Morgunblaðið - 25.06.2013, Síða 40

Morgunblaðið - 25.06.2013, Síða 40
Þar sem Mirabelle greið- ir honum fyrir atlot hans með eðalsteinum aukast líkurnar á því að allt fari á besta veg. Eða hvað? Hér eru gam- alkunnar og troðnar slóðir fetaðar á sama hátt og gert er í þeim bókum sem gefnar eru út und- ir merki Rauðu seríunnar. Fátt kemur á óvart, nema hér er kryddað með „dassi“ af Viagra. Kynlífssen- urnar eru nefnilega talsvert fleiri en gengur og gerist í bókum Rauðu seríunnar, en bókin hefur verið aug- lýst sem Fimmtíu gráir skuggar út frá reynsluheimi karlmannsins. Reyndar er alls óljóst hvers kyns höfundurinn er, en hann skrifar undir dulnefninu Karl Fransson og á bókarkápu segir að hann hafi víða getið sér gott orð og hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum. Það er í sjálfu sér ágætis hug- mynd að snúa kynjahlutverkunum við eins og hér er gert og aðdáendur Fimmtíu skugga bókanna og ann- arra áþekkra rita ættu að fá hér nokkuð fyrir sinn snúð. Unga saklausa stúlkan semhittir veraldarvana eldrimanninn og gerist ást-kona hans er velþekkt stef í ýmiskonar skáldskap. Í Elsk- huganum er dæminu snúið við. Pat- rice sem er arkitektanemi af ís- lenskum ættum vinnur með námi sínu á lúxushóteli í París. Þar dvelur hin undurfagra Mirabelle sem er eiginkona vellauðugs demantasala og hefst brátt eldheitt kynlífs- samband á milli hennar og Patrice. Hann fær nasasjón af lífsstíl hinna ríku og frægu, siðprúð kennslukona ruglar hann nokkuð í ríminu framan af og á sama tíma á hann í forræð- isdeilu við fyrrverandi eiginkonu sína um unga dóttur þeirra. Hann er félítill, en þráir að eiga eigið hús- næði, sem er ein forsenda þess að hann fái forræði til jafns við móð- urina. Krydduð rauð ástarsaga Skáldsaga Elskhuginn nnn Eftir: Karl Fransson, Vaka-Helgafell 2013, 393 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013 „Mér fannst þetta frábærlega vel gert hjá þeim og er ótrúlega stoltur af þessu verki,“ sagði Helgi Rafn Brynjarsson við Morgunblaðið eftir að leikritið Lúkas var frumsýnt á Akureyri. Þar er hópurinn Norður- bandalagið á ferð undir handleiðslu leikstjórans Jóns Gunnars Th. Lúkasarmálið frá 2007 er mörg- um í fersku minni. Helgi Rafn dróst inn í það, eftir að hundurinn Lúkas hvarf á Akureyri. Var sakaður um það í netheimum að hafa drepið hann á grimmilegan hátt en var staddur á Blönduósi þegar dýrið hvarf. „Ég hef ennþá ekki hugmynd um hvers vegna ég dróst inn í þetta mál.“ Hundurinn fannst síðar og ekkert amaði að honum. Fyrirgefningin er mjög til um- fjöllunar í verkinu. „Það voru mjög fáir sem báðust fyrirgefningar á sínum tíma; flestir héldu því fram að hafa ekki tekið þátt í þessu,“ sagði Helgi Rafn. Lúkas verður næst sýndur í Rým- inu á fimmtudaginn kemur og síðan fimmtudagana 4. og 11. júlí. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lúkas Helgi Rafn Brynjarsson og Ólafur Ingi Sigurðarson, sem fer með hlutverk Helga. Mjög umhugsunarverður Lúkas Tríó trompetleikarans Snorra Sig- urðarsonar kemur fram í kvöld ásamt söngvaranum Kristbirni Helgasyni á djasstónleikum á Kex hosteli og eru tónleikarnir hluti af djasstónleikaröð staðarins. Auk Snorra skipa tríóið Ásgeir J. Ás- geirsson á gítar og Gunnar Hrafns- son á kontrabassa. Tríóið mun flytja dagskrá laga sem tengjast trompetleikaranum og söngv- aranum Chet Baker. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og standa í um tvær klst. með hléi. Chet Snorri Sigurðsson trompetleikari heldur tónleika með tríói sínu í kvöld. Tónleikar Chet Baker til heiðurs Verslunarrými Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Verslunarhillur Verðmerkilistar Gínur Útiskilti Fataslár 7 16 EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS! FRÁBÆR GAMANMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! SUMARSMELLURINN Í ÁR! Missið ekki af þessari stórkostlegu teiknimynd frá höfundum Ice Age -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L 12 THE ICEMAN Sýnd kl. 8 - 10:20 THE INTERNSHIP Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30 EPIC 2D Sýnd kl. 5 EPIC 3D Sýnd kl. 5 FAST AND FURIOUS 6 Sýnd kl. 8 - 10:30 H.K. -Monitor ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR BYGGT Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM UM LEIGUMORÐINGJANN RICHARD KUKLINSKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.