvikum var um ógætilegan akstur að ræða þar sem oftar en ekki var hjólað og ekið of hratt miðað við aðstæður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lög- reglunni. Í einu tilviki reyndist hjólreiða- maðurinn ölvaður. Annar hjólreiða- maður var hjálmlaus og hlaut höfuðáverka við fall af hjólinu. Þá lenti hjólreiðamaður á raf- magnshjóli á bíl sem bakkað var úr porti og í veg fyrir hjólreiðamann- inn. Orsökin er rakin til ógætilegs aksturs beggja. Ógætilegur og hraður akstur  Níu vegfar- endur slösuðust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.