Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Vinsælasti bíll heims á enn betra verði TREND EDITION Ford Focus, söluhæsti bíll í heimi árið 2012, er nú fáanlegur í nýrri útfærslu. 16“ álfelgur eru undir bílnum og sérstakt Trend Edition áklæði á sætum. Loftkæling, öflug aksturstölva, regnskynjari í framrúðu og blátannarbúnaður eru einnig til staðar. Til viðbótar hefur verið hugað að fjölmörgum praktískum atriðum, svo sem sjálfvirkri dimmingu á baksýnisspegli og sniðugri hurðavörn. Komdu í Brimborg í dag og kynntu þér vinsælasta bíl heims árið 2012. FORD FOCUS TREND EDITION 5 DYRA FRÁ 3.390.000 KR. FORD FOCUS TREND EDITION STATION FRÁ 3.540.000 KR. FOCUS TREND EDITION KR./MÁN Ford Focus Trend Edition 5 dyra, 1,0 EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Miðað er við grænan óverðtryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 1.750.000 kr. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,60%. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. ford.is FORD FOCUS FRÁ 27.447 Atli Vigfússon laxam@simnet.is „Voða væri gaman að geta spilað á þetta því það er svo mikið af tökkum og svo góður hljómur. Þetta er bara eitt hljóðfæri sem maður heldur á og það eru engar leiðslur og vesen.“ Þetta segist Hermann Hólmgeirsson á Staðarhrauni í Aðaldal hafa hugs- að fyrst þegar hann sá harm- oniku. „Svo er hægt að spila nánast allt og það er skemmtilegast að spila eftir eyranu, en grunnurinn er auðvitað að læra nótur og fylgja þeim,“ segir Hermann, sem var einn þeirra harmoniku- nemenda sem spiluðu á degi harmonikunnar á Breiðumýri í Þingeyjarsveit um seinustu helgi. Mikill áhugi á harmoniku- tónlist í fjölskyldunni Hermann stundar harmoniku- nám við tónlistardeild Hafralækj- arskóla í Aðaldal og hann segir að það hafi alltaf verið mikill áhugi fyrir þessu hjóðfæri í sinni fjöl- skyldu. Afi hans, Ívar Haukur Stef- ánsson sem bjó í Haganesi í Mývatnssveit, var mikill harmonikumaður og langafi hans, Hólmgeir Stefánsson í Hellulandi í Aðaldal, spilaði líka á harm- oniku. Þá hefur amma hans, María Gerður Hannesdóttir, mik- inn áhuga á hljóðfærinu og Her- mann heimsækir hana stundum til þess að spila og leyfa henni að hlusta. „Það er skemmtilegt að vera aðeins öðruvísi en aðrir,“ segir Hermann og segir að flestir nem- endur tónlistardeildarinnar séu að læra á eitthvað annað en hann, t.d. gítar, trommur o.fl. Hann segist hafa mikinn áhuga á að spila danslög eins og valsa, en íslensk þjóðlög séu líka í uppá- haldi. Reyndar hafi hann gaman af öllu og æfi sig oft, en auðvitað er það fyrirhöfn að fara með þungt hljóðfæri eins og harm- oniku í skólabílinn. Það er samt þess virði og gott að Harmoniku- félag Þingeyinga skuli hafa gefið skólanum harmoniku sem nem- endur fá afnot af. Hlakkar til að spila á böllum Hermann stefnir að grunnprófi í harmonikuleik, en hann er búinn að læra í þrjú ár á hljóðfærið og er núna kominn í 7. bekk Hafra- lækjarskóla. Hann hefur gott tón- eyra og á gott og skemmtilegt samstarf við kennara sinn, Knút Emil Jónasson sem er alvanur harmonikuleikari. Hann ætlar að gerast félagi í Harmonikufélagi Þingeyinga og hlakkar til að spila á böllum í framtíðinni. Allt hægt með harmonikunni  Hermann Hólmgeirsson á Staðarhrauni í Aðaldal er ungur harmonikuleikari sem finnst gaman að spila valsa og íslensk þjóðlög  „Það er skemmtilegt að vera aðeins öðruvísi en aðrir,“ segir hann Glöð Ungir harmonikuleikarar léku nýverið fyrir gesti á Breiðumýri í Þingeyjarsveit. F.v. Kristinn Ás- björnsson, Hermann, Anna Eir Pálsdóttir, Margrét Eva Artúrs- og Helgudóttir, Jón A. H. Artúrsson. Tóneyra Hermann er búinn að læra í þrjú ár á harmoniku og líkar það vel. Harmonikufélag Þingeyinga var stofnað 4. maí 1978 og hefur um langt árabil staðið fyrir danskvöldum, tónleikahaldi og fleiru sem tengist harmonikuleik í Þingeyjarsýslu. Félagið hefur hvatt ungt fólk í harmonikunámi til dáða og á degi harm- onikunnar um helgina spiluðu nemendur frá Hafralækjarskóla í Aðaldal, Tónlistarskóla Húsavíkur og Öxarfjarðarskóla fyrir gesti. Uppskáru nemendurnir mikið klapp gesta fyrir frábæran tónlistarflutn- ing. Hvetja ungt fólk til dáða DAGUR HARMONIKUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.