Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
✝ Jón RúnarGunnarsson
fæddist í Reykjavík
11. nóvember 1960.
Hann lést á deild
11E á Landspít-
alanum 29. apríl
síðastliðinn.
Foreldrar hans
eru Gunnar Magn-
ússon skipstjóri, f.
18. júní 1922, og
Guðrún Gunn-
arsdóttir húsmóðir, f. 21. sept-
ember 1924, d. 8. maí 1992.
Systkini hans eru Baldur, f.
20.5. 1942, kvæntur Eddu Karen
Haraldsdóttur og eiga þau þrjú
börn; Guðrún Sigríður, f. 30.11.
1943, og á hún fimm börn; Gunn-
hildur Ólöf, f. 4.4. 1946, sam-
býlismaður Guðmundur Arn-
aldsson og á hún eina dóttur;
Magnús Björgvin, f. 14.7. 1947;
Stefanía Sara, f. 5.9. 1949, gift
Kristjáni Júlíusi Ágústssyni og
eiga þau þrjú börn; Gunnar
Magnús, f. 24.10. 1956, kvæntur
Guðrúnu Hafdísi Eiríksdóttur og
eiga þau tvö börn; Pétur Sig-
urður, f. 9.1. 1964, kvæntur Að-
Fram til 1992 sinnti Jón Rún-
ar ýmsum störfum; hjá Ingvari
Helgasyni, Innkaupasambandi
slysavarnasveitanna, Mjólk-
ursamsölunni og við sjómennsku
á Jóni Finnssyni og Grindvík-
ingi. Árið 1993 hóf Jón Rúnar
störf hjá Ísboltum í Hafnarfirði,
fyrst sem sölumaður og síðar
framkvæmdastjóri. Árið 2003
hóf hann störf sem sölustjóri hjá
Sindra-Stáli og vann þar til árs-
ins 2006 þegar hann ásamt fleir-
um stofnaði CR-setrið í Graf-
arholti og var hann
rekstrarstjóri þar. Frá árinu
2009 starfaði hann hjá Verk-
færasölunni í Síðumúla.
Jón Rúnar stundaði ýmiskon-
ar íþróttir á sínum yngri ár-
um,fylgdist mikið með þeim alla
ævi og þá sérstaklega fótbolta
og var dyggur stuðningsmaður
KR og Arsenal. Hann hafði mik-
inn áhuga á veiði og stofnaði
ásamt æskuvinum sínum úr
Grindavík veiðifélagið NAS. Jón
hafði einnig mikinn áhuga á
ferðalögum bæði með fjölskyldu
og vinum. Jón Rúnar var félagi í
Oddfellowstúkunni Ara fróða í
Reykjavík. Síðustu tíu árin skip-
uðu hundarnir hans Gutti og
Plútó einnig stóran sess í lífi
hans.
Útför Jóns Rúnars fer fram í
Grafarvogskirkju í dag, 10. maí
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
alheiði Pálmadótt-
ur.
Jón Rúnar
kvæntist 25. maí
2002 Mörtu Krist-
ínu Halldórsdóttur,
f. á Ísafirði 8.10.
1961. Foreldrar
hennar eru Halldór
Halldórsson, f. 27.3.
1933, og Lára Stein-
unn Einarsdóttir, f.
28.6. 1933, d. 1.9.
2006. Dætur Jóns Rúnars og
Mörtu eru Kristín Sara, f. 25.7.
1989, og Rúna Hlíf, f. 7.1. 1993,
sambýlismaður hennar er Björn
Viðar Sigurðsson, f. 18.12. 1982.
Sonur Jóns Rúnars úr fyrri sam-
búð er Gunnar Birnir, f. 13.8.
1982, og móðir hans er Alda
Björgvinsdóttir, f. 7.3. 1959.
Jón Rúnar ólst upp í foreldra-
húsum á Bústaðavegi og í
Hvassaleiti fram til níu ára ald-
urs og flutti þá fjölskyldan til
Grindavíkur. Eftir gagnfræða-
próf lauk Jón Rúnar 1. stigi í
Vélskóla Íslands og síðar versl-
unarprófi frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti.
Tilefnið er ef til vill afmæli
einhvers, fermingarveisla eða
eitthvað slíkt. Það er gaman að
hittast og allir spjalla saman í ró-
legheitum þegar Jón Rúnar
mætir í veisluna. Honum fylgir
frískur andblær og allir taka eft-
ir því að Jónsi er mættur. Hon-
um liggur hátt rómur, kæti hans
smitar viðstadda og yfirbragð
samkomunnar breytist. Frá
orkuboltanum stafar lífsgleði og
þróttur sem hrífur nærstadda,
hlátur hans er hljómmikill og
smitandi og hann hefur næmt
auga fyrir skondnu hliðunum í
lífinu. Sérstaklega kann hann að
finna fyndnu hliðarnar á sjálfum
sér eða einhverju sem varðar
hann sjálfan og segir hann frá
þessu á afar skemmtilegan máta
og með tilþrifum.
Þannig minnist ég Jónsa mágs
míns sem nú hefur kvatt þennan
heim langt um aldur fram eftir
erfið veikindi.
Jónsi var meðalmaður á hæð,
snöggur í hreyfingum og gat ver-
ið ör í lund. Hann kom alltaf til
dyranna eins og hann var klædd-
ur og dramb átti hann ekki til.
Lognmolla átti ekki við hann en
hann var blátt áfram og alltaf líf
og fjör í kringum hann. Hann
vann lengst af við verslunarstörf
eftir að hann hætti sjómennsku
og var ekki ónýtt að fá að leita
ráða hjá honum um allra handa
verkfæri sem við vorum báðir
áhugamenn um.
Hann fylgdist vel með málefn-
um líðandi stundar og myndaði
sér skoðanir sjálfur og ekkert
var eins fjarri honum og að grípa
viðteknar skoðanir sem margir
aðhyllast að óathuguðu máli og
gera að sínum. Hann þorði að
mynda sér sínar skoðanir og
standa fyrir þeim þótt þær væru
ekki öllum að skapi. Það var allt-
af gaman og gefandi að ræða hin
ýmsu málefni við hann.
Ég er þakklátur fyrir allar
skemmtilegu stundirnar sem við
áttum saman og minnist hans
sem félaga sem alltaf var hress
og kátur og miklaði ekki fyrir sér
erfiðleika í lífinu.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu Jónsa og
systkina hans.
Hilmar Sigvaldason.
Í dag kveðjum við vin okkar
hann Jón Rúnar sem fallinn er
frá í blóma lífsins. Það er mikil
sorg í hjarta og erfitt að sjá á eft-
ir góðum vini.
Margar góðar minningar
koma upp í hugann á þessari
stundu og margs að minnast. All-
ar samverustundirnar, ferðalög-
in og matarveislurnar sem við
héldum saman. Jón var náttúr-
lega á grillinu enda hafði enginn
roð við honum þar. Seinasta
ferðalag sem við fórum saman
var í nóvember 2011 þegar við
skelltum okkur til New York í al-
veg ógleymanlega ferð.
Sumarið 2012 greinist Jón
með krabbamein sem að lokum
tók hann frá okkur.
Ég minnist þess vel að frá
upphafi baráttu sinnar sýndi Jón
úr hverju hann var gerður. Bar-
áttuandi, jákvæðni og þetta ótrú-
lega æðruleysi sem fylgdi honum
þrátt fyrir erfið veikindi. Jón
vildi lítið vera að vorkenna sjálf-
um sér, gaf manni upp stöðu
dagsins og sagði að nú skyldum
við tala um eitthvað skemmti-
legra sem við og gerðum.
Við fjölskyldan þökkum Jóni
fyrir þann dýrmæta tíma sem við
áttum saman.
Elsku Marta, Kristín, Rúna,
Gunni og Bjössi, við vottum ykk-
ur alla okkar samúð.
Blessuð sé minning Jóns Rún-
ars Gunnarssonar.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Guðmundur, Hall-
dóra og fjölskylda.
Það var þungt högg að fá sím-
tal mánudaginn 29. apríl síðast-
liðinn, þar sem fréttirnar voru
þær að vinur okkar, Jón Rúnar,
væri fallinn frá. Við heimsóttum
hann á sjúkrahúsið aðeins tveim-
ur dögum áður, við sáum og
gerðum okkur alveg grein fyrir
því hversu veikur hann var orð-
inn. Þetta er allt svo óraunveru-
legt, að einn úr þessum trausta
og góða vinahóp skuli vera horf-
inn.
Okkar vinskapur er búinn að
vara lengi. Hefur staðið í u.þ.b.
40 ár. Fimm æskufélagar úr
Grindavík, Jón Emil, Einar Dag-
bjarts., Jón Rúnar og við und-
irritaðir. Það er margs að minn-
ast á svona tímamótum. Öll böllin
í Festi og á öðrum skemmtistöð-
um á Suðurnesjum. Veiðiferðirn-
ar norður á Skaga sem farnar
voru í mörg ár. Alltaf síðasta
helgin í maí. Gist í tjaldi og síðar
í tjaldvagni og alltaf var tjaldað í
kringum hellulögnina sem við út-
bjuggum við vatnið. Við vorum
allir mjög hreyknir af þessu
mikla framtaki í hópnum. Þetta
var hálfgerð forstofa að okkur
fannst. Við stofnuðum veiðifélag
og nefndum það NAS. Við vorum
oft spurðir: fyrir hvað stendur
þetta? Jú, auðvitað, Netajaxlar
að sunnan. Aðalfundir voru
haldnir eins og hjá öðrum virtum
félögum og þeir skráðir í fund-
argerðarbók. Mánaðargjald var
innt af hendi. Lög félagsins voru
samin að okkar hætti. Það voru
mjög ákveðnar reglur sem giltu
um aðalfundinn. Ekkert nema
kaffi eða gos mætti drekka með-
an á aðalfundi stæði. Eftir venju-
leg aðalfundarstörf þá voru aðrar
reglur í gildi.Við fjárfestum í net-
um, gúmmíbát og mörgu öðru.
Eitt árið, þegar við komum norð-
ur, þá var vatnið okkar ísilagt og
þá var ekkert annað í stöðunni en
að kaupa ísbor ef við lentum í
þessu aftur. Matarinnkaupin fyr-
ir ferðirnar voru alveg kapítuli út
af fyrir sig. Jón Rúnar var þar al-
veg sér á báti. Hann vildi annað
sinnep en við hinir, aðra tómat-
sósu, annað krydd og svo margt
fleira. Hvað þýddi þetta? Jú, auð-
vitað, mikil og dýr innkaup og
mikla afganga. En þetta var bara
fjárfesting í minningum þegar
við hugsum til baka.
Jón Rúnar var alveg einstak-
lega orðheppinn og gat haldið
langar einræður þar sem hann
spann frásagnir og sögur alveg
út í eitt. Við hinir sátum, hlust-
uðum, hlógum og grétum að
ruglinu í honum. Sterkar skoð-
anir hafði hann á nánast öllum
hlutum og lét þær óspart í ljós.
Aðrir í þessum hóp höfðu þær
líka. Skoðanaskipti voru þar af
leiðandi mikil. Oft var mikið rifist
og mikill hávaði og allir töluðu
hver upp í annan. Fótboltaferðir
voru farnar til Englands,
ógleymanlegar ferðir. Í haust,
þegar Jón Rúnar var hress eftir
lyfjagjöf, hitttumst við allir
heima hjá Einari Dagbjarts. Við
grilluðum, drukkum saman, allir
gömlu brandararnir fengu nýtt
líf, allar gömlu sögurnar voru
sagðar aftur og aftur. Mikið er
þetta allt óraunverulegt og
ósanngjarnt. Hér sitjum við og
skrifum minningargrein um
æskufélaga okkar. Þetta eru at-
riði sem áttu ekki að gerast fyrr
en eftir mörg ár. Okkur finnst við
vera svo ungir. Elsku vinur, þín
verður sárt saknað. Þú verður
alltaf í huga okkar. Elsku Marta,
Gunnar Birnir, Kristín og Rúna,
megi góður Guð styrkja ykkur í
þessum mikla missi. Minningin
um góðan félaga lifir í okkur.
Magnús Andri Hjaltason og
Hermann Waldorff.
Jón Rúnar
Gunnarsson
✝ Ástbjörg Hall-dórsdóttir
fæddist í Reykjavík
17. október 1930.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 3. maí 2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ást-
björg Magn-
úsdóttir, f. 8.6.
1896, d. 23.2 1970
og Jón Halldór Þór-
arinsson, f. 17.4. 1901, d. 13.7.
1999. Ástbjörg átti þrjá albræð-
ur, Ingiberg, Harald og Jens,
tvo hálfbræður, Alfreð og Lúð-
börn. Jónas, f. 31. desember
1954, d. 6. ágúst 2009, hans kona
Inga Marta Jónasdóttir, hjúkr-
unarfræðingur. Þau eiga þrjú
börn og sex barnabörn, fyrir átti
Jónas einn son. Ingveldur, f. 19.
september 1959, gift Gunnari
Torfasyni, framkvæmdastjóra,
og eiga þau þrjú börn og fimm
barnabörn. Haraldur Þór, f. 31.
ágúst 1966, giftur Ylfu E. Jak-
obsdóttur og eiga þau þrjú börn,
fyrir átti Haraldur einn son.
Ástbjörg ólst upp í Reykjavík
og gekk þar í skóla. Tvítug fór
hún í Húsmæðraskólann að
Varmalandi í Borgarfirði. Ást-
björg og Teitur bjuggu í Kópa-
vogi frá 1954. Ástbjörg var alla
sína tíð húsmóðir ásamt því að
taka þátt í rekstri þeirra hjóna.
Útför Ástbjargar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 10. maí
2013, kl. 15.
víg og einn stjúp-
bróður, Jón.
Ástbjörg giftist
27. desember 1952
Teiti Jónassyni
framkvæmda-
stjóra, f. 31. janúar
1930 í Borgarnesi.
Foreldrar hans
voru Ingveldur
Teitsdóttir og Jón-
as Kristjánsson.
Ástbjörg og Teitur
eignuðust fjögur börn, Hall-
dóra, f. 8. apríl 1953, gift Jónasi
Haraldssyni ritstjóra og eiga
þau fjögur börn og átta barna-
Elsku mamma mín, í dag,
daginn sem þú ert borin til
hinstu hvílu, rifjast upp góðar
og hlýjar minningar úr lífi mínu
með þér. Móðir sem ávallt var
til staðar, traust og trú sama á
hverju gekk, stolt af sínum hóp.
Guð geymi þig og blessi, elsku
mamma mín. Megir þú eiga
góða heimkomu.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Ingveldur.
Kannski var það táknrænt að
Ásta héldi á aðrar lendur á fer-
tugsafmæli fyrsta barnabarns-
ins. Hennar hlutverk var ekki
síst móður, ömmu og langömmu
stórs hóps afkomenda. Hún hélt
utan um sitt fólk allt fram til
hinstu stundar, hugsaði til sinna
þótt líkamlegt þrek væri þrotið
undir það síðasta. Hugsunin var
hins vegar skýr þar til yfir lauk.
Vafalaust hefur hún hugsað
sitt á sínum tíma þegar heima-
sætan mætti með síðhærðan
menntskæling upp á arminn.
Hártíska þess tíma var rakara-
stéttinni ekki í hag. Ungir menn
og unglingspiltar hættu að
heimsækja hárskera. Við þau
ósköp varð tilvonandi tengda-
móðir mín að una um hríð – og
tók því raunar með jafnaðar-
geði. Það fór vel á með okkur
frá fyrstu stundu. Ásta hafði í
nógu að snúast, rak stórt heim-
ili og sinnti meðfram því ört
vaxandi fyrirtæki þeirra hjóna.
Þau Teitur voru samrýnd – og
ástfangin alla sína tíð og því
góðar fyrirmyndir afkomendum
og fylgifiskum.
Vera kann að henni hafi
stundum þótt nóg um bílatal,
rútur og önnur slík farartæki af
stærri gerðinni en það breytti
ekki því að hún gekk í þau verk
sem sinna þurfti, einkum í ár-
daga meðan hópferðafyrirtæki
þeirra var minna að vöxtum og
bóndinn bundinn við akstur á
öðrum landshornum. Þá vílaði
Ásta ekki fyrir sér að koma vél
í rútu í flug svo halda mætti
áfram hringferð eins og ekkert
hefði í skorist.
Ferðalag okkar tengdamóður
minnar hefur því verið býsna
langt. Þar hefur engan skugga á
borið. Alla tíð reyndist hún okk-
ur hjónum styrk stoð, börnum
okkar ljúf amma sem gott var
að leita til og loks eignuðust
barnabörn okkar í henni þá
langömmu sem þeim þótti vænt
um enda nutu þau elskusem-
innar. Saman höfum verið
heima og heiman, í Holtagerði
og öðrum stöðum þar sem þau
Teitur bjuggu á lífsleiðinni, í út-
löndum en ekki síst í sveitinni,
fyrst í sumarbústaðnum í
Grímsnesi og síðar í sælureit
þeirra hjóna í Laugarási í Bisk-
upstungum undanfarin rúm
tuttugu ár. Á fáum stöðum undu
þau sér betur en þar sem í aust-
ur sér til Heklu, í suður yfir
Hvítá við Iðu, til Vörðufells og
Hestfjalls og vestur til Skál-
holts þar sem ómur kirkju-
klukkna fer saman við söng
fugla himinsins.
Þar er gott að vera, ekki síst
á björtu vori. Inn í eilífa vornótt
sofnaði Ástbjörg Halldórsdóttir
að lokinni farsælli ævi, sátt við
Guð og menn.
Að leiðarlokum er ljúft að
þakka samfylgdina.
Jónas Haraldsson.
Elsku amma mín og nafna er
dáin. Þrátt fyrir löng veikindi
átti ég von á því að við hefðum
lengri tíma saman. Amma og afi
hafa alltaf verið stór þáttur í lífi
mínu og ávallt búið í nágrenn-
inu og á ég margar góðar minn-
ingar um þau.
Það var alltaf opið hús í
Holtagerðinu og fór ég þangað
oft eftir skóla. Ef amma var
ekki heima skildi hún eldhús-
gluggann eftir opinn svo hægt
væri að smeygja sér inn. Í há-
deginu var oftast eins og ætt-
armót, þar sem amma sá til
þess að það væri alltaf heitur
matur á boðstólum og komu all-
ir þeir sem gátu. Hún var mikil
fjölskyldukona og vildi helst
hafa alla í kringum sig.
Eftir að amma og afi fluttu á
Vatnsendann fjölgaði heimsókn-
um okkar mikið. Krakkarnir
vissu að langamma ætti alltaf
ísbjarnaís í frystinum, það
klikkaði aldrei. Birta Líf átti
líka einn dag í viku sem hún fór
og fékk að spila við langömmu í
friði fyrir bræðrum sínum.
Ömmu þótti ótrúlega gaman
að spila á spil og tókum við
margar keppnirnar, nú síðast á
líknardeildinni þar sem amma
hélt samviskusamlega utan um
stigin. Ég vil þakka þér öll árin
okkar saman, elsku amma mín,
við klárum keppnina síðar.
Ástbjörg Ýr Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
Ég hef átt fjölmargar ynd-
islegar stundir með Ástu ömmu
í gegnum tíðina. Um daginn
rifjuðum við ömmumæðgurnar
upp sérstaklega góða stund úr
barnæsku minni þegar við
ákváðum að gera okkur sléttar,
fínar og sætar með því að skella
agúrkusneiðum á augun á okk-
ur.
Ég man líka þegar við spil-
uðum ólsen ólsen og eftir tap
skuldaði ég ömmu fimm stig og
sagðist ekki eiga þau. Þegar ég
varð aðeins eldri og var orðin
stórskuldug í ólsen ólsen-stigum
bauðst ég til að greiða skuldina
með 100 króna peningi. Amma
þáði það ekki. Hún var frekar
til í að gefa mér 100 krónur svo
ég gæti keypt mér nammi eða
farið í dýragarðinn í sumó.
Við amma vorum alltaf góðar
vinkonur. Stundum þegar ég fór
í heimsókn, ætlaði e.t.v. bara
rétt að kíkja, rankaði ég ekki
við mér fyrr en fjórir klukku-
tímar voru liðnir. Við gátum
alltaf spjallað saman við amma.
Amma hefur reynst mér vel
allt mitt líf og ég sakna hennar.
Ég veit hins vegar að hún er
komin á betri stað og fyrir það
er ég þakklát.
Elsku amma mín, takk fyrir
allt, ég mun aldrei gleyma
stundum okkar saman.
Þín
Ásta Sirrí.
„Eigum við að heimsækja
langömmu?“ spurði sonur minn
mig eftir fimleikatíma síðastlið-
inn sunnudag en það var fastur
liður að heimsækja ömmu/lang-
ömmu eftir fimleikatíma á
sunnudagsmorgnum í vetur.
Hann sótti í félagsskapinn en
amma átti leikfangadýr og
fannst gaman að leika við
drenginn með litlu dýrin og
trén. Þar að auki fékk hann allt-
af eitthvað gott í svanginn og ef
vel hittist á fann hann ís í fryst-
inum eða kex í skúffunni.
Þetta eru ekki ósvipaðar
minningar og ég á um ömmu úr
æsku. Ísskápurinn og brauð-
skúffan var oftar en ekki næsta
stopp á eftir því að heilsa ömmu
þegar komið var í heimsókn áð-
ur en farið var út í garð eða sól-
stofu að leika. Amma var mikil
fjölskyldukona og gaf sér tíma
fyrir alla. Oft voru spil við hönd
og langar stundir bæði heima
við og í bústaðnum fóru í ósen-
ólsen.
Síðustu mánuði þegar við
mæðginin fórum í heimsókn til
ömmu var samstæðuspil tekið
fram en þá var ömmu gert að
greina á milli bíla á borð við
Leiftur McQueen, Finn McSkot,
Krók og fleiri bíla sem tæplega
fjögurra ára gamall langömmu-
drengurinn þreyttist ekki að
upplýsa hana um. Hún var
ávallt tilbúin að hlusta og gladd-
ist mjög þegar við komum í
heimsókn en ég hefði ekki getað
beðið um umhyggjusamari,
gjafmildari eða betri ömmu og
mun ég minnast hennar með
gleði í hjarta.
Elsku amma mín, takk fyrir
allt.
Þín
Hildur Björg.
Ástbjörg
Halldórsdóttir