Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Í dag kveð ég Blomma tengdaföður minn en hann var ótrúlega litríkur og skemmtilegur maður. Hann hafði sterkar skoðanir og var óheflaður í máli en einn mesti húmoristi sem ég hef kynnst. Hans verður sárt saknað. Elsku Blommi, af öllu hjarta þakka ég þér fyrir okkar ára- löngu kynni. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Guð geymi þig. Þinn tengdasonur, Gunnsteinn. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Takk fyrir allt, elsku Blommi minn. Takk fyrir þau 33 ár sem ég hef verið tengdadóttir þín. Aldrei hefur borið skugga á okkar vin- áttu. Megir þú hvíla í friði, elsku vin- urinn minn, við hlið yndislegu Maddý þinnar. Guð geymi ykkur bæði og minningu ykkar beggja. Þið reyndust mér vel í einu og öllu og ég elska ykkur eilíflega fyrir það. Þín tengdadóttir, Bryndís (Binna). Elsku afi Blommi er nú fallinn frá. Þeir sem þekktu hann vita að hann var stórskemmtilegur kar- akter með sterkar skoðanir. Stundum var hann harðorður þegar hann tjáði þær en samt ótrúlega fyndinn og það voru ófá hlátursköstin sem maður átti með afa Blomma. Hann hló svo inni- lega að hann hristist allur og tár- aðist og maður hló bara með, það var ekki annað hægt. Hann hélt í barnið í sér alla ævi og það var yndislegt. Hann horfði t.d. alltaf á teiknimyndir með okkur krökk- unum þegar við vorum lítil og ég er ekki frá því að hann hafi haft mest gaman af þeim. Þvílík skemmtun sem það var að fylgj- ast með honum. Afi elskaði garðinn sinn uppá Lambó og nostraði endalaust við hann. Hann bjó til ævintýraland þar með öndum í brunninum, dá- dýrum, sveppahúsum og dverg- um. Það skipti engu máli þótt þetta væri allt úr plasti því þetta var dásamlegt ásýndar. Á jólun- um var svo þvílíkt skreytt og fréttum við að afi væri kallaður Jóli af krökkunum í götunni því hann skreytti svo mikið. Hann gleymdi ekki fuglunum og var duglegur gefa þeim að borða á veturna. Hann hætti þessu ekki þegar hann var kominn á Eir og nappaði maður hann stundum við að gefa fuglunum kaffibrauðið, sem honum var fært, út um Níels Maríus Blomsterberg ✝ Níels MaríusBlomsterberg fæddist í Reykjavík 15. janúar 1927. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 9. júní 2013. Útför Maríusar var frá Bústaða- kirkju 24. júní 2013. gluggann á herberg- inu sínu. Einu fugl- arnir sem mættu á svæðið voru mávar en honum var alveg sama. Ótrúlega uppátækjasamur og fyndinn og fór sínar eigin leiðir í þessu sem og mörgu öðru. Afi var mikill músíkmaður og átti þvílíkr óperuplötu- safn og gat setið klukkutímum saman og hlustað á plöturnar. Hann spilaði þær hátt því annars fannst honum enginn tilgangur með þessu. Honum fannst líka gaman að fræða mann um hina og þessa söngvara og vissi ótrúlega mikið um þá. Við eigum óteljandi góðar minningar um afa en ef maður ætti að telja þær allar upp þá þyrfi að gefa út sér blað tileinkað afa Blomma. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu og þið getið farið að gera garðinn ykkar fínan. Hún tekur örugglega á móti þér með rót- sterku kaffi og rjómapönnukök- um, það finnst þér nú ekki leið- inlegt. Við kveðjum þig með söknuð og sorg í hjarta en hlýjum okkur við góðar minningar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guð geymi þig, elsku afi María Ósk og Arnar Freyr. Þegar ég hugsa um afa Blomma koma margar minningar í hugann. Allar eru þær góðar og draga fram bros á vör og hlýju í hjartað. Þegar ég var lítil elskaði ég að fara á Lambó. Þar var maður dekraður og fékk að leika lausum hala. Þegar ég hugsa um afa þá hugsa ég alltaf um hann inn í her- berginu sínu þar sem hann sat og hlustaði á óperur og klippti og límdi úrklippur. Þegar maður birtist í dyragættinni horfði hann glettinn á mann og sagði: „Nei, Dúlsinea frá De la Manca ertu komin!“ Hann kallaði mig og örugglega fleiri alltaf Dúlsinea eða bara Dúlsí langt fram á ung- lingsár. Afi elskaði að stríða litlu börnunum sem komu í heimsókn til hans og oftar en ekki man ég eftir honum elta mann með „Dansarann“ á lofti eða með „Munkinn“, sem var plastmunkur í barnastærð og mjög óhugnan- legur í litlum huga. Eftir því sem maður grenjaði meira því hærra hló hann. Ekkert skemmti honum jafn- mikið og að sjá einhvern detta of- an í brunninn í garðinum. Þá var sko hlegið. Afi var mikið í garð- inum að gera fínt og þegar maður var lítill var þessi garður paradís. Þar var lítill skúr með rafmagns- bíl, fullt af plastdýrum út um all- an garð, endur í brunninum og mikið stórt svæði til að hlaupa og leika sér á. Ég man vel eftir því þegar afi byggði viðbyggingu við herbergið sitt og ég sat oft úti hjá honum að fylgjast með honum vinna. Ég var mjög forvitin um hvað hann væri að gera og hann sannfærði mig um að hann væri að byggja tívolí handa mér. Þetta ætti að vera rosastórt tívolí sem ég mætti leika mér í hvenær sem er. Þvílík gleði! Ég gat ekki beðið eftir að fá tívolíið upp og var spennt að sjá tækin. Svo komst ég að hinu sanna en var samt alltaf að vona innst inni að það yrði tívolí þarna eins og hann sagði. Ég bíð þó ennþá eftir Lambó-tívolíinu mínu. Þó að minningarnar og skemmtisögurnar um afa séu margar er ein minning sem stendur sérstaklega uppúr. Þeg- ar ég gisti hjá ömmu og afa þá fékk ég alltaf að lúlla í afarúmi og hann passaði alla nóttina að manni yrði ekki kalt, þannig að reglulega breiddi hann yfir mig sængina og hvíslaði: „í kuldanum mikla“. Þetta voru svo yndisleg orð því þau táknuðu væntum- þykju hans til mín. Hann var að passa mann. Þessi orð og minn- ingar hlýja mér alltaf um hjarta- rætur þegar ég rifja þær upp. Ég segi þetta ennþá alltaf með sjálfri mér þegar mér er kalt og fer undir sæng. Mikið sakna ég þess að koma á Lambó og spjalla við ykkur ömmu og heyra ykkur þrátta á ykkar einstaka hátt, þig að segja brandara og ömmu að hrista hausinn. Þú varst einstakur, enginn var eins og þú. Hlátur þinn, hlýja, sögurnar þínar og sögurnar af þér munu lifa lengi og ylja mér á lífsleiðinni. Nú breiði ég yfir sængina þína og hvísla „í kuldanum mikla“. Takk fyrir lífið, afi minn. Þín Fjóla Dögg (Dúlsí). Elsku afi Blommi. Nú hefur þú kvatt okkur og ert farinn til ömmu þar sem þið sitjið eflaust í góðra vina hópi og rifjið upp gamla tíma. Þú varst yndis- legur afi og nýttir öll tækifæri til þess að gleðja og stríða okkur krökkunum. Það koma fram margar góðar minningar þegar við hugsum til þín og detta okkur helst í hug allar sögurnar sem þú sagðir, þó svo að sannleiksgildi þeirra hafi ekki alltaf verið mikið. Þú varst einstakur maður og áttir ekki erfitt með að segja þína skoðun sem var einn af þínum helstu kostum. Við syrgjum það að nú sé enginn til að sannfæra okkur um að við séum af dönskum konungsættum og því sé blóðið í okkur blátt eða það að pylsur séu bestar í vínarbrauði. Við trúum því að amma hafi tekið vel á móti þér og hafi verið búin að útbúa handa þér herbergi þar sem þú getur spilað plöturnar þínar eins hátt og þig lystir og hún að sjálf- sögðu rekið þig inn í það ef þú segir eitthvað sem henni mislíkar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Takk fyrir minningarnar sem þú gafst okkur. Þín barnabarnabörn, Erna Ýr, Írena Líf og Heiðar Atli. Afi Blommi, afi Lambó… Ég ætla að gera það sama og ég gerði þegar ég skrifaði síðast minningargrein. Hún var um elskulegu ömmu mína, ömmu Maddý/ömmu Lambó, sem lést í maí 2009. Þá lokaði ég augunum og skrifaði niður þær minningar sem komu upp í hugann. Núna, þegar ég loka augunum kemur fyrst upp í hugann: Lamba- stekkur 2, heimili afa og ömmu til rúmlega fjörutíu ára. Ég á ótal minningar tengdar þessu fallega húsi í Breiðholtinu og sé fyrir mér stóra garðinn sem afi sinnti af miklum krafti. Afi var í garðinum öll sumur að gróðursetja, færa til tré, slá grasið, nostra í gróður- húsinu og mála gosbrunninn (allt- af bláan og hvítan). Það var alveg stranglega bannað að stíga á kantinn á skítugum skónum og afi lét okkur barnabörnin sko alveg heyra það ef við voguðum okkur út á brúnina. Hins vegar hló hann manna hæst ef eitthvert okkar var svo ólukkulegt að detta ofan í brunninn. Ég tel að það hafi verið örlög okkar allra að detta ofan í brunninn á einhverjum tíma- punkti í barnæskunni. Auk þess að hafa yndi af garðinum sínum, var afi mikill óperuunnandi og hafði mjög sterkar skoðanir á hæfni þessara söngvara. Til að mynda var Jussi Björling í afar miklu uppáhaldi (alvöru söngvari þar á ferð) á meðan Pavarotti var til mikils ósóma (enda með hljóð- nema í hverju hnappagati). Afa var ýmislegt til lista lagt. Til að mynda bjó hann til margar kræsi- legar uppskriftir af kæfum, pyls- um, farsi og svo framvegis, enda afar metnaðarfullur kjötiðnaðar- meistari þar á ferð. Ég er fegin að hann ákvað ekki að verða bakari því annan eins sælkera hef ég sjaldan hitt. Hver borðar til dæm- is pylsu í vínarbrauði? Afi var svo sannarlega klár á sínu sviði en það átti hins vegar ekki við um öll svið veruleikans. Það þótti alls ekki gaman að vera með honum í bíl svo dæmi sé tekið. Afi storm- aði um allan bæinn í öðrum gír, þannig að maður óttaðist að vélin gæfi sig á hverri stundu og lét sig svo hispurslaust flakka yfir á rauðu ljósi. Það skal tekið fram að öryggisbelti í aftursætum voru sjaldgæf í þá daga. Afi var líka mikill hrekkjalómur, samanber þegar hann setti sinnep í bleiu dúkkunnar minnar, mér til mik- illar skelfingar. Afi hló að þessu árum saman. Afa er hægt að lýsa með mörgum ólíkum orðum. Hann var góðhjartaður, sérvitur, duglegur, uppfinningasamur, hrekkjóttur, skelfilegur ökumað- ur, mikill „dillukall“ og algjörlega einstakur. Hans verður sárt saknað og ég trúi því og treysti að hann hafi það gott hjá ömmu minni, í hlýju og fegurð eilífðar- innar. Anna Ósk. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR PÁLMI STEINDÓRSSON forstjóri, Sóltúni 10, Reykjavík, andaðist á heimili sínu föstudaginn 21. júní. Steindór Gunnlaugsson, Halldóra Lydía Þórðardóttir, Haraldur Páll Gunnlaugsson, Bolette Møller Christensen, Bryndís Dögg Steindórsdóttir, Haukur Eggertsson, Gunnlaugur Egill Steindórsson, Emilía Björk Hauksdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS MAGNÚSDÓTTIR húsfreyja á Staðarbakka, verður jarðsungin frá Staðarbakkakirkju miðvikudaginn 26. júní kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga. Margrét Benediktsdóttir, Ólafur H. Jóhannsson, Ingimundur Benediktsson, Matthildur G. Sverrisdóttir, Jón M. Benediktsson, Þorbjörg J. Ólafsdóttir, Rafn Benediktsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR GARÐARSSON, Birkihlíð 5, Sauðárkróki, lést fimmtudaginn 20 júní. Útför fer fram frá Sauðárkrókskirkju 27. júní kl. 14:00. Baldvina Þorvaldsdóttir, Sigurlaug Steingrímsdóttir, Guðmundur Gíslason, Garðar Haukur Steingrímsson, Halla Rögnvaldsdóttir, Kári Gunnarsson, Sigríður Steingrímsdóttir, Þorsteinn Einarsson, Þorvaldur Steingrímsson, Svanhvít Gróa Guðnadóttir, Sævar Steingrímsson, Ingileif Oddsdóttir, Friðrik Steingrímsson, Steinvör Baldursdóttir, Bylgja Steingrímsdóttir, Auðunn Víglundsson, Steingrímur Steingrímsson, Sæunn Eðvarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Yndisleg móðir okkar, KRISTJANA GUÐNÝ EGGERTSDÓTTIR, Nanna, er látin. Eggert Magnússon, Guðrún Magnúsdóttir, Inga Steinunn Magnúsdóttir, Kristjana Vigdís Magnúsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BENEDIKT GUÐJÓN BENEDIKTSSON, Tjarnarbraut 9, Bíldudal, andaðist á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar fimmtudaginn 20. júní. Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju 27. júní kl. 14.00. Guðrún Jakobína Kristjánsdóttir, Ragnheiður K. Benediktsdóttir, Jón Brands Theódórs, Elínborg A. Benediktsdóttir, Páll Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem heiðruðu minningu hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, JÓNS GUÐMUNDSSONAR, Stigahlíð 34. Við þökkum öllum sem sýndu okkur vinarhug og hlýju með nærveru sinni og sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hann, bæði á skilunardeild Landspítalans og Landa- koti. Vigdís Tryggvadóttir, Sigríður Nanna Roberts, Guðmundur Jónsson, Lára Sigfúsdóttir, Tryggvi Jónsson, Ásta Ágústsdóttir, Kristín Þorbjörg Jónsdóttir, Hrafnkell Gunnarsson, Kristín Anný Jónsdóttir, Valgeir Ingi Ólafsson, Soffía Bryndís Jónsdóttir, Una Svava Skjaldardóttir Rogers, Chuck Rogers, Tryggvi Lúðvík Skjaldarson, Halla María Árnadóttir, Kristján Róbert Walsh, Rebbekka Rós Guðmundsdóttir, barnabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS JÓELSSONAR, Hörgslundi 17, Garðabæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 13G á Landspítala og starfsfólk Ísafoldar, hjúkrunarheimilis, fyrir alúð og nærgætni. Valdís Guðjónsdóttir, Friðrik Ingvar Friðriksson, Þuríður Sigurðardóttir, Guðjón Erling Friðriksson, Fanney Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.