Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarmaðurinn Snævar Njáll Al- bertsson tróð upp með hljómsveit sinni Dad Rocks! á Spot-tónlistarhá- tíðinni í Árósum um síðustu helgi og var það mikið stuð. Dad Rocks! hófst sem sólóverkefni Snævars en fljótlega fór hann að safna í kringum sig hópi tónlistarmanna sem hefur verið breytilegur að stærð, allt eftir því hversu margir eru lausir til að leika á tónleikum hverju sinni. Fyrsta sóló- plata Dad Rocks!, Mount Modern, kom út síðla árs 2011 og önnur er væntanleg á árinu. Verður sú full- kláruð hér á landi. Dad Rocks! lék á Iceland Airwaves árið 2011 en Snævar hefur leikið margsinnis hér á landi einn síns liðs og þá m.a. á Blönduósi þar sem hann ólst upp. Hann flutti til Árósa árið 2006, hefur búið þar síðan og á þar fjöl- skyldu. Blaðamaður hitti Snævar og annan liðsmann Dad Rocks!, Nikolaj Skjold, í Árósum laugardaginn sl. Samvinnuhópur „Ég myndi segja að Dad Rocks! hafi orðið til eftir að ég varð faðir í lok árs 2009. Þá fór ég að semja lög fyrir þetta verkefni og hljómsveitin varð til árið 2010, þá fórum við að halda tónleika,“ segir Snævar. Lögin sem hljómsveitin flytur eru öll eftir hann en hann segir meðlimi sveitarinnar þó hafa sitt að segja um flutning og útsetningar. „Þetta er miklu frekar eins og sam- vinnuhópur heldur en hljómsveit,“ segir Snævar til frekari útskýringar á því hvernig Dad Rocks! virkar. Þegar leggja þurfi í plötu eða spila á tón- leikum sé hópnum smalað saman. „Mér líkar við þá nálgun, það heldur tónlistarferlinu lifandi og gerir það áhugaverðara. Það er líka áhugavert að spila í hljómsveit en maður fær inn- blástur með öðrum hætti þegar fólk slæst í hópinn af og til.“ -Nafnið, Dad Rocks!, hvaðan kom það? „Ég held að það sé kaldhæðnisleg nálgun í þessu. Ákveðin tegund tón- listar hefur verið kölluð pabbarokk, t.d. tónlist hljómsveita á borð við Led Zeppelin og tónlistin okkar á lítið skylt við hana,“ segir Snævar. En lík- lega hafi hann valið nafnið í von um að börnin hans myndu kunna að meta tónlistina hans þegar þau yrðu eldri. Skjold bendir þá á að lögin höfði mörg hver til feðra og Snævar tekur undir þær vangaveltur og bætir við að lagatextarnir fjalli margir hverjir um föðurhlutverkið. -Og miðaldra menn geta dansað við tónlistina, hún er nógu hæg til þess? „Já, einmitt og engin slysahætta,“ segir Snævar og hlær. Alþýðurokk með meiru -Tónlistin sem þið spilið er ein- hvers konar alþýðurokk, minnir t.d. á Benna Hemm Hemm… „Já, ég get alveg tekið undir það, sérstaklega af því að við erum með marga blásturshljóðfæraleikara. Ég myndi segja að hún væri samin með stóra hljómsveit í huga en söngurinn er líka innblásinn af hipphoppi, meðal annars. Þannig að þetta er blanda af hinu og þessu,“ segir Snævar. Berst þá talið að næstu plötu. „Við erum næstum búin að taka allt efni upp fyrir plötuna en vantar örlítið af söng og strengjaleik. Við ætlum að hljóðblanda hana á Íslandi og hún verður gefin út seint á þessu ári,“ segir Snævar, stefnt sé að útgáfu í október. Addi 800 sér um hljóðblönd- unina líkt og á fyrstu plötu Dad Rocks! og ber Snævar honum vel söguna. „Hann er einn af þægileg- ustu mönnunum að vinna með í tón- listargeiranum,“ segir hann. Spurðir út í muninn á nýju plötunni og þeirri síðustu segir Skjold að raftónlist verði meiri áberandi á þeirri nýju og útsetningar flóknari. Snævar bætir því við að miklu fleiri tónlistarmenn komi að plötunni, m.a. 20 manna stúlknakór og 30 manna brass- hljómsveit. -Hvernig hefur Dad Rocks! verið tekið í Danmörku? „Vel. Við höfum ekki slegið í gegn eða neitt svoleiðis en eigum okkur dyggan hóp aðdáenda sem fer stækk- andi,“ segir Snævar. Skjold segir tón- leikaferðir Dad Rocks! hafa verið nokkuð tíðar. „Við höfum ferðast mikið, í síðustu viku vorum við í Þýskalandi og Sviss,“ segir hann. Snævar bætir því við að frá árinu 2010 hafi hópurinn haldið um 150 tón- leika, flesta í Þýskalandi og Bretlandi og nokkra í Bandaríkjunum. Næst á dagskrá sé að koma plötunni út og halda í frekari tónleikaferðir með haustinu til að kynna hana. Eyja á plötusamningi -Hvernig finnst ykkur tónlist- arsenan vera núna í Danmörku? „Ég held að hún sé eins og best verður á kosið. Það eru margar góðar hljómsveitir að koma fram á sjón- arsviðið, sérstaklega frá Kaup- mannahöfn. Efterklang er að mínu mati ein besta hljómsveitin í dag og Sleep Party People er líka frábær og Broken Twin,“ segir Snævar. Líkt og á Íslandi sé mikið um gæðatónlist í Danmörku en þó sé gróskan öllu meiri og villtari á Íslandi. „Það mætti halda að öll eyjan væri á plötusamn- ingi,“ segir Snævar að lokum og hlær. Pabbarokk án slysahættu  Dad Rocks! hélt vel heppnaða tónleika á Spot-hátíðinni í Árósum  Á sér dyggan aðdáendahóp í Danmörku  Leggur lokahönd á næstu plötu sína á Íslandi og koma tugir tónlistarmanna að henni Ljósmynd/Thomas Sørensen Fjörugt Skjold og Snævar á tónleikum Dad Rocks! á Spot- hátíðinni í Árósum föstudaginn sl. Sinfóníuhljómsveit Íslands og úr- valslið íslenskra söngvara munu flytja mörg af þekktustu lög ís- lenskar tónlistarsögu á tónleikum sem haldnir verða í Hörpu 30. maí nk. Af lögum sem flutt verða má nefna „Stingum af“, „Horfðu til himins“, „Tvær stjörnur“, „Don’t try to fool me“ og „Vetrarsól“. Söngvararnir eru Ragnar Bjarna- son, Lay Low, Eyþór Ingi, Arnór Dan, Birgitta Haukdal, Jónas Sig- urðsson, Sigríður Thorlacius, Páll Óskar, Mugison, Magga Stína, Helgi Björnsson, Egill Ólafsson, Björgvin Halldórsson, Jóhann Helgason, Jón Jónsson, Svavar Knútur, Ellen Kristjánsdóttir, Daníel Ágúst, Björn Jörundur, Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Ragnheiður Gröndal, Valdimar Guðmundsson og Dísella Lárusdóttir. Tónleikarn- ir eru haldnir í samvinnu við Félag tónskálda og textahöfunda, FTT, sem fagnar 30 ára afmæli í ár. Flest laganna sem flutt verða hafa verið útsett fyrir sinfóníuhljómsveit. Af öðrum lögum sem flutt verða á tónleikunum má nefna „Pöddu- lagið“, „When I Think of Angels“, „Samferða“, „Söknuð“, „Skýið“, „Hringur og Bítlagæslumennirnir“, „Þú komst við hjartað í mér“, „Feels Like Sugar“ og „Hafið er svart“. Af þessum lista má sjá að efnisskráin verður fjölbreytt. Morgunblaðið/Golli Söngfugl Sigríður Thorlacius mun syngja á tónleikunum með SÍ. Söngvarar syngja með Sinfó í Hörpu  Dægurlagaperlur útsettar fyrir SÍ Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.