Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gerðu þér að reglu að ljúka þeim
verkefnum, sem þú hefur tekið að þér, áður
en þú bætir við. Nýttu þér meðbyrinn en
mundu að skjótt skipast veður í lofti.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er engin minnkun að því að skipta
um skoðun, þegar aðrir geta leitt fram slá-
andi rök fyrir máli sínu. Hvað varð af hinni
eðlislægu og jarðbundnu skynsemi?
21. maí - 20. júní
Tvíburar Dugnaður þinn gerir þér kleift að
koma einstaklega miklu í verk. Og þá er bara
að taka á honum stóra sínum og hefjast
handa af fullum krafti.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú kannt að búa yfir minni orku í
dag en venjulega. Leyfðu léttleikanum að
vera með í för og þá muntu komast létt í
gegnum þetta tímabil. Fæst orð bera
minnsta ábyrgð.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ástarmálin eða eitthvað sem tengist
fjármálum og eignum veldur þér áhyggjum í
dag. Flýttu þér samt hægt því margt er að
varast í þessum efnum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft á svolítilli einveru að halda til
að átta þig á hlutunum áður en þú gefur allt
í botn. Láttu óþolinmæði annarra ekki hagga
þér heldur gefðu þér tíma til ákvörðunar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Fólk vill falla þér í geð, eiga viðskipti við
þig, vingast við þig. Gakktu sjálfur úr skugga
um sannleiksgildið. Gefðu sjálfum þér tæki-
færi og víkkaðu út sjóndeildarhring þinn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þar sem þú hefur lagt hart að
þér að undanförnu er nú kominn tími til að
þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nán-
ustu. Leyfðu þér að njóta þess sem í boði er.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það eru ýmis mál sem þú þarft
að fá á hreint til þess að eiga möguleika á
því að ná takmarki þínu. Reyndu að forðast
rifrildi við fjölskyldumeðlimi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Varðandi verkefni sem þú vinnur
að, ertu búin að bollaleggja og velta vöngum
nógsamlega? Þú gætir átt svolítið erfitt með
að sýna öðrum örlæti í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sýndu maka og nánum vinum
sérstaka tillitsemi í dag. Einnig er óhætt að
leggja drög að spennandi ævintýrum og láta
metnaðinn ráða för.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú lætur freistast til þess að vor-
kenna einhverjum sem á í erfiðleikum sem
stendur. Hvað sem þú gerir, virðist það bæði
auðvelt og skemmtilegt.
Góðvinur Vísnahornsins IngólfurÓmar Ármannsson kastaði
fram á Boðnarmiði á fésbókinni:
Brellinn mjög og býsna klár
brattur er í svörum,
ef brennivíns ég bragða tár
brenna ljóð á vörum.
Grá Skeggur var fljótur til svars,
en hann skaut nýlega upp kollinum í
þessu víðfeðma netsamfélagi:
Ef ég bragða brennivín,
brátt það dofa veldur,
ófrýnn verð ég eins og svín
og andinn sljór og geldur.
Þá Kristján Runólfsson:
Lifnar andinn lítt við glas,
létt þó randi sálin,
eykst þá fjandans argaþras
einnig vandamálin.
Höskuldur Búi Jónsson tekur ann-
an pól í hæðina:
Lundin ákaft lifnar mín,
ljósgeisli á himni skín,
heyrnin skerpist, skugginn dvín,
í skömmtum læknar brennivín.
Kisan Jósefína Dietrich mjálmar:
Mjólkursopinn léttir lund
að lepja hann er góður siður,
en áfengi er alveg hund-
ömurlegt að koma niður.
Björgvin Rúnar Leifsson leggur
orð í belg:
Einu sinni átti ég fress
ógnar meður kjafti.
Læðufar hann fór á hress
en fyrst þó bjórinn lapti.
Þórarinn M. Baldursson slær á
létta strengi:
Gerist það að gullið tár
í glas mitt rati,
öllum mönnum yrki ég skár,
að eigin mati.
Ingólfur Ómar blandar sér aftur í
leikinn:
Bakkus skapar böl og mein
bölvun af sér reiðir,
æði margan svanna og svein
í sjálfheldu hann leiðir.
Loks Kristján Björn Snorrason:
Í Fljótum oft er fönnin há
og fennir ört í sporin.
Undan sköflum oft má sjá
iðagrænt á vorin!
Annars verður forvitnilegt að
fylgjast með Grá Skeggi á fésbók, en
þar eru fleiri hagmæltar furðuverur
á kreiki. Fyrstu vísunni kastaði hann
fram á þessum vettvangi 3. maí:
Gráskeggur er gæðablóð,
með gríðarstóran maga.
Ólmur vill hann yrkja ljóð
alla lífsins daga.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af argaþrasi, brennivíni,
fésbók og Grá Skeggi
Í klípu
„EKKI HAFA ÁHYGGJUR, Á SKILTINU
STÓÐ „LEIKTU Á DAUÐANN“.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„FAÐIR BRÚÐARINNAR Á
KLEINUHRINGJAVERSLUN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... algjör sæla.
ÞAÐ ER SVO
GOTT AÐ VERA
MEÐ ÞÉR, LÍSA.
TAKK,
JÓN.
ÉG ER SVO
ÁNÆGÐUR.
ÉG
LÍKA.
VÆRI ÓVIÐEIG-
ANDI EF ÉG FÆRI
AÐ SYNGJA NÚNA?
JÁ!
ÞÚ HEFUR ALDEILIS NÁÐ LANGT
SÍÐAN ÞÚ BYRJAÐIR FYRST Á
LÆKNINGUM, DR. ZOOK!
JÁ, NÚ DEYJA
SJÚKLINGARNIR
FREKAR ÚR VEIK-
INDUM EN VEGNA
MEÐALANNA.
HÍ HÍ HÍ!
Pólitískir stjórnendur Reykjavík-urborgar kunna sitt fag en Vík-
verji veltir því fyrir sér hvers vegna
þeir fara ekki alla leið og banna bíla-
umferð á Miklubraut strax frekar en
að gera það í áföngum.
x x x
Á dögunum var greint frá því aðyrði dregið úr grænbylgjuhrað-
anum á Mikubraut, þar sem 60 km
hraði er leyfilegur, í 43 km/klst
myndi það leiða til minni hljóðmeng-
unar, minnka eldsneytisnotkun og
útblástur mengandi efna.
x x x
Ekki var minnst á hvað það kostarbíleigendur og samfélagið í töp-
uðum vinnustundum að stoppa
reglulega á gangbrautarljósum og
öðrum umferðarljósum á umræddri
braut og því síður var til tekið hvaða
áhrif þessi óreglulegi akstur hefur á
hljóðmengun, eldsneytisnotkun og
útblástur mengandi efna. Sjálfsagt
aukaatriði með algjört bann öku-
tækja í huga.
x x x
Það er auðvitað alveg út í hött aðvera með stofnbrautir í borg-
inni. Greint hefur verið frá hug-
myndum um að þrengja enn að bíla-
umferð frá Granda um Geirsgötu og
þá liggur í augum uppi að taka verð-
ur fyrir umferð um hina leiðina úr
vesturhluta borgarinnar austur fyrir
læk.
x x x
Eflaust er draumurinn að breytaMiklubraut í hjólastíg í náinni
framtíð en Víkverji er víðsýnni en
það. Þegar búið verður að útrýma
bílum verða hjólin næst tekin fyrir
og því þarf að hugsa að minnsta
kosti tvo leiki fram í tímann.
x x x
Víkverji skilur umræðuna þannigað áður en langt um líður ferðist
fólk aðeins fótgangandi innan borg-
arlandsins. Því liggur beinast við að
breyta Miklubraut í gangbraut og
það er hægt að gera með einu
pennastriki og ástæðulaust að hefja
viðræður við Vegagerðina um við-
brögð við skýrslu um minni há-
markshraða á brautinni.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Jesús svaraði: „Já, því sælir eru þeir
sem heyra Guðs orð og varðveita það.“
(Lúkasarguðspjall 11:28)