Morgunblaðið - 25.06.2013, Page 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2013
Bíólistinn 14.- 16. júní 2013
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Man Of Steel
Pain And Gain
Now You See Me
Internship, The
The Iceman
Epic
Hangover 3
After Earth
Fast & Furious 6
The Great Gatsby
Ný
1
3
2
Ný
4
5
7
6
9
Ný
2
3
2
Ný
4
4
3
5
6
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Kvikmyndin Man of Steel, sem seg-
ir sögu Súpermans, Ofurmennisins,
er sú sem mestum miðasölutekjum
skilaði yfir helgina í kvikmynda-
húsum hér á landi enda fyrirtaks
sumarmynd, ævintýraleg og brell-
um hlaðin. Í myndinni fer hinn
vöðvastælti Henry Cavill með hlut-
verk Ofurmennisins sem á ættir að
rekja til plánetunnar Krypton. Of-
urmennið tekst á við gjörspilltan og
vitfirrtan hershöfðingja, Zod, sem
einnig er frá Krypton og hyggst
tortíma íbúum jarðar. Vöðvastæltir
menn eru einnig fyrirferðarmiklir í
myndinni sem er í öðru sæti listans,
Pain and Gain, en í henni segir af
vitgrönnum vaxtarræktarmönnum
sem gerast brotlegir við lögin og er
gaman- og hasarmynd á ferðinni.
Bíóaðsókn helgarinnar
Margir sáu Súperman um helgina
Ósigrandi Súperman er ósigrandi
svo lengi sem kryptonít er fjarri.
Gerard Depardieu var nýverið
dæmdur í rétti í París til að greiða
4.000 evrur, eða sem samsvarar
650.000 ísl. kr., fyrir ölvunarakstur
auk þess sem hann var sviptur öku-
réttindum næstu sex mánuði. Dep-
ardieu var ekki viðstaddur dóms-
uppkvaðninguna, en leikarinn
yfirgaf fyrir skömmu föðurland sitt
og gerðist rússneskur ríkisborgari.
Undir lok síðasta árs lenti Dep-
ardieu í óhappi á skellinöðru sinni
og rannsókn leiddi í ljós að áfeng-
ismagnið í líkama hans var þrisvar
sinnum meira en leyfilegt er. Eng-
inn meiddist í slysinu, en hámarks-
refsiramminn við broti Depardieus
er tveggja ára fangelsi.
Ofurölvi Gerard Depardieu slapp með
sekt vegna umferðarlagabrots síns.
Depardieu greiðir
sekt vegna brots
Kvikmyndaleikarinn Jim Carrey
hefur á Tístinu beðist afsökunar á
þátttöku sinni í myndinni Kick-
Ass2, sökum þess hversu ofbeldis-
full myndin er. Segir hann tökum á
myndinni hafa verið nýlokið þegar
fjöldamorðin í Sandy Hook-
grunnskólanum voru framin í des-
ember sl. en að sögn Carreys
breyttu fjöldamorðin afstöðu hans
til myndarinnar. Mark Millar leik-
stjóri ver ofbeldið sem birtist í
myndinni og furðar sig á stefnu-
breytingu Carreys, enda komi yfir-
lýsing hans á versta tíma í mark-
aðssetningu myndarinnar.
Leiður Jim Carrey segist ekki skammast
sín fyrir myndina þótt hann hafni ofbeldinu.
Sér eftir leik sín-
um í ofbeldismynd
Staðfest hefur verið að Arnold
Schwarzenegger mun leika í upp-
vakningskvikmyndinni Maggie.
Hann mun sjálfur ekki bregða sér í
hlutverk uppvaknings, heldur leik-
ur hann áhyggjufullan föður ungr-
ar stúlku, sem Chloe Moretz leikur,
sem smám saman er að breytast í
uppvakning. Schwarzenegger læt-
ur sér ekki nægja að leika í mynd-
inni, því hann framleiðir hana líka.
Leikstjóri er Henry Hobson, en
handritið skrifar John Scott 3.
Áætlað er að tökur hefjist í haust.
Leikarinn Arnold Schwarzenegger reyn-
ir fyrir sér í nýrri kvikmyndagrein.
Schwarzenegger
og uppvakningar