Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, TITIA G. BJARNASON frá Suður-Reykjum 2, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum laugardaginn 27. apríl sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu frá Lágafellskirkju. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Bjarni Ásgeirsson, Sigríður Skúladóttir, María Titia Ásgeirsdóttir, Einar Bjarndal Jónsson, Diðrik Ásgeir Ásgeirsson, Rannveig Björnsdóttir, Helgi Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Margrét Guð-jónsdóttir fædd- ist í Ytri-Skógum, Kolbeins- staðahreppi, 3. mars 1923. Hún lést á dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi, Brákarhlíð, 2. maí 2013. Foreldrar hennar voru Guðjón Jóns- son bóndi, f. í Hraunholtum, Kolbeins- staðahreppi, 19. feb. 1889, d. 11. apríl 1972 og Ágústa Júlíusdóttir, f. á Ingvörum í Svarfaðardal, Eyj., 20. ágúst 1895, d. 25. mars 1982. Systkini Margrétar eru Jónína Kristín, f. 6. okt. 1917, d. 27. júlí 1976, Helga, f. 6. okt. 1924, d. 4. eru Eygló, f. 1940, Guðmundur Reynir, f. 1941, Ágúst Guðjón, f. 1943, Ástdís, f. 1944, Svava Svan- dís, f. 1946, Margrét Svanheiður, f. 1948, Svanur Heiðar, f. 1950, Krist- ján Guðni, f. 1952, Tryggvi Gunnar, f. 1956, Sigrún Hafdís, f. 1960, Skarphéðinn Pálmi, f. 1962. Margrét ólst upp á Kvíslhöfða í Álftaneshreppi en fór sem ráðs- kona að Kolviðarnesi í Eyjahreppi 16 ára gömul. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Guð- mundi, sem rak þar bú með aldr- aðri móður sinni. Áður en þau tóku saman hafði hann nýverið eignast barn sem Margrét tók að sér og ól upp sem sína eigin dóttur. Þau bjuggu í Kolviðarnesi allt að vor- mánuðum 1948 er þau fluttust bú- ferlum að Dalsmynni í sama hreppi og bjuggu þar upp frá því. Margrét átti miklu barnaláni að fagna og fæddist hundraðasti afkomandinn stuttu áður en hún lést. Útför Margrétar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 10. maí 2013, kl. 13. maí 2001, Haraldur Marteinn, f. 28. maí 1926, d. 29. des. 2007, Svava, f. 3. nóv. 1928, d. 24. júlí 1947, Sigurður Kristjón, f. 3. ágúst 1930. Margrét giftist 5. júlí 1941 Guðmundi Guðmundssyni bónda, f. í Kolvið- arnesi í Eyjahr. 15. sept. 1902, d. 24. jan. 1993. For- eldrar hans voru Guðmundur Þórarinsson, f. í Borgarkoti, Hnapp., 21. mars 1862, d. 25. feb. 1937 og kona hans, Margrét Sig- ríður Hannesdóttir, f. á Leys- ingjastöðum, Hún., 24. ágúst 1861, d. 29. júní 1948. Börn þeirra Mömmu var gefið einstakt æðruleysi til að mæta hverju sem að höndum bar með jafnaðargeði. Léttlyndið og hæfileikinn til að gera gott úr öllu, sjá björtu hlið- arnar á hverju sem gekk, var meðfætt og ræktað dyggilega. Var þessi vísa nokkurs konar lífs- mottó. Öðrum kenna ef illa fer, er það flestra siður. En sannast mun að sérhver er, sinnar gæfu smiður. Að koma 11 börnum til vits og þroska um og fyrir miðja síðustu öld var ekki auðvelt eins og nærri má geta. Þar fyrir utan var barna- hópurinn sem kom til sumardval- ar orðinn býsna fjölmennur um það er lauk. Mamma var langt á undan sinni samtíð með sitthvað. Hún var mikilvirk í garðyrkjunni og rækt- aði jarðávexti og grænmeti ýmiss konar til heimilis. Þegar kom fram á veturinn fylltust allar glugga- kistur af hinu og þessu í moldar- bökkum og kerjum sem koma þurfti af stað fyrir sumarið. Nýjar kartöflur voru fastur liður í mat- seldinni þegar kom fram í júní ásamt grænmetinu. Mamma saumaði mjög mikið á okkur krakkana, sérstaklega til að byrja með, hannaði yfirleitt flíkina sjálf eða stældi „tískuflík- ur“ sem hún sá. Hún hafði þó aldr- ei farið á nein saumanámskeið, þræddi ekki eða títaði. Þegar ungarnir voru flognir úr hreiðrinu gat mamma látið eftir sér ýmsar „hugdettur“. Til dæmis bjó hún til litla vasa úr hörpuskelj- um og bæði þurrkaði í þá blóm og seldi, en gaf þó kannski aðallega vinum og vandamönnum. Henni hugkvæmdist líka að setja gifsblöndu utan á flöskur, skreyta svo og mála. Þetta urðu mjög persónulegir blómavasar. Skinnskórnir hennar voru vel þekktir. Seinna saumaði hún barbafjölskylduna, kanínur, seli o.fl. fyrir barnabörnin. Hvenær mamma hafði tíma til að stúdera heimsbókmenntir, ljóðabækur og vísnasöfn er ill- skiljanlegt en hún kunni ógrynnin öll af ljóðum, vísum og sögum sem sífellt voru á takteinum þegar hafa þurfti ofan af fyrir barna- skaranum. Það var hljóður barnahópur sem raðaði sér í kringum hana í kvöldmjöltunum og hlýddi andaktugur á meðan mjólkin streymdi í fötuna með tilheyrandi hvisshljóði og froðumyndun. Eitt af því sem lá utan áhuga- sviðs mömmu var að velta sér mikið upp úr því sem betur mætti fara hjá öðrum. Meðal margra áhugamála var skógræktin sem hún gat hellt sér út í á hauststigi æviskeiðsins. Hjá Skógræktarfélagi Íslands eignað- ist hún marga góða vini sem hún mat mikils. Já, hún átti létt með að setja saman vísur og ljóð og þó framan af einskorðaðist það nokkuð við gamanbragi sem samdir voru nánast eftir pöntunum, slæddust með tækifærisvísur, sumar af- bragðsgóðar og alltaf var húmor- inn og léttleikinn með þegar við átti. Mamma hafði skoðanir á flestu og lá ekki á þeim ef svo bar undir. Trúmálin voru henni hugleikin. Þó ekki sé rétt að halda því fram að bókstafstrúin hafi átt upp á pallborðið var enginn efi um að annað líf tæki við að loknu þessu. Mamma var orðin tilbúin að opna dyrnar á næstu tilveru þar sem pabbi myndi taka á móti henni. Þar kemur hún inn í nýtt vor með endalausum gróðurbreiðum. Eygló, Reynir, Ágúst (Gösli), Ástdís, Svandís, Margrét, Svanur, Krist- ján, Tryggvi, Sigrún og Skarphéðinn. Meira: mbl.is/minningar. Hún amma í Dalsmynni var alltaf svo hress og létt á fæti. Þess vegna ákvað maður kannski ósjálfrátt að hún myndi aldrei fara frá okkur en núna er komið að kveðjustund. Við systkinin getum með sanni sagt að þetta var stór- merkileg og einstök amma sem við áttum. Að koma í heimsókn til hennar í Dalsmynni var eins og að koma í annan heim, fyrir barn var garðurinn hennar eins og völund- arhús og þar var gaman að fara í alls konar leiki og heima hjá ömmu var ýmislegt spennandi sem hægt var að skoða. Hún var mikil föndurkona, sem safnaði alls konar föndurdóti í kringum sig. Hún saumaði skinnskó, leikfanga- seli, bangsa, dúkkur og bara allt sem henni datt í hug, sem var nú ansi mikið. Það var yfirleitt komið við í Dalsmynni þegar við áttum leið hjá. Ef við vorum í mat hjá ömmu var hægt að stóla á að við fengjum farsbollur, grænmeti og hýðishrísgrjón sem hafði mallað saman í potti. Þessu var svo skellt á fat á mitt borðið, einfalt og mjög gott. Þetta var mikið uppáhald okkar allra. Amma átti nefnilega alltaf forsteiktar farsbollur í fryst- inum og var snögg að skella í svona stórveislu þegar okkur bar að garði. Amma var svo útsjón- arsöm að hún keypti nammi í kíló- avís og skipti niður í litla poka til að eiga handa barnabörnunum sem komu í heimsókn. Það fyndn- asta var að hún frysti alltaf nammið, svo að það yrði ekki þurrt og gamalt. Það var skondið og skemmtilegt að fá svona nammi. Amma var mikil garðyrkju- og skógræktarkona og voru ferðinar sem við fórum til að planta trjám í ýmsum skógræktum margar. Í lok dags voru svo alltaf grillaðar pylsur, Svali og kornflexkökur, en amma gerði mjög oft kornflexkök- ur til að eiga og nota við hin ýmsu tækifæri. Það var líka oft sem við hjálpuðum ömmu við að gera kök- urnar já og líka við að pakka namminu í frystinn. Alltaf fórum við svo klyfjuð heim, með græn- metisplöntur og alls kyns blóm. Það var alltaf nóg um að vera í Dalsmynni. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar þaðan sem við getum hugsað til með gleði og við vitum að afi verð- ur kátur að fá hana til sín. Takk fyrir allt elsku amma og hvíldu í friði, þú gafst svo sann- arlega lífinu lit. Solveig Björk, Vigfús Þrá- inn, Guðmundur Grétar og Elísabet Ýr. Þær eru margar minningarnar sem skjóta upp kollinum nú þegar maður hugsar til hennar ömmu minnar, Möggu í Dalsmynni eins og hún var gjarnan kölluð. Þegar ég var gutti og ól manninn í Söð- ulsholti, sem er næsti bær við Dalsmynni, var maður tíður gest- ur hjá ömmu og afa. Það var eins og að koma inn í ævintýraveröld að komast þar inn á gafl. Fjöldinn allur af Tarzanblöðum og alls kyns tímaritum sem hægt var að gleyma sér yfir. Ekki var óeðlilegt að amma væri að umpotta heilu gróðurhúsunum á ganginum hjá sér og ef eitthvað vantaði stökk hún eins og unglingur yfir kassa og dótarí svo að Usain Bolt hefði farið hjá sér. Og það á sjötugs- aldri. Oftast gaukaði amma ís eða einhverju öðru góðgæti að manni á meðan maður var í heimsókn. Í seinni tíð þegar heimsóknum fór að fækka var samt alltaf gott að koma til ömmu. Hún tók alltaf á móti manni opnum örmum hvort sem það var í Dalsmynni eða á Dvalarheimilinu í Borgarnesi þar sem hún bjó síðustu ár. Ég man þegar við Rúna vorum að skíra son okkar fyrir tæpum átta árum og buðum ömmu í skírnina þá bauðst ég til að sækja hana í Dalsmynni enda ekki nema fjörutíu mínútna akstur. Nei, hún amma tók það sko ekki í mál að láta hafa svona fyrir sér. Hún myndi sjá um sig sjálf og kom bara með rútunni. Hún sagði að ég hefði um nóg annað að hugsa en að vera að snatta í kringum gamlar kerlingar verandi ábyrgur fjölskyldufaðir. Maður getur ekki annað en fyllst stolti þegar maður minnist ömmu og afa í Dalsmynni. Eitt hundrað afkomendur og hrikalegt mont sem fylgir því að vera einn af þeim. Leiðinlegt þykir mér að fá ekki að kynna þig fyrir afkomanda númer tvö hjá mér en eitt hundr- að og eitthvað hjá þér, sem er væntanlegur í sumar, en svona er lífið. Við Rúna og Kristján þökkum fyrir að hafa þekkt þig og elskað. Tómas Freyr Krist- jánsson, Guðrún Jóna Jósepsdóttir og Kristján Freyr Tómasson. Elsku Margrét, amma mín í Dalsmynni, hefur nú kvatt okkur. Þú varst alveg einstök kona á allan hátt. Þvílíkur dugnaðarfork- ur, sem taldir ekkert eftir þér og hafðir jákvæðni alltaf að leiðar- ljósi. Það var í sérstöku uppáhaldi hjá mér að fá að komast í sveita- sæluna til ykkar afa Guðmundar á haustin, áður en skólarnir byrj- uðu. Þar dvaldi ég oft í um 10 daga eða svo, og fékk að fara á hestbak með afa og njóta nærveru ykkar, sem lítil stelpa og óharðnaður unglingur. Þaðan á ég einstakar minningar og lærdóm sem fylgir mér alltaf og ég er svo þakklát fyrir. Þú varst svo mikið á undan þinni samtíð þegar kom að svo mörgum hlutum. Garðyrkja var þitt sérsvið og að boða mikilvægi þess að borða meira af grænmeti, sem þú varst snillingur í að læða út í allskonar rétti. Sérstaklega gott þótti mér að fá saxað grænkál með rúsínum, út á súrmjólkina hjá þér. Það nota ég mikið enn þann dag í dag, þó að súrmjólkinni hafi að vísu verið skipt út fyrir annað í seinni tíð. Margir nutu góðmennsku þinn- ar og gjafmildi. Á hverju vori komu alltaf mjög svo rausnarleg- ar grænmetissendingar með rút- unni austur í Mýrdal frá þér. Þar var að finna allskonar góðgæti sem þú hafðir sáð og gert tilbúið, svo bara þurfti að setja það niður í garðinum á Vatnsskarðshólum og þá var nóg til af grænni hollustu að borða fyrir alla fjölskylduna það sem eftir lifði sumars. Ég var ekki há í loftinu þegar þú byrjaðir að fræða mig um hitt kynið og ýmislegt sem því við kom, sem ég hafði nú ekki alveg þroska til að skilja allt, fyrr en nokkrum árum seinna. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég hringdi í þig og sagði þér frá fyrsta kærastanum mínum. Þá hafðir þú orð á að ég ætti nú ekki að koma honum upp með annað en hugsa um mig líka. Þú áttir ekki í vandræðum með að ræða um samskipti kynjanna. Ég er alveg með það á hreinu að þú ert eina amman af þeim öllum sem þorðir að fara út í þessar samræður við barnabörnin sín. Þér tókst líka að gera þessar samræður svo eðli- legar, bara eins og við værum að ræða hverja aðra frétt líðandi stundar. Ég er svo heppin að hafa fengið að eiga þig sem ömmu og það er svo margt sem ég hef með mér í veganesti í lífinu, sem ég hef lært af þér. Ég og fjölskyldan mín eig- um tuskudýr, prjónaða trefla, sel- skinnsskó og fleira fallegt hand- verk eftir þig, sem yljar okkur um ókomna tíð. Ég er viss um að afi hefur beðið eftir þér spariklæddur og þykir nú gott að vera búinn að fá konuna sína til sín, skilaðu hlýrri kveðju til hans. Þegar hann kvaddi kenndir þú okkur barnabörnun- um, sem grétum yfir kistunni hans, að vera frekar glöð og fagna lífinu hans, í stað þess að vera svona sorgmædd. Í dag ætla ég að gera mitt besta til að fagna lífinu þínu. Ég er þakklát og meyr fyrir að hafa átt einstaka ömmu, sem kenndir okkur öllum svo margt. Takk fyrir allt elsku amma mín, megi ljúf minning um þig lengi lifa. Unnur Elfa. Nú er hún elsku amma lögst til hinstu hvílu eftir langa og farsæla ævi. Á þessari kveðjustund er gott að láta hugann reika og ylja sér við minningar. Það var líf og fjör í Dalsmynni á sumrin, alltaf góður barnahópur á staðnum og margt brallað. Ekki þótti muna um nokkra munna að metta, Dalsmynnishjónin voru vön því að hafa marga í kringum sig. Amma rótaðist í beðum milli þess sem hún sinnti eldamennsku og öðrum bústörfum. Eldri börnin hjálpuðu, sinntu þeim yngri og að- stoðuðu í eldhúsinu og undu sér við leik og störf í ævintýraheimi. Myndarlegt bú var niðri við tjörn, þar var margt galdrað fram á for- láta eldavél, skroppið í fjallgöngu með nesti og svo þurfti að sækja kýrnar. Amma bjó gjarnan til kornflexkökur fyrir okkur krakk- ana sem voru í miklu uppáhaldi og hún var alltaf í góðu skapi með ljóð og vísur á vörunum. Amma undi sér vissulega best utandyra moldug upp fyrir haus í beðunum en hún hafði brennandi áhuga á garðrækt. Á veturna fannst henni ekki neitt tiltökumál að leggja hálft heimilið undir græðlinga og sitthvað sem þurfti að koma til fyrir vorið. Þessu var komið fyrir úti um allt hús og jafn- vel eldhúsborðið tekið undir. Amma var ótrúlega afkasta- mikil og prjónaði og saumaði fyrir okkur barnabörnin og síðar barnabarnabörnin heilu barbapabbafjölskyldurnar, kanín- ur og seli í tugavís, jólasveina og svo ekki sé minnst á alla skinns- kóna og treflana með galdra- prjóninu. Það var fjör í Dalsmynni á sumrin en rólegra yfir vetrartím- ann. Nokkur ár fór ég til ömmu og afa á aðventunni undir því yfir- skini að hjálpa ömmu að pakka inn jólagjöfum, sem voru æði margar og aðstoða hana við að útbúa þurr- blómaskreytingar í skeljavösum sem hún framleiddi í stórum stíl og færði vinum og vandamönnum. Dalsmynni var algjör paradís fyr- ir mig bókaorminn, amma var allt- af dugleg að sanka að sér bókum og átti af þeim ógrynnin öll og einnig heilu árgangana af Vikunni sem var notalegt að sökkva sér í ískammdeginu. Ekki veit ég nú hversu mikið gagn var að mér í þessum heimsóknum. Þegar ég heimsótti ömmu núna síðast á dvalarheimilið fyrir nokkrum vikum var henni tíðrætt um hve gæfunni væri misskipt í veröldinni. Sumir sigldu gegnum lífið áfallalaust en aðrir lentu ítrekað í áföllum og erfiðleikum. Ég heyrði á henni að henni fannst hún tilheyra fyrri hópnum, að hún hefði verið einstaklega heppin og lifað góðu lífi og gæti kvatt þenn- an heim sátt. Og nú er tíminn kominn, amma heldur nú til fundar við hann Munda sinn og án efa verða mót- tökurnar góðar eftir tuttugu ára aðskilnað. Hvíl í friði elsku amma. Þín Fjóla. Ekki var skemmtilegur tölvu- pósturinn sem mér barst í síðustu viku. Hún amma dó í nótt stóð þar. Ef til vill ekki óvænt frétt, en mig setti engu að síður hljóðan. Síðan þá hafa ýmsar minningar um ömmu krælt á sér. Mest hefur mér orðið hugsað til níunda ára- tugarins. Þá átti amma í erfiðum veikindum og kom reglulega til Reykjavíkur. Mál æxluðust þann- ig að hún gisti yfirleitt hjá okkur Gullu. Húskrossinn okkar, kallaði hún sig. Húskross, það var þá helst. Ég man eftir mörgum spjallkvöldum. Skemmtilegum spjallkvöldum. Amma var nefni- lega fróðleikskona og sagði skemmtilega frá. Mér er til efs að ég hafi hitt marga um ævina sem vissu jafnmikið um jafnmargt og amma. Hvergi kom maður að tómum kofunum hjá henni. Hún las heil reiðinnar býsn. Ekki veit ég hvar hún fann tíma til þess. Einhvers staðar tókst henni það. Endalaust keypti hún bækur og stússaðist með þær. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvað amma hefði orðið ef hún hefði átt mögu- leika á samskonar skólagöngu og býðst í dag. Hún hefði örugglega orðið virtur fræðimaður. Sérlund- aður prófessor. Hún hefði nýtt sér akademískt frelsi til hins ýtrasta, því amma lá ekki á skoðunum sín- um. Aldeilis ekki. Ég man alltaf þegar hún undraðist á því við mig hvað hefði ræst glettilega úr mér. „Já,“ sagði hún, „það var allt látið eftir þér þegar þú varst barn. Al- veg gjörspilltur.“ Einhvern tímann þegar ég var við nám í háskólanum, þá varaði hún mig við þessum prófessorum. „Ekki láta þá skemma þig, Villi minn.“ Henni þóttu nefnilega hugmyndir ýmissa kennara minna í landbúnaðarmálum fyrir neðan allar hellur. Svona var amma. Sagði það sem henni bjó í brjósti þá stund- ina. Alltaf var hún tilbúin að veita ungum hjónum ráð. Hvort sem tengdist uppeldi, almennum sam- skiptum, nú eða því sem fram fór í svefnherberginu. Já, já, hún hik- aði ekkert við það, hún amma. Okkur Gullu þótti þetta nú aðeins vandræðalegt þegar hún var að lýsa því hvernig hún hefði komið í veg fyrir fleiri börn, þótt engar getnaðarvarnir væru til. Það var nú ekki tiltökumál að lýsa því fyrir okkur. Reyndar seinna man ég að ég hugsaði að kannski væru þessi getnaðarvarnarráð ekkert sér- lega góð. Krakkaskarinn hennar var nú í stærra lagi, ekki satt? Undanfarna tvo áratugi hef ég búið mikið erlendis. Hef því sjald- an hitt ömmu. En, sem betur fer, þá kíktum við Rúnar Atli til henn- ar í kringum síðustu jól. Rúnari Atla þótti mikið til langömmu sinnar koma. Þá var hún 89 ára og þótti pilti þessi aldur með hrein- um ólíkindum. Amma var hress. Þótti mér merkilegt að þrátt fyrir minnistap var hún fróðleiksfús sem fyrr og enn voru ráðlegging- arnar til staðar. Uppeldisráð að þessu sinni. Hún amma mín var merkileg kona. Heimurinn er fátækari nú þegar hún er horfin á braut. Vilhjálmur Wiium. Margrét Guðjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Til ömmu. Ég skal vaka í nótt, meðan svan- irnir sofa, meðan sólargeislar fela sig blá- fjöllin við. Yfir dalnum er hljótt og nú dimm- ir í kofa. Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfasta frið. Létt um vorgróna hlíð sveipast þokubönd þýð. Yfir þögulum skógi er næturró blíð. Ég skal vaka í nótt, meðan húmið er hljótt. Ég skal halda um þig vörð, með- an sefur þú rótt. (Jónas Tryggvason) Minning þín lifir. Þín dótturdóttir, Margrét Alma.  Fleiri minningargreinar um Margréti Guðjóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.