Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 11
krafist mikillar nákvæmni. Það er bæði keppt í formum og í bardaga. Í bardaga er það maður á mann, þar sem allt gengur út á spörk. En við erum í hlífðarbrynjum í bardaga, með hjálm og hlífðargóm. Við fáum eitt stig fyrir hvert spark sem hittir brynjuna, tvö stig ef við gerum snúning og þrjú stig fyrir spark í höfuð,“ segir Herdís og bætir við að höfuðspörk séu að sjálfsögðu ekki ætluð til að meiða og að slysatíðni sé mjög lág í taekwondo. „Þetta krefst mikils úthalds og snerpu og tekur rosalega á. Maður er verulega þreyttur eftir tveggja mínútna bar- daga. Þetta snýst líka mikið um aga og einbeitingu. Andlegi þátturinn skiptir ekki síður máli en líkamlegi þátturinn.“ Sjötíu armbeygjur á prófi Þær segjast vera mjög heppnar að hafa góðan og metnaðarfullan þjálfara sem er landsliðsþjálfarinn í bardaga. „Hann heitir Meisam Raf- iei og kemur frá Íran. Hann er þre- faldur heimsmeistari í bardaga og stefnir á Ólympíuleikana.“ Þær þurfa að ná tökum á ákveðnum formum, eða hreyfingum, fyrir hvert belti. „Við þurfum að standast beltapróf til að fá nýtt belti, en það er mjög hvetjandi, mað- ur er alltaf að bæta sig og takast á við nýtt. Formin verða æ erfiðari eftir því sem nær dregur svarta beltinu. Ég þurfti til dæmis að gera fimmtíu armbeygjur innan tíma- marka á síðasta beltaprófi. Það tók verulega á,“ segir Herdís sem er ný- komin með rauða beltið. Erla er líka með rauða beltið en hún hefur áunn- ið sér tvær svartar rendur á sitt belti, sem þýðir að hún er komin lengra. „Ég þurfti að gera sjötíu armbeygjur fyrir síðasta beltapróf,“ segir Erla. Hulda er með græna beltið, enda ekki nema níu ára og aðeins búin að æfa í eitt ár. En þær stefna allar þrjár að sjálfsögðu á svarta beltið. Morgunblaðið/Eggert Einbeittar mæðgur Hulda, Þórdís og Erla fara létt með að sparka hátt eins og nauðsynlegt er í taekwondo. Sterk Erla í fullum herklæðum að keppa í bardaga á Norðurlandamótinu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 SIMPLY CLEVER ŠKODA Fabia kostar aðeins frá:* 3.790.000,- HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Nýr ŠKODA Octavia. Hrífandi. Á hverjum degi. ŠKODA Octavia er nýr og glæsilega endurhannaður fjölskyldubíll frá ŠKODA sem nú er enn betur búinn staðalbúnaði. Má þar helst nefna nálgunarvara að aftan, 16” álfelgur, fjarstýringar í stýri fyrir útvarp og síma og Bluetooth búnað fyrir síma og tónlist. Komdu í reynsluakstur og upplifðu nýjan ŠKODA Octavia. Breiðari, lengri, léttari og hlaðinn búnaði * Octavia Ambition 1.2 TSI, 105 hestöfl, beinskiptur Nýlega kom út bók hér á landi sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Bókin ber nafnið Færni til framtíðar: Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og fjallar um hreyfingu barna með sérþarfir. Bókin, sem er eftir íþróttafræðinginn Sab- ínu Steinunni Halldórs- dóttur, fæst við þá hug- myndafræði sem hún hefur þróað með sér í sínu námi í Noregi. Sabína hefur unnið í fimm ár sem íþrótta- og sérkennari í hreyfingu en hugmyndafræði hennar gengur út á ímyndunar- og hlutverkjaleiki barna og er jafnframt nátt- úruvæn auk þess sem engin tæki eru nýtt og þar af leiðandi eru hugmyndir hennar sparsamar. Sabína hefur þar að auki haldið fjölda fyrirlestra um efni sitt en þar kemur meðal annars fram sá árangur sem hugmyndafræði hennar hefur nú þegar skilað. Bókin, sem er um níutíu blaðsíður að lengd, er myndskreytt af Þórhildi Jónsdóttur frá Lambey í Fljótshlíð. Sabína heldur einnig úti fésbókarsíðu sem allir geta heimsótt en þar gefur hún ráð og upplýsingar varðandi hreyfingu barna almennt. Mikilvægi náttúrulegs umhverfis í leik barna Hreyfing Sabína Steinunn gefur út bók eftir sinni hugmyndafræði um hreyfingu barna. Hreyfingu barna gerð skil Efnt verður til hjólreiðakeppni í Heið- mörk 27. júní. Hjólreiðafélag Reykja- víkur stendur fyrir keppninni í sam- starfi við Örninn en það fyrirtæki mun bjóða keppendum upp á ham- borgara í lok keppninnar, Ölgerðin býður upp á meðlæti auk þess sem allir krakkar fá veiðileyfi í Elliðavatni. Keppt verður í nokkrum vegalengdar- og aldursflokkum auk þess sem boð- ið verður upp á liðakeppni. Einnig verður boðið upp á sér keppni fyrir krakka en í lokin munu allir fá verð- launapening fyrir sína þátttöku. Nán- ari upplýsingar auk skráningargagna má nálgast í Erninum 25. til 26. júlí. Allir krakkar fá veiðileyfi í Elliðavatni Keppni Ýmislegt er í boði fyrir börn. Keppt í Heið- merkuráskorun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.