Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 12
Hofsjökull
Tungnafellsjökull
Kal
dak
víslKerlingarfjöll
Friðland í Þjórsárverum
Þj
ór
sá
Friðland Þjórsárvera
Tillaga að stækkun friðlands
Veitugöng
Veitulón miðað við 581 m yfir sjó
Veitulón miðað við 567,5 m yfir sjó
Loftmyndir ehf.
Heimild: Umhverfisstofnun
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Miklar breytingar hafa orðið á
áformum um virkjun efsta hluta
Þjórsár við Norðlingaöldu. Í þeim
áætlunum sem unnið var eftir frá
1981 til 2002 var gert ráð fyrir að
hæð lónsins yrði í allt að 581 metra
yfir sjávarmáli en síðustu árin hefur
verið miðað við lón í 566 til 567,5
metra hæð. Með síðarnefndu út-
færslunni skreppur lónið mjög sam-
an og fer vel út fyrir mörk friðlands
Þjórsárvera. Þessi virkjanakostur
verður hins vegar endanlega settur
út af borðinu með stækkun friðlands-
ins til suðurs.
Þegar Þjórsárver voru friðuð 1981
var kveðið á um heimild til virkjunar
Þjórsár með stíflu við Norðlingaöldu.
Hæð miðlunarlónsins gat mest farið í
581 metra yfir sjávarmál. Lón sam-
kvæmt þessari tilhögun hefði orðið
nokkuð umfangsmikið og náð inn í
friðland Þjórsárvera. Náttúruvernd-
arráð taldi það ekki rýra náttúru-
verndargildi Þjórsárvera óhæfilega.
Til samanburðar má geta þess að
fyrstu áform um Norðlingaölduveitu
voru mun umfangsmeiri. 1950 var
gert ráð fyrir stíflu og lóni í allt að
608 metra hæð.
Málamiðlun í úrskurði
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
frá 1981 og viðhorf til náttúru-
verndar breyst.
Norðlingaölduveita fór í umhverf-
ismat og lækkaði lónið verulega í því
ferli sem þá tók við. Skipulags-
stofnun féllst á stíflu í allt að 575
metra hæð en hún lækkaði enn frek-
ar þegar Jón Kristjánsson, settur
umhverfisráðherra, úrskurðaði í
kærumálum vegna matsins í byrjun
árs 2003. Niðurstaða hans var að lón-
ið færi ekki yfir 566 m yfir sjávarmáli
í sumarrekstri virkjunarinnar en
567,5 metra að vetri. Með því átti að
tryggja að virkjunin hefði ekki lang-
tímaáhrif inn í friðlandið enda er lón-
ið orðið að veitulóni og að mestu í far-
vegi fljótsins. Fyrirhuguð stífla er
sjö kílómetrum sunnan við núgild-
andi friðlandsmörk og efsta tota
sumarlónsins tveimur kílómetrum
frá friðlandinu.
Virkjunin fór inn á svæðisskipulag
miðhálendisins og forsætis- og iðn-
aðarráðherra veittu Landsvirkjun
leyfi til að reisa og reka Norðlinga-
ölduveitu.
Virkjunin fór þó aldrei inn á aðal-
skipulag Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps og Landsvirkjun setti hana í
bið, meðal annars vegna andstöðu
innan borgarstjórnar Reykjavíkur
sem átti 45% Landsvirkjunar. Svo
tók við biðtími á meðan unnið var að
rammaáætlun. Þar var virkjanakost-
inum ýtt til hliðar, hann var settur í
verndarflokk í ályktun meirihluta Al-
þingis þótt þetta sé talin ein hag-
kvæmasta virkjun Landsvirkjunar.
Norðlingaölduveita fær þó ekki
náðarhöggið fyrr en með stækkun
friðlands Þjórsárvera til suðurs, ef
hún verður staðfest eins og undir-
búið hefur verið. Ekki verður leyfi-
legt að virkja í friðlandi.
Minni Dynkur
Þótt mjög hafi verið dregið úr um-
hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu
með minnkun lónsins standa þó eftir
ákveðnir þættir. Nefna má að fram-
kvæmdasvæðið er á lítt snortnu víð-
erni. Þá mun minna rennsli Þjórsár
neðan stíflu breyta Kjálkaversfossi,
Dynk og Gljúfurleitafossi. Þetta eru
fallegir fossar sem mörgum er annt
um.
Landsvirkjun vill fá tækifæri til að
laga hönnun veitunnar að þeim at-
hugasemdum sem gerðar hafa verið.
Meðal annars eru til athugunar að-
gerðir til að tryggja að vatn berist
ekki inn í Eyvafen og að stýra rennsli
í Þjórsá þannig að rennsli haldist
sem mest í fossunum á daginn yfir
hásumarið. Þá kemur til greina að
minnka veitulónið enn frekar en þá
þarf að dæla því heldur hærra upp í
Kvíslaveitur.
Lónið fært út fyrir friðlandið
Miklar breytingar hafa orðið á áformum um Norðlingaölduveitu sunnan við Þjórsárver Lónið hef-
ur skroppið saman Landsvirkjun hugar að frekari aðlögun að umhverfinu ef hugmyndin fær að lifa
Morgunblaðið/RAX
Þjórsárver Verin taka nafn sitt af Þjórsá sem kemur undan Hofsjökli. Fjöldi virkjana á Þjórsár- og Tungnársvæðinu getur nýtt vatn úr Norðlingaölduveitu.
Norðlingaölduveita
» Vatninu úr efsta hluta
Þjórsár er dælt upp í göng
sem leiða það í Kvíslaveitur
og Þórisvatn. Vatnið nýtist
til að auka orkugetu virkj-
ana á Þjórsár-Tungnár-
svæðinu um 635 gígavatt-
stundir á ári, eftir að
Búðarhálsvirkjun hefur
bæst við virkjanaröðina.
12 FRÉTTIRinnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
Fataskápatilboð 35% afsláttur
Þín veröld
X
E
IN
N
IX
13
06
00
5
Skoðaðu fjölbreytt úrval eldhúsinnréttinga, fataskápa og baðinnréttinga!
*ATH! Tilboð um fría uppsetningu gildir eingöngu á höfuðborgarsvæðinu.
Eldhúsinnréttingatilboð 18. júní til 18. júlí !!
10% afsláttur af hágæða eldhúsinnréttingum
og FRÍ uppsetning á innréttingu fylgir með!!!*
ATH! Tilboðið gildir á öllum pöntuðum innréttingum á tímabilinu
frá 18. júní til 18. júlí 2013