Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 130. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. „Auðvitað var þetta sjokk“ 2. Ótrúlegar fyrir og eftir-myndir 3. Fæddi börnin með átta daga … 4. „Fyrsti útlendingurinn“ í löggunni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hin heimskunna og margverðlaun- aða heimildarmyndagerðarkona Kim Longinotto sýnir í dag nýjustu mynd sína, Salma, á stutt- og heimildar- myndahátíðinni Reykjavík Shorts & Docs sem stendur nú yfir í Bíó Para- dís. Myndin fjallar um Sölmu, ísl- amskt ljóðskáld sem var haldið fang- inni árum saman, fyrst af fjölskyldu sinni og síðar eiginmanni sínum. Salma braust undan ánauðinni og er nú virtur aðgerðasinni, stjórnmála- maður og skáld. Sýning myndarinnar fer fram í samstarfi við UN Women á Íslandi. Samtökin standa fyrir mót- töku fyrir sýningargesti í dag kl. 19.30 í Bíó Paradís og er hún í boði Ölgerðarinnar. UN Women munu einnig stýra umræðum með Longin- otto að lokinni sýningu myndarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá kvikmyndahúsinu. Longinotto sýnir Sölmu í Bíó Paradís  Björgvin Halldórsson, Karlakór Sel- foss og hljómsveit Jóns Ólafssonar koma fram á tónleikum í Hvíta húsinu á Selfossi sem hefjast kl. 22 í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af vetr- artónleikaröð hússins og verður Björgvin gest- ur Jóns og hljóm- sveitar hans. Björg- vin og Jón munu spjalla um feril Björgvins á milli laga og liðsmenn karlakórsins verða sérstakir gestir þeirra. Bó, karlakór, Jón og hljómsveitin hans Á laugardag Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Dálítil væta, einkum sunnan- og vestantil. Hiti 3 til 9 stig að deginum, hlýjast norðan- og vestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 3-10 m/s, hvassast SV-til. Rigning eða súld, en þurrt á NV-landi. Hiti 2 til 12 stig að deginum, hlýjast SV-lands. VEÐUR Þrír íslenskir knatt- spyrnumenn urðu í gær bik- armeistarar með liðum sín- um. Annars vegar Aron Jóhannsson og Jóhann Berg Guðmundsson, leikmenn AZ Alkmaar í Hollandi, og hins vegar Arnór Smárason, leik- maður Esbjerg í Danmörku. Theodór Elmar Bjarnason og Arnar Þór Viðarsson töpuðu jafnframt úr- slitaleikjum í Dan- mörku og Belgíu. »1 Íslendingar bikarmeistarar Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson leika í þýsku A- deildinni í handknattleik á næstu leiktíð en lið Emsdetten er búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu. Ólafur er spenntur að leika á móti þeim bestu á næsta tímabili. »2 Mikil gleði hjá Ólafi og Erni með Emsdetten Grindvíkingar, sem féllu úr Pepsi- deildinni í fyrra og er spáð efsta sæti í 1. deild í sumar, byrjuðu leiktíðina á tapi í gær þegar liðið lá heima gegn Víkingi úr Reykjavík, 2:1. Aðeins enn leikur vannst á heimavelli en heil um- ferð var spiluð í gær. Var það leikur Fjölnis og KF þar sem Fjölnismenn skoruðu sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins. »3 Grindvíkingar töpuðu heima í fyrstu umferð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Gamla Skólavarðan sem stóð á Skólavörðuholtinu í Reykjavík frá 1868 til 1931 mun vakna aftur til lífs- ins í sumar í smækkaðri mynd. Þór Sigmundsson, steinsmiður og mynd- höggvari, vinnur nú að því hörðum höndum að endurreisa hana fyrir listsýninguna „Undir berum himni“ sem hefst 25. maí næstkomandi. Á sýningunni munu um 100 listamenn sýna verk sín víðs vegar um Þing- holtin og á Skólavörðuholti. Tengslin við Danmörku Þór, sem er einn af eigendum Steinkompanísins, var upphaflega skrúðgarðyrkjumaður áður en hann ákvað að leggja steinsmíðina fyrir sig. „Þar var ég að hlaða úr nátt- úrulegu grjóti og fór að hafa áhuga á því. Ég fann því skóla í Danmörku með aðstoð skólastjórans í Garð- yrkjuskólanum.“ Segja má að tengsl Þórs við Danmörku hafi verið kveikj- an að því að hann ákvað að end- urreisa Skólavörðuna. „Sá sem reisti upphaflegu vörðuna, Sverrir Run- ólfsson, var sagður hafa verið fyrsti steinsmiður Íslands sem lærði er- lendis og hann lærði í Danmörku eins og ég. Á milli okkar Sverris líða 140 ár þar sem enginn Íslendingur lærir steinsmíði í Danmörku,“ segir Þór og bætir við að þessi tengsl á milli sín og Sverris hafi verið sér hugleikin þegar hann sá að listsýningin stóð til. Varðan var gríðarlega stór Þór vinnur eftir bæði teikningum og ljósmyndum af vörðunni sem gerðar voru á þeim tíma sem hún stóð. „Það eru til teikningar eftir Sig- urð Guðmundsson málara. Hann teiknaði upp vörðuna og ég styðst meðal annars við þær.“ Þór segir að varðan sín verði út- litslega svipuð og upphaflega varð- an var á sínum tíma. „Hún verður ekki nærri því jafnstór, því hún var gríðarlega stórt mannvirki,“ segir Þór en varðan hans verður um fimm metra há þegar búið er að setja hana saman. Skólavarðan stóð rétt fyrir aftan þar sem nú er styttan af Leifi Eiríkssyni. Nýja varðan mun því ekki rísa þar heldur verður hún á grasbalanum á milli Hnitbjarga, listasafns Einars Jónssonar, og Hall- grímskirkju. Sýningin hefst sem fyrr sagði 25. maí og verður í þrjá mánuði. Þór seg- ir að hann viti ekki hvað verði um vörðuna þegar sýningunni ljúki. „Ef einhver áhugasamur vill kaupa hana þá verður alveg hægt að gera það. Það verður þannig gengið frá þessu að það verði auðveldlega hægt að taka verkið niður og setja upp á ný.“ Endurreisir Skólavörðuna  Ný listsýning verður opnuð 25. maí næstkomandi Morgunblaðið/Eggert Mundar meitilinn Þór Sigmundsson steinsmiður endurreisir Skólavörðuna fyrir listsýninguna „Undir berum himni“ sem hefst 25. maí næstkomandi og verður í þrjá mánuði yfir sumarið. Þrjár vörður stóðu á Skóla- vörðuholti áður en það fékk á sig núverandi ásýnd. Sú fyrsta var hlaðin 1795 af skólapiltum í Hólavallarskóla og stóð hún til um 1834 en var þá orðin að grjóthrúgu. Lorentz Krieger stift- amtmaður lét endurreisa vörðuna árið 1834 en hún hrundi árið 1858. Vorið 1868 fékk Árni Thor- steinsson bæjarfógeti Sverri Run- ólfsson steinsmið til þess að reisa þriðju vörðuna á Skólavörðuholti sem myndi gegna hlutverki útsýn- isturns. Var hún eftirlæti þeirra gesta sem heimsóttu Reykjavík. Varðan var traustbyggð og stóð enn þegar ákveðið var að fjarlægja hana 1931 til þess að koma fyrir styttunni af Leifi Eiríkssyni, gjöf Bandaríkjamanna til Íslands vegna 1.000 ára afmælis Alþingis 1930. Vék fyrir Leifi heppna SKÓLAVARÐAN Í REYKJAVÍK Leifur heppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.