Morgunblaðið - 25.06.2013, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.06.2013, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Horfðu í spegil. Í augun á sjálfum þér og taktu síðan afstöðu til þess hver þú ert. Taktu afstöðu til lífsins. Hvaðan komstu eig- inlega? Hver ertu? Hvert viltu stefna? Er sú vegferð örugglega sjálfum þér og um- hverfi þínu, börnum og barnabörnum til far- sældar og heilla? Er það ekki umhugsunarvert hvers vegna það er svo að okkur tekst einhvern veginn svo allt of oft að gera lítið úr sjálfum okkur og særa með ólíklegasta hætti þau sem standa okkur næst og við elskum mest? Sjáðu með hjartanu Sjáðu, opnaðu augun fyrir lífinu, sjálfum þér og umhverfi þínu. Sjáðu svo fólkið í kringum þig með hjart- anu. Allt of oft gerist það að fólki er ekki sýndur sómi, umhyggja og virð- ing fyrr en eftir að það er farið. Er það ekki umhugs- unarverð staðreynd og reyndar dálítið nöt- urlegt að fólk fái ekki áhuga á öðru fólki, kunni ekki að meta það og sýna því virðingu fyrr en það er horfið því sjónum, farið yfir móð- una miklu? Elskum Elskum því á meðan við lifum. Elskum fólkið okkar á meðan það lifir. Það er nefnilega þannig að þegar fólkið okkar er farið er of seint að sýna því umhyggju, virðingu og ást svo það fái notið þess. Að uppörva, hvetja og gleðja er list sem þarf að temja sér, rækta með sér og æfa svo hún verði fölskvalaus, þakkarverð og öðrum til eftirbreytni. Hefur þú áttað þig á því að með veru þinni getur þú nefnilega fært sálir fólks upp úr hinum dimmustu kjöllurum og upp á björtustu svalir? Stráðu fræjum kærleika og umhyggju Fegraðu því umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kærleika og umhyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði. Þess sem bar raun- verulega umhyggju fyrir fólki. Láttu því engan og ekkert verða til að blása á ljósið sem í hjarta þínu log- ar. Stattu vörð um það, hlúðu að því og leyfðu því að tendrast frá hjarta til hjarta. Svo það verði að eilífu óslökkvandi báli. Virðing, umhyggja og elskusemi Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Stráðu fræjum kær- leika og umhyggju því að með veru þinni getur þú fært sálir fólks upp úr dimmustu kjöll- urum og upp á björtustu svalir. Höfundur er ljóðskáld og rithöf- undur. ÚTSALA HAFIN 50% AFSLÁTTUR AF Ö LLUM VÖRUM HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Talið er að 300-500 mismunandi óþurftarefni finnist nú í venjulegum manni á Vesturlöndum, efni sem ekki var að finna fyrir 1920! Þótt ein- hver reykmengun hafi verið fyrrum í híbýlum manna höfðu sótt- kveikjur í sorpi oft valdið því að flust var til nýrra og ómengaðri staða. Í BNA var íbúatalan 31 milljón fyrir rúmum 150 árum og varla nokkur mengun. Þá var að byrja flutningur úr sveitum og borgir uxu en iðnaður fór ört vaxandi í nágrenni þéttbýlisins. Nú var það skólpið og sorpið frá byggð og úr- gangur frá iðnaði sem óheft var beint í ár og vötn eða fargað í jörðu og út- blástur frá allri brennslu, einkum kolum, fór út í andrúmsloftið. Smám saman kom olía í stað hluta kolanna og vaxandi mengun frá ört fjölgandi bílum sem hafa bara 100 ára sögu. Strax á millistríðsárunum fór að bera á mengun, stærsta vatnið Erie varð súrefnislaust og þar með fisklaust. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar óx iðnaðurinn mjög og eftir stríðið voru íbúarnir orðnir rúmar 200 millj- ónir. Var mönnum nú ljóst að meng- un láðs, lagar og lofts var orðið stórt og vaxandi vandamál. Stjórn- málamennirnir þrefuðu lengi vel um hver ætti að borga og gerðu enda- lausar málamiðlanir vegna hags- munaárekstra. Um miðjan sjöunda áratuginn komu síðan lög um vernd- un lofts og vatns. En hvernig er ástandið í dag? Óvíða er ómengað vatn og bara helm- ingur þjóðarinnar sem er 315 millj- ónir hefur hreint loft. Þessi tæp 5% jarðarbúa mynda 30% alls úrgangs á jörðinni og nýta 25% hráefna hennar! Þá er útslepp gróðurhúsalofttegunda gífurlegt en Kína er þó í dag jafn- stórt og bæði Kanada og BNA til samans. Útsleppið frá Kína hefur áhrif á veðurfar í N-Ameríku. Meng- un er hið neikvæða við iðnbyltinguna sem breiddist í fyrstu út frá Bret- landi til næstu nágranna í Evrópu og svo til BNA. Muna má Lundúnaþok- una og súrt regn í Skandinavíu frá brennslu kola í Bretlandi. Það má segja að mengun hafi verið óveruleg fyrir aðeins 150 árum en sé orðin að mesta heimsbölinu. Hlýnun jarðar er vegna bruna kola og olíu sem oxast í koltvíoxíð sem leggst utan um jörð- ina og hindrar sólargeislunina í að kastast út í geiminn aftur. Þetta veld- ur hlýnun og bráðnun íss heimskaut- anna og höfin munu hækka og flæða yfir lægstu þurrlendin. Höfin taka í sig hluta koltvíoxíðsins og verða smátt og smátt súr, nokkuð sem get- ur haft mikil áhrif á lífríki þeirra auk þess sem seltan minnkar vegna bráðnunar íss og getur haft áhrif á hafstrauma. Meðan ríkustu þjóð- irnar reyna ekki að lágmarka meng- un sína vegna tolls á peningalega vel- megun er borin von að þær fátækari geri það. Eitt óhugnanlegt dæmi frá Stóra-Bretlandi er að þriðjungur fiska í mörgum ám séu að verða kyn- skiptingar vegna getnaðarvarna- hormóna fyrir konur sem berst í árn- ar með skólpinu. Margir halda því fram að mannskepnan geti nú hæg- lega tortímt sjálfri sér svipað og gerl- ar við bruggun drukkna að lokum í eigin úrgangi, þeir að vísu í vatns- lausn sem verður meir og meir mett- uð vínanda eftir því sem þeim fjölgar, þeir nærðust þó á hreinum sykri allt til loka. PÁLMI STEFÁNSSON, efnaverkfræðingur. Stærsta og örlagaríkasta vandamál mannkynsins á þessari öld Frá Pálma Stefánssyni Pálmi Stefánsson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda grein- ar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.