Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  146. tölublað  101. árgangur  FH-INGAR GEFA EKKERT EFTIR Í TITILVÖRNINNI LITLI BRÓÐIR ORÐINN STÓR GOÐSÖGNIN JEFF BECK MEÐ TÓNLEIKA BÍLAR BORINN 38KNATTSPYRNA ÍÞRÓTTIR  Í rannsóknar- leiðangri Evr- ópusambands- þjóða í vor sáust vísbendingar um aukna dreifingu hrygningar mak- ríls til norðvest- urs frá Bret- landi, það er í átt til Íslands, að sögn Þorsteins Sigurðssonar, yfirmanns nytja- stofnasviðs Hafrannsóknastofn- unarinnar. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er nú að skoða útbreiðslu makríls þar sem ESB- leiðangrinum lauk sunnan við Ís- land, innan og utan fiskveiðilögsög- unnar. Makrílleiðangrinum lýkur í lok vikunnar. Makrílveiðiskipum fjölgar nú á miðunum sunnan við landið dag frá degi. Aðalsteinn Jónsson SU-11 var í gær að veiðum suðaustur af land- inu. Ómar Sigurðsson, skipstjóri, sagði að þeir hefðu tekið tvö hol í fyrradag. Í öðru voru 170-180 tonn og um 50 tonn í hinu. Aflinn var hausaður og frystur um borð og lát- ið reka í fyrrinótt á meðan gengið var frá aflanum. „Makríllinn er að mæta og hefur víða orðið vart við hann með suður- kantinum og vestur úr,“ sagði Óm- ar. Hann sagði að það tæki 7-8 daga að fylla skipið. gudni@mbl.is Hrygningarsvæði makríls teygir sig í átt til Íslands Makríll Veiðarnar eru hafnar. Gætt sé jafnræðis » SA, LÍÚ og Samtök fisk- vinnslufyrirtækja segja að gæta verði jafnræðis við skatt- lagningu aðila sem nýti nátt- úruauðlindir með sambæri- legum hætti. » Lög kveða á um að birta skuli fjárhæð veiðigjalds fyrir 15. júlí. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Samtök atvinnulífsins, Landssam- band íslenskra útvegsmanna og Sam- tök fiskvinnslustöðva sendu í gær frá sér sameiginlega umsögn vegna veiði- gjaldafrumvarps Sigurðar Inga Jó- hannssonar sjávarútvegsráðherra. Þar segir m.a. að fyrirhuguð gjöld séu allt of há og mótmælt er hækkun sér- staks veiðigjalds á uppsjávarfisk. Einnig segir að í stað þess að lög- festa bráðabirgðaákvæði til eins árs væri rétt að ákveða nú þegar framtíð- arfyrirkomulag álagningar veiði- gjalda. Ávallt beri að innheimta veiði- gjöld eftir að tekna hafi verið aflað og er því lagt til að 1. grein frumvarpsins verði breytt þannig að gjöldin verði innheimt af lönduðum afla. „Samtökin mótmæla því harðlega að útgerðir sem ekki reka fiskvinnslu séu skattlagðar vegna metins hagn- aðar fiskvinnslu óskyldra aðila,“ segir m.a. í umsögninni. „Samtökin benda á að við ákvörðun sérstaka veiðigjalds- ins samkvæmt frumvarpinu er byggt á mati Hagstofu Íslands á afkomu sjávarútvegsins árið 2011. Fyrir ligg- ur að Hagstofan hefur ofmetið afkom- una um allt að 5 milljarða króna vegna ársins 2011.“ Nauðsynlegt sé að leiðrétta fyrir þessu ofmati. Alþýðusamband Íslands rifjar upp að sambandið hafi stutt veiðigjalda- frumvarp fyrri ríkisstjórnar 2012 og leggst gegn því að samanlögð fjárhæð gjaldanna verði lækkuð. Þótt tekju- skattur lögaðila muni að vísu geta hækkað muni sú hækkun ekki vega upp þá tekjulækkun ríkisins sem boð- uð sé í frumvarpinu. MHörð gagnrýni »16 Veiðigjöld sögð allt of há  Hagsmunaaðilar segja Hagstofuna ofmeta afkomu sjávarútvegsfyrirtækja 2011  Alþýðusambandið leggst gegn því að samanlögð veiðigjöld verði lækkuð Spennandi „Það mætti vera eldgos á hverju ári,“ segir þyrlurekandi. Mikil aukning hefur orðið á þyrlu- flugferðum á þessu ári, bæði hvað varðar útsýnisferðir á vegum einkaaðila og þyrluútköll á vegum Landhelgisgæslunnar, en þar nam aukningin 179% á fyrstu sex mán- uðum ársins. Aukinn ferðamanna- straumur til landsins er talinn lík- leg skýring hvors tveggja, sam- kvæmt upplýsingum talsmanns Isavia. Flest þyrluútköll Gæslunnar eru vegna vanbúinna ferðamanna á hálendinu. Þá hefur einnig verið stigvaxandi aðsókn í útsýnisflug og var árið 2012 metár. Hefur slíkum ferðum fjölgað um 60% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs og er því ekki útlit fyrir dalandi vinsældir. Boðið er upp á margs konar pakkaferðir, en vinsælastar allra eru ferðir á eldgosaslóðir. „Það mætti vera eldgos á hverju ári,“ segir framkvæmdastjóri Norðurflugs og segir fjölbreyttan hóp sækja í ferðirnar, jafnt ein- staklinga sem fjölskyldur. »4 Mikil aukning á þyrluflugi  Ferðamenn vilja sjá náttúruna með öðrum augum Þórsmörk er vinsæll ferðamannastaður og fjöl- menni var þar í góðu veðri um Jónsmessuna. Margir notuðu tækifærið og gengu Fimmvörðu- háls eða Laugaveginn en svo voru aðrir sem skoppuðu yfir jökulsprænur við Gígjujökul á leið inn í Þórsmörk. Skoppað yfir jökulsprænur við Gígjujökul Morgunblaðið/Golli Landsvirkjun hefur varið fé sem svarar til 1,2 til 1,3 milljarða króna á núgildandi verðlagi til undirbúnings Norðlingaölduveitu frá því fyrirtækið tók við verkefninu 1969. Allur kostn- aðurinn hefur verið gjaldfærður. Fyrstu hugmyndir um að virkja efsta hluta Þjórsár með stíflu við Norðlingaöldu voru settar fram 1950. Áformin hafa breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er og miðlunarlón sem náði vel inn í friðland Þjórsár- vera er í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir síðustu ár orðið lítið veitulón að mestu í farvegi Þjórsár, að öllu leyti utan núverandi friðlands Þjórsárvera. Það lendir hins vegar innan marka stækkaðs friðlands. »12 Búið að verja 1,3 milljörð- um í Norðlingaölduveitu Úr Þjórsárverum Áform um Norð- lingaölduveitu hafa breyst mikið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti  Íbúðalánasjóð- ur varar við því, í umsögn sinni um aðgerða- áætlun ríkisstjórnar- innar vegna skuldavanda heimilanna, að verðtrygging á húsnæðislánum verði afnumin. Verði eingöngu boðið upp á óverðtryggð húsnæð- islán muni þeim sem hafa ekki efni á að kaupa sér þak yfir höf- uðið fjölga umtalsvert vegna hærri greiðslubyrði óverð- tryggðra lána. »6 Varar við afnámi verðtryggingarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.