Morgunblaðið - 25.06.2013, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.06.2013, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 Með eftirfarandi orðum viljum við í Hljómkórnum kveðja félaga okkar og vin, Eið Ágúst Gunnarsson óperusöngv- ara. Eiður var valmenni í víðasta skilningi. Hann var glæsilegur á velli, einstakt prúðmenni, fágaður í framkomu, bjartur yfirlitum og með djúpblá augu sem bjuggu yfir mikilli mildi. Eiður hafði leiftrandi kímnigáfu en umfram allt var hann traustur maður. Hann var vel menntaður söngvari og tónlist- armaður, nam fyrst hér heima hjá Þorsteini Hannessyni og síðar hjá Sigurði Demetz áður en hann hélt utan til frekara náms og starfa í erlendum óperuhúsum þar sem hann starfaði í áratugi. Eiður hafði einstaka bassarödd sem var karlmannleg og hlý og hljómurinn var einstaklega þéttur og fallegur. Hann var sérlega vel gefinn sem skilaði sér í söng hans og túlkun. Að syngja með Eiði var einstakt. Þétt bassarödd hans var þannig að hún hjúpaði hljóm kórsins sem við sungum saman í, Hljómkórn- um, en slíkt er ekki á færi nema afburðasöngvara. Fyrir tveimur árum héldu nem- endur Eiðs tónleika honum til heiðurs. Það var sérlega ánægju- legt að fara á þá. Nemendurnir sýndu á þennan fallega hátt hversu mikils þeir mátu Eið sem kennara og manneskju. Skemmst er frá því að segja að söngvararnir báru kennara sínum fagurt vitni og skipa sumir þeirra sér í fremstu röð íslenskra söngvara. Eiði var fjölmargt gott gefið. Hann var afreksmaður í frjálsum íþróttum þar sem kastgreinarnar voru hans aðalgreinar. Þá var hann góður skákmaður og töldu elo-stigin, að því er við best vitum, vel yfir 2.000 stig. Eiður var mjög hagmæltur og gaf hann út ljóða- bók sem innihélt kveðskap um margt í hinu daglega lífi og þar endurspeglaðist húmorinn hans, sem gat oft verið beittur. Síðustu árin stundaði Eiður golfíþróttina ásamt Lucindu, eiginkonu sinni, af mikilli ástríðu. Að leiðarlokum viljum við þakka Eiði fyrir allan samsönginn í gegnum árin sem urðu mörg og farsæl. Hann var fagmaður fram í fingurgóma og var skarð hans vandfyllt þegar hann hætti að syngja sökum veikinda. Eiður sýndi mikið æðruleysi í veikindum sínum og tók þeim af karl- mennsku. Hann kvartaði aldrei. Allan þennan tíma sýndi Lucinda eiginmanni sínum ást og um- hyggju sem aldrei gleymist. Hún hefur misst mikið sem og Grímur og allir þeir sem Eið þekktu. Blessuð sé minning Eiðs Ágústs Gunnarssonar, hann var val- menni. Fyrir hönd Hljómkórsins, Jóhanna og Ragnheiður Linnet. Eiður Ágúst Gunnarsson ✝ Eiður ÁgústGunnarsson var fæddur 22. febrúar 1936. Hann lést 15. júní 2013 á Landspítalanum í Fossvogi. Útför Eiðs Ágústs fór fram frá Fossvogskirkju 24. júní 2013. Eiður Ágúst Gunnarsson bassa- söngvari var lista- maður af Guðs náð, kennari par excel- lence, duflaði við skáldagyðjuna ævi- langt, var slyngur fyrstaborðs-maður í skák á árum áður og landsliðsmaður eldri kylfinga í golfi, í blóma lífs. Þar að auki var hann góður, vandaður maður, heill í öllu sem hann gerði. Þetta eru háværar fullyrðingar um svo hógværan mann sem Eið- ur Ágúst var. Hann hefði eflaust litið við mér svona útundan sér, eins og myndin af honum í Mbl sýnir hann. Síðan hefði færst yfir andlitið strákslegt glott, eins og venjulega er hann lagði til atlögu út af einhverju hugðarefni, sem honum fannst þess virði að kýtast á um, og beðið um rök fyrir þessu oflofi á sig! Allir hlutir eru afstæðir, sér- staklega álit okkar á öðrum. Álitið fer eftir viðmiðinu, því gildi eins hlutar ákvarðast af öðrum sem miðað er við. Viðmið mitt og okkar hér við Söngskólann í Reykjavík, virðist vera út frá sama hlut, þannig að oflof er það ekki, heldur ber okkur saman um það álit sem við höfum á látnum félaga. Hann var mikils metinn og er mærður og syrgður af okkur öllum. Tilvist Eiðs spannar næstum mína, þó leiðir hafi ekki legið sam- an fyrr en löngu seinna. Ég þekkti til hans sem „söngvara í útlönd- um“ löngu áður en ég kynntist honum. Það er að segja sem söngvara í útlöndum sem kom heim á sumrin og söng dagskrár inn í útvarpið, ásamt Ólafi Vigni. Hjá Ríkisútvarpinu úir og grúir af góðum upptökum frá þessum tíma. Þar á meðal eru einstakar upptökur, algjörir dýrgripir, af ljóðaflokkunum „Svanasöngur“ (Schwanengesang) eftir Schubert og „Ástum skáldsins“ (Dichter- liebe) eftir Schumann, sungnum á íslensku í þýð. Daníels Á. Daníels- sonar. Lífshlaup Eiðs var umfangs- meira en sást í fljótu bragði. Hann hóf söngnám sitt í Tónlistarskól- anum í Reykjavík hjá Þorsteini Hannessyni og síðan Sigurði De- metz. Árið 1966 fór hann til Kölnar í Þýskalandi í frekara söngnám við Konservatorium des Stadt Köln, hjá Robert Blasins. Þá sótti hann einnig kennslu til eins frægasta söngvara allra tíma Helge Rosv- ange í München. Í kjölfarið fékk hann fastráðningar við óperurnar í Düsseldorf og Linz en síðar við óperuna í Aachen frá 1974 til 1987. Á þessum árum kom hann oft heim og söng með okkur í Þjóð- leikhúsinu og Íslensku óperunni hlutverk eins og Colline í Boheme, Luther í Ævintýrum Hoffmanns, Il Re í Aidu og bar ætíð með sér áru hins fullkomna atvinnumanns á sviði sem varð okkur, kollegum hans í upphafi óperuævintýrisins, ómetanlegur lærdómur. Lánið knúði dyra hjá okkur í Söngskólanum, því skömmu eftir að þau hjónin Lucinda og Eiður fluttu heim, hóf hann kennslu við skólann og setti margan ungan söngnemann í viðbragðsstöðu, kenndi honum, miðlaði af reynslu sinni og undirbjó til stærri hluta á sviði sönglistar. Við þökkum viðveru Eiðs og söknum nú þegar samvista. Á sama tíma ítrekum við skjól sem við, samherjar og vinir Eiðs, vilj- um vera Lucindu og Grími Inga, og stendur endalaust. Garðar Cortes, f.v. óperustjóri Íslensku óperunnar, skóla- stjóri Söngskólans í Reykjavík. Kveðja frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Er hnígur sól og kyrrist kvöld og kveður góður dagur. Þá taka værð og höfgi völd, þá verður svefninn fagur. Þannig skráir Eiður Ágúst í gestabók 17. júní 1990, en ljóðið má finna í fallegri ljóðabók sem Eiður gaf út 2012 og heitir Í sól- túni. Já, nú er sólin hnigin og góð- ur dagur kvaddur og við tekur svefninn fagri. Við lestur þessa ljóðs leita á hugann margar minn- ingar um góðan dreng. Eiður Ágúst hóf störf við Tón- listarskóla Hafnarfjarðar um 1988 þegar hann kom heim eftir nám og störf í óperuhúsunum í Düssel- dorf, Linz og síðan Aachen. Það var mikill fengur fyrir skólann að fá jafn vel menntaðan og reynslu- ríkan söngvara, en umfram allt frábæran kennara sem Eiður var. Nemendur áttuðu sig fljótt að hér var kominn kennari sem kunni til verka, enda var hann fljótur að staðsetja raddir og leiðbeina nem- endum af mikilli nærfærni, um leið og hann gerði til þeirra rétt- látar kröfur. Þó Eiður hafi við fyrstu kynni virkað sem nokkuð alvörugefinn maður var oft á kennarastofunni stutt í hárbeitta og um leið góðlát- lega kímni hjá honum sem kom af þeim sökum oft skemmtilega á óvart. Starfsfólk Tónlistarskólans í Hafnarfirði þakkar margar góðar stundir með Eiði og sendir hlýjar kveðjur til Lucindu og Gríms Inga. Gunnar Gunnarsson, skólastjóri. Við andlát okkar kæra vinar, Eiðs Ágústs Gunnarssonar, horf- um við til baka yfir fjörutíu ára samleið og vináttu. Við vorum ungir stúdentar og nýflutt til Þýskalands þegar við kynntumst þeim sæmdarhjónum Eiði og Luc- indu sem þá bjuggu í Köln en fluttu síðar til Aachen þar sem segja má að við höfum bundist fjölskylduböndum. Um nokkurn tíma vorum við nánast einu Ís- lendingarnir í þeirri fornfrægu borg og það var nauðsynlegt að hittast oft til að næra ættjarðar- ástina og deila upplifunum. Eiður söng við óperuhúsið í Aachen, en við hin vorum við nám og störf í háskólanum. Þegar heimsókn kom frá Íslandi voru gestirnir jafnan drifnir í kaffi og mat til Eiðs og Lucindu og innvígðir í þessa nýju fjölskyldu okkar. Fastráðinn söngvari við óperu- hús í Þýskalandi vinnur langan vinnudag. Æfingar hvern virkan dag og sýningar allt að fimm dög- um í viku. Allar helgar. Aldrei frí- dagur. Samt var eins og alltaf væri frí og tími til að taka sér eitthvað skemmtilegt fyrir hendur. Sam- bandið og samheldnin rofnaði ekki þótt við byggjum um tíma sitt í hvoru landinu. Eiður Ágúst var sérlega vand- aður maður og elskulegur. Hann var prúður og í raun hlédrægur, en hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og deildi þeim óspart í þröngum hópi. Hann kunni vel að gleðjast á góðri stund og var rausnarlegur og örlátur gestgjafi. Hann hafði gaman af að yrkja og mætti jafnan í afmæli og boð á stórhátíðum með tækifær- isvísur eða heila ljóðabálka. En á bak við þennan hógværa mann leyndist mikill keppnismaður. Hann var afburða skákmaður og snjall bridgespilari. Á þeim vett- vangi höfðum við ekkert í hann að gera. En margur nætursvefn fór fyrir lítið þegar við lögðumst í að spila Scrabble á þýsku. Þá var hart barist um stigin. Þegar hann byrjaði að spila golf þá skaraði hann líka fljótt fram úr á þeim vettvangi. En líf Eiðs Ágústs var fyrst og fremst söngurinn og hann var sannarlega fagmaður á sínu sviði. Söngur í óperuhúsum, á tónleik- um og við jarðarfarir. Og síðan kennslan sem hann stundaði alla tíð eftir að hann flutti heim og lengi eftir að heilsan fór að bila. Við erum heppin að eiga mjög góðar upptökur þar sem hann syngur ýmsar perlur söngbók- menntanna, bæði það sem komið hefur út á plötum og geisladisk- um, en eins í safni á upptökum hjá Ríkisútvarpinu. Við ferðalok þökkum við vináttu og gleðistund- ir og sendum Lucindu og Grími Inga innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Valbergsdóttir og Gísli Már Gíslason. Með þessum orðum kveð ég og fjölskylda mín góðan vin, Eið Ágúst Gunnarsson. Eiði var margt til lista lagt og var fjölhæfur mað- ur. Hann var þjóðkunnur söngvari og farsæll tónlistarkennari, en lít- illátur og hæglátur maður sem hafði þægilega nærveru, fjarska rólegur, lét ekki fara mikið fyrir sér. Eiður spilaði bridds og tefldi skák, keppti í báðum greinum. Einnig hafði hann mikla ánægju af golfi. Margs er að minnast, þegar þau Lucinda komu í heimsóknir til okkar í Ameríku eða við til þeirra í Þýskalandi. Stundum settist Eiður við flygilinn og söng yndislega. Það var nú gaman. Ég sá Eið síðast í fyrrasumar og þá las hann upp úr ljóðum sínum og var það yndisleg kvöldstund. Ég flyt kveðjur frá vinum þeirra hjóna í Ameríku, Láru, Önnu, Olav, Rangí og Leif. Lucindu okkar og Grími Inga sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Eiðs Ágústs Gunnarssonar. Svava R. Eatough og fjöl- skylda, Boca Raton, Florida. Það settist í besta sófann minn sólarljósið, þegar ég kom inn það situr þar. Kyssir svo mína kinn kveður, og sest upp á himininn. Þar situr það, brosir svo blítt við öllum börnum og dýrum, konum og körlum. Ljúfa sólarljós. (Eiður Ágúst Gunnarsson.) Ég hef alltaf haldið sérstaklega upp á þetta ljóð sem Eiður færði okkur á einni af okkar góðu sam- verustundum fyrir nokkrum árum. Við hjónin vorum svo lánsöm að kynnast þeim Lucindu og Eiði fyr- ir nærri 20 árum þegar þau fóru að stunda golfíþróttina af miklum áhuga og dugnaði. Höfum við átt margar ánægjustundir með þeim víða, bæði innanlands og utan. Það er ekki sjálfgefið að eignast góða vini á efri árum, en svo sann- anlega eignuðumst við slíka vin- áttu hjá þeim hjónum sem hefur verið okkur mikils virði. Þeirra vinátta náði ekki bara til okkar hjónanna heldur nutu börn okkar og barnabörn elsku þeirra og um- hyggju og hafa þau alltaf fylgst vel með þeim. Þeir félagarnir, Eiður og Birg- ir, áttu sama afmælisdag og var Eiður ári yngri. Þeir studdu hvor annan í veikindabaráttunni sem þeir háðu báðir, en tæp tvö ár eru síðan Birgir lést. Vonandi eru þeir komnir á góðan golfvöll og ganga þar um, lausir við að þurfa að nota golfbílana sína. Við fjölskyldan kveðjum þenn- an trausta og góða mann og þökk- um fyrir alla vináttu og um- hyggjusemi sem hann sýndi okkur á sinn ljúfa hátt. Elsku Lucinda og Grímur, megi allar góðu minningarnar um- vefja ykkur og styrkja. Inga, Magnús, Sólveig, Laufey og fjölskyldur. Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, ÓLAFUR E. RAFNSSON lögmaður, forseti ÍSÍ og forseti FIBA Europe, Miðvangi 5, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur í Sviss miðvikudaginn 19. júní. Útför fer fram fimmtudaginn 4. júlí kl. 15.00 í Hallgrímskirkju. Gerður Guðjónsdóttir, Auður Íris, Sigurður Eðvarð og Sigrún Björg Ólafsbörn, Rannveig E. Þóroddsdóttir, Rafn E. Sigurðsson, Sigþór R. Rafnsson, Elísabet Rafnsdóttir, Auður Jörundsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Guðríður Guðfinnsdóttir, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, Ágústa Guðjónsdóttir, Gert Fisker Tomczyk. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI HJARTARSON, lést að heimili sínu föstudaginn 14. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Anna Flosadóttir, Flosi Bjarnason, Jody Linn Malanchuk, Ólöf Halla Bjarnadóttir, Paulo Jorge Da Cruz Gramata, Hjörtur Bjarnason, Ævar Bjarnason, Amelia Rees, Anna María, Bjarni, Elisabeth, Andrea, Davíð, Adam og Alexander. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA STEINGRÍMSDÓTTIR, Þangbakka 10, lést laugardaginn 15. júní á Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarförin fer fram í Breiðholtskirkju fimmtu- daginn 27. júní kl. 15.00. Ívar Þór Þórisson, Helga Björnsdóttir, Þóra Ívarsdóttir, Ragnar Jóhann Holgeirsson, Björn Gauti Ívarsson, Ívar Máni Ragnarsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, RÓSAMUNDA BREIÐFJÖRÐ GUNNARSDÓTTIR TAYLOR, Herriman, Utah, lést fimmtudaginn 20. júní í Utah í Bandaríkjunum. Útför hennar fer fram þriðjudaginn 25. júní í Utah. Robert Lee Taylor, Robert Lee Taylor jr, Sande Taylor, Joshua Lee, Cameron Ryan, Kylie Ann, Raef Michael. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, bróður, mágs og frænda, SKÚLA SKÚLASONAR verkfræðings. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hann af hlýhug og alúð á hjúkrunarheimilinu Eir, deild 2. hæð norður. Kristinn Pétur Skúlason, Jón Gunnar Skúlason, Hildigunnur Ólafsdóttir, Baldur Skúlason, Kristín Jónasdóttir, Anna Skúladóttir, Brynjólfur Á. Mogensen, Sigurgísli Skúlason, Kristín R. Úlfljótsdóttir, Guðrún Skúladóttir, Magnús Eggertsson, Arna Skúladóttir, Hrefna M. Skúladóttir, Erik Fjelsted, K. Freyja Skúladóttir og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.