Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
lausþeyttum rjóma. Dísa hafði
alltaf tíma til að ræða lífið og til-
veruna, bækur og pólitík. Alltaf
svo hlý og hvetjandi. Það eru svo
endalausar myndir sem streyma
fram í hugann af Öldugötunni.
Eldhúsið svo bjart og notalegt, að-
allega af því að Dísa var þar.
Gestagangurinn og vinafjöld-
inn í kringum Dísu og Rabba ber
hjartahlýju þeirra og mannkær-
leik gott vitni. Eyrún, einkadótt-
irin, hefur alltaf verið mikil
mömmustelpa og samband þeirra
mæðgna einstaklega náið. Ég veit
því að söknuðurinn er sár og
tómarúmið sem eftir stendur virð-
ist óendanlega stórt. Sársaukinn
mun dofna, en eftir standa minn-
ingarnar um þessa yndislegu
konu sem aldrei gleymast. Dótt-
ursynirnir, sem voru allir svo
miklir ömmudrengir hver á sinn
máta, eiga nú um sárt að binda.
Það er erfitt að verða að horfast í
augu við fallvaltleika lífsins þegar
maður er barn, en minningar
þeirra um ömmu Dísu munu lifa
með þeim um alla ævi.
Hugur minn er hjá ykkur,
kæru vinir, minningin um góða
konu lifir.
Hafrún Ösp Þórdísardóttir
Stefánsdóttir.
Í desember 1980 fluttum við í
húsið okkar við Öldugötuna á Dal-
vík. Þá bjuggu Rabbi og Dísa
ásamt dóttur sinni Eyrúnu hinum
megin götunnar, á ská á móti okk-
ur. Jóna okkar og Eyrún eru jafn
gamlar og fljótlega fór að mynd-
ast vinskapur á milli þeirra. Þær
voru samferða í skólann og léku
sér saman eftir skóla. Við foreldr-
arnir fórum að hittast. Gunni fór
að fara með Rabba í hesthúsið og
við Dísa fórum að hlaupa yfir göt-
una til skiptis, hittast og spjalla
eins og gengur. Nú eru 33 ár síðan
við hittumst fyrst en það er eins
og gerst hafi í gær. Tíminn hefur
þotið hjá og allt í einu er Dísa ekki
lengur hinum megin götunnar.
Við minnumst Dísu með mikilli
hlýju og væntumþykju í huga.
Hún var alltaf til staðar, róleg og
yfirveguð þegar mest á reyndi.
Hún var til staðar þegar Arnar
fæddist og passaði hann í langan
tíma. Hún var til staðar þegar ég
veiktist og þurfti að vera í nokkrar
vikur í Reykjavík, þá var hún hjá
mér þar í eina viku. Hún var bara
til staðar og hjálpaði þegar við
þurftum á hjálp hennar að halda,
það var ómetanlegt. Hún hafði
líknandi hendur, það hafði marg-
oft komið í ljós. Dísa var mjög
pólitísk. Hún var Vinstri grænni
en nokkur annar sem ég þekki.
Hjá henni fékk náttúran alltaf að
njóta vafans og öll náttúruspjöll
henni á móti skapi. Hún þekkti
berjalöndin í kringum Dalvíkina
eins og eldhúsgólfið heima hjá sér
og þar, í berjamónum var Dísa á
haustin. Hún þekkti allar jurtirn-
ar, blómin og fuglana. Hún vissi
hvaða jurtir voru lækningajurtir
og hverjar ekki. Hún var mikið
náttúrubarn.
Ég hirði ei um heimsins skraut
né hverfult glys er augað þreytir
en mér er ljós á lífsins braut
hvert lítið blóm er veg minn skreytir.
(B. Sig.)
Við kveðjum Dísu með söknuði
og miklu þakklæti fyrir allt og allt.
Megi allar góðar vættir og vernd-
arenglar umvefja og styrkja fjöl-
skyldu hennar.
Björg Ragúels og
Gunnar Sigursteinsson.
Elsku Dísa.
Í huganum fallegt ég sendi þér hrós
og helling af virðingu minni
faðmlög, kossa og fegurstu rós
þú færð, fyrir yndisleg kynni.
(Bj.R.)
Takk fyrir að leyfa mér alltaf að
gera allt það erfiðasta þegar við
bökuðum pönnukökurnar þegar
þú passaðir mig, en það var að
brjóta eggin.
Þinn
Arnar Ragúels Sverrisson.
✝ Ingimar ÁgústGrétar Þiðr-
andason fæddist í
Sæbóli í Ólafsfirði
24. júní 1937. Hann
lést á heimili sínu,
Hlíðarvegi 27,
Ólafsfirði, 8. júní
2013.
Foreldrar hans
voru Þiðrandi Ingi-
marsson, fæddur í
Ólafsfirði 30. ágúst
1903, d. 14. apríl 1967 og Guðrún
Jónína Antonsdóttir, f. 29. júlí
1906, d. 10. október 1942. Alsyst-
ir Ingimars er Guðrún Steinunn
Sigurbjörnsdóttir, f. 13. apríl
1942. Hálfsystkini hans eru S.
Hulda Þiðrandadóttir, f. 18. febr-
úar 1945, Halldór Ævar Þiðr-
andason, f. 31. maí 1946 og
Sveinbjörn Þóroddur Þiðr-
andason, f. 8. mars 1948, d. 5.júlí
1965. Uppeldisbróðir Ingimars
er Gestur Heiðar Pálmason, f.
20. mars 1942. Fyrstu fimm árin
ólst Ingimar upp í Sæbóli Ólafs-
hans. Fjórtán ára gamall byrjaði
hann að róa á trillunni Gylfa
ásamt föðurbróður sínum Ragn-
ari Ingimarssyni. Reri hann síð-
an með Svavari Antonssyni og
Magnúsi Jónssyni á trillum sem
þeir áttu. Þegar Ingimar var 17
ára fór hann á vertíð til Reykja-
víkur á Kára Sölmundarson ÓF
og var á honum tvær vertíðir.
Eftir þetta var hann um tíma á
Stjörnunni með Kristjáni Ás-
geirssyni og Stíganda ÓF 25 með
Sigurfinni Ólafssyni. Eftir að
bátarnir fóru að róa frá Ólafs-
firði að vetri til fór hann á Þor-
leif Rögnvaldsson ÓF með Jóni
Sigurpálssyni. Síðan fór hann á
Sæþór með Óla Sæm. Einn vetur
beitti hann á Arnari ÓF 3 og vor-
ið 1973 fór hann yfir á Ólaf Bekk
ÓF 2. Árið 1974 fór Ingimar til
Frakklands til að sækja nýjan
skuttogara, Sólberg ÓF 12. Ingi-
mar var á Sólberginu, lengst af
með Birni Kjartanssyni, til ársins
1997 er hann kom að mestu leyti
í land. Í kringum 1984 keypti
Ingimar sér trilluna Guðrúnu Óf
53 og reri á henni yfir sumartím-
ann. Trillan, einbýlishúsið og
fjölskyldan var honum allt.
Útför Ingimars fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 25. júní
2013, kl. 14.
firði ásamt Guð-
rúnu móður sinni
og Þiðranda föður
sínum. Í október
1942 lést móðir
hans og skildi þá
leiðir þeirra systk-
ina, Guðrúnar
Steinunnar og Ingi-
mars. Móðuramma
Ingimars tók Guð-
rúnu í fóstur en
Ingimar bjó áfram
hjá föður sínum. Góð tengsl héld-
ust þó á milli þeirra systkina. Ár-
ið 1946 giftist Þiðrandi Snjó-
laugu Jónsdóttur, f. 13.
september 1913 í Brekkukoti í
Óslandshlíð, d. 18. apríl 1996, og
gekk hún Ingimari í móðurstað.
Ingimar bjó í Sæbóli til ársins
1974 en þá flutti hann, ásamt
Snjólaugu og Gesti, að Hlíð-
arvegi 27 í einbýlishús sem hann
hafði byggt sjálfur.
Ingimar byrjaði snemma að
stunda sjóinn og varð sjó-
mennskan starfsvettvangur
Einstakur heiðursmaður
kveður okkur að sinni. Ingi
frændi var gæddur mörgum góð-
um eiginleikum. Hann var ein-
staklega hjartahlýr og rólyndur,
duglegur, gjafmildur, barngóður
og vinur vina sinna. Hann var
ekki sá maður sem hallmælti
öðru fólki heldur reyndi að sjá
það góða í fari annarra. Orðið nei
var ekki ofarlega á lista hans,
hann vildi allt fyrir alla gera.
Það voru ófáar ferðirnar sem
farið var í heimsókn til Inga
frænda. Þar fann ég hve vænt
honum þótti um systurbörn sín.
Ég fór aldrei tómhent út, hann
laumaði alltaf einhverju í rass-
vasann eða þá að ég fór út með
fullan haldapoka af einhverju
góðgæti. Góðgætið keypti hann
þegar hann fór í siglingar með
Sólberginu. Alltaf var spennandi
að fá gjafir frá útlöndum eins og
t.d. Wrigley’s tyggjó eða rottu-
skott eins og hann var vanur að
kalla tyggjó, Ákakaramellur,
gos, vasadiskó og fleira og fleira.
Á sumrin var ákaflega gaman
að róa með honum á trillunni
hans, Guðrúnu ÓF 53. Við tókum
nesti og veiðistangir með í ferð-
irnar og vorum jafnan nokkra
klukkutíma á sjó. Inga þótti ein-
staklega vænt um trilluna sína
og eyddi hann miklum tíma í við-
hald hennar.
Heima hjá Inga var alltaf
mjög snyrtilegt og hafði hann allt
í röð og reglu svo hægt væri að
ganga að hlutunum. Hann hélt
húsinu sínu vel við og hvert sum-
ar sá hann um að laga það sem
laga þurfti.
Fjölskyldan var Inga mjög
kær og vildi hann allt fyrir hana
gera. Hann náði mjög góðum
tengslum við hana, sérstaklega
börnin, því barngóður var hann
með eindæmum.
Það er mjög sárt að hugsa til
þess að Ingi sé farinn frá okkur
en að sama skapi er ég mjög
þakklát fyrir að hafa kynnst
þessum sómamanni.
Elsku Ingi frændi, takk fyrir
allt.
Þín frænka,
Gyða.
Sumir fæðast stórmenni í
huga manns, Ingi frændi var
einn af þeim. Hann var dagfars-
prúður maður, einstakt ljúf-
menni, mælti ekki styggðaryrði
um nokkurn mann og var mikil
barnagæla.
Vinnusemi og natni var Inga í
blóð borin og varð sjómennskan
hans ævistarf. Lengst af var
hann á Sólberginu ÓF 12 en lét
af störfum árið 1997. Þær voru
margar siglingarnar sem hann
fór í og alltaf nutum við syst-
urnar góðs af þeim. Það voru
spenntar systur sem gengu um
borð þegar búið var að tolla skip-
ið, haldandi í styrka hönd Inga
sem leiddi þær ljúflega til káetu
sinnar þar sem ýmislegt fram-
andi sælgæti og dýrgripi bar fyr-
ir augu. Hann var ætíð einstak-
lega gjafmildur og hlotnuðust
okkur margir dýrgripirnir.
Ung að árum misstu Ingi og
systir hans móður sína. Örlögin
höguðu því þannig að leiðir
þeirra skildi, Ingi ólst upp hjá
föður sínum en systir hans hjá
móðurömmu sinni. Við þá tilhög-
un var afi aldrei sáttur en henni
varð ekki breytt. Afi giftist
ömmu minni Snjólaugu og gekk
hún Inga í móðurstað. Fyrir átti
amma einn son og þeim hjónum
fæddust tveir synir og dóttir og
saman bjuggu þau öll í Sæbóli.
Með barnsaugum mínum séð
var Sæból gríðarstórt hús með
ævintýralegum krókum og kim-
um og þar átti ég góðar stundir.
Herbergi Inga bar vitni um
snyrtimennsku hans og þar voru
fágætir munir og ilmurinn af Old
Spice fyllti vitin. Litlar hendur
máttu alltaf handleika þessa
hluti og iðulega var einhverju
góðgæti laumað að mér í leiðinni,
hvort sem það var rottuskott,
jórturgúmmí, karamella eða
Prins póló.
Árið 1974 flutti Ingi, ásamt
ömmu minni og uppeldisbróður
sínum, í nýtt einbýlishús á Hlíð-
arvegi 27. Í Ingahús var alltaf
gott að koma. Móttökurnar voru
höfðinglegar, viðmótið blítt og
einlægt ásamt svolítilli stríðni og
veitingarnar sælgæti, harðfiskur
og nýbakað bakkelsi. Þarna gát-
um við unað okkur margar
stundirnar og stundum var okk-
ur boðið niður í bæ í ískalt Va-
lash og Malta. Aldrei byrsti Ingi
sig við okkur systurnar heldur
leiðbeindi með sínu ljúfa og bros-
milda viðmóti og öðlaðist þannig
ómælda virðingu af okkar hálfu.
Þegar börn okkar systra fóru að
fara til hans fengu þau sömu
móttökurnar og ýmsu góðgæti
eða pening var laumað í litlar
þakklátar hendur.
Eftir að Ingi hætti störfum
var hann iðinn við að dytta að
húsinu sínu og trillunni. Hann
fann sér alltaf eitthvað til dund-
urs og var sífellt að þó að heilsan
væri farin að bresta. Aldrei
kvartaði hann, gerði lítið úr sín-
um vandamálum og bar ekki til-
finningar sínar á torg. Hann
hafði yndi af því að hjálpa öðrum
og mátti ekkert aumt sjá.
Ég hefði gjarnan viljað fá að
halda í hendur hans síðasta spöl-
inn, segja honum í síðasta sinn
hversu vænt mér þótti um hann
og hversu mikilvægur hann var
mér og mínum alla tíð. Ég syrgi
yndislega manneskju og þakka
fyrir þá góðmennsku sem sífellt
streymdi frá honum. Ég mun
halda minningu hans á lofti og
segja sögur af manni sem vann
verk sín af alúð og hæversku og
gaf með óþrjótandi ljúfmennsku
meira en orð fá lýst.
Hvíl í friði, elsku Ingi frændi.
Þyrí Stefánsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Fallinn er frá móðurbróðir
okkar hann Ingimar Þiðranda-
son eða Ingi frændi eins og við
systkinin kölluðum hann. Ingi
var aðeins 5 ára gamall þegar
hann missti móður sína og var
ungur farinn að vinna fyrir sér.
Ingi fór hljóðlega í gegnum lífið
og þannig kvaddi hann líka þenn-
an heim. Ingi var sjómaður allt
sitt líf. Lengst af var hann á tog-
urum, en hann átti einnig trilluna
Guðrúnu ÓF-53 sem hann gerði
út á sumrin og þótti honum ekki
leiðinlegt að róa út fjörðinn í
góðu veðri. Ingi ferðaðist ekki
mikið á þurru landi en kom þó í
sveitina á hverju sumri, stundum
einn á ferð en oftar en ekki var
Gústi frændi hans með í för. Ör-
lögin höguðu því þannig að það
var ekki endilega mikið verið að
hittast en það var alltaf mikil til-
hlökkun hjá okkur systkinunum
þegar líða fór að jólum og von
var á sendingu frá Inga. Alltaf
kom hún í tæka tíð þó svo að við
höfum kannski efast um það
stundum. Þetta var í þá daga
þegar keyptir voru kassar af epl-
um og appelsínum fyrir jólin en
það allra flottasta var kassinn frá
Inga. Stór kassi fullur af allskon-
ar sælgæti sem hann hafði keypt
í siglingum og við krakkarnir
kunnum vel að meta allt góðgæt-
ið. Það líða ekki þau jól að þessar
minningar frá barnæsku komi
ekki upp í hugann. Ingi reyndist
sínu fólki vel og má segja að
hjálpsemin og góðmennskan hafi
verið hans aðalsmerki. Við minn-
umst af hlýhug þessa góða
manns.
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni.
Mér stefnu frelsarinn góður gaf.
Ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrðlegum, ljósum löndum.
Þar lífsins tré gróa’ á fögrum ströndum.
Við sumaryl og sólardýrð.
Og stundum sigli ég blíðan byr
og bræðra samfylgd þá hlýt ég
og kjölfars hinna er fóru fyrr
án fyrirhafnar þá nýt ég.
Í sólarljósi er særinn fríður
og sérhver dagurinn óðum líður,
er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má,
í ofsarokinu berjast.
Þá skellur niðadimm nóttin á,
svo naumast hægt er að verjast.
Ég greini ei vita né landið lengur,
en ljúfur Jesús á öldum gengur,
um borð til mín í tæka tíð.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi, er Jesús má verja.
Hans vald er sama sem var það áður,
því valdi’ er særinn og stormur háður.
Hann býður: Verði blíðalogn!
Þá hinsti garðurinn úti er,
ég eigi lönd fyrir stöfnum.
Og eftir sólfáðum sæ mig ber,
að sælum blælygnum höfnum.
Og ótal klukkur ég heyri hringja.
Og hersing ljósengla Drottins syngja.
Lát akker falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í æginn falla.
Ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
(Þýð. Vald. V. Snævarr.)
Þökk fyrir allt, hvíldu í friði,
elsku frændi.
Jóhanna, Anna, Védís, Hrönn,
Sigurbjörn og Kjartan.
Mig langar til að kveðja Ingi-
mar Þiðrandason, vin minn og
skólabróður. Það var stutt á milli
æskuheimila okkar og áttum við
margar ánægjustundir saman
við leik bernskuáranna. Leikvöll-
urinn var fjaran, bryggjurnar og
gömlu beituskúrarnir sem allir
eru nú horfnir, en geymast í
minningunni.
Því miður var alltof stór hópur
bekkjarsystkina okkar sem að
lokinni skólagöngu yfirgaf sína
heimabyggð, því atvinnutækifæri
voru takmörkuð og fyrir þá sem
ekki leituðu sér frekara náms
voru sjósókn og tengd störf
helsti kostur. Sem betur fór var
Ingimar einn af þeim sem héldu
tryggð við sínar æskuslóðir. Sjó-
mannsstarfið hóf Ingimar ungur
að aldri, í byrjun sem trillukarl.
Hafnarskilyrði í Ólafsfirði
voru á þessum árum það erfið að
það var útilokað að gera út
stærri báta. En sem betur fór
tókst með harðfylgni og dugnaði
mætra manna að bæta hafnar-
skilyrðin, sem gerði það mögu-
legt að hér í Ólafsfirði var hægt
að gera út stærri og öflugri skip.
Þegar best gekk voru gerðir út 5
stórir togarar, sem verður að
teljast harla gott í ekki fjölmenn-
ara byggðarlagi.
Ingimar var einn af þeim frá-
bæru sjómönnum sem gerðu
þetta mögulegt, ásamt öflugri út-
gerð. Hann var lengst af sínum
sjómannsferli háseti á skuttog-
aranum Sólberg ÓF 12, því mikla
happaskipi, sem kom nýbyggður
til landsins frá Frakklandi 1974.
Eftir að heilsan fór að gefa sig
var Ingimar aftur orðinn trillu-
karl og gaf hann sér þá tíma til
að klappa trillunni sinni og dorg-
aði í soðið þegar veður leyfði.
Ingimar var heilsteyptur og
traustur maður. Hann gat verið
fastur fyrir og lét sig ógjarnan,
þegar hann hafði myndað sér
skoðun á mönnum og málefnum.
Allt hans lífshlaup bar vott um
heiðarleika og trúfesti. Nú verða
ekki fleiri ferðir farnar að Hlíð-
arvegi 27, þar sem harðfiskur og
hákarl var fastur réttur dagsins.
Ég sendi ættingjum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Jón Þorvaldsson.
Við Ingimar vinur minn ól-
umst upp í Ólafsfirði, hann var
fjórum árum eldri sem er nokkur
aldursmunur á æskuárunum þó
seinna hafi dregið saman með
okkur og við nánast á sama reki.
Eins og títt var í sjávarpláss-
um á þessum árum byrjaði Ingi-
mar snemma að vinna og korn-
ungur réð hann sig á vertíðarbát
sem gerður var út frá Reykjavík
en þessi höfuðborgarvist var
engin sæluvist og aðbúnaðurinn
ömurlegur.
Hann var svo mest á bátum
sem Sigvaldi Þorleifsson gerði út
en 1973 kom fyrsti skuttogari
Ólafsfirðinga, Ólafur Brekkan
ÓF12, nýsmíðaður frá Japan og
vorum við Ingimar í fyrstu áhöfn
skipsins, þar hófst okkar vinátta.
Árið 1974 kom svo annar skut-
togari til Ólafsfjarðar, Sólberg
ÓF12, og var Ingimar í áhöfninni
sem sótti skipið til Frakklands,
þar var hann um borð allt þar til
hann hætti til sjós. Nú um stund-
ir er mokveiði á togurunum,
varla búið að dýfa trolli í sjó þeg-
ar híft er aftur með góðan afla en
þótt oft væri góð veiði hér áður
fyrr komu oft dauðir tímar. Þá
var oft slegið í spil í borðsalnum.
Þar var Ingimar á heimavelli
enda lunkinn bridge-spilari. Á
þessum árum var stofnað
Bridgefélag í Ólafsfirði. Eitt sinn
þegar við vorum í fríi spurði ég
hann hvort við ættum ekki að
skella okkur eitt kvöldið, hann
tók því ekki vel, sagði þá með ný
sagnakerfi, við yrðum eins og álf-
ar út á hól en aldrei þessu vant
gaf hann sig og okkur gekk bara
alls ekki illa með okkar togara-
bridds.
Þó hann væri hvers manns
hugljúfi leið honum aldrei virki-
lega vel í margmenni sem senni-
lega hefur stafað af feimni og
meðfæddri hæversku. Vandfund-
inn var umtalsbetri maður, hon-
um leið hreinlega illa ef einhverj-
um var hallmælt, hann reyndi að
bera í bætifláka og ef það dugði
ekki þá labbaði minn maður bara
út.
En til voru hópar í samfél-
gainu sem hann var mishrifinn
af, t.d. stjórnmálamenn og hinir
ýmsu „sérfræðingar“, þar hafði
hann bara eina reglu, hann trúði
ekki einu einasta orði sem þeir
sögðu, það var bara svoleiðis.
Eitt af því erfiðasta við að
komast á efri ár er hvað maður
sér eftir mörgum vinum og kunn-
ingjum fara yfir móðuna miklu
og þótt dauðinn sé það eina í
þessu lífi sem við eigum öruggt,
bregður manni alltaf jafn ónota-
lega við.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt vináttu þessa öðlings í fjöru-
tíu ár og ég á eftir að sakna hans
mikið.
Við Birkir minn sendum
systkinum hans og fjölskyldum
þeirra og Gesti okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Vertu kært kvaddur, trausti
vinur, þegar ég heyri góðs
manns getið minnist ég þín.
Blessuð sé minning Ingimars
Þiðrandasonar.
Gunnlaugur Gunnlaugsson.
Ingimar Ágúst
Grétar Þiðrandason