Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Full búð af nýjum vörum Lækjargötu og Vesturgötu Neysluverðsvísitalan í Kína hækk- aði meira í aprílmánuði en reikn- að hafði verið með. Hækkunin nam 2,4% á ársgrundvelli sem er nokkru meira en hækkunin í mars sem mældist 2,1% á ársgrundvelli. Dow Jones hafði spáð 2,2% hækk- un í apríl og skoðanakönnun Reu- ters spáði 2,3% hækkun. Hækkunin í apríl var ekki síst drifin áfram af hækkuðu verði á matvælum en í þeim vöruflokki nam hækkunin 4% á árs- grundvelli. Verðhækkanir á árinu eru þó enn nokkuð undir spám kín- verskra stjórnvalda sem reikna með 3% verðbólgu á árinu. Kínversk hlutabréf lækkuðu ögn við fréttirnar og hafði Hang Seng-vísitalan lækkað um u.þ.b. 0.14% og Shanghai Composite um 0.59% þegar mörkuðum var lokað á miðvikudag. ai@mbl.is AFP Dýrtíð Verðbólgan hefur sérstaklega komið fram í matvælum. Konur skoða úrvalið hjá verslun í Hefei. „Tai gui le“ segja þær kannski: „Of dýrt!“ Verðlag í Kína hækkar umfram væntingar  Matvöruverð tók kipp í apríl Kínverska viðskiptaráðuneytið tilkynnti á fimmtudag að kínversk stjórnvöld leggist alfarið gegn fyrirætlunum Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á kín- verskar sólarrafhlöður. Samkvæmt skjölum sem Wall Street Journal hefur komist yfir hyggst ESB leggja allt að 67,9% verndartoll á sólarrafhlöður framleiddar í Kína. Tollunum er ætlað að hlífa evrópskum framleiðendum við samkeppni frá þeim kínversku en mikill innflutningur á ódýrum kínverskum sólarrafhlöðum hefur komið sér illa fyrir evrópsku fyrirtækin. Hefur fjöldi evrópskra framleiðenda sólarrafhlaða hætt framleiðslu eða lagt nið- ur rekstur, að sögn MarketWatch, og er orsökin umfram allt innfluttar vörur frá Kína sem seldar eru á „ósann- gjörnu verði“. Halda evrópskir framleiðendur því fram að kínversku framleiðendurnir njóti styrkja frá kínverskum stjórnöld- um sem brjóti gegn reglum um alþjóðaviðskipti. ESB er að rannsaka þær ásakanir og er niðurstöðu rannsókn- arinnar að vænta í ágúst í fyrsta lagi. ai@mbl.is AFP Verndun Sólarrafhlöðusmiðir að störfum í franskri verksmiðju. Evrópska framleiðslan virðist ekki geta keppt við þá kínversku, en ESB sakar stjórnvöld í Kína um að veita framleiðendum ríkisstyrki, þvert á reglur um alþjóðaviðskipti. Kína mótmælir verndarmúrum ESB  ESB hyggst leggja 67,9% toll á sólarrafhlöður til að vernda evrópska framleiðendur sem geta ekki keppt við Kínverjana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.