Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
Svarið við spurningu dagsins
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
tilbúnar í pottinn heima
Fiskisúpur í Fylgifiskum
Verð 1.790 kr/ltr
Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.
Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska
eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
Hvað þarftu mikið?
Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann
Vef-Þjóðviljanum þykir ekkiónýtt að fylgjast með því
„hvernig fréttamenn Ríkisútvarps-
ins, sem varla vissu af því að verið
væri að safna undirskriftum gegn
lögum um hinn
óafturkræfa
skuldaklafa á kyn-
slóðir Íslendinga,
„Icesave“, hafi nú
frá upphafi notað
öll hugsanleg tæki-
færi til að minna á
að verið sé að safna undirskriftum
gegn lögum, sem eiga að lækka
nýjan viðbótarskatt á sjávarútveg-
inn í landinu í eitt ár.
Frá myndun ríkisstjórnarinnarhafa fréttamenn og stjórn-
arandstæðingar talað um að
stjórnin sé að svíkja loforð sem
hún hafi gefið skuldurum í land-
inu. Þó er það svo, að jafnvel
framsóknarmenn tóku fram í lof-
orðum sínum að loforðin yrðu
efnd með því „svigrúmi“ sem
kæmi út úr samningum við er-
lenda kröfuhafa bankanna.
Þannig að ekki getur verið umnein „svik“ að ræða, fyrr en í
fyrsta lagi ef „svigrúmið“ myndast
en verður ekkert notað til lækk-
unar skuldanna. Fram að því hef-
ur ekkert verið svikið.
En sömu fréttamenn og stjórn-
arandstæðingar minnast ekki orði
á að báðir stjórnarflokkarnir lof-
uðu landsmönnum því fyrir kosn-
ingar að veiðigjaldið, sem er sér-
stakur viðbótarskattur á
sjávarútvegsfyrirtæki, yrði lækk-
að. Enginn fréttamaður nefnir
þetta. Enginn fréttamaður spyr
hvort ríkisstjórnin hyggist svíkja
þetta loforð. Enginn álitsgjafi seg-
ir með alvöruþunga að það sé
spurning um heilindi að þetta
kosningaloforð verði efnt.
Ætli persónulegar skoðanirfréttamanna og álitsgjafa
skipti hér máli?“
Leikarar
áhugasviðsins
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 24.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 11 skýjað
Akureyri 12 léttskýjað
Nuuk 1 þoka
Þórshöfn 10 alskýjað
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 21 léttskýjað
Lúxemborg 23 léttskýjað
Brussel 17 heiðskírt
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 18 heiðskírt
London 13 skýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 22 skýjað
Vín 21 léttskýjað
Moskva 22 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 11 léttskýjað
Montreal 12 súld
New York 14 skýjað
Chicago 10 léttskýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:58 24:04
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:13 23:48
Ný stofnun tekur til starfa 1. júlí nk.
Stofnunin ber nafnið Samgöngu-
stofa og mun hún annast stjórnsýslu
og eftirlit með samgöngum. Áður
stóð til að stofnunin bæri nafnið Far-
sýslan en Þórhildur Elín Elínardótt-
ir, upplýsingafulltrúi Siglingastofn-
unar, segir að mörgum hafi þótt
upprunalega nafnið óþjált. „Starfs-
menn áttu í raun frumkvæðið að
þessari nafnabreytingu og í kjölfarið
var kosið á milli ákveðinna nafna og
þetta varð niðurstaðan.“
Öllum boðið starf
hjá stofnuninni
Hermann Guðjónsson verður for-
stjóri Samgöngustofu og um 160
manns munu starfa hjá stofnuninni
en fyrsti starfsmannafundurinn var
haldinn í gær. Verkefni Flugmála-
stjórnar og Umferðarstofu auk
stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna
Siglingastofnunar Íslands og Vega-
gerðarinnar munu tilheyra Sam-
göngustofu. „Með því að sameina
alla stjórnsýslu samgöngumála í
eina stofnun er vonast til þess að efla
megi þjónustu og eftirlit á því sviði,“
segir Þórhildur. Aðspurð segir Þór-
hildur að ekki hafi komið til upp-
sagna við sameiningu stofnananna.
„Öllum var boðið starf við nýja
stofnun. Ekki er búið að ákveða
staðsetningu stofnunarinnar á höf-
uðborgarsvæðinu en unnið er að
því.“ mariamargret@mbl.is
Samgöngustofa tekur til starfa í júlí
Átti áður að heita Farsýslan Nafn-
ið þótti óþjált Engum sagt upp
Hönnuður Ámundi Sigurðsson
Jóhannes M. Gijsen, biskup kaþ-
ólsku kirkjunnar á Íslandi á árunum
1995-2007, lést í klaustri Karmel-
systra í Sittard í Hollandi í gær, átt-
ræður að aldri.
Johannes Baptist Matthijs Gijsen
fæddist í Suður-Hollandi 7. október
1932. Hann ákvað ungur að árum að
hann vildi verða prestur. Fyrirmynd
hans var Martin Meulenberg, fyrsti
kaþólski biskupinn á Íslandi eftir
siðaskipti og afabróðir Gijsens.
Hann var doktor í kirkjusögu og
var vígður biskup í Limburg í Hol-
landi 1972, aðeins 39 ára.
Gijsen var útnefndur Reykjavík-
urbiskup 1995. Hann lét af störfum í
október 2007 fyrir aldurs sakir.
Andlát
Jóhannes
M. Gijsen