Morgunblaðið - 10.05.2013, Blaðsíða 32
HINSTA KVEÐJA
Til þín elsku afi minn. Ég
samdi þetta ljóð þegar ég
vissi hversu veikur þú varst
orðinn.
Alltaf er best að vera heima,
Svo gerist allt svo fljótt.
Ég mun þér aldrei gleyma,
Og allt er orðið hljótt.
Þín afastelpa,
Rebekka Rut.
Elsku afi, við eigum eftir
að sakna þín svo mikið. Þær
voru ófáar ferðirnar sem
við fórum í sveitina og
fannst okkur skemmtileg-
ast að fara í útilegur þang-
að. Sulla, hlaupa um túnin,
leika við hundana og koma
svo og fá ís hjá afa. Þú varst
algör stríðnispúki og fannst
okkur það svo skemmtilegt.
Þínir afastrákar,
Ívan Ingi og Elmar Sölvi.
Elsku pabbi, þá ertu far-
inn frá okkur, við sitjum
hér saman og rifjum upp
allar þær góðu og skemmti-
legu minningar sem við eig-
um um þig. Þú fórst alltaf
þínar eigin leiðir og komst
oftast langt á þrjóskunni og
hörkunni og sást það best
seinustu árin, en þú fékkst
þó það sem þú vildir, að
vera heima eins lengi og
hægt var. Það á eftir að
vera tómlegt í sveitinni nú
þegar þú ert farinn en við
vitum að þú munt vaka yfir
okkur öllum.
Fyrir hönd systkinanna,
Garðar.
✝ Magnús Guð-mundsson
fæddist á Ux-
ahrygg 30. júní
1936. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Sel-
fossi 1. maí 2013.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Gíslason, f. 1903, d.
1987, frá Húnakoti
í Þykkvabæ og
Hólmfríður Magnúsdóttir, f.
1910, d. 1983, fædd í Hvítanesi í
Landeyjum. Þau voru bændur á
Ytri-Hóli og síðan á Uxahrygg
1. Systkini Magnúsar: Ingibjörg,
f. 1932, d. 1965, Gíslína Margrét,
f. 1934, d. 1935, Dýrfinna, f.
1938, búsett á Hellu, Erlingur, f.
1939, búsettur á Hellu, Árný
Margrét, f. 1943, búsett í Stykk-
ishólmi, Ingibjörg, f. 1946, bú-
sett á Eyrarbakka og Gísli, f.
1948, búsettur á Grundarfirði.
Fósturbróðir og systursonur
Magnúsar er Guðmundur Hólm
Bjarnason, f. 1950, búsettur á
Hellu.
Börn Magnúsar og Petrínu
Kristjönu Ólafsdóttur, f. 1956,
eru: 1) Garðar Guðmundsson, f.
sínum á Uxahrygg. Á yngri ár-
um fór hann til ýmissa starfa,
gerði út vörubíl og vann á jarð-
ýtu hjá Vegagerð ríkisins, í fisk-
vinnu í Ísbirninum í Reykjavík
og við bústörf á ýmsum býlum.
Hann starfaði lengi meðfram
búskapnum við slátrun hjá Slát-
urfélagi Suðurlands á Hellu.
Magnús bjó með kindur, kýr og
hesta og varð snemma góður
hestamaður. Hann vakti athygli
á landsvísu 19 ára þegar hann
sigraði á Þráni frá Uxahrygg í
A-flokki gæðinga og 250 metra
skeiði á Fjórðungsmóti sunn-
lenskra hestamanna á Hellu
1955. Þeir Þráinn voru sig-
ursælir á mótum Geysis um ára-
bil. Magnús átti fleiri góða gæð-
inga, m.a. Fák frá Móeiðarhvoli
og Nasa frá Uxahrygg. Þeir
Fákur sigruðu í A-flokki gæð-
inga á Stórmóti sunnlenskra
hestamanna árið 1973 og Magn-
ús sigraði tvöfalt í gæð-
ingakeppni Geysis árið eftir.
Hann var lengi virkur í fé-
lagsstarfi Geysis og sinnti
ábyrgðarstörfum. Magnús var
alla tíð áhugasamur um stang-
veiði og íþróttir. Hann starfaði
með Ungmennafélaginu Heklu á
yngri árum og fylgdist síðasta
áratuginn grannt með kvenna-
landsliðinu í knattspyrnu og
dóttur sinni Hólmfríði.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Oddakirkju á Rangárvöllum
í dag, 10. maí 2013, klukkan 14.
1978, búsettur í
Noregi. Börn hans
og Lovísu Halldórs-
dóttur, f. 1981, eru
Guðný Helga, f.
2005, og Ingibjörg
Agnes, f. 2010. 2)
Oddsteinn Almar, f.
1980, búsettur í
Hafnarfirði. Dóttir
Oddsteins og Rak-
elar Petrudóttur, f.
1977, er Rebekka
Rut Oddsteinsdóttir, f. 1999.
Dætur Oddsteins og sambýlis-
konu hans, Kolbrúnar Hauks-
dóttur, eru Embla Katrín, f.
2006, og Amanda Rán, f. 2009. 3)
Þóra Elísabet, f. 1982, búsett í
Hafnarfirði. Sonur hennar og
Unnars Þórs Ragnarssonar, f.
1976, er Ívan Ingi Unnarsson, f.
2002. 4) Hólmfríður, f. 1984, bú-
sett í Noregi.
Magnús stundaði búskap með
foreldrum sínum á Uxahrygg
frá unga aldri og tók síðar alfar-
ið við búskapnum. Árið 1978
flutti Petrína Kristjana Ólafs-
dóttir til Magnúsar á Uxahrygg.
Þau bjuggu þar saman til ársins
1993, er þau skildu. Magnús bjó
eftir það einn og með börnum
Elsku besti pabbi minn.
Takk fyrir allar okkar góðu
stundir saman. Þú varst alltaf svo
góður við mig, yngstu dekur-
frekjuna þína, eins og systkini
mín kölluðu mig þegar ég var
yngri, því ég fékk alltaf allt frá
þér.
Ég gleymi því ekki, eftir að þú
og mamma skilduð, þá tók ég allt-
af rútu á föstudögum í sveitina til
þín, hverja einustu helgi. Þegar
ég kom sendir þú mig alltaf inn í
búðina og ég fékk að kaupa það
sem ég vildi. Síðan keyrðum við
saman um sveitina og horfðum
saman á Gettu betur. Mér leið
alltaf svo vel að koma til þín og
hjálpa til í fjósinu við að gefa kind-
unum og hrossunum. Það var
sama hve mikið var að gera í hey-
skap á sumrin, alltaf komstu mér
á fótbolta- og frjálsíþróttaæfing-
ar. Enda varstu alltaf svo stoltur
af mér þegar ég kom heim af mót-
um með verðlaun.
Ég á þér svo mikið að þakka.
Þú varst skapmikill og þrjóskur
og ég veit að ég á þér að þakka
hversu langt ég hef komist og af-
rekað í boltanum. Maður kemst
langt á þrjóskunni og skapinu og
það hef ég frá þér. Eitt það besta
við okkur finnst mér að við rif-
umst aldrei þrátt fyrir skapið og
þrjóskuna í okkur báðum. Það
sýnir svo vel hve náin við vorum
og að við elskuðum hvort annað.
Síðustu ár þegar ég hef komið
heim frá útlöndum hef ég alltaf
brunað beint í sveitina til þín til að
heimsækja þig. Það verður skrýt-
ið núna að á Uxahrygg bíði enginn
pabbi í glugganum þegar ég renni
í hlað. Það verður líka skrýtið að
heyrast ekki fyrir hvern einasta
landsleik og eftir leik eins og við
gerðum alltaf. En ég verð að trúa
því að þú sért kominn á betri stað
í dag og munir fylgjast með mér
og styðja mig frá þeim stað.
Ég lofa þér að standa við það
sem ég sagði við þig á miðviku-
daginn. Ég lofa þér að ég mun
halda áfram að standa mig vel og
það verður sérstaklega fyrir þig.
Því ég veit hvað þú verður stoltur
af mér og fylgist með mér.
Ég sagði fyrir fjórum vikum að
ég ætti þá ósk heitasta að þú gæt-
ir fylgst með mér á EM í Svíþjóð
en sú ósk rætist því miður ekki.
En ég veit að þú verður með mér
hvað sem ég tek mér fyrir hend-
ur.
Síðustu fimm vikur hafa verið
mjög erfiðar. En þú varst svo
sterkur og enginn hefði getað
þetta nema þú. Þú varst alltaf já-
kvæður, alveg fram á síðasta dag,
og ég er svo ánægð hvað ég náði
að vera mikið með þér. Berjast
með þér í veikindunum og vera
klettur þér við hlið, alveg eins og
þú varst alla tíð fyrir mig. Takk
fyrir að bíða eftir að ég kæmi til
landsins, elsku pabbi minn. Mér
finnst svo dýrmætt að hafa verið
komin til að halda í höndina þína
og kveðja þig.
Elsku pabbi, við hittumst síðar.
Þín yngsta uppáhalds-fótbolta-
dekur-dóttir,
Hólmfríður.
Elsku pabbi minn. Þá ertu far-
inn frá mér, mikið á ég eftir að
sakna þín. Þú varst svo áhuga-
samur þegar ég fékk landspild-
una hjá þér og þegar fram-
kvæmdir hófust 2009 með
sumarbústaðinn hjá mér, ég veit
ekki hversu oft ég hringdi í þig,
alltaf fundum við lausnir saman.
Ég var alltaf svo glaður þegar ég
sá græna Patrolinn á ferðinni því
þá vissi ég að þér liði vel og að þú
værir á leiðinni til mín út á tún eða
þar sem ég var hverju sinni í
sveitinni. Þú varst svo duglegur
að fylgjast með, spá og spekúlera
í því sem ég var að gera, svo
varstu nú svolítið forvitinn. Þú
varst alltaf með allt á hreinu með
það hvað var að gerast í sveitinni
þinni og fylgdist vel með öllum
sem voru á ferðinni. Nú er að
koma sumar og þá er ég meira og
minna í sveitinni, það verður sárt
að hafa þig ekki til staðar og geta
ekki hringt í þig þegar mig vantar
lausnir.
Ég veit að þú verður alltaf hluti
af mér og munt vaka yfir mér,
elsku pabbi minn.
Þinn sonur,
Oddsteinn.
Elsku pabbi, mikið á ég eftir að
sakna þín mikið. Það verður skrít-
ið að koma í sveitina og enginn
pabbi í glugganum að fylgjast
með manni þegar ég keyri heim-
reiðina, það var alltaf svo mikill
spenningur þegar strákarnir
vissu að við vorum að fara í úti-
legu og að ferðinni væri heitið í
sveitina. Okkur fannst alltaf
skemmtilegast að koma í útilegu
til þín og þér þótti líka svo gaman
að fá okkur. Þú varst algjör hetja
og hörkukarl og veit ég núna
hvaðan ég hef þessa þrjósku. Ég
mun alltaf elska þig og geyma all-
ar fallegu og góðu minningarnar
um þig sem eru ófáar.
Er held ég enn á æskuslóð
úti er napurt og sól er sest
og er nóttin skellur á
verð ég magnlaus í myrkrinu
og minning þín er sterk sem bál.
Ó hve sárt ég sakna þín
sem lýstir mér inn í ljóðaheim
og lífs mér sagðir sögur
um landið okkar ljúfa
og lífsins leyndarmál.
En morgundaggar ég fer á fund
og finn þar huggun í dalsins kyrrð
og minningarnar lifna við
um sveitina, fólkið og fjöllin
sem fylgdu þér hvert fótmál.
(Haraldur Haraldsson)
Elsku pabbi minn, ég mun allt-
af geyma þig í hjarta mínu.
Þín
Þóra Elísabet.
Elsku afi okkar, þá ertu farinn
á vit nýrra ævintýra. Við eigum
eftir að sakna þín svo mikið, það
verður tómlegt í sveitinni núna að
geta ekki hlaupið til þín og fengið
stórt og gott faðmlag eins og þér
einum var lagið. Við hugsum mik-
ið um það hver eigi að láta Ísbíl-
inn vita að við séum í bústaðnum
því þú hugsaðir alltaf fyrir því að
við fengjum hann í heimsókn og
er okkur það svo kært.
Afi, við elskum þig og þú ert
demanturinn okkar.
Minning þín mun lifa með okk-
ur.
Þínar afastelpur,
Embla Katrín og
Amanda Rán.
Magnús
Guðmundsson
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Snyrting
Spænskar gæðasnyrtivörur, fram-
leiddar úr náttúrulegum hráefnum,
og eru fyrir alla daglega umhirðu
húðar. Fjölbreyttar vörur sem henta
allri fjölskyldunni. Sjá nánar í
netversluninni: www.babaria.is
Ýmislegt
Gisting
Sundbolir, tankiní, bikiní og
sloppar. Gott úrval - gott verð.
Meyjarnar, Austurveri,
sími 553 3305.
Gisting Akureyri
Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm
einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að-
staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að
hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri
orlofshús við Akureyri og öll með
heitum potti.
orlofshus.is Leó 897 5300
Silki og ull
Pasmínutreflar
úr silki og ull. Margir litir.
Verð kr. 2.990.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
3 FRÁBÆRIR !
Teg. 370033 - þunnur og frábær í
C,D skálum á kr. 5.800. Buxur við á
kr. 1.995.
Teg. 11001 - Svo frábært snið í
C,D,E skálum á kr. 5.800. Buxur í stíl
á kr. 1.995.
Teg. 11007 - Stækkar þig um heilt
númer í B,C skálum á kr. 5.800. Buxur
í stíl á kr. 1.995.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
laugard. kl. 10-14.
Þú mætir - við mælum
og aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Sumarhús
Hjólbarðar
Ný heilsársdekk - Tilboð
185/65 R 14 4 stk. + vinna kr. 49.000.
185/70 R 14 4 stk. + vinna kr. 52.000.
195/70 R 14 4 stk. + vinna kr. 58.000.
205/70 R 14 4 stk. + vinna kr. 63.000.
205/65 R 16 4 stk. + vinna kr. 84.000.
205/70 R 17 4 stk. + vinna kr. 76.000.
215/55 R 17 4 stk. + vinna kr. 93.000.
225/65 R 17 4 stk. + vinna kr. 99.000.
Gildir til 11.05.2013.
Kaldasel ehf. Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 544 4333.
Blacklion sumardekk
Treadwear 420 Traction A Tempera-
ture A
175/65 R 14 4 dekk + vinna kr. 44.900
195/65 R 15 4 dekk + vinna kr. 59.900
205/55 R 16 4 dekk + vinna kr. 69.900
Gildir til 11/5 gegn framvísun
auglýsingar
Kaldasel ehf. Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 5444333.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Húsbílar
FORD-TRANSIT 2005.
Til sölu Ford Transit 2005, ekinn 69
þús., á tvöföldu að aftan. Einn með
öllu. Uppl. í s. 893-8075 og 561-2003.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
laga ryð á þöku,
hreinsa veggjakrot
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com
Til sölu Hobby Excelsior 540 ufe
2007
Hobby Excelsior 540 ufe árgerð 2007.
Markísa, sjónvarpsloftnet, bakaraofn.
Verð 2.600.000. Upplýsingar í síma
660 8122.
Saumavélar- saumavélaviðgerðir
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali.
Viðgerðir á flestum gerðum sauma-
véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is
eða hringdu í s. 892 3567 eftir
hádegi alla daga.
Hjólhýsi
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
Sími 897 9809.