Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Erum með allar gerðir af heyrnartækjum Fáðu heyrnartæki til reynslu og stjórnaðu þeim með ReSound Appinu Komdu í greiningu hjá faglærðum heyrnarfræðingi Heyrðu umskiptin og stilltu heyrnartækin í Appinu Frí heyrnargreining og ráðgjöf í júní. Morgunblaðið/Eggert Flottur hópur Jón, sem er yngsta barn Herdísar af fjórum, er á drekaæv- intýranámskeiði, sem er uppeldisstöð fyrir framtíðarbörn í taekwondo. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is M ig hefði ekki órað fyrir því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að stunda taekwondo af kappi og taka þátt í keppnum,“ segir Herdís Þórðardóttir, Íslands- meistari í Superior-flokki, þrjátíu ára og eldri. Hún og tvær dætur hennar, Erla og Hulda Björnsdætur, æfa þessa sjálfsvarnaríþrótt af miklu kappi hjá Aftureldingu í Mos- fellsbæ. Jón Björnsson, sem er yngsta barn Herdísar, er 6 ára og er á drekaævintýranámskeiði, sem er einhverskonar uppeldisstöð Aftur- eldingar fyrir framtíðariðkendur í taekwondo. Erla hefur mikið keppn- isskap og er búin að landa mörgum sigrum á þeim tæpum fjórum árum sem hún hefur æft. Hún er Íslands- meistari, Reykjavíkurmeistari og margfaldur bikarmeistari í bardaga. Í vor varð hún í öðru sæti á Norð- urlandamótinu í Finnlandi. „Þetta byrjaði allt á því að mér og vinkonu minni datt í hug að prófa að fara á æfingu í taekwondo þegar við vorum tíu ára. Vinkona mín hætti fljótlega en ég hélt áfram. Mamma byrjaði svo að æfa þegar ég var búin að vera í eitt ár,“ segir Erla og bætir við að frá því hún komst í landsliðið æfi hún fimm sinnum í viku. Hulda hefur aðeins æft í eitt ár, enda er hún ekki nema níu ára, en hún finnur sig vel í þessu og er með góðar fyrirmyndir, bæði stóru systur og mömmu. Æfingabúðir í útlöndum „Taekwondo er mjög fjöl- skylduvæn íþrótt sem allir geta stundað, hvernig sem þeir eru í lag- inu. Þetta er vaxandi íþrótt hér á landi og mótin eru alltaf að verða fjölmennari. Hjá Aftureldingu eru fjórar fjölskyldur þar sem allir fjöl- skyldumeðlimir eru í taekwondo, og líka mæðgur og mæðgin. Og það eru margar fjölskyldur að æfa hjá öðr- um fjélögum,“ segir Herdís sem sér ekki eftir að hafa slegið til fyrir þremur árum og prófað að byrja að æfa. „Þetta er frábær og skemmtileg íþrótt. Ég æfi þrisvar í viku og svo förum við líka í æfingabúðir bæði hér heima og erlendis.“ Krefst úthalds og snerpu Taekwondo er sjálfsvarnar- íþrótt eða bardagalist. Hún kemur frá Kóreu og er ekki ólík karate, kungfú og öðrum slíkum. Þetta tek- ur á mörgum þáttum, við æfum allt frá mjúkum jógateygjum upp í harð- an bardaga. Þetta snýst um sjálfs- vörn þar sem við þurfum að æfa „formin“ okkar eða stöðurnar, sem eru bæði högg og varnir og þar er Skemmtileg og fjöl- skylduvæn íþrótt Herdís Þórðardóttir og tvær dætur hennar æfa taekwondo af miklum móð og taka líka þátt í keppnum, bæði hér heima og erlendis. Þær eru með keppnisskap og hafa landað nokkrum titlum, nú síðast varð Erla, elsta dóttirin, í öðru sæti á Norðurlandamótinu. Þeim finnst íþróttin skemmtileg og stefna á svarta beltið. Stolt Erla er mikil keppnismanneskja og varð í öðru sæti á Norðurlanda- mótinu í taekwondo í Finnlandi í vor og var stolt á verðlaunapallinum. Hinir fjölmörgu hjólagarpar lands- ins fagna götuhjólakeppni sem haldin verður næstkomandi laug- ardag, Tour de Hvolsvöllur. Er þá hjólað frá Reykjavík að Hvolsvelli, 110 kílómetra langa leið. Ræst er frá Olís, Norðlingaholti klukkan sjö um morguninn. Einnig er boðið upp á 48 km leið þar sem hjólað er frá Selfossi á Hvolsvöll og 14 km leið þar sem hjólað er frá Hellu. Hægt er að skrá sig á hjolamot- .is og geta skráðir fylgst með reglulegum uppfærslum á fésbók- arsíðu keppninnar TourDeHvols- vollur. Síðasti dagur skráningar er 27. júní. Að hjólakeppninni lokinni verður blásið til fjölskylduhátíðar á Hvols- velli. Þar verða leikir fyrir börnin, hjólaþrautir, hópakstur gamalla traktora og bíla, sveitamarkaður, Sirkus Íslands og margt fleira. Um kvöldið verður götugrill og lifandi tónar. Vefsíðan www.facebook.com/TourDeHvolsvollur tt Götuhjólakeppni Tour de Hvolsvöllur-áskorunin er orðin að árlegum viðburði. Hjólakeppni og fjölskylduskemmtun Fyrrverandi landsliðsmarkvörður karla í knattspyrnu og forystumaður í hlaupamenningu í Skagafirði, Árni Stefánsson, verður sextugur á árinu og í tilefni þess verður efnt til svo- kallaðs Árnahlaups. Hlaupið fer fram laugardaginn 29. júní á Sauðárkróki og ýmsar leiðir í boði. Í fyrsta lagi verður hlaupið Fjalla- hlaupið svonefnda, en um er að ræða tæplega átján kílómetra hring um Kimbastaðagötur. Einnig verður boð- ið upp á sex kílómetra skógarskokk í Skógarhlíð sem og tveggja kílómetra fjölskylduhlaup. Veglegir vinningar eru í boði og í lokin verður boðið upp á grill og skemmtiatriði. Hægt er að skrá sig í keppnina á síðunni hlaup.is en nánari upplýsingar um keppnina má finna á feykir.is eða á fésbókarsíðu keppn- innar. Sextugsafmæli fyrrverandi landsliðsmarkvarðar fagnað Kappi Árni hefur meðal annars unnið sem íþróttakennari og hlaupaþjálfari. Hlaupið til heiðurs Árna Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá gjöf Margrétar Norland til Þjóðminja- safnsins. Margrét gaf safninu skaut- búning ömmu sinnar í minningu afa síns og ömmu, Thors Jensen og Mar- grétar Þorbjargar Kristjánsdóttur. Skautbúningurinn var einnig gefinn í minningu foreldra Margrétar, Krist- ínar Thors og Guðmundar Vilhjálms- sonar, en þess láðist að geta í gær. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting Líka í minn- ingu foreldra Skautbúningur Gjöf í minningu foreldra og afa og ömmu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.