Morgunblaðið - 25.06.2013, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 176. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Syrgja móður en gleðjast yfir …
2. Börn veittust að lögreglu
3. „Ódýr og vandræðaleg“ …
4. Maður á hesti við Stjórnarráðið
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Mikið lof er borið á plötuverslunina
12 tóna í tímaritinu Gramophone í
grein sem ber yfirskriftina The best
record store in the world? eða Besta
plötubúð í heimi? Í greininni segir
m.a. að verslunin sé ekki aðeins
undraland tónlistar heldur einnig
gott dæmi um það hvernig selja eigi
geisladiska á 21. öldinni. Í versluninni
megi finna undarlega og dásamlega
veröld tónlistar, lifandi tónlistarflutn-
ing, ástríðufullt starfslið og heillandi
og heimilislegt umhverfi og frítt
kaffi. Þá sé úrval platna tilkomu-
mikið. Eru lesendur hvattir til að
bóka sér flug til Íslands og drífa sig á
Skólavörðustíg, þar sem verslunina
er að finna en auk þess má finna
smærri 12 tóna verslun í tónlistar-
húsinu Hörpu. Rætt er við eiganda
verslunarinnar, Lárus Jóhannesson,
sem segir m.a. að fólk á öllum aldri
eigi í viðskiptum við hann. Greinina
má finna á undirvef gramophone.co-
.uk sem helgaður er bloggfærslum.
Greinina ritar Andrew Mellor.
Morgunblaðið/Heiddi
12 tónar besta
plötubúð í heimi?
2 Guns, kvikmynd leikstjórans
Baltasars Kormáks, verður upphafs-
mynd kvikmyndahátíðarinnar í Loc-
arno í Sviss sem hefst 8. ágúst nk.
Myndin verður sýnd utandyra, á Pi-
azza Grande-torginu
og verða þar átta
þúsund sæti, skv.
vefnum Variety. Í
kvikmyndinni fara
Hollywood-stjörn-
urnar Mark Wahl-
berg og Denzel
Washington
með aðal-
hlutverkin.
2 Guns upphafsmynd
hátíðar í Locarno
Á miðvikudag Gengur í suðaustan 13-20 m/s með rigningu. Hæg-
ari og úrkomulítið norðaustanlands. Snýst í hægari suðvestanátt
með skúrum um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast NA-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert.
Bjart austanlands, en sums staðar skúrir síðdegis. Dálítil rigning
eða súld með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 19 stig.
VEÐUR
Keflvíkingar fögnuðu sigri á
Skagamönnum, 3:2, á Akra-
nesi í gærkvöld þegar tvö lið
með nýja þjálfara mættust
þar í Pepsi-deild karla í fót-
boltanum. Kristján Guð-
mundsson stýrði þar Kefl-
víkingum í fyrsta sinn eftir
fjögurra ára fjarveru.
Þorvaldur Örlygsson
stjórnaði Skagamönn-
um í fyrsta sinn en þeir
töpuðu í sjöunda sinn í
átta leikjum í sumar. »3
Kristján vann slag
nýju þjálfaranna
Edda Garðarsdóttir er óhress með þá
ákvörðun Sigurðar Ragnars Eyjólfs-
sonar, landsliðsþjálfara í knatt-
spyrnu, að velja hana ekki
í 23ja manna hópinn
fyrir úrslitakeppni
Evrópumótsins í Sví-
þjóð. „Mér finnst rök-
in sem hann færir
fyrir henni vera úr
lausu lofti gripin,“
segir Edda sem
er næst-
leikja-
hæsta
lands-
liðskona
Íslands og fyrirliði
enska liðsins
Chelsea. »1
Finnst rökin vera úr
lausu lofti gripin
Blikar eru komnir í toppbar-
áttuna í Pepsi-deild karla í
fótboltanum eftir sigur á
Valsmönnum í gærkvöld, 1:0,
þar sem Ellert Hreinsson
skoraði sigurmarkið á Kópa-
vogsvellinum. Valur tapaði
þar í fyrsta skipti í deildinni á
tímabilinu og seig niður í
fimmta sætið. »2-3
Blikar komnir í
toppbaráttuna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Skynsemin sagði okkur að best væri
að hjóla hringveginn rangsælis. Strax
þegar komið er austur fyrir Hellis-
heiði er komið á sléttlendi og beinan
og breiðan veg sem er nokkur hund-
ruð kílómetrar. Þannig byggir maður
upp ágætt þrek og kemst í fína þjálf-
un áður en hæstu brekkurnar og fjöll-
in á Austur- og Norðurlandi taka
við,“ segir Sigurjón Pétursson í Hafn-
arfirði. Þau Þóra Hrönn Njálsdóttir
eiginkona hans fóru á reiðhjólum um-
hverfis landið fyrr í þessum mánuði.
Ferðin, sem tók fimmtán daga, gekk
að óskum enda eru þau Sigurjón og
Þóra bæði þrælvön og fóru hringinn
síðast árið 2010. Árið 2011 hjóluðu
þau svo þvert yfir Bandaríkin, frá
Flórída til Kaliforníu, alls 4.500 km
leið
Rigning og stífur mótvindur
Ofurlítill útúrdúr fylgir þessari
sögu. Á ferðalagi fyrir þremur árum
hitti blaðamaður Morgunblaðsins á
þau Sigurjón og Þóru Hrönn í Borg-
arfirðinum. Þá voru þau í sinni fyrri
hringferð. Og viti menn: sagan end-
urtók sig því við Almannaskarð við
Hornafjörð hitti Morgunblaðsmaður
aftur á sama fólkið.
„Tilviljanirnar í þessari ferð voru
margar, ýmsir sem við hittum í síð-
ustu ferð urðu aftur á vegi okkar
núna. Þú varst ekki sá eini,“ segir
Sigurjón og bætir við að ferðin hafi
gengið vel. Fyrstu dagarnir hafi farið
í að ná upp þreki sem hafi komið sér
vel þegar kom austur undir Eyja-
fjöll. Þaðan og alveg austur í
Suðursveit hafi verið rigning
og stífur mótvindur.
„Það tók verulega í á Skeið-
arársandi. Þá hvíldum við í
eina mínútu á móti hverjum
fimm sem við hjólum. En allt
hafðist þetta,“ segir Sigurjón. Hann
bætir við að hjólaferðir síðustu ára
hafi kennt sér margt. Mikilvægt sé að
taka með sér sem allra minnstan far-
angur; vera í léttum nælonfötum og
sleppa helst nestinu og nærast frekar
á veitingastöðum. Þá skipti miklu að
vera á sem allri þægilegustum hjól-
um, en þau Þóra Hrönn voru á Koga
Myata, 15 kg hjólum úr áli sem þau
fengu sérsmíðuð í Hollandi.
Margt bar fyrir augu
„Breytingin er talsverð frá fyrri
ferð. Ökumenn eru tillitssamari
gagnvart hjólreiðamönnum. Hægja
aðeins ferðina þegar þeir mæta og
fara fram úr. Útlendingarnir eiga þó
vinninginn og þegar þeir koma að
manni sveigja þeir alltaf vel út á
vinstri akreinina en Íslendingunum
er hins vegar tamara að nánast
sleikja fram hjá manni,“ segir Sig-
urjón – sem tók mikinn fjölda mynda
í ferðinni enda bar margt áhugavert
fyrir augu.
Þrek og þjálfun í brekkurnar
Hjóluðu hring-
veginn 2010 og
aftur núna í júní
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Almannaskarð Þau Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir hjóluðu umhverfis landið á fjórtán dögum. Ferð-
in gekk að óskum þótt stundum væri vindurinn í fangið og íslenskir ökumenn ekki of viljugir að víkja.
„Hjólaferð umhverfis landið er
nánast eins og jógatími. Hugurinn
hreinsast og gulu vegstikurnar eru
sem viðmið í eilífðinni. Í huganum
heilsar maður hverri þeirra og
kveður og svona endurtekur þetta
sig mörg þúsund sinnum á þeim
dögum sem maður er á ferðinni.
Svona ferðir eru góðar bæði
fyrir líkamann og ekki síður
sálina. Maður styrkist og efl-
ist og svo leggst maður oft
virkilega þreyttur til
hvílu. En svo er
líka frábært að
setjast í
söðulinn næsta morgun og hjóla af
stað,“ segir Sigurjón Pétursson.
Dagleiðirnar í ferðinni segir Sig-
urjón gjarnan hafa verið 90 til 110
km. Einn dag því sem næst á
miðjum hringnum, það er á Djúpa-
vogi, hafi þau Þóra Hrönn hvílst,
slakað á og safnað kröftum fyrir
síðari hluta ferðarinnar, það er
brekkur og heiðar og helstu hindr-
anirnar.
Og allt gekk vel og heim í Hafn-
arfjörðinn, eftir sérstaklega góða
ferð, komu þau svo á þjóðhátíð-
ardaginn 17. júní – það er fimmtán
dögum eftir að ýtt var úr vör.
Frábært að setjast í söðulinn
VEGSTIKURNAR VORU SEM VIÐMIÐ Í EILÍFÐINNI