Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
Við færum þér
nýtt heyrnartæki
ALTAerþróaðastaheyrnartækið fráOticonframtil þessa.
Öflugörflaga íALTAsérumaðþúheyrir ávallt semskýrast,
í hvaðaaðstæðumsemer. ALTAerhannaðtil aðuppfylla
þínarþarfir ogeralgjörlegasjálfvirkt.
MeðALTAheyrirþúbetur.Alltaf.Alls staðar.
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu
og fáðu Alta til prufu í vikutíma
Sími 568 6880
Upplifðu það besta
- prófaðuALTA
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Við erum sátt við okkar hlut,“ seg-
ir Friðrik Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Skjásins, en sam-
kvæmt nýrri rannsókn sem Pipar
Media birtingahús hefur unnið úr
neyslu- og lífsstílskönnun Capacent
Gallup hefur SkjárEinn styrkt
stöðu sína meðal heimila í landinu.
Þannig hefur áskrifendum Skjás-
Eins fjölgað um 1,8% frá því að
sjónvarpsstöðin gerðist áskriftar-
stöð árið 2010. Á sama tíma hefur
áskrifendum Stöðvar tvö fækkað
um 8,2%.
Samkvæmt upplýsingum frá Pip-
ar Media er neyslu- og lífsstílskönn-
un Capacent Gallup gerð einu sinni
á ári og send á fjögur þúsund
manna úrtak en þar eru netnotend-
ur á aldrinum 16-75 ára spurðir um
tvö þúsund atriði í tengslum við
daglega neyslu, tómstundir, áhuga-
mál, viðhorf og eigur.
„Við höfum haldið okkar striki og
hvort það er vegna þess að okkar
undirliggjandi módel hentar eða
passar betur fyrir þá sem vilja
kaupa áskrift, bæði að efni til og svo
náttúrlega erum við talsvert ódýr-
ari, hvort það er það sem ræður úr-
slitum um þessa þróun, það get ég
ekki alveg sagt til um,“ segir Frið-
rik og bætir við að fyrirtækið virð-
ist vera að gera alla réttu hlutina.
Aðspurður hvort þessar tölur hafi
komið honum á óvart segir Friðrik
svo ekki vera. „Við höfum auðvitað
fylgst með þessum tölum þannig að
þetta kemur okkur þannig lagað séð
ekki á óvart,“ segir Friðrik og
bendir á að stóri punkturinn sé sá
hvað stutt sé orðið á milli áskrif-
endafjölda sjónvarpsstöðvanna
tveggja.
Mikil hvatning
Að sögn Friðriks er niðurstaða
könnunarinnar mikil hvatning til
starfsmanna fyrirtækisins að halda
sínu striki. „Við erum að gera
ágæta hluti og reksturinn hefur
batnað mjög mikið, þannig að við
erum mjög bjartsýn á framhaldið
og erum með fullt af áformum,“
segir Friðrik.
Fjölgun áskrifenda hjá Skjá-
Einum en færri hjá Stöð tvö
Bilið á milli ljósvakamiðlanna minnkar Framkvæmdastjóri segist bjartsýnn
Áskrifendafjöldi sjónvarpsstöðva
50%
45%
40%
35%
30%
25%
20%
15%
10%
2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
45,2%
47% 49,9%
47,7%
45,1%
45,2%
42,5%
37,5% 38%
32,3%
29,3%
20,3%
23%
20,2%
22,1%
Skjár einn Stöð 2
Heimild: Pipar Media
„Við lítum meðal annars til annarra
landa og berum saman aðferðir
þeirra við íslenskar aðstæður,“ segir
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
hjá Ferðamálastofu, en stofnunin
vinnur nú að greinargerð þar sem
mótaðar eru til-
lögur að aðferð-
um við gjaldtöku
á ferðamanna-
stöðum landsins,
en vinnan er
skammt á veg
komin og mun
líklega ljúka um
miðjan júlí. Þá
verður greinar-
gerðinni skilað til
Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra til nýt-
ingar í áframhaldandi vinnu.
Gömul umræða
Umræðan um gjaldtöku á ferða-
mannastöðum er síður en svo ný af
nálinni og aðspurð hvers vegna ferl-
ið sé fyrst að hefjast núna svarar
Ólöf: „Aðgengi og nálægð við nátt-
úruna hafa verið einn af styrk-
leikum íslenskrar ferðaþjónustu,
það hversu auðvelt er fyrir fólk að
komast í náin tengsl við náttúrulegt
umhverfi. Fyrir okkur Íslendinga er
hin mikla nálægð við náttúruna hluti
sjálfsmyndar okkar, og þau sam-
félagslegu sjónarmið að það sé rétt-
ur okkar að fá að umgangast náttúr-
una án hafta hafa verið ríkjandi
lengi. Með þessari miklu fjölgun
ferðamanna undanfarin misseri vex
þeim sjónarmiðum ásmegin að
bregðast við ágangi með einhverjum
hætti. Við gerum okkur grein fyrir
að náttúran er auðlind sem ferða-
þjónustan nýtir og því þörf á að
tryggja sjálfbærni þeirrar nýtingar
eins og annarrar.“
Þrjár leiðir tækar
Ólöf segir að flokka megi fjár-
mögnunarleiðir í þrjá meginflokka:
Í fyrsta lagi gjaldtöku á einstökum
svæðum þar sem greiddur er að-
gangseyrir; í öðru lagi almenna
gjaldstofna, t.d. í formi brottfarar-
gjalda eða annars sambærilegs og í
þriðja lagi fjármögnun í formi að-
gangskorta, t.d. svonefnds nátt-
úrupassa.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjör Landmannalaugar eru vinsæll viðkomustaður hjá ferðamönnum.
Athuga aðferðir
við gjaldtöku
Ferðamálastofa vinnur að tillögum
Ólöf Ýrr Atladóttir
Ferðamenn hlynntir
gjaldtöku
» Mikill meirihluti ferðamanna
á Íslandi, eða 92%, er tilbúinn
að greiða aðgangseyri að nátt-
úruperlum landsins að því
gefnu að peningarnir renni til
viðhalds staðanna. Þetta voru
niðurstöður könnunar sem
María Reynisdóttir ferðamála-
fræðingur lagði fyrir ferða-
menn við Gullfoss og Skaftafell
árið 2004 í tengslum við mast-
ersritgerð sína.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var
sett í viðbragðsstöðu í gærmorgun
þegar tilkynnt var um karlmann á
hesti við Stjórnarráðshúsið í Lækj-
argötu. Grunur lék á að maðurinn
væri vopnaður skotvopni en svo
reyndist ekki vera.
Maðurinn átti erindi við Sigmund
Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra og hugðist afhenda honum
bréf þar sem hann segist hafa verið
beittur miklu óréttlæti og hafa séð
eignir sínar brenna upp á verð-
bólgubáli.
„Þið sem kosin voruð til að laga
ástandið, ég hvet ykkur eindregið
til að standa við gefin loforð og það
sem fyrst, þar sem þjóðin stendur
ekki lengur undir þessu mikla
álagi. Jón og Gunna úti í bæ eru að
gefast upp,“ segir þar m.a.
Uppákoma Maðurinn á hestinum reyndist
aðeins hafa pennann að vopni.
Hugðist fá forsætis-
ráðherra bréf
Morgunblaðið/Árni Sæberg