Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 14

Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það fengu allir fisk í morgun, og tvær stangir fengu kvótann, tvo laxa,“ sagði Lýður Jónsson þar sem blaðamaður hitti hann við lok vakt- ar í Elliðaánum í hádeginu í gær. Lýður fékk sína tvo í Sjávarfossi og á Breiðunni, auk þess sem hann landaði fallegum urriða. Þá missti hann tvo laxa til. „Flestir fengu í fossinum, hann tekur ef hann er þar,“ sagði veiðimaðurinn sem veit hvað hann syngur – „ég hef veitt hér í meira en fimmtíu ár,“ sagði hann og bætti við að sér þætti ástandið betra en í fyrra. „Það er alltaf gaman að þessu,“ sagði Lýður og kvaddi. „Hér er bullandi stuð,“ sagði Ólaf- ur E. Jóhannesson, umsjónarmaður í veiðihúsinu við Elliðaárnar. Enda var búið að skrá 53 laxa í bókina, á fjórar stangir á fjórum og hálfum degi. Þar af komu 23 á land á opn- unardaginn. „Veistu um betri veiði á fjórar stangir á þessum tíma?“ spurði hann svo. Þegar blaðað var í veiðibókinni mátti sjá að mest hafa vel haldnir smálaxar verið að veiðast en einn 82 cm hefur veiðst og annar 88 cm. Þann fékk Ásgeir Heiðar í Telj- arastreng. „Þetta var alvöru fleki,“ sagði veiðimaðurinn. „Ég var með stöng fyrir línu þrjú og laxinn stakk sér í þrígang í helli sem er undir hleðslunni við hylinn. Hann fór svo niður og ég landaði honum í Beygj- unni eftir um 25 mínútur.“ Ásgeir Heiðar bætti við að nú væru jafnar og þéttar göngur í Elliðaárnar, um 20 laxar að koma inn á hverju flóði. Ytri-Rangá fer vel af stað „Opnunarhollið veiddi 80 laxa á fimm vöktum! Þetta er frábær byrj- un,“ sagði Mjöll Daníelsdóttir í veiði- húsinu við Langá á Mýrum í hádeg- inu í gær. Fyrsta hollið í ánni veiðir á maðk og flugu og veiddist vel á hvort tveggja. „Hér er fiskur út um allt. Bárð- arbunga er pökkuð af fiski, vel veiddist í Kattarfossi, Holunni og víðar,“ las hún upp úr veiðibókinni. Mikið af laxi er að ganga og virðist vera á hraðri ferð upp ána. Í Grímsá í Borgarfirði höfðu á há- degi í gær 24 laxar verið færðir til bókar á fyrstu tveimur veiðidög- unum. „Sunnudagsmorgunninn var dapur í sólskininu en um eftirmið- daginn tók veiðin heldur betur við sér,“ sagði Jón Þór Júlíusson, leigu- taki árinnar. „Svo var mikið líf við Laxfoss í morgun en þá setti Viggó bróðir minn í sjö laxa og landaði þremur. Þeir voru að koma í hitsið. Nú er nýr fiskur að koma inn og lax- ar eru byrjaðir að veiðast í Odds- staðafljóti og Gullberastaðastreng.“ Ef litið er norður yfir heiðar þá lauk opnunarhollið í Miðfjarðará líka veiðum á hádegi í gær; 37 laxar veiddust á sex stangir. „Mest veiddist í Miðfjarðaránni sjálfri og í Austur- árgljúfrinu,“ segir leigutaki árinnar, Rafn Valur Alfreðsson. „Þrír eða fjórir smálaxar eru í tölunni og ég fékk einn þeirra í Brekkulækjar- streng III. Hann var þvílíkt flottur og vel haldinn,“ segir Rafn og vonar að það boði gott framhald. „Þá veiddust fjórir fiskar yfir 90 cm langir.“ Veiði hófst í Ytri-Rangá í gær og voru veiðimenn lukkulegir. „Þetta er æðisleg byrjun og sú besta hingað til. Áin stimplar sig inn sem sann- kölluð stórlaxaá,“ segir Jóhannes Hinriksson, framkvæmdastjóri Veiðifélags Ytri-Rangár, við Mbl.is. Fimmtán stórlaxar komu þá á land frá klukkan átta til ellefu. Allt hrygnur, 77 til 87 cm langar, og ginu einna helst við Sunray Shawow- túpum. „Hrygnurnar eru óvenju stórar, það er eins og þær fari stækkandi. Við væntum þess að mik- ið verði af stórlaxi í sumar en það á enn eftir að veiða stóru hængana.“ „Opnunarhollið veiddi 80 laxa“  Laxveiðin fer víða vel af stað í ám landsins  „Frábær byrjun“ í Langá Morgunblaðið/Golli Bræðralag Viggó Júlíusson naut aðstoðar Jóns Þórs bróður síns, leigutaka Grímsár, þegar hann landaði einum þriggja laxa sinna við Laxfoss í Grímsá í gærmorgun. Mikið líf var við fossinn og fleiri laxar tóku en láku af. Það var kalt í opnuninni en eng- inn dauði og djöfull,“ sagði Bryndís Magnúsdóttir, umsjón- armaður í Veiðivötnum. Veiðin hófst þar 18. júní og kvörtuðu sumir veiðimenn undan kulda og kenndu honum um tökuleysi. Síðan hefur veðrið batnað og veiðin aukist í kjölfarið. „Þetta hefur verið skamm- laust,“ sagði Bryndís. „Nokkrir yfir tíu pundin hafa veiðst og slatti af sjö, átta punda fiskum. Svo eru sumir sem veiða lítið en aðrir helling, eins og alltaf er.“ Hún segist vera ánægð með það hvernig bleikjan kemur undan vetri, eins og í Langa- vatni og Breiðavatni. „Þetta er frábær matur, þessi pönnu- stærð með eldrautt holdið.“ Nokkrir tíupundarar BATNAR Í VEIÐIVÖTNUM HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUM HÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.