Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Byggingav örur - byg gingatækn i I I Gylfaflöt 3 | 112 Reykjavík | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Margir aðilar tjáðu sig um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um breytingar til bráðabirgða á lögum um veiði- gjald en frestur til að senda inn umsagnir rann út í gær. Ráðherra ber samkvæmt lögum að birta fjárhæð veiðigjalda fyrir næsta fiskveiðiár fyrir 15. júlí nk. og því ljóst að tíminn er orðinn naumur. Samkvæmt tillögum hans munu gjöld- in lækka um alls 9,6 milljarða króna 2013-2014 og er markmið ráðherra að ýta þannig undir fjárfestingar í greininni. Ekki er hægt að segja að frumvarpið fái blíð- legar móttökur: flestar umsagnir hagsmuna- aðila eru mjög neikvæðar en af ákaflega ólíkum ástæðum. Ýmist er ráðherra sakaður um að ganga of langt eða skammt í að innheimta gjöld- in. Samtök atvinnulífsins, Landssamband ís- lenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslu- stöðva sendu frá sér sameiginlega umsögn í gær. Þar segir m.a. að fyrirhuguð gjöld sam- kvæmt frumvarpinu séu alltof há og mótmælt er sérstaklega hækkun sérstaks veiðigjalds á uppsjávarfisk. „Samtökin mótmæla því harðlega að útgerðir sem ekki reka fiskvinnslu séu skattlagðar vegna metins hagnaðar fiskvinnslu óskyldra aðila. Samtökin benda á að við ákvörðun sérstaka veiðigjaldsins samkvæmt frumvarpinu er byggt á mati Hagstofu Íslands á afkomu sjávarútvegs- ins árið 2011. Fyrir liggur að Hagstofan hefur ofmetið afkomuna um allt að 5 milljarða króna vegna ársins 2011.“ Alþýðusamband Íslands rifjar m.a. upp þá stefnu sambandsins að stjórnvöld geti veitt heimild til nýtingar náttúruauðlinda í eigu þjóð- arinnar gegn gjaldi að því tilskildu að nýting- arrétturinn sé tímabundinn eða að honum megi breyta. ASÍ studdi álagningu veiðigjalda í fyrra. „ASÍ telur að ekki hafi verið færð sannfær- andi rök fyrir þeirri miklu lækkun veiðigjalds sem frumvarpið felur í sér,“ segir í umsögninni. „Ef ekki er hægt að leggja veiðigjöldin á óbreytt vegna þess að lögfesta þarf afdrátt- arlausar heimildir til öflunar upplýsinga og miðlunar þeirra milli embætta ríkisskattstjóra, Hagstofu Íslands og veiðigjaldanefndar þá þarf Alþingi að taka á því og lögfesta slíkar heim- ildir.“ Starfsgreinasamband Íslands, SGS, er öfl- ugasta félagið í ASÍ, með um 50 þúsund fé- lagsmenn víða um landið, þar af um 5.500 í fisk- vinnslu. Sambandið segist í umsögn sinni hafa stutt ákvörðun fyrri ríkisstjórnar 2012 um hækkað veiðigjald þótt það hafi lagt til varfærn- ari skattheimtu í fyrstu „til að gefa greininni svigrúm til aðlögunar“. Líta megi á gjaldið sem auknar álögur á sjávarbyggðir. „Í ljósi þess þarf að tryggja að landsbyggðin fái ráðstafað hluta af tekjunum til að styrkja byggðirnar og þannig vinna gegn þeirri byggðaröskun sem frum- varpið getur haft í för með sér.“ „Gríðarlegir fjármagnsflutningar“ frá Vestmannaeyjum Útvegsbændafélag Vestmannaeyja, ÚV, fagnar að vísu lækkun veiðigjalds á bolfisk en harmar „40% hækkun gjaldsins á uppsjávarteg- undir“. Frumvarpið sé „afskaplega illa ígrund- að“, gjaldtakan á greinina sé enn, þrátt fyrir nokkra heildarlækkun milli ára, langt umfram þolmörk og stefni samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs í hættu. Svo virðist sem veiðigjöld- in muni samkvæmt frumvarpinu leggjast afar þungt á örfá sveitarfélög. „ÚV áætlar að sjávarútvegsfyrirtæki í Vest- mannaeyjum greiði 2,3 milljarða kr. í veiðigjald á næsta fiskveiðiári verði frumvarpið að lögum,“ segir í umsögn ÚV. „Það er um 25% af veiðigjaldinu eða rúm hálf milljón á hvern íbúa. Hér er ágætt fyrir stjórn- völd að hafa í huga að um 1,4% íbúa landsins býr í Vestmannaeyjum. Þó svo að gjaldið sé greitt af fyrir- tækjum í bænum er ljóst að um gríðarlega fjármagnsflutninga er að ræða frá Vestmanna- eyjum til höfuðborgarsvæð- isins. Þetta mun draga úr fjárfestingum og styrk fyr- irtækjanna og stuðla að enn frekari samþjöppun afla- hlutdeilda og draga úr lífs- gæðum Vestmannaeyinga.“ Hörð gagnrýni á breytt veiðigjald  Ráðherra sjávarútvegsmála ýmist sakaður um að lækka gjöldin of mikið eða of lítið  Útvegsmenn í Vestmannaeyjum segja að þeim sé gert að borga 25% alls veiðigjaldsins Morgunblaðið/Albert Kemp Mikilvægur uppsjávarfiskur Loðnuveiðiskip á Fáskrúðsfirði í fyrra, Júpíter leggur frá bryggju eftir löndun. Finnur fríði leggur að en Hoffellið bíður við bryggju með fullfermi. Stefán B. Gunnlaugsson, dósent við við- skiptadeild Háskólans á Akureyri, tók að beiðni Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðu- neytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu, saman greinargerð um áhrif frumvarpsins á alls 35 sjávar- útvegsfyrirtæki af ýmsum stærðum. Nið- urstaðan var að frumvarpið yrði lítt íþyngjandi fyrir flest íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki. Hjá 25 stærstu fyrirtækjunum myndi hagnaður fyrir skatta, vexti og afskriftir (EBITDA) minnka að meðaltali um 6,6% frá 2011. En flest meðalstór fyrirtæki í veiðum og vinnslu á bolfiski myndu „greiða lítið eða ekkert sérstakt veiði- gjald samkvæmt frumvarpinu“ vegna bráðabirgðaákvæða frá 2012 um afslátt vegna kvótakaupa. Áhrif á fyrirtæki í krókaaflamarkskerfinu yrðu einnig mjög lítil. Áhrifin yrðu hins vegar mun meiri á þau sem byggja á veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski, þau eru níu af 25 stærstu fyrirtækjunum. „Að meðaltali lækkar EBITDA hjá þeim um 12,7% vegna frumvarpsins frá árinu 2011,“ segir Stefán. „Hjá öðrum fyrir- tækjum, sem ekki eru í uppsjávarfiski, lækkar EBITDA hins vegar ekki nema um 3,1% að meðaltali. Áhrif frumvarpsins eru því í raun nær eingöngu íþyngjandi fyrir fyrirtæki í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Þau standa þó nær öll mjög vel fjárhagslega og efnahagur flestra þeirra nú orðinn afskaplega traust- ur. Því þola þau flest vel þessa hækkun veiðigjalds og það hefur yfirleitt lítil áhrif á efnahagslega stöðu þeirra.“ „Lítt íþyngjandi“ fyrir flest sjávar- útvegsfyrirtæki NIÐURSTAÐA DÓSENTS VIÐ HA Golþorski landað í Reykjavíkurhöfn. Leikjanámskeiðin í Hafnarfirði standa í dag fyrir hinni árlegu dorg- veiðikeppni við Flensborg- arbryggju. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Keppnin hefst um kl. 13:30 og lýk- ur um kl. 15. Þeir sem eiga ekki veiðarfæri geta fengið þau lánuð á keppnisstað. Einnig verður hægt að fá beitu og leiðbeiningar frá starfs- mönnum. Verðlaun verða veitt fyrir stærsta fiskinn, þeim sem veiða flestu fiskana og þeim sem veiðir svokall- aðan furðufisk. Veiðihornið gefur verðlaun. Hafnarfjarðarbær hefur í 20 ár staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og í fyrra tóku rúmlega 300 börn þátt í henni. Sigurvegarinn veiddi rúmlega tíu fiska og vó þyngsti fisk- ur keppninnar um 500 grömm. Morgunblaðið/Árni Sæberg Veiði Börn dorga við Flensborgarbryggju. Dorgveiðikeppni í Hafnarfirði í dag Íslenski fjalla- hjólaklúbburinn fer í árlega hjólaferð til Viðeyjar í dag. Fram kemur í tilkynningu, að hjólað verði um eyjuna og sagan skoðuð, hús og minjar. Hjólaleiðin sé hvorki löng né strembin og því geti allir notið ferðarinnar. Þátttakendur þurfa að koma með eigin reiðhjól. Miðað er við að þátttakendur safnist saman klukkan 19 við Við- eyjarferjuna á Skarfagörðum og hjólaferðin hefjist þegar komið verður til Viðeyjar klukkan 19:15. Árleg fjallahjólaferð til Viðeyjar Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra skrifaði í gær fyrir hönd Íslands undir fríverslunarsamninga EFTA við Kostaríka, Panama og Bosníu-Hersegóvínu. Að sögn utanríkisráðuneytisins hafa EFTA-ríkin nú undirritað 26 fríverslunarsamninga við 36 ríki. Gunnar Bragi tók í gær þátt í ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Þrándheimi í Noregi. Á fundinum ítrekaði Gunnar mikilvægi EES- samningsins fyrir Ísland. Þrír nýir fríverslun- arsamningar STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.