Morgunblaðið - 25.06.2013, Side 17

Morgunblaðið - 25.06.2013, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Vörukarfa sem ASÍ miðar við í verð- könnunum hefur hækkað um allt að 4,9% frá því í janúar og þar til nú í júní. ASÍ segir að á tímabilinu janúar til maí hafi verðbólgan hins vegar aðeins verið tæp 2%. Það sem af er árinu hefur vöru- karfan hækkað meira hjá lágverðs- verslunum en öðrum, mest hjá Nettó, Bónus og Iceland. Vörukarfan hefur lækkað lítillega hjá fmm verslunum af fimmtán. Mesta lækkunin var hjá Hagkaupum sem lækkuðu verðið í nánast öllum vöruflokkum. Fram kemur á heimasíðu ASÍ (www.asi.is) að verð á vörukörfunni hafi hækkað mest hjá Nettó, 4,9%, og hjá Bónus og Iceland, 4,2%. Þá hefur verðið á körfunni hækkað um 1,9% hjá Víði, 1,6% hjá Krónunni og Kjarvali, 1,5% hjá Samkaupum- Úrvali, 1,2% hjá Tíu-ellefu, 0,4% hjá Nóatúni og 0,3% hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Vörukarfan hefur lækkað mest hjá Hagkaupum, 2,3%, hjá Kaup- félagi Steingrímsfjarðar 1,1%, Kaskó 0,6% og hjá Samkaupum- Strax og Kaupfélagi Skagfirðinga um 0,1%. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar al- mennar mat- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos og safa, auk hreinlætis- og snyrtivara. Fram kemur á vef ASÍ að drykkjarvörur hafi lækkað hjá þrettán verslunum af fimmtán, mest hjá Víði, 9,1%, og Hagkaupum, 8,7%. Brauð og kornvörur hafa hins vegar hækkað hjá ellefu verslunum af fimmtán, mest hjá Víði, 7,8%, og Samkaupum–Strax, 3,7%. Kjötvörur hafa hækkað hjá þrett- án verslunum af fimmtán. Mesta hækkunin er hjá Nettó, 26,1%, Kaskó, 10,5%, og Bónus, 8,8%. Kjöt- vörur hafa hins vegar lækkað hjá Kaupfélagi Skagfirðinga um 5,4%, Samkaupum-Strax um 2,8% og Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga um 1,1%. Verð hækkar í lágvöruverðsverslunum  Verð hefur lækkað mest hjá Hag- kaupum samkvæmt könnun ASÍ Vilhjálmur Egilsson tók í gær form- lega við stöðu rektors Háskólans á Bifröst þegar Bryndís Hlöðvers- dóttir lét af embætti. Í tilkynningu frá skólanum kem- ur fram að við tilefnið sagði Vil- hjálmur að það hefði verið skjót ákvörðun að sækja um rektorsstöð- una og jafnframt að hann væri þakklátur fyrir að vera kominn á Bifröst. Hann þakkaði þeim Bryn- dísi Hlöðversdóttur, fráfarandi rektor, og Jóni Ólafssyni aðstoð- arrektor fyrir að hafa stýrt skól- anum styrkri hendi í gegnum erfiða tíma í íslensku samfélagi. Hann tæki við góðu búi. Bryndís mun áfram kenna á lögfræðisviði skólans. Vilhjálmur tekur formlega við stjórn- inni á Bifröst Guðni Páll Viktorsson kajakræðari dvaldi í fyrrinótt í Norðurfirði á Ströndum og reri í gær áleiðis í Steingrímsfjörð. Hann hefur nú lagt að baki um 1.225 km leið á hringróðri sínum um Ísland. Hann hafði vonast til að geta þverað flóann frá Gjögri yfir í Kálf- hamarsvík, um 40 km leið, en af því verður ekki vegna veðurs. Því verð- ur hann að róa inn með ströndinni og líklega þvera frá Drangsnesi yf- ir að Hindisvík á Vatnsnesi, eftir því sem kemur fram á vef Kayak- klúbbsins. Guðni hóf róðurinn frá Höfn í Hornafirði hinn 30. apríl. Með ferð- inni vill hann safna fé til styrktar Samhjálp. Guðni Páll kominn í Húnaflóann Já hefur lagt það til við Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að síma- númerið 118 verði lagt niður. Til- lagan er gerð í ljósi þess að stofn- unin mun ekki úthluta fleiri þriggja stafa símanúmerum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu.Tillaga Já felur það í sér að sú þjónusta sem veitt hefur verið í 118 verði veitt í símanúmerinu 1818 frá og með næsta ári. Haft er eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, forstjóra Já, að vissu- lega sé eftirsjá að númerinu 118 en ekki megi gleyma því að sú þjón- usta sem þar er veitt, var eitt sinn í símanúmerinu 03. Úr 03 í 118 og nú stefnir í 1818

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.